Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 60
JíewU£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVfK, StMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Birt yfirlit yfir vangoldin opinber gjöld 1990-1994 Afskrifaðar skatt- kröfur 28 milljarðar RÍKISSJÓÐUR hefur þurft að af- skrifa samtals 27,7 milljarða kr. á árunum 1990 til 1994 af opinberum gjöldum, sem ekki hefur tekist að innheimta á þessum fimnT árum, reiknað á verðlagi seinasta árs. Þetta kemur fram í yfirliti sem fjármála- ráðuneytið hefur tekið saman fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis- mann. Um er að ræða kröfur á einstak- linga og lögaðila vegna opinberra gjalda sem tilheyra ríkissjóði, bæði beina skatta og óbeina, s.s. van- goldnar virðisaukaskattskröfur. Á árinu 1990 voru afskrifaðir rúmlega 4,5 milljarðar kr. á verðlagi ársins 1994. Árið 1991 voru afskrif- aðar skattkröfur 2,7 milljarðar, 1992 var upphæðin 4,9 milljarðar, 1993 nam hún 9 milljörðum og á seinasta ári um 6,5 milljörðum kr. Um er að ræða annars vegar bein- ar afskriftir á kröfum á gjaldendur sem úrskurðaðir hafa verið gjald- .h/ota eða þar sem innheimtuaðgerð- um hefur verið hætt þar eð fullreynt þótti að þær bæru ekki árangur. Hins vegar er um að ræða svokallað- ar óbeinar afskriftir en það er niður- færsla á útistandandi kröfum í ríkis- bókhaldi sem talið er ólíklegt að Afskrifaðar skattakröfur samkvæmt ríkisreikningi Beinir skattar og aðrir skattar, og bæði beinar og óbeinar afskriftir* Milljónir króna á verðlagi ársins 1994 1990 4.568,6 1991 2.707,2 1992 4.908,9 1993 9.028,4 1994 6.499,8 Samtals: 27.713,0 *Beinarafskriftin Forml. afskr. krölurá gjaldendur Óbeinar afskritlir: Niðurfærsla útistandandi krafna í ríkisbókhaldi skv. matl á líklegu tapi á kröfum verði nokkum tímann innheimtar. Áætlanir skattstjóra á gjaldendur þinggjalda, sem ekki hafa skilað framtölum eru inni í þessum tölum en ekki kemur fram í yfirlitinu hve háa upphæð þar er um að ræða. Kostnaður af árangurslausri innheimtu 160 millj. á 2 'h ári Auk tekjutapsins hefur ríkissjóður einnig orðið fyrir beinum kostnaði af innheimtuaðgerðum sem ekki hafa borið árangur. í svari fjármála- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur eru birtar tölur sem sýna kostnað af sérstökum innheimtuaðgerðum hjá sýslumönn- um og tollstjóranum í Reykjavík á tímabilinu 1. júlí 1992 til 31. desem- ber 1994. Þar kemur fram að kostnaður vegna árangurslausrar innheimtu á þessu tímabili hafi numið um 164 milljónum króna, þar af var kostnað- ur á seinasta ári 68,7 millj. kr. Stærstu kostnaðarliðirnir eru vegna búskipta og aðfarargjalds. Innheimtuaðgerðir hertar í svari fjármálaráðherra segir að á seinustu árum hafi innheimtu- menn ríkissjóðs hert mjög inn- heimtu á vangoldnum opinberum gjöldum og m.a. aukið eftirlit með því að launagreiðendur sinni af- drætti af launum gjaldenda sem eru í vanskilum með opinber gjöld. Þá hafi heimildir til skuldajafnaðar verið nýttar í ríkara mæli en áður var. Unnið hafi verið að samræm- ingu á innheimtu skatta hjá inn- heimtumönnum ríkissjóðs og að auknu aðhaldi í því efni. Morgunblaðið/Ásdís Kanína til gagns og gleði DIMMALIMM heitir velsældarleg og bústin kanina til heimjlis hjá fjölskyldu í Hafnarfirði. í stað þess að fleygja lífrænum úrgangi í sorp- tunnuna fer fjölskyldan út í garð og gaukar að kanínunni. Auk þess að kanínan er gagnleg til um- hverfisverndar finnst fjölskyld- unni gaman að bregða á leik með henni úti í garði. Myndin var tekin þegar systkinin Bylja og Benedikt brugðu á leik með Dimmalimm. ■ Kanína og arinn/lC Norskt loðnuskip komið á miðin og fleiri á leiðinni NORSKT loðnuveiðiskip er komið á loðnumiðin norður af Horni og telur Magnús Þorvaldsson, skipstjóri á Sunnuberginu frá Grindavík, líklegt að fleiri skip séu á leiðinni frá Nor- Átta íslensk loðnuskip voru við veiðar við landhelgisiínuna norður af Horni í fyrrinótt og fengu ágæt- an afla. Loðnuskip, sem voru aust- ár, fengu ekkert og fóru í gær vest- ur. Allmörg norsk loðnuskip stund- uðu loðnuveiðar við ísland í fyrravet- ur. Veiðin gekk illa hjá flestum. '^ftir að fréttir bárust af þokkalegri foðnuveiði norður af landinu hafa Norðmennirnir tekið við sér og sent skip af stað. Fyrsta skipið kom á loðnumiðin snemma í gær. Sunnubergið kom til Grindavíkur í gær með um 550 tonn. Skipið þarf að fara í slipp á morgun vegna þess að astiksjáin skemmdist í fyrrinótt. Magnús Þorvaldsson sagðist telja að skipið hefði rekist utan í ísjaka, en veiðisvæðið er alveg við ísrönd- ina. Hann sagði að það væri tals- vert mikið af loðnu á svæðinu, en hún væri dreifð og þess vegna fengj- ust ekki stór köst. Bjarni Ólafsson kom í gær til Akraness með um 1.000 tonn og Hábergið og Örninn koma í dag til Grindavíkur með fullfermi. Léleg síldveiði Mjög léleg veiði hefur verið á síld- armiðunum fyrir austan land síðustu tvo sólarhringa. Þórshamar var eina skipið sem fékk eitthvað í gær, rúm- lega 200 tonn í. tveimur köstum. Ársæll Ingi Ársælsson, stýrimaður á Húnaröst, sagði að síldin stæði mjög djúpt og þess vegna hefði eng- in veiði verið. Hann sagðist hafa trú á að veiðin ætti eftir að glæðast. í fyrra var góð síldveiði fram til ára- móta. Meðlögin með Visa VISA ísland hefur gengið frá samstarfssamningi við Inn- heimtustofnun sveitarfélaga sem þýðir að hér eftir verður hægt að nota debetkort og rað- eða boðgreiðslur með kreditkortum til þess að greiða barnsmeðlögin. Að sögn Einars S. Einars- sonar, forstjóra Visa ísland, hefur þar með verið gengið frá samningum við flestalla innheimtuaðila, borgar- og ríkisstofnanir, um að þeir taki við debetkortum. Þá segir hann að langþráðir samningar fyrirtækisins við Póst og síma séu í burðarliðnum. ■ Barnsmeðlögin/16 Morgunblaðið/RAX Framkvæmt í Bláfjöllum BÍLASTÆÐI við aðalskálann í Bláfjöllum hefur verið hækkað um þrjá metra á kafla, en bílar áttu það til að renna á stæðinu í hálku vegna halla. Endurbætur á Bláf jallavegin- um standa nú yfir og er verið að leggja bundið slitlag á veginn frá svo) allaðri Brekku í átt að þjónustu -niðstöðinni. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar, forstöðu- manns Bláfjallafólkvangs, er þessa dagana verið að endurbæta brekkuna og hækka veginn upp fyrir snjó þannig að hann verði öruggari. Verkefninu á að vera lokið fyrir 1. september. Sænskir kjúklingar bannvara í SVÍÞJÓÐ hefur nýlega verið stað- fest Newcastle-veiki í alifuglum. Veikin er mjög smitandi veirusjúk- dómur sem leggst á öndunarfæri í fuglum og þá einkum alifuglum og oft með hárri dauðatíðni, að því er yfirdýralæknir upplýsir. Hefur inn- flutnfngur sænskra alifuglaafurða til íslands verið bannaður. Hægt er að bólusetja gegn sýk- inni en þar sem hún er ekki landlæg er reynt að útrýma henni með niður- skurði. Þessi sjúkdómur hefur aldr- ei greinst hér á landi. Sjúkdómsins varð fyrst vart í stofnfuglabúi á Skáni í Suður-Sví- þjóð. Svæðið, þar sem sjúkdómurinn geisar, hefur verið einangrað og 33.500 fullorðnum fuglum og 200.000 ungum verið eytt nú þegar. ----♦.♦ ♦-- Skoraði öll stig Vals í hálfleiknum RONALD Bayless, Bandaríkja- maðurinn í körfuknattleiksliði Vals, skoraði öll stig liðsins í fyrri hálfleiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi í úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Staðan í hléinu var 43:38 heimamönnum í vil og þeir sigruðu í leiknum. Það hefur ekki gerst áður, svo að vitað sé, að aðeins einn leikmaður hafi skorað fyrir körfuknattleikslið í heilum hálfleik. ■ Lelkirnir / C3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.