Morgunblaðið - 17.11.1995, Side 1

Morgunblaðið - 17.11.1995, Side 1
 I f M ■i • § >1; r SIMOÐHAUSAR pappír í kamínuna." Kamínuna fengu María og Baldur Þór síðastliðið vor. í fyrstu átti hún bara að vera híbýlaprýði, en smám saman varð fjöl- skyldunni notagildið ljóst. María segir að Bylgja og Benedikt séu orðin mjög meðvituð um hvernig eigi að flokka sorp. Þau séu líka miklir dýravinir eins og foreldrarnir og afar stolt af Dimmalimm og Dísu að ógleymdum Gulla gullfiski, sem hafði sig lítt í frammi meðan á heimsókn blaða- manns og ljósmyndara stóð. Sjálf viðurkennir María að vera svolítið montinn af tómustu sorp- tunnunni í bænum. ■ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 B Með kanínu í garðinum og kamínu í stofunni Á HEIMILI hjónanna Maríu Jónsdóttur og Baldurs Þórs Sveinssonar, barnanna Bylgju, 5 ára og Benedikts 2ja ára, í Hafnarfirði er umhverf- isvemd í hávegum höfð. Kanínan Dimmalimm, sem nefnd var áður en uppgötvaðist að hún var hann, og ættstóra labradortíkin Dísa, 9 ára, leggja sitt af mörkum og éta aílan líf- rænan úrgang sem til fellur. \ Kamínan í stofunni brennir £ dagblöð, tímarit, mjólkurfemur ftU og annan pappír og pappa, auk þess að vera stáss og prýði og 35 ylja heimilisfólkinu á síðkvöld- Sum. María og Baldur segjast ekki hafa, umfram aðra, hugað að vistvænni meðferð sorps fyrr en þau fengu Dimmalimm fyrir rúmu ári. „Hún Dísa okkar, sem er af hinni merku Goðadalsdísuætt, var reyndar nokkuð dugleg að éta matarleifam- ar, en Dimmalimm slær henni alveg við. Hún er dæmigerð útikanína, sem líður illa í hlýjum húsakynum. Þótt ég viti auðvitað ekki hvernig kanínur hugsa, þá held ég að henni leiðist ekkert. Við erum mikið úti í garði og þá tökum við hana úr búrinu og leyfum henni að leika lausum hala. Krökkunum og vinum þeirra fínnst líka gaman að ólmast í henni og hún virðist vel við una,“ segir María. Þrjár ruslafötur í eldhúsinu Garðurinn er geysistór og að hluta til hraundrangar, sem krakk- arnir nota fyrir klifurgrind. María segir að huldukonan, sem þar býr, amist hvorki við leik barna né dýra. „Umhverfið er afar þægilegt og lít- il fyrirhöfn að sjá um eina kan- ínu. Hún þarf að hafa hey í kringum sig til að kúra í og éta. Slíkt fóður er afar ódýrt, ég býst við að heykögglarnir sem við keyptum nýverið fyrir þúsund krónur dugi í fimm ár. Núna höfum við þijár ruslaföt- ur í eldhúsinu; fyrir matarleifar handa Dimmalimm, plast og þessháttar í tunnuna úti og Á Norður- brautinni í Hafnarfirði una húsróð- endur í sótt og santlyndi við dýr og um- hverfi. Brýnt að efla rannsðknir í ferðabjönustu -f!i Stuðla að jafnvægi í fjárfestingu og tryggja grundvöil stefnumótunar 'ii',; ói ÞAÐ er brýnt að efla rannsóknir í ferðaþjón- r ustu, tryggja með þeim hætti grundvöll i stefnumótunar og langtímaáætlana i at- vinnugreininni og stuðla að jafnvægi í fjár- festingu. Þetta kom fram í tillögu til þings- ályktunar sem þingmennirnir Tómas Ingi Olrich, Einar K. Guðfinnsson, Sturla Böð- varsson og Valgerður Sverrisdóttir fluttu nýlega á Alþingi. Þau lögðu til að í þessu skyni yrði gripið til eftirfarandi ráðstafanna: í fyrsta lagi yrði stofnuð gagnamiðstöð við skrifstofu Ferðamálaráðs íslands á Akureyri sem hefði það hlutverk að skipuleggja öflun upplýsinga um atvinnugreinina þannig að þær vörpuðu sem skýrustu ljósi á stöðu og þróun greinar- innar og yrðu traustur grundvöllur rann- sókna, þróunarstarfs og fjárfestingar í ferða- mennsku. Einnig yrði þar safnað upplýsing- um um erlenda ferðamarkaði og gögnum safnað um erlendar rannsóknir í ferðamál- um. Þá yrði það hlutverk miðstöðvarinnar að varðveita þessar upplýsingar og birta reglulega fréttir um stöðu greinarinnar. Þá felur tillagan í sér stofnun rann- sóknarsjóðs við Ferðamálaráð íslands og stofnun stöðu rannsóknarfulltrúa við skrif- stofu Ferðamálaráðs íslands á Akureyri. Hlutverk hans yrði að efla rannsóknir í ferðaþjónustu og skipuleggja samstarf Ferðamálaráðs við fyrirtæki og rannsókna- stofnanir á sviði rannsókna og þróunar- starfs. Flókln atvlnnugrein í greinargerð með tillögunni segir að á sama tíma og erlendum ferðamönnun hafi fjölgað hér á landi, hafi gætt verulegra erfiðleika í rekstri hótel og gistiheimila. Nýting gistirýmis hafi minnkað á öllum ársþriðjungum þrátt fyrir skipulega við- leitni til að fjölga ferðamönnum utan mesta annatíma. Ekki sé þó einsýnt að um beina offjárfestingu sé að ræða. Ferðaþjónustan sé flókin atvinnugrein þar sem hver þjón- ustugrein styðji aðra. Ilugsanlegt sé að léleg nýting gistirýmis eigi rætur að rekja til þess að lítið hafi verið fjárfest í öðrum þáttum greinarinnar, t.d. í afþreyingu, vöruþróun og ýmiss konar hliðarþjónustu. Nauðsynlegt sé að treysta grundvöll fjár- festinga í ferðaþjónustu með skipulagðri upplýsingaöflun og fræðilegu mati á stöðu og möguleikum greinarinnar. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.