Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kristinfræði í GREIN þessi er skrifuð af því tilefni að fimmtudaginn 19. október birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir Þorvald Örn Árnason undir fyrir- sögninni „Trúar- bragðamismunun í grunnskólum?" í fyrri grein um sama efni, sem birtist hér í blað- ijit í gær, fjallaði ég örlítið um þá stefnu sem lesa má út úr að- alnámskrá grunnskóla varðandi kristin fræði í grunnskólum. Auk þess kom ég inn á af- stöðu þjóðarinnar og kennara til þeirra fræða’. í þessari grein fjalla ég um afstöðu Þorvaldar til kristi- legrar siðfræði og fræðslu um önn- ur trúarbrögð. Þá ræði ég aðeins þá spurningu hvers konar kristin- fræðikennslu við viljum í grunnskól- um landsins. Siðfræðin Þetta hefur staðið óbreytt í grunnskóla- lögum frá 1974. Með þessu er því slegið föstu að grunnskólinn eigi ekki að vera hlut- laus varðandi þau grundvallargildi sem þama eru upp talin. Aðalnámskráin frá 1989 (bls. 8-11) fjallar nokkuð um þessi gildi og er það vel þess virði að bera saman umfjöll- un hennar um kristi- legt siðgæði og lýsing- una í grein Þorvaldar. Sú spurning vaknar ennfremur hvort grunnskólinn geti nokkurn tímann verið hlutlaus um öll gildi og gildis- mat og því verði einfaldlega að velja hvað leggja skuli til grundvall- ar. Tekið skal undir það sem segir í aðalnámskrá gmnnskóla: „Kristn- in hefur um aldir verið menningar- og menntunarafl í heimshluta okkar og er ein meginstoðin í margslungn- um vef vestrænnar menningar og þjóðfélagsskipunar. í kristnum skilningi er manngildið byggt á trú- arlegum forsendum og tekur m.a. til jafngildis allra manna og virðing- ar fyrir einstaklingnum. Um þessa túlkun á manngildi og áhrif hennar á starfshætti skóla geta flestir ver- ið sammála þrátt fyrir mismunandi trúarskoðanir." (Aðalnámskrá, bis. 10.) Önnur trúarbrögð Það er rétt að fræðsiu um önnur trúarbrögð en kristni hefur ekki verið mikið sinnt í grunnskólum á íslandi. Aðalnámskrá (bls. 81-86) gerir þó ráð fyrir að fjallað sé um ólík trúarbrögð, siði, venjur og iífs- viðhorf á öllum aldursstigum grunnskólans. Einkum hefur verið gerð tilraun til að fræða nemendur á unglingastigi um þau trúarbrögð sem eiga sér flesta fylgjendur í veröldinni eða hafa haft mikil áhrif Þorvaldur talar um „siðfræði á kíistnum brauðfótum" í millifyrir- sögn í grein sinni. Það orðalag lýs- ir fyrst og fremst afstöðu hans til „kristilegrar siðfræði“. Hitt er verra að hann rangtúlkar forsendur kristilegrar siðfræði með orðum sín- um: „— þú skalt ekki gera þetta því að Guð og Jesús vilja það ekki — þú skalt haga þér svona vegna þess að það stendur i Biblíunni." í þessu efni verður að gera kröfu um málefnalegri málflutning. Það getur varla talist óeðlilegt a.ð sú siðfræði sem kennd er í grunnskólum á íslandi byggist á kristnum forsendum. Fyrir því eru bæði sögulegar, menningarlegar og félagslegar ástæður. í 2. grein laga um grunnskóla segir: „Starfshættir skólans skulu því mótast af um- burðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi.“- (Lög um grunnskóla, Stjtíð. A, nr. 66/1995.) Gunnar J. Gunnarsson gruimskólum á önnur trúarbrögð. Það er einnig rétt að margt hefur naumast verið nefnt í þessum fræðum í grunnskól- um. Auðvitað má deila um val á við- fangsefnum þegar úr mörgu er að velja. Það getur hins vegar ekki talist óeðlilegt að beina athyglinni fyrst og fremst að þeim trúarbrögð- um sem náð hafa mestri útbreiðslu í veröldinni. Þess vegna verður líka margt útundan í námskrá og náms- efni þótt varla sé hægt að sættast á það orðalag að einhveiju sé hald- ið úti í kuldanum. Mikilvægt er að efla