Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFMÆLI GRANDA HF. TÍU ÁR eru ekki langur tími í sögu atvinnufyrirtæk- is. 'Engu að síður er ástæða til að staldra við nú, þegar tíu ár eru liðin frá stofnun Granda hf. Fyrirtækið varð til með sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins hf. Síðar sameinaðist Hraðfrystistöðin í Reykjavík Granda hf. Með sameiningu fyrirtækjanna tveggja var á marg- an hátt brotið blað í atvinnusögu landsmanna. Bæjar- útgerð Reykjavíkur hafði áratugum saman verið þungur baggi á borgarsjóði Reykjavíkur, sem lagði til fyrirtækisins milljarða króna á núgildandi verð- lagi. ísbjörninn hf., sem verið hafði eitt öflugasta einkafyrirtækið í sjávarútvegi, hafði ráðist í byggingu stórs og fullkomins frystihúss. Fyrirtækið hafði hins vegar ekki yfir nægilegum afla að ráða til að nýta hið nýja frystihús til hins ýtrasta. Bæjarútgerðin gerði út mörg skip en fiskvinnsla fyrirtækisins fór fram í gömlu og úreltu húsnæði. Rökin fyrir samein- ingu fyrirtækjanna tveggja voru nánast augljós. Þar við bættist að sjávarútvegsfyrirtæki lands- manna stóðu á vissum tímamótum. Það var augljós- lega þörf fyrir að skapa stærri einingar innan atvinnu- greinarinnar en tregða hjá mönnum að ganga til sam- einingar. Með samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins hf. var ísinn brotinn. í kjölfar samein- ingar þessara tveggja fyrirtækja fylgdi næstu árin á eftir sameining fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi víðs vegar um landið. A þeim áratugi, sem liðinn er frá því að Grandi hf. varð til, hafa orðið til nokkrar stórar einingar í sjávarútvegi, að vísu ekki allar með sameiningu fyrirtækja en sumar. Forráðamenn fyrir- tækja í sjávarútvegi hafa séð að hægt var að ná umtalsverðri hagræðingu í rekstri með slíkri samein- ingu. Það er ekki einungis í sjávarútvegi, sem fyrirtæki hafa sameinast á þessum tíu árum. Segja má að þró- un til sameiningar fyrirtækja í stærri og öflugri ein- ingar hafi hafizt af krafti með stofnun Granda hf. en síðan hafa fyrirtæki, t.d. í trygginga- og bankavið- skiptum, sameinast með góðum árangri. Að sjálf- sögðu getur slík sameining fyrirtækja í sumum grein- um atvinnulífsins skapað hættu á yfirburðastöðu ein- stakra aðila á markaðnum. Það er hins vegar hlut- verk öflugrar samkeppnislöggjafar að sjá til þess, að hagur neytenda sé ekki fyrir borð borinn í slíkri þróun. Rekstur Granda hf. síðustu tíu ár hefur í einu og öllu verið í samræmi við björtustu vonir manna um miðjan síðasta áratug. Reynslan af sameiningu fyrir- tækjanna tveggja og síðar hins þriðja í eitt stórt og öflugt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki hefur sýnt, að með svo stórri einingu er hægt að ná hagkvæmni í rekstri, sem skilar sér með margvíslegum hætti. Á þessum tímamótum er því ástæða til að fagna þeim óumdeilanlega árangri, sem náðst hefur í endur- skipulagningu íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru nú vel í stakk búin til þess að takast á við ný verkefni bæði hér heima og erlendis. Sú eldraun, sem þessi fyrirtæki hafa gengið í gegnum á undanförnum kreppuárum, hefur eflt þau og styrkt, eins og sjá má af stórauknum umsvifum þeirra m.a. í öðrum löndum. Fyrir allmörgum árum var ástæða til að hafa veru- legar áhyggjur af stöðu íslenzks sjávarútvegs. Þörfin fyrir