Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4h FERÐALOG Héraðið á austurströnd Kanada á sér langa og merkilega sögu sem íslendingar tengjast. NOVA SCOTIA SKÆR húsin í Lunenburg bera vitni hagsýni íbúa bæjarins fyrr á timum. Af hjótrú og húsamálningu LUNENBURG er lítill, skemmtilegur sjávarbær rétt utan við Halifax þar sem íbúar eru um þrjú þúsund talsins. Eins og víðar í Nova Scotia eru húsin máluð í regnbogans litum; gul, rauð, græn og blá og allt þar á milli. Eg spurði Randy Brooks frá markaðsskrifstofu Nova Scotia, um söguna á bak við þessa litagleði. Hún er sú að fyrr á tímum réð hagsýnin því að íbúar sjávar- þorpa í Nova Scotia máluðu hús sín í skærum litum. Bátar eru veiyulega glaðlegir á litinn og í gamla daga fengu sjómenn bátamálningu á sérlega hagstæðu verði, þurftu ekki að greiða af henni skatt. Þeir notuðu nátt- úrulega tækifærið og keyptu heilan helling, nóg til að mála hús sín líka. “Þetta er auðvitað liðin tíð núna,“ sagði Randy, “en sem betur fer halda íbúarnir þeirri venju við að nota skæra og glaðlega liti á hús sín.“ Tvær framhllöar Litagleðin er ekki það eina sem fangar augað þegar húsin í Lunenburg eru skoðuð. Víða má til dæmis sjá hús þar sem bakhliðin er nákvæm spegilmynd framhlið- arinnar. Og skýringin? Jú, líkt og í flestum sjávarþorp- um lifði alls konar hjátrú og hindurvitni góðu lífi í Lunenburg. Ein er sú að djöfullinn sjálfur átti það til að læða sér inn um bakdyrnar hjá fólki. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slika óvænta og óvelkomna heim- sókn var að hafa hreinlega engar bakdyr. Það ruglaði nefnilega djöfsa í ríminu að koma að húsum þar sem báðar hliðar voru eins. Því hvor var þá bakhliðin og hvar voru bakdymar? Önnur hjátrúin var sú aðekki mætti fara með lík- kistur út um dyr á húsum. Á þeim tima sem þessi saga lifði var algengt að fólk kveddi jarðlífið á heimavelli og því góð ráð dýr. En íbúar Lunenburg höfðu ráð undir hveiju rifi og viða má sjá i húsum bæjarins glugga á jarðhæð sem sker sig frá öðrum gluggum hússins fyrir það hvað rúðan er stór. Henni var svo hægt að ldppa úr þegar lóðsa þurfti líkkisturnar út. ■ Morgunblaðið/Hanna Katrín ÞAÐ er vinsælt hjá ferðamönnum að senda póstkort út vitanum í Peggy’s Cove, eina vitanum í Kanada með pósthúsi. Þetta hérað á austurströnd Kanada sem hýsir tæplega eina milljón íbúa, á sér langa og nokkuð merkilega sögu þar sem íslendingar drepa niður penna. Eftir birtingu greinar um höfuðstaðinn Halifax fyrir tveimur vikum hringdi í mig Ingvar Hall- grímsson fískifræðingur, sem þekk- ir Halifax vel. Erindi hans var að benda mér á bók; Vornætur á Elgs- heiðum eftir Jóhann M. Bjamason. Bókin tilheyrir ritröðinni Sögur að vestan og fjallar um uppvaxtarár Jóhanns í fyrstu íslendinganýlend- unni fyrir vestan; Elgsheiðum í Nova Scotia eða Nýja Skotlandi eins og héraðið er kallað upp á ís- lensku. Þar bjuggu íslenskir land- nemar um sig á árunum 1875 til 1882. íslenskir ferðalangar nútím- ans stoppa stutt á Elgsheiðum á leið sinni um Halifax og nágrenni. Um það bil þann tíma sem tekur að komast í gegnum tollinn því þar er nú flugvöllur staðarins. Með íslenskt í æðum í Halifax hitti ég mann með ís- lenskt ömmublóð í æðum. J. Mars- hall Burgess heitir maðurinn og af spjalli við hann mátti ráða að hann væri stoltur af blöndunni. Honum varð tíðrætt um alla íslendingana sem á seinni hluta síðustu aldar ÞAÐ eru næstum jafn margir