trúarbragðafræðslu í grunn- skólum á íslandi og ekki síður að koma þeim fræðum á blað í fram- haldsskólum landsins _til að bæta úr menntunarskorti íslendinga á þessu sviði. Hvers konar kristinfræðikennsla? Seint verða allir sammála um það hvernig kristinfræðikennsla_ á að fara fram í grunnskólum á íslandi. Mikill meirihluti virðist vilja slíka fræðslu, ýmist af sögulegum, menn- ingarlegum, félagslegum, siðferði- legum eða trúarlegum ástæðum. Mikilvægt er þó i þessu sambandi að leggja á það áherslu að það er ekki hlutverk skólans að boða trú. Honum er hins vegar ætlað að kenna kristin fræði þar sem gerð er heiðarleg grein fyrir því hvað kristin trú er og nemendur kynnist Biblíunni og kristilegum siðferðis- gildum, auk þess að fræðast um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf. Þótt mikill meirihluti kennslu- tímans fari í að kenna kristin fræði og kristilega siðfræði er ekki hægt að kalla fræðsluna „þröngsýn þjóð- kirkjufræði" ef vel er að henni stað- ið. Hún þarf heldur ekki að útiloka gagnrýna og skapandi hugsun ef staðið er að henni eins og námskrá gerir ráð fýrir og ætti í rauninni að örva hana þannig að nemendur temji sér að glíma við viðfangsefnið og geri upp hug sinn að því marki Menning okkar, samfé- lagsgerð, réttarfar og siðgæði á sér djúpar rætur í kristinni hefð, segir Gunnar J. Gunn- arsson í þessari síðari grein og bendir á að mikill meirihluti fólks skíri börn og skrái í kristin trúfélög. sem þeir hafa þekkingu og þroska til. Jafnframt þarf að gera kröfu um að öðrum trúarbrögðum og lífs- viðhorfum séu einnig gerð heiðarleg skil, þótt þeim sé ætlaður minni tími en kristni, og að full virðing sé borin fyrir trú og lífsviðhorfum þeirra sem ekki eru kristnir (sbr. aðalnámskrá bls. 87). Hitt er svo augljóst að það verða alltaf ein- hveijir sem kjósa að fá undanþágu frá kristinfræðitímum fyrir börn sín. Slíkur möguleiki þarf því að vera fyrir hendi. Þó má spyija hvort það geti ekki verið gagnlegt fyrir þá sem ekki eru kristnir að fræðast um það hvernig kristnir menn skilja veruleikann og stöðu sína í tilver- unni. Það er óvíst að þjóðin vilji að grunnskólinn hætti að kenna kristin fræði og fari í staðinn að kenna einhvers konar „lífsstefnufag". Trúfrelsi og skoðanafrelsi þarf ekki að fela í sér að öllum trúarbrögðum og lífskoðunum sé gert jafnhátt undir höfði í grunnskólum landsins og má vel færa rök fyrir því að það sé eðlilegt að byija á og veija mest- um tíma í þau trúarbrögð sem eru mest áberandi og standa föstum rótum í umhverfi nemendanna jafnt í sögu sem samtíð. Því hefur einnig verið haldið fram að til þess að skilja menningu, trúarbrögð og lífs- viðhorf annarra þurfi fólk fyrst að þekkja eigin menningu og trúar- brögð eða ríkjandi trú og lífsviðhorf eigin samfélags. Lokaorð Málefnaleg gangrýni og rökræða er af hinu góða og er mikilvæg hvort sem um er að ræða kristin fræði í grunnskólum eða önnur álitamál. Markmiðssetning og lýs- ing á greininni kristin fræði, sið- fræði, trúarbragðafræðsla er hvorki óumdeilanleg né endanleg í aðal- námskrá grunnskóla frá 1989. En þær megináherslur sem þar eru lagðar eiga sér sterk rök og for- sendur í íslensku samhengi. Menn- ing okkar, samfélagsgerð, réttarfar og siðgæði á sér djúpar rætur í kristinni hefð. Lífsviðhorf íslend- inga er auðvitað fjölbreytilegt en virðist þó hjá stórum hluta þjóðar- innar eiga sér kristinn grundvöll. Mikill meirihluti foreldra lætur skíra börn sín og þorri þjóðarinnar er skráður í kristin trúfélög. Auk þess að veita þekkingu á kristinni trú og hefð skiptir kristinfræðinám- ið líka máli varðandi sjálfsvitund og siðferðisvitund. Ekki þannig að skólinn eigi að boða nemendum sín- um kristna trú heldur gefa við- fangsefni greinarinnar nemendum tækifæri til að takast á við efni sem snertir trú, lífsskoðun og siðferði sem er ríkjandi í umhverfi þeirra um leið og fræðsla um önnur trúar- brögð og lífsviðhorf á að fara fram að nokkru marki. Þannig skapar hún grundvöll til þess að skilja eig- in menningu og samfélag og trúar- brögð og menningu annarra. Slíkt er mikilvægur grundvöllur umburð- arlyndis og virðingar fyrir öðrum. Þá býður greinin upp á það að rök- ræða viðfangsefnið og taka afstöðu til þess og ætti því, ef vel er á haldið, að draga úr hættu á afstæð- ishyggju eða skeytingarleysi. Með slíkri vinnu þroskast einstaklingur- inn og styrkir sjálfsvitund sína og siðferði hvort sem hann álítur sig kristinn eða ekki. Höfundur er lektor í kristnum fræðum og trúarbragðasögu við Kennaraháskóla Islands. Stjörnuspekin og Biblían Árni Þór Ingi Eldjárn Þórðarson Sigurðsson ÞANN 4. nóvember sl. birtist grein til blaðsins eftir Þorstein S. Thor- steinsson, er bar yfirskriftina „Stjörnuspekin og andstaða ís- lensku þjóðarinnar“. Þorsteinn segir í grein sinni að sumir séu hræddir um að ýmsu verði breytt í nýrri þýðingu Bibl- íunnar, nú þegar hún er endur- þýdd, í minningu þess að árið 2000 verða þúsund ár liðin frá kristni- töku á íslandi. Hann segir að kirkj- unnar menn (tveir nafngreindir) telji að stjömuspeki sé kukl og að þeir séu á móti nýaldarhreyfing- unni. Þorsteinn tilgreinir einnig tvo ritningarstaði sem fjalla um stjörn- úrnar og dýrahringinn og nefnir svo ferð vitringanna frá Austur- löndum sem notuðu stjörnu til að finna Jesú, til að færa honum lotn- ingu. Hann notar þessi vers til að reyna að staðfesta það að Drottinn í o.rði sínu samþykki það að stjömu- spekin og nýaldarhreyfingin eigi rétt á sér. Því er öðm nær, Guð þvert á móti varar okkur við því, hér og þar í orði sínu, að þetta sé honum þóknanlegt. í Rómveijabréfinu 1:25 segir: „Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen.“ í 47. kafla Jesaja talar Drottinn til Bab- yloníumanna, sem eru upphafs- menn stjömudýrkunar og stjörnu- speki, og hæðist að athæfi þeirra. í versi 13-15 segir: „Þú ert orðin þreytt á hinum mörgu fyrirætlun- um þínum. Lát því himnafræðing- ana og stjörnuskoðarana koma og hjálpa þér, þá er á mánuði hveijum boða þér, hvað yfir þig á að koma. Sjá, þeir eru hálmleggir, eldurinn eyðir þeim. Þeir geta ekki bjargað lífi sjálfra sín úr loganum . . . Svo munu þeir reynast þér, er þú hefir mælst fyrir, þeir er keypt hafa þig frá æskuárum þínum: Þeir þjóta í sína áttina hver, og enginn verður til að hjálpa þér.“ I Daníelsbók má sjá víða skýran mun þess að leita til Drottins Guðs annars vegar og hins vegar til stjörnuspekinga og skoðunarbræðra nýaldarmanna eftir hjálp og svöram. í 2 kafla 27. og 28. versi segir: „Daníel svaraði konungi og sagði: „Leyndardóm þann, sem kongungurinn spyr um, geta hvorki vitringar, særinga- menn, spásagnarmenn né stjörnu- spekingar sagt konungum. En sá Guð er á himnum, sem opinberar leynda hluti, og hann hefur kunngjört Nabúkadnesar kon- ungi það, er verða mun á hinum síðustu dögum.“ Síðan opin- berar Daníel vitrunina sem Drottinn Guð gaf honum. Versin sem Þor- steinn notar í Jobsbók og sem hann telur stjömuspekinni til framdráttar eru þegar Guð er að sannfæra Job um hve hann sé vanmáttugur frammi fyrir skapara sínum sem allt vald hefur á himni og jörð. Hann segir: „Job, getur þú stjórnað þessu? Ef ekki hvernig getur þú þá stjórnað yfir þinni eigin sál? Hann segir jafnr- amt: „Getur þú þrengt sjöstirnis- böndin eða fær þú leyst fjötra Órí- ons?“ Sjöstirnið er sagt vera sam- stæða fastastjarna sem úthellir mildum áhrifum yfir jörðina á vor- in, en þó þegar Guði þóknast. Hann er fær um að þrengja eða binda Sjöstirnið og gera vortíðina kalda. Það er ekki í okkar valdi að skipa hreyfingum stjarnanna né er okkur treyst um leiðsögn þeirra.“ ... eða fær þú leyst fjötra Óríons?“ Óríon er sögð vera hin stórkostlega sam- stæða fastastjarna sem útdeilir hijúfum og óþægilegum áhrifum yfir jörðina á vetrarárstíð. En Guð getur samt ef honum svo líkar leyst fjötra Óríons og gefið hið htjúfa og stormasama veður, eða bundið Gætum okkar á hvíta- galdri nýaldarinnar, segja Arni Þór Þórðar- son og Ingi Eldjárn Sigurðsson. hann og gert veturinn mildann. Það er vitað að menn gátu ferð- ast með sólu og stjörnum himin- hvolfsins í þá daga sem vitringarn- ir voru uppi, þó svo að þeir hafi fylgt stjörnunni þá er ekki þar með sagt að þeir hafi verið stjörnuspek- ingar. Hvort sem þeir hafi verið það eða ekki, þá eru skýr boð Guðs annars staðar í ritningunni um að stjörnuspekin sé honum ekki þókn- anleg, sem segir allt sem segja þarf. Þessir menn hafa án efa feng- ið boð frá Anda Guðs um að fara og veita Jesú lotningu, og fylgdu ljósi Morgunstjörnunnar skæru. Þegar ritningin er krafin kemur ýmislegt skýrt í ljós. Babýloníu- menn höfðu herleitt Gyðingaþjóð- ina og rænt helgidóma þeirra og Daníel spámaður Guðs varð gerður á unga aldri æðsti embættismaður Babýloníu og síðar í ríki Meda og Persa. Það segir og að hann hafi haft ritningarnar hjá sér (Daníel 9:2). Vitringarnir hafa svo lesið og heyrt um vitrun Daníels (því þeir koma af sömu hirð) um hvenær hinn smurði (Messías þýðir hinn smurði) myndi fæðast. „... Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsal- em út gekk, til hins smurða (Mess- ías) höfðingja eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skuli torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu... “ (Daníel 9:24-26). Síðan hefur Heil- agur andi leitt þá að 4 Mósebók 24-17, um það hvernig fæðingu Messíasar bæri að, en þar segir: „Ég sé hann, þó eigi nú, ég lít hann, þó eigi í nánd, stjarna hans rennur upp í Jakob (ísrael)j og veldissproti (Messías) rífi af Isra- el. . .“ Þess vegna sögðu vitring- arnir: „Hvar er hinn nýfæddi kon- ungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu . hans renna upp og erum komnir til að veita honum lotningu." (Matt- eus 2:2). Heilagur andi Guðs getur líka leitt þig til að finna frelsarann á auðmjúkum stað ef þú leitar. Jesús segir ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið, enginn kemst til föðurins nema fyrir mig. Það er því enginn annar vegur, nema veg- leysa sem endar í glötun, enginn annar sannleikur heldur bara fals- mynd hans, lygin, og ekkert líf og upprisa, heldur dauði og glötun, það kemst enginn (ekki neinn) til föðurins, nema (aðeins) fyrir Jesú (í gegnum hann). „Ég er dyrnar og sá kemur inn um mig mun frelsast, . .. þjófurinn (Djöfullinn) kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða (Anda og sálu mannsins). Eg er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.“ Jóhannes 10:9,10. Þor- steinn, þess vegna hefur Guð ekk- ert með önnur trúarbrögð að gera og því getur engin sameining um þau orðið. „Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljós- engilsmynd. Það er því ekki mikið, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna, afdrif þeirra munu verða samkvæmt verkum þeirra.“ Það er aðeins eitt fagnaðarerindi gætum okkar því á hinu falska ljósi — hvítagaldri nýaldarinnar. Ingi Etdjárn er sölumaður og Árni Þór iðnaðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.