Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGVI Hiibner. Gítarleikur í sérflokki. Góð ferð á ljúfum nótum TÓNLIST Geisladiskur BETRIFERÐ Sólóplata Tryggva Hiibner. Utsetn- ingan Tryggvi Hiibner. Hljómsveitin Con Brio: Tryggvi Htíbner gítar, hljómborð, Pálmi Gunnarsson bassi, Tómas Jóhannesson trommur. Sér- stakir gestatónlistarmenn: Eyþór Gunnarsson congatrommur í einu ’lagi, dr. Kristján Þórarinsson klass- ískur gitar í einu lagi. Höfundar laga: Tryggvi Hiibner, Jón Ólafsson eitt lag, Peter Green eitt lag. Upptöku- menn: Jón Kj. Ingólfsson, Jens Hans- son, Sigurður Ingi. Hljóðblöndun: Jens Hansson, Tryggvi Htíbner. Staf- ræn eftirvinnsla: Snorri Kristjáns- son, Óskar Páll Sveinsson. Geim- steinn hf. gefur út, 33,66 mín, 1.690 krónur (1.359 á nóvemberafslætti Japis). TRYGGVI Hiibner hefur lengi verið í hópi okkar snjöllustu gítar- ieikara og hér sendir hann frá sér geisladisk með níu lögum, öllum spiluðum án söngs og verður ekki -annað sagt en vel hafí til tekist. Sjálfur er Tiyggvi höfundur sjö lag- anna, Jón Olafsson bassaieikari á eitt lag og að auki er á plötunni meistaraverk Peter Green, lagið Albatross. Platan ber nafnið Betrí ferð, og sjálfur verð ég að játa að ferð mín með Tryggva á vængjum gítarsins á þessari plötu er með þeim betri sem ég hef lengi farið. Tónlistin er öll á þægilegum nót- um, afslöppuð en þó áleitin og þrungin orku þar sem snilli Tryggva á gítarinn nýtur sín í ríkum mæli. Það er langt síðan ég hef hlustað á tónlist sem farið hefur betur í mig, eins og maður einhvern veginn endurnærist á sálinni eftir að hafa hlustað á hana. Platan hefur yfír sér sterkan heildarsvip, með mis- jöfnum blæbrigðum þó, og umfram allt hefur hún þá eiginleika að vaxa við hverja hlustun. Það er dálítið erfítt að gera upp á milli einstakra laga á plötunni því öll hafa þau eitthvað við sig sem gleður andann og eyrað. Lagið Fúnksjón með sínu fönkaða yfir- bragði er býsna áleitið sem og Flug- þrá og Hanskinn er upptekinn, og titillagið Betrí ferð vinnur stöðugt á, en öll eru þessi lög eftir Tryggva. Lag Jóns Ólafssonar Yogananda er einnig afbragðs gott og minnir dá- lítið á hina afslöppuðu tónlist Enyu hinnar írsku, og er ekki leiðum að líkjast. Pálmi Gunnarsson leikur á bassa og Tómas Jóhannesson á trommur og skila þeir sínu hlutverki í bak- varðasveitinni með sóma, þótt at- hyglin beinist fyrst og fremst að gítarleik Tryggva, sem er í sér- flokki að mínu mati. Ef ég get sett eitthvað út á þessa plötu þá er það helst útlit plötuhulsturs, sem er kannski ekki beint „sölulegt" að sjá. Hins vegar ættu unnendur góðrar tónlistar í vönduðum flutn- ingi ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara og þeim óska ég góðrar ferðar. Sveinn Guðjónsson »au de *&!(♦*»* DðU>r4t sp 'M vJOvrUit«j> Laugardalshöll ..axu toMónleikar af/„ IÐNSKÓUNN f REYKJAVfK TÆKNIBRAUT Stúdentsnám jafnhliða eða að loknu starfsnámi Innritað: 20.-23. nóv. 1995 kl. 15.00-18.00 Helgárpósturinn fiM. Mbl. '★★★ Ó. H. T. Rás 2 ★ ★★★ Tíminn DUFA Sýnd kl. 11 í A-sal. B.i. 12 ára. 4 P* w Tár imfrEiNi Kvikmynd eftir Gísla Snæ Erlingsson Sýnd í B-sal kl. 4.50 og 6.55. Miðav. kr. 750. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Miðaverð kr. 700. STJÖRNUBlÓLfNAN - Verðlaun: Biómiðar. Simi 904 1065. Reuter KENNETH sjálfur mætti í fylgd leikkonunnar Joan Coll- ins. FÖRUNAUTAR Mickey Ro- urke voru tveir, saxófónn og kona, sem ekki er vitað hvað heitir. Um hávetur NÝJASTA mynd leiksljórans Kenneth Branagh, „In the Bleak Midwinter", eða Um hávetur, var frumsýnd í London á miðviku- daginn. Frumsýningin var hluti kvikmyndahátíðarinnar í London og að sjálfsögðu mættu margir frægir gestir til að berja mynd- ina augum. Hún er kölluð Jade og er háklassa vændiskona og hugsanlega stórhættulegur morðingi. En hver er hún? Fyrrum ástkona þin? Kona besta vinar þíns? QAVID CARUSO Stenstu hana? ' (ÚrNYPDI LINDA FIORENTINO CHAZZ PALMINTERI -Jlillijjf* :JlUJ:JiJ 'Jt iiUJjí KLIKKAÐASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSNINS! SVMD í HÁSKÓLABÍÖI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.