endurskipulagningu var augljós en framvindan í þeim efnum var hæg. Á þessu hefur orðið grundvall- arbreyting. Þótt þorskveiðar séu enn í lágmarki hafa fyrirtæki í sjávarútvegi náð sér vel á strik. Fyrirsjáan- legt er mikið blómaskeið í útgerð og fiskvinnslu, ef vonir um eflingu þorskstofnsins rætast. Með vaxandi fiskistofnum á íslandsmiðum á næstu árum og sterk- um og vel reknum fyrirtækjum í sjávarútvegi verður grundvöllur lagður að bættum hag þjóðarinnar á næstu árum. Hlutverk biskupa er að styrkja fólkið í trúnni JOHANNES M. Gijsen var aðeins 39 ára þegar hann var vígður biskup í Limburg í Hollandi, en það er sjald- gæft með svo unga menn. Nú, 63 ára, hefur hann verið útnefndur biskup yfir kaþólska söfnuðinum á íslandi og lítur framtíðina björtum augum. Segir að söfnuðurinn hafi tekið sér vel, svo og prestarnir og nunnumar. Það hefur ekki verið auðvelt að ná tali af biskup Gijsen, því hvort tveggja er að hann dvaldist aðeins stuttan tíma hér á landi eftir að hann var útnefndur og var þá á þeytingi landshorna á milli að heimsækja söfn- uðinn. í annan stað er hann ekki mikið fyrir að veita fjöl- miðlum viðtöi. Nú er hann á ný kominn til landsins frá Austurríki, þar sem hann var að ganga frá sínum málum. Féllst hann á að ræða við Morg- unblaðið. Gijsen var fyrst spurður hvort páf- inn skikkaði biskupa að fara til ákveðinna staða eða hvort þeir væru beðnir um það. „Það er í raun hvort tveggja,“ svaraði Gijsen um leið og hann kveikti sér í pípu eftir að hafa leitað samþykkis viðmælanda síns. „Hans heilagleiki gerir það þó þannig að gild ástæða verð- ur að vera fyrir hendi til þess að svara neitandi," heldur hann áfram. „Ég hafði enga ástæðu til að neita. Aftur á móti hafði ég kannski ástæðu til að segja já. Ekki vegna þess að ég þekki landið, held- ur vegna tengsla minna við það,“ segir hann og lítur upp yfir pípuna, sem illa gengur að kveikja í. Fyrsti kaþólski biskupinn á ís- landi eftir siðaskipti, Martin Meu- lenberg, var afabróðir Gijsen og Jóhannes Gunnarsson sem tók við af honum nam sitt fag í Hollandi. „Hann dvaldist í fríum hjá afa mín- um og ömmu. Þeir biskupar sem síðan tóku við voru einnig hollensk- ir. Ég þekkti þá vel, þannig að ég heyrði oft rætt um land og þjóð.“ Kom á óvart Gijsen kveðst hafa orðið undrandi þegar Jóhannes Páll páfi bað hann að taka íslenska söfnuðinn að sér og spurði á móti hvort hann vissi um tengsl sín við landið. „Þau hafði páfi ekki hugmynd um, vissi ein- ungis að á Islandi væru hollenskir prestar og nunnur. „Þarna sérðu," sagði hans heilagleiki við mig. „Það er ekki aðeins páfinn sem biður þig þessa heldur einnig heilagur andi“,“ segir Gijsen og hlær inni- lega. Hann segist ekki hafa verið tví- stígandi varðandi ákvörðun sína. Hann hafi verið biskup í Hollandi í 21 ár, var orðinn langþreyttur og þurfti á hvíld að halda. Því fór hann til Austurríkis í tvö ár, þar sem hann starfaði í klaustri. Eftir það kveðst hann hafa tilkynnt páfa að nú væri hann reiðubúinn að tak- Johannes M. Gijsen, biskup kaþólska safnaðarins á íslandi, á sér kröftuga andstæðinga í Hollandi sem telja hann of fastheldinn, en hann á sér einnig eitil- harða fylgismenn. Hildur Friðriksdóttir komst að því að íslenski söfnuðurinn hefur tekið honum vel og biskupinn lítur björtum augum til framtíðar Morgunblaðið/Þorkell JOHANNES M. Gijsen, biskup kaþólska safnaðarins á Islandi, þekkti Island af afspurn áður en hann kom hingað til lands, en hafði einnig lesið Nonna-bækurnar sem drengur. ast á við verkefni að nýju. „Ég var ánægður þegar mér stóð til boða að koma til Islands, því ég tel það veita meiri hamingju að takast á við verkefni heldur en að setjast í helgan stein.“ Ákvörðun tekin snemma Gijsen fæddist í Suður-Hollandi og ákvað sem stráklingur að hann vildi verða prestur. Fyrirmyndin sem hann leit upp til var biskup Meulenberg. Hann átti sér einnig drauma um að ferðast víða um heim og sá þá ef til __ vill rætast í prests glíma á þeim tíma. Því hefur eflaust þótt gott að fá utanaðkomandi mann inn sem biskup.“ Gijsen hefur verið umdeildur inn- an kaþólsku kirkjunnar í Hollandi vegna íhaldssemi sinnar og fast- heldni við trúarhefð. Hann á sér harða andstæðinga en einnig sterka fylgismenn. Hlýlegt yfir- bragð og glettið brosið gerir það að verkum að viðmælandi á erfitt með að ímynda sér hann sem hinn íhaldssama og harða eða einstreng- ingslega biskup sem sum hollensk _________ blöð hafa sagt Það er ekki aðeins haSegvaerra'hann er embættinu, þar sem kaþólskir prestar páfínn SGm bíðlir þig spurður hvort hann sinna köllun sinni v í í j • sé bókstafstrúar, víða. þessa heldur einnig svarar hann að Hann hefur próf- heÍlaPfUF RlldÍ hann trúi á gráðu í sögu og ______ kirkjusögu og er doktor í guðfræði frá háskólanum í Bonn. Þá var hann kennari í fram- haldsskóla, prestaskóla og æðri skóla fyrir skjalavörslu, þar sem hann kenndi guðfræðilega kenn- ingasögu sem hann segir að sé áhugamál sitt. Hann hefur skrifað nokkur rit um kenningarsöguleg efni. „Ég var að undirbúa mig fyr- ir prófessorsembætti í Múnster þegar ég var útnefndur biskup," segir hann. „Á sjöunda áratugnum dvaldist ég meira í Þýskalandi en Hollandi og stóð því utan þeirra vandamála sem kirkjan átti við að mn- blástur Biblíunnar og kveðst vona að það eigi við um alla biskupa. En þegar hann er spurður hveiju sætti að hann hafi verið svo umdeildur færist örlítið bros úm andlitið og hann útskýrir að kaþólska kirkjan verði að fylgja stefnu sem ákveðin hafi verið á síðara vatíkanska kirkjuþinginu, sem haldið var 1962-65. „Fólk getur haft mismunandi skoðanir á þeim málum. Almenn- ingur er fljótur að setja menn í ákveðna flokka og telja þá ýmist bókstafstrúar eða lýðræðislega," segir Gijsen og tekur dæmi af bisk- upi, góðum vini sínum. í byrjun ferils hans hafi orðið víðtæk verk- föll í Hollandi, sem hann lýsti stuðn- ingi við og tók jafnvel þátt í kröfu- göngu. „Af þessum ástæðum var hann strax flokkaður sem lýðræðis- sinni. Það var þó ekki endilega rétt. Aftur á móti hafði ákveðinn hópur fólks, sem þekkti mig ekkert, lýst því yfir áður en ég varð biskup að ég væri ekki lýðræðislega sinnaður. Það fylgdi mér áfram.“ Spornað við breytingum Sjö kaþólskir biskupar voru fyrir í Holiandi þegar Gijsen var vígður. Hann telur að aldur hinna biskupanna hafi haft áhrif þar á því þeir voru flest- ir komnir yfir sjö- tugt. Miklar breyt- ingar höfðu orðið á hollensku þjóðfé- lagi með tilheyrandi fijálsræði að því er laut að hjónaskiln- uðum og fóstureyð- ingum. Varð frelsið jafnvel meira en í öðrum löndum að .mati Gijsen. „Hlut- verk kaþólsku kirkjunnar var að sporna við þessum breytingum og reyna að hafa áhrif á stjórnvöld. Eflaust þótti betra að senda unga bisk- upa til þeirra verka. Árið áður, eða 1971, hafði biskup Báhr verið vígður til Rotterdam-bisk- upsdæmis. Var hann einnig 39 ára,“ segir Gijsen. . Að auki fólst hlutverk nýju biskupanna í að endurvekja presta- skóla. Tókst svo vel til að 200 prestar útskrifuðust frá skólanum á tuttugu ára tímabili. Vakti athygli í Hollandi En nú er hann kominn til ís- lands, þar sem söfnuðurinn er ein- ungis 2.500 manns. yöktu fregnir um flutning hans til Islands mikla athygli í hollenskum fjölmiðlum. Þegar haft er á orði að hann hljóti að vera þekktur í Hollandi úr því fréttamenn hafi fylgt honum hingað til lands, hlær hann mikið og segist ekkert skilja í því. „Þetta hefur alla tíð verið svona. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að gefa viðtöl vegna þess að í Hollandi eins og annars staðar er ekki alltaf farið rétt með staðreyndir heldur skrifað meira um það sem er ekki sagt. Fréttamenn virðast álíta það meira spennandi að hafa viðtal við þá sem eru tregir til þess,“ segir hann svo. Hann segir einnig að blaðamenn vilji ennþá vera að velta sér upp úr fortíðinni. Hann hafi hins vegar lýst því yfir að það sé liðin tíð og um hana ræði hann ekki. „Ég get ekki heldur rætt um ástandið eins og það er nú í Hollandi, því þar hef ég ekki verið undanfarin tvö ár. Nýja hlutverkið mitt er hins veg- ar að styrkja prestana hér á íslandi og fólkið í söfnuðinum. Ég tel að hlutverk biskupa sé fyrst og fremst að styrkja fólk í trúnni og hvetja það til að rækta kirkju sína. Mér þykir vænt um kirkju mína og vona að söfnuðinum þyki það líka.“ Grandi hf., stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins, tíu ára Morgunblaðið/Árni Sæberg GRANDI hf. gerir út níu skip og rekur tvö fiskvinnsluhús á Norðurgarði. Fætt í skugga deilna en hef- ur dafnað vel Grandi hf. varð til í pólitísku ölduróti 1985 og er nú stærsta sj ávarútvegsfyrirtæki lands- ins. Guðjón Guðmundsson kynnti sér sögu fyrirtækisins og ræddi við Brynjólf Bjarnason sem hefur verið forstjóri þess frá upphafi. HJÁ GRANDA hf. starfa 430 manns og fyrirtækið gerir út níu skip og rekur tvö fiskvinnsluhús. Eigið fé fyrirtækisins er 1,7 milljarðar kr. og bókfærðar eignir eru fimm millj- arðar kr. Grandi hf. hefur eignast stóran hlut f tveimur erlendum sjáv- arútvegsfyrirtækjum og á hlut í inn- lendum fyrirtækjum. Grandi hf. hefur mestar veiðiheimildir á þessu fiskveið- iári, eða 16.373 tonn í þorskígildum sem er 4,41% af heildarkvóta lands- manna. Grandi hf. varð til við samruna tveggja stærstu fyrirtækjanna á þessu sviði í Reykjavík, Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, BÚR, og ísbjarnarins hf. BÚR var fyrsta fyrirtækið í eigu opinberra aðila í röð margra annarra sem á eftir komu sem var einkavætt. Einkavæðingin var gerð í tíð Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, og olli gjörningurinn miklum pólitísk- um deilum á sínum tíma. BÚR og ísbjörninn höfðu átt í töluverðum erf- iðleikum og BÚR raunar verið þungur baggi á borgarsjóði um margra ára skeið. í forystugrein í Morgunblaðinu frá 25. ágúst 1988 segir að frá 1947, þegar Bæjarútgerðin var stofnuð, og til 1985 hafi borgarsjóður greitt sam- tals um 1,2 milljarða kr. á verðlagi ársins 1985 vegna rekstrar fyrirtæk- isins og borgarsjóður hafi orðið að leggja fram peninga öll árin í 38 ára sögu fyrirtækisins að undanskildum árunum 1967 og 1968. Ekki síst í ljósi þessa þótti mörgum tímabært að Reykjavíkurborg hætti afskiptum af rekstri útgerðarfyrirtækis. Sérhæfing og hagræðing Brynjólfur Bjarnason var ráðinn forstjóri BÚR árið 1983. „Það höfðu verið töiuverðar deilur í Bæjarútgerð Reykjavíkur 1983 vegna breytinga á skipulagi. Þar höfðu verið tveir for- stjórar en ákveðið var að hafa aðeins einn. Staðan var auglýst. Ég sótti um og fékk stöðuna og hóf störf 1. jan- úar 1984. Það var ásetningur Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, að breyta fyrirtækinu þannig að fram færi einkavæðing. 1985 kom svo upp sá möguleiki að sameinast Isbirnin- um, stofna hiutafélag og einkavæða,“ segir Brynjólfur. Hann segir að mjög vel hafi verið staðið að undirbúningi þessa máls og allt verið gert fyrir opnum tjöldum. Skrifað var undir sameininguna 13. nóvember 1985 og eignaðist Reykja- víkurborg 78% hlut í fyrirtækinu og ísbjörninn 22%. „Fjórum dögum síðar var reksturinn sameinaður. Þessir dag- ar voru æði strembnir. Við unnum dag og nótt við að breyta stimpilspjöldum og hausum á eyðublöðum og öðru slíku. Verkefni hins nýja fyrirtækis var líka fólgið í því að taka á ýmsum þáttum þar sem ná átti fram hagræð- ingu. Árið 1986 var mjög viðburðar- ríkt hvað þetta snerti og einnig 1988. Á þessum tíma erum við að sérhæfa okkur sem þýddi að við þurftum að leggja niður ýmsa starfsemi, t.d. salt- fiskverkunina,“ segir Brynjólfur. Hann segir að skiptar skoðanir hafi verið um sameiningu fyrirtækj- anna í borgarstjórn. Sumir vildu ekki gera hlutafélag um bæjarútgerð sem rekin hafði verið af Reykjavíkurborg. „Það sem var heldur erfiðara var að í maí 1986 voru sveitarstjórnarkosn- ingar. Þá voru mikiar skipulagsbreyt- ingar að ganga í gegn hjá Granda, við vorum að hætta vinnslu og segja upp starfsmönnum. Grandi hf. og kaup Reykjavíkurborgar á Ölfusvatni voru tvö helstu hitamálin í borgar- stjórnarkosningunum 1986. Þettavar því mjög óróasamur tími og ég held að allt starfsfólk hafi verið afskaplega fegið þegar þeim kosningum var lok- ið,“ sagði Brynjólfur. Fyrstu tvö ár í starfsemi Granda, 1986 og 1987, var reksturinn í járnum en töluvert tap varð á honum árið 1988 vegna gengisfellingar það ár. Síðan hefur fyrirtækið skilað hagnaði öll árin ef frá er talið árið 1992. Sameining Granda og Hraðfrystistöðvarinnar Eignir hins nýja fyrirtækis voru í upphafi sjö togarar, tvö frystihús og fiskverkunarhús, frystigeymslur og fleira. Hlutafé var 200 milljónir kr. og eignir að verðmæti rúmlega 1,3 milljarðar kr. Eigendur fyrirtækisins, Reykjavíkurborg og ísbjörninn, settu sér það að markmiði að fyrirtækið færi af stað með 30-35% eiginfjár- stöðu. Fyrstu stjórn fyrirtækisins skipuðu Ragnar Júlíusson sem var formaður, Jón Ingvarsson varafor- maður, Þröstur Oiafsson, Þórarinn Þórarinsson og Vilhjáimur Ingvars- son. Nú sitja í stjórn Granda Árni Vilhjálmsson formaður, Ágúst Ein- arsson, Benedikt Sveinsson, Grétar Br. Kristjánsson, Gunnar Svavarsson og Jón Ingvarsson. í júní 1987 tók Grandi þátt í stofn- un Faxamarkaðar, sem var fyrsti fisk- markaðurinn á íslandi ásamt Fisk- markaðnum í Hafnarfirði og haustið 1988 eignaðist fyrirtækið fyrsta frystitogara sinn þegar Snorra Stur- lusyni var breytt í Póllandi. Við sameiningu fyrirtækjanna lýsti Reykjavíkurborg því yfir að hún hygð- ist selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Aftur spruttu upp pólitískar deilur þegar gengið var frá sölu á 78% hlut borgarinnar til ú'ögurra fyrirtækja, HvalSj Venusar, Sjóvátryggingafé- ^ lags Islands og Hampiðjunnar, árið 1988. Hlutur borgarinnar seldist á 500 miiljónir kr. og nýir eignaraðilar tóku yfir 1,6 milljarða kr. skuld sem fyrirtækinu heyrði til. Minnihluti vinstri manna í borgarstjórn gagn- rýndi söluna harðlega en Bjarni P. Magnúson, þáverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokks, var henni meðmæltur. Haustið 1989 var Faxamjöl hf. stofnað með sameiningu Lýsis og mjöls hf., sem var í eigu Lýsis hf., og Síldar- og fiskmjölsverksmiðjunn- ar hf., sem var í eigu Granda. Þriðji eigandinn var Hraðfrystistöðin í Reykjavík hf. sem 30. ágúst 1990 var svo sameinuð Granda. Með samein- ingu Granda og Hraðfrystistöðvarinn- ar bættust tvö skip í flota Granda; Viðey og Engey. Nýr kafli í sögunni Við kvótaskerðingar árið 1991 hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins og það gerist brautryðjandi íslenskra fyrirtækja í úthafskarfaveiðum, ásamt útgerðum í Hafnarfirði. „Við breyttum samsetningu skipaflota okkar, fjölguðum frystiskipum og seldum ísfiskskip. Við sóttumst líka eftir öflugri skipum til að komast út fyrir 200 sjómílna lögsöguna til veiða. Við höfðum upplýsingar, m.a. frá Japönum, um að úthafskarfaveiðar rússneskra skipa hefðu gengið mjög vel. Reyndar kom það okkur á óvart að Rússarnir höfðu veitt allt að 100 þúsund tonnum af úthafskarfa árið 1986. Þetta sagði okkur að þarna gætu legið ónýtt tækifæri. Einnig var ákveðið að ná fram meiri hagræðingu í vinnslunni. Tveimur fiskvinnsluhús- um, Grandagarði og Norðurgarði, var slegið saman í eitt hús, Norðurgarð. Við ákváðum að vélvæðast meira og stefna að meiri fullvinnslu,“ segir Brynjólfur. Þriðji liðurinn í endurskipulagningu starfsemi Granda með kvótaskerðing- unni 1991 fólst í því sem Brynjólfur kallar ijölþættingu, þ.e. að komast í eignarlegt samband við önnur fyrir- tæki, jafnt erlend sem innlend. Grandi var brautryðjandi íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja á þessu sviði. Árið 1992 eignaðist fyrirtækið rúmlega 20% hlut í fyrirtækinu Friosur í Chile. Friosur rak þá fjóra togara, tvö línu- skip, frystihús og litla mjölbræðslu. „Okkar áhugi lá aðallega í því að dreifa áhættunni og komast í aðrar auðlindir. Við höfum lagt fram hlut- afé í fyrirtækið og einnig vélar og tæki, þ.á m. togara, Elínu Þorbjarnar- dóttur, árið 1993,“ segir Brynjólfur. Fyrir stuttu stofnaði Grandi ásamt Þormóði ramma á Siglufirði fyrirtæk- ið Siglo í Mexíkó sem sérhæfir sig í rækjuveiðum og -vinnslu. Grandi á 22% í fyrirtækinu, Þormóður rammi 27% og mexíkóskir aðilar afganginn. „Erlendu ijárfestingarnar hafa enn ekki skilað sér mikið til baka í formi v peninga. í Chile höfum við fengið eitthvað til baka með sölu á vélum og tækjum en annað verður í formi arðs til Granda þegar hann verður greiddur út. En við erum bjartsýnir og ég er á því að stór fyrirtæki verði að hafa efni á_ því að taka áhættu af þessu tagi. Ég er sannfærður um að framtíð íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja liggi að miklu leyti í ijárfest- ingum erlendis, sagði Brynjólfur. 