bátar og hús í fiskiþorpunum. fluttu búferlum vestur um haf og enduðu margir í Nova Scotia í lengri eða skemmri tíma. Þar eru nú á bilinu 20 til 30fyölskyldur sem geta rakið ættir til íslands. Tengsl- in eru því töluverð og það kom líka á daginn að margir íbúar Nova Scotia þekktu til íslands á einn eða annan hátt, þekktu til einhvers sem átti rætur að rekja hingað, höfðu unnið hér á landi eða að minnsta kosti komið hér við. Tilfinningin var sú að það væri gott að vera íslendingur í Nova Scotia. Ég heyrði að ein skýringin á vin- sældum íslendinga væri sú að það væri þeim að þakka að skriflegar heimildir væru til um líf landnem- anna í Nova Scotia á síðari hluta síðustu aldar. íslendingar skáru sig úr alþjóðlegum hópi landnemanna því þeir voru flestir læsir og skrif- andi. Þeir skráðu sögu sína og þangað leita menn heimilda. Vitinn í Peggy’s Cove Innfæddir segja að heimsókn til Halifax og nágrennis geti ekki tal- ist fullkomin nema með viðkomu í Peggy’s Cove. Leiðin liggur í gegn- um hvert fiskiþorpið á fætur öðru þar sem vegurinn hlykkjast með- fram ströndinni. Vegurinn heitir Lighthouse Route sem má útleggja sem Vitaveg og dregur hann nafn sitt af ótal mörgum vitum á leið- inni. Sá frægasti er vitinn í þorpinu Peggy’s Cove og er hann sá eini á landinu öllu þar sem rekið er póst- hús. Nú er það reyndar aðeins opið að sumarlagi og þjónar aðallega ferðamönnum sem senda póstkort í allar áttir. Það er um hálftíma akstur frá Halifax til Peggy’s Cove og segja þeir sem til þekkja að staðurinn sé einn vinsælasti áningastaður ferða- manna í Kanada og jafnframt sá sem einna mest sé myndaður. í nágrenninu, eins og víðast annars staðar í Nova Scotia, er svo að finna frábæra veitingastaði þar sem fiskimennirnir í Peggy’s Cove leggja sitt af mörkum við öflun hráefnis. Hanna Katrín Friðriksen i LONDON EFTIRMINNILEGT ÞAÐ var mjög eftirminni- legt þegar ég kom fyrst til London árið 1981,“ segir Bragi Ólafsson, ljóðskáld. „Ég steig upp úr „önder- grándinu" í Earls Court og fann lyktina; bílamengun, ihatarlykt og óhollustulykt sem ég kann ofsalega vel við og fínnst gott að anda að mér. Þetta er svona margblönduð mengun." Bragi segir London geta verið uppörvandi í g;óðu veðri, en á hinn bóginn geti borgin verið alveg hryllilega drungaleg og niðurdrepandi. „Það finnst mér líka mjög heillandi, ég tala nú ekki um ef það er þoka og rigning." Eftir að hafa dvalið oft í fyondon er svo komið að Braga líður þar hálfpartinn eins og heima hjá sér. Eitt það skemmtilegasta sem ;hann gerir í London er að fara í Virgin Megastore og fleita að nýjum videóspólum með Wind in the Willow (Þytur í laufí). Hann fer í oarnadeildina og athugar Margblönduð mengunarlyktin í uppáhaldi hjá Braga Ólafssyni Ijóðskáldi * I Benz með glæpamönnum hvort það séu komnir nýir þættir með Mr. Toat og fé- lögum og heimsókn í stærstu bókabúð í heimi, Foyle’s, er óhjákvæmileg. Næturlíf í Soho „Síðast þegar ég fór til London var ég nýbúinn að lesa ævisögu þekkts blaða- manns sem heitir Geoffrey Bernard. Hann skrifaði lengi veðhlaupadálka í ensk dag- blöð og hefur verið alger fyllibytta í 50 til 60 ár. Ég fór að leita að honum á bar sem heitir Choach and Hor- ses í Sóhó, en fann hann ekki. Aftur á móti hitti ég gamlan vin hans sem heitir Michael, sem sagði mér margt um Geoffrey. Okkur varð vel til vina og þegar það var hringt út af barnum ákvað ég að fara með honum og heilum hellingