Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 45 MINNIIMGAR SVANA EIRÍKSDÓTTIR Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson GUÐMUNDUR Kr. Sigurðsson mætir í vígsluathöfnina í Brids- höllinni á Þönglabakka 1. Það var þáverandi forseti Bridssam- bandsins, Helgi Jóhannsson, sem tók á móti honum og bauð hann velkominn. + Svana Eiríksdóttir frá Flat- eyri var fædd í Reykjavík 12. apríl 1976. Hún lést í snjó- flóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útförin fram 2. nóvember. TIL minningar um Svönu Eiríks- dóttur sem lést í snjóflóðinu á Flat- eyri þann 26. október 1995. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snögp augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrimur Pétursson.) Ég var vakin snemma að morgni dagsins 26. október 1995, þegar pabbi minn vakti mig til að segja mér að snjóflóð hefði fallið á Flat- eyri og margra væri leitað. Þessi tími var sá lengsti sem ég hef upp- lifað og endaði á hinn hryllilegasta hátt, 20 manns létust og þeirra á meðai var Svana Eiríksdóttir, vinur og félagi. Hvernig á ég að geta kvatt þig, elskan mín? Hérna sit ég og langar mikið til að minnast þín, en í raun fallast mér hendur því_hvar á að byija? Ég kynntist henni Svönu minni í framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði veturinn sem við vorum í 1. bekk, árið 1991-1992. Það er ekki langur tími og get ég ekki annað gert en þakkað fyrir þann tíma sem úr varð og gæla við minn- ingarnar sem ég geymi og mun aldrei gleyma. Var það hún Anna Fríða, frænka hennar Svönu, sem kom mér í kynni við hana og reynd- ar alla krakkana frá Flateyri sem ég þekki nú. Mörg þeirra eru mínu bestu vinir í dag. Svönu er mikið saknað og hún mun alltaf lifa í hjarta mínu, því ófáar eru myndim- ar og minningarnar sem ég á. Margt var brallað og leið varla sá dagur -að ekki væri eitthvað gert saman. Ófáar voru heimsóknirnar sem farð var upp á heimavist FVÍ að heimsækja þær frænkur Önnu og Svönu, og hina Flateyringana, sem maður kynntist svo vel þetta ár, og var þá sáma hvort það var skólatími, kvöld eða helgi! Þá er mér einnig einna helst í minni ferða- lagið sem farið var í um verslunar- mannahelgina árið 1992. Svo má nú ekki gleyma öllum góðu stund- unum sem við áttum hérna uppi á lofti heima í græna herberginu. Það var nú einnig svo að ég fór til Frakklands veturinn 1994-1995 og átti Svana mikinn þátt í að telja í mig kjark að fara þegar ég var að því komin að hætta við, því hún hafði þá áður farið þangað út og hafði ekki neitt annað en gott frá því að segja. Svo þegar ég kem aftur heim í sumar og hitti hana Svönu mína aftur vorum við að tala um að við þyrftum að halda eitt lokapartí í græna herberginu áður en hún færi suður, sem og hún gerði, en aldrei varð úr partíinu. Því er kannski eins gott að pabbi er að fara að breyta því og taka úr umferð hjá okkur, því án Svönu er ekkert VIÐ. Það var nú einnig öfundsvert að Svana var alltaf svo lífsglöð og brosandi. Hún eyddi svo sjaldan einhverri óþarfa orku í neitt annað en bros. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, mín vinkona. Guð gefi öllum þínum styrk til að sigrast á sorginni miklu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Alltaf mun ég minnast þín. Þóra Björk Elvarsdóttir. BRIDS U msjón Arnór G. Ragnarsson GUÐMUNDUR KR. SIG URÐSSON LÁTINN LÁTINN er á 94. aldursári Guð- mundur Kr. Sigurðsson, síðast starfsmaður í Landsbanka íslands á Laugavegi 77 en þar starfaði hann í liðlega 5 ár þangað til hann lét af störfum sjötugur. Guðmundur var í áratugi aðal- keppnisstjóri Bridssambandsins og stærstu bridsfélaganna í Reykjavík, eins og Bridsfélags Reykjavíkur og TBK. Hin síðari ár byrjaði Guð- mundur að spila. Hann bjó þá í Hátúni, skammt frá höfuðstöðvum Bridssambandsins, og var því stutt að fara enda var Guðmundur tíður gestur ef gest skyldi kalla því hann hafði gefið Bridssambandinu fbúð- ina sína sem varð kveikjan að því að sambandið eignaðist sitt eigið húsnæði í Sigtúninu. Bridssambandið á nú glæsilega hæð í Mjóddinni sem er um 1200 fermetrar og leyfi ég mér að full- yrða að bridsspilarar geta þakkað Guðmundi Kr., eins og við kölluðum hann ætíð, fyrir þessa glæsilegu bridshöll sem við nú eigum. Ég kynntist Guðmundi Kr. fyrir liðlega þremur áratugum. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá hann fyrst. reikna út tvímenningskeppni sem nýlokið var. Hann var svo fljót- ur að leggja saman að það var hrein tímasóun að taka fram reiknivél til að leggja tölumar saman. Guð- mundur gat spilað við hvem sem var en skemmtilegast þótti honum að spila kerfið Canape en það var besta kerfi sem búið hafði verið til. Það var svo nákvæmt, eins og hann orðaði það. Ég leyfi mér fyrir hönd íslenzkra bridsspilara að þakka Guðmundi Kristni Sigurðssyni samfylgdina. Hann mun seint gleymast enda minnisvarðinn sem hann skilur eftir sig stór. Arnór Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmótinu í tvímenningi lauk þriðjudaginn 14. nóvember. Ak- ureyrarmeistarar urðu Sigurbjörn Haraldsson og Stefán Ragnarsson mjög örugglega þar sem þeir fengu 92 stigum meira en næsta par, en úrslit urðu annars þessi: Sigurbjöm Haraldsson - Stefán Ragnarsson 292 Hróðmar Sigurbjömss. - Stefán G. Stefánsson 200 GrettirFrimannsson-HörðurBlöndal 163 Sveinbjörn Jónsson - Jónas Róbertsson 147 Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson 135 Skúli Skúlason - Guðmundur St. Jónsson 112 ReynirHelgason-TryggviGunnarsson 109 Næsta keppni félagsins er hrað- sveitakeppni og hefst þriðjudaginn 21. nóvember og verður þetta fjögrra kvölda keppni. Skráning sveita er þeg- ar hafin hjá Páli H. Jónssyni í síma 462 1695 og lýkur mánudaginn 20. nóvember kl. 20. Föstudaginn 17. nóvember verður spilaður Philips Morris landstvímenn- ingur þar sem spilað er á sömu spila- gjöf um allt land á sama tíma, spilað verður í Hamri og hefst spilamennska kl. 19.30 og eru spilarar beðnir að mæta tímanlega til skráningar. Þátt- tökugjald er kr. 1.500 á par. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Hannes Hlífar sá eini með fullt hús SKÁK Mctro mótið SKÁKÞING ÍSLANDS, LANDSLIÐSFLOKKUR Fundarsal Þýsk-íslenska, Lyng- hálsi 10. Frí í dag, en teflt frá kl. 17 laugardag, sunnudag og mánudag. Aðgangur ókeypis. HANNES Hlífar Stefánsson er eini keppandinn í landsliðsflokki á Skákþingi íslands sem hefur náð að vinna báðar skákir sínar. Jóhann Hjartarson gerði óvænt jafntefli við stigalægsta keppandann, Magnús Pálma Ornólfsson, í fyrstu umferð, en bætti síðan um betur er hann vann mikilvægan sigur á Helga Áss Grétarssyni í annarri umferð. Það stefnir í afar spennandi ís- landsmót. Jóhann á titil sinn að veija, en enginn hinna keppend- anna hefur áður orðið íslandsmeist- ari. Það er því til mikils að vinna fyrir þá alla. Þess má geta að Hannes Hlífar og Jóhann tefla sam- an í síðustu umferð. 1. Hannes Hlífar Stefánsson 2 v. 2. -4. Jóhann Hjart- arson, Jón Garðar Viðarsson og Ágúst Sindri Karlsson 1 'A v. 5.-7. Benedikt Jón- asson, Sævar Bjarnason og Krist- ján Eðvarðsson 1 v. 8.-12. Helgi _ Áss Grétarsson, Áskell Öm Kárason, Rúnar Sigurpálsson, Magnús Pálmi Örn- ólfsson og Júlíus Friðjónsson y2 v Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, er kunnur fyrir að tefla traustan og þungan stöðustíl. I annarri umferð mótsins sýndi hann á sér hina hiiðina og vann laglega sóknarskák: Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Magnús Pálmi Örnólfsson Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - c5 3. d5 - d6 4. Rc3 - g6 5. Rf3 - Bg7 6. e4 - 0-0 7. Be2 - b5?! Þessi útgáfa Benkö bragðs er mun lakari en hin hefðbundna, 3. - b5 8. cxb5 — a6 9. 0-0 — axb5 10. Bxb5 - Ba6 11. Rd2 - Rfd7 12. De2 - Bxb5 13. Rxb5 - Ra6 14. Rc4 - Rb4 15. a3 - Db8 16. Rc3 - Ra6 17. Bg5 - He8 18. Hacl - Rc7 19. f4 - Rb5 20. Rxb5 - Dxb5 21. e5! Fórnar peðinu til baka fyrir frá- bær sóknarfæri. 21. - dxe5 22. f5 - f6 23. Be3 - Rb6 24. Dg4 - Ha4 25. b4 - Rxc4 26. Hxc4 — Hxa3 27. fxg6! - Hxe3 28. De6+ - Kh8 29. Hh4 — h6 30. Df7 og svartur gafst upp því hann á ekkert svar við máthótuninni 31. Hxh6+ — Bxh6 31. Dh7 mát. Skákþing Garðabæjar Þegar tefldar hafa verið fjórar umferðir af sjö á Skákþingi Garða- bæjar 1995 er staðan þessi: 1. Björn Jónsson 4 v. 2. Ingi Þór Einarsson 3 v. 3. Leifur I. Vilmundarson 2'/: v. og frestuð skák 4. Baldvin Gíslason 2'A v. 5. -7. Jón Þór Bergþórsson, Jóhann H. Sigurðsson og Jóhann H. Ragnars- son 2 v. og allir með frestaða skák. Haustmót TK, barna- og unglingaflokkar Nýlokið er keppni í bama- og unglingaflokkum Haustmóts Tafl- félags Kópavogs. Keppt var í fjórum flokkum, níu umferðir og urðu úrslit eftirfarandi: Unglingaflokkur: I. Einar Hjalti Jensson 9 v. 2. Matthías Kormáksson 7'A v. 3. Hjalti Rúnar Ómarsson 7 v. Drengir 10—11 ára: 1. Jens Harðarson 5'A v. 2. Emil Petersen 3'/« v. +2 v. 3. Hannes Magnússon 3 'L v. +1 v. 4. Birkir Örn Hreinsson 3'A v. +0 v. Drengir 9 ára og yngri 1. Gunnar Björgvinsson 8'A v. 2. Stefán Guðmundsson 8 v. 3. Víðir Petersen 7 v. Stúlknaflokkur: 1. Harpa Ingólfsdóttir 9 v. 2. Elfa Hafsteinsdóttir 6 v. 3. Guðlaug Eiríksdóttir 5 v. Barna- og unglingaæfingar TK eru alla þriðjudaga á milli klukkan 17 og 19 í húsnæði TK í Hamra- borg 5, 3. hæð. Sími 564 2576 Margeir Pétursson Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Lögqild bfiasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Porsche 928 S4 ’88, V8, 4,8L (350 hö), leðurinnr., rafm. í öllu. Einn sá sprækasti og fallegasti. Ath. skipti á fasteign. V.: Tilboð. MMC Galant GLSi 4x4 ’90, 5 g., ek. 130 þ. km. (vél nýyfirfarin, tímareim o.fl.). V. 1.090 þús. Sk. ód. Nissan Pathfinder EX V-6 (3000) ’92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur jeppi. V. 2.290 þús. MMC Lancer GLXi hlaðbakur 91, blár, sjálfsk., ek. 56 þ. km.f rafm. í öllu o.fl. V. 910 þús. Tilboðsv. 790 þús. Nýr bfli Renault Saframe 2.2 Vi '94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1.600 þ. km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Grand Cherokee SE '93, grænsans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Til- boðsv. 2.890 þús. Toyota D.Cap diesei m/húsi '94, hvítur, 5 g., ek. 41 þ. km. V. 2,1 millj. Hyundai Pony LS '94, 4ra dyra, 5 g., ek. 16 þ. km. V. 780 þús. Oldsmobile Cuttlas Calais '88, rauður, sjálfsk., ek. 88 þ. km. 4 cyl. 16 ventla, bein innsp. Fallegur bfll. V. 750 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. MMC Pajero V-6 (3000) '92, Vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn með öllu. V. 2.690 þús. V.W. Vento GL '93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. Renault Clio RN 5 dyra ’92, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 600 þús. Sk. ód. Chevrolet Blazer S-10 ’86, svartur, 6 cyl., sjálfsk., vél nýuppt., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. 850 þús. Toyota 4Runner V-6 '90, svartur, sjálfsk., ek. 92 þ. km. V. 1.900 þús. Hyundai Scoupe LS Coupé '93, rauður, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Nissan Sunny 1.4 LX '94, ek. 20 þ. km., sjálfsk., 4ra dyra. V. 1.050 þús. Sk. ód. Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. kpi. V. 780 þús. Toyota Corolla Sedan '90, Ijósblár, 4 g., ek. 100 þ. km. Gott eintak. V. 570 þús. Toyota Hilux Double Cap diesil '90, blár, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.450 þús. Toyota Landcruiser VX langur '93, vin- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38“ dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Daihatsu Feroza EL lli '91, 5 g., ek. 51 þ. km Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. Tilboðsverð á fjölda bifreiða. Góð lánakjör. Bfiaskipti oft möguleg. MMC Lancer GLXi '91, 5 dyra, sjálfsk., ek. 56 þ. km., rafm. í öllu. V. 910 þús. Tilboðsv. 790 þús. Toyota Corolla DX '87, ek. 114 þ. km., gott eintak. V. 340 þús. Tilboðsv. 280 þús. MMC Colt GL '91, ek. 55 þ. km. Toppein- tak. V. 690 þús. Tilboðsv. 630 þús. MMC Pajero '83, uppgerður, 32“ dekk o.fl. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús. Ford Escort '86, ek. 112 þ. km. V. 190 þús. Tilboðsv. 140 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.