1984-1985. Unnið að því að einka- væða BÚR. 1985, júní. Davíð Oddsson borgar- stjóri kynnir áform um sameiningu BÚR og ísbjarnarins hf. 1985,13. nóvember. Eigendur BÚR og ísbjarnarins skrifa undir samning um sameiningu fyrirtækjanna. Nýja fyrirtækið fær nafnið Grandi hf. 1985,18. nóvember. Fyrsti starfs- dagur Granda. 1986, Grandagarði breytt í sérhæft karfavinnsluhús. Skreiðar- og salt- fiskvinnslu hætt. 1987, júní. Grandi tekur þátt í stofn- un Faxamarkaðar, sem er fyrsti fisk- markaðurinn á íslandi ásamt Fisk- markaðnum í Hafnarfirði. 1987, október. Nýtt tölvustýrt gæða- kerfi tekið í notkun. 1988, september. Grandi eignast sinn fyrsta frystitogara er Snorra Sturlu- syni RE 219 var breytt í Stettin í Póllandi. 1988, 29. ágúst: Reykjavíkurborg selur eignarhlut sinn í Granda hf. Kaupendur eru Hvalur hf., Venus hf., Sjóvátryggingafélag íslands hf. og Annáll Hampiðjan hf. Ný stjórn tekur við 5. október. 1988. Ásþór seldur til Grindavíkur. 1988. Flæðilínur og hóplaunakerfi tekin upp í landvinnslu. 1989,1. september. Faxamjöl hf. stofnað með sameiningu Lýsis og mjöls hf., sem var í eigu Lýsis hf., og Síldar- og fiskmjölsverksmiðjunnar hf. sem var í eigu Granda hf. Þriðji eigandinn er Hraðfrystistöðin í Reykjavík hf. Grandi er stærsti hlut- hafí nýja félagsins. 1989. Hjörleifur seldur til Skaga- strandar. 1989, desember. Hlutabréf í Granda skráð hjá Hlutabréfamarkaðnum hf., Hámark. 1990, 30. ágúst. Hluthafafundur Granda hf. samþykkir sameiningu Granda og Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík lif. Viðey og Engey bætast í flota Granda við sameininguna. 1990. Framleiðsla hafin á þorski í Granda smásölupakkningar fyrir verslanir á Ítalíu. Framleiðslan er tilbúin til mat- reiðslu og markar hún tímamót í full- vinnslu sjávarafurða hjá Granda. 1991. Úthafsveiðar hefjast. Grandi mætir skerðingu á kvóta með veiðum á úthafskarfa. 1991. Ásgeir seldur til Noregs. 1992. Samningur gerður við útgerð- arfyrirtækið Friosur í Chile um marg- háttaða samvinnu. Grandi kaupir 22% hlut í fyrirtækinu. Samkomulag tókst milli aðila i mars en gengið var frá kaupunum ytra 1. október. 1992. Frystihúsin í Grandagarði og Norðurgarði sameinuð um sumarið. 1992, 15. desember. Hlutabréf Granda skráð á Vérðbréfaþingi ís- lands. 1992. Togarinn Ögri keyptur og skírð- ur Akurey. Frystiskipið Örfirisey keypt frá Færeyjum. 1993. Frystiskipið Þerney keypt frá Noregi. 1993. Framleiðsla hafin á karfaflök- um í neytendaumbúðir fyrir Evrópu. 1994. Miklar endurbætur gerðar vegna loðnuvinnslu. 1994. Metaflaár í sögu Granda. Aflinn 1 var 37.148 tonn þrátt fyrir kvóta- skerðingu. Munar þar mestu um út- hafsveiðamar. 1994. Grandi kaupir 20,23% hluta- bréfa í Þormóði ramma hf. Siglufirði. Kaupverð 108,7 milljónir króna. 1994. Friosur í Chile og Emdepes, sem er að rtlestum hluta í eigu japansks fyrirtækis, skiptast í 15% hlutabréfa hvort í öðru. Eignarhlutur Granda í Friosur verður 18,7% og 3,33% í Emdepes. 1995, janúar. Tölvustýrðar karfaflök- unarvélar teknar í notkun. „ 1995. Grandi kaupir 25% hlutabréfa í Árnesi hf. Þoriákshöfn fyrir 65 millj- ónir króna og 40% hlutafjár i Bakka- vör hf. í Kópavogi fyrir 28 millj. króna. 1995. Engey breytt í frystiskip., 1995. Hlutabréf i rækjuútgerðinni Pesquera Siglo í Mexíkó keypt í sam- vinnu við Þormóð ramma hf. Hlutur Granda er 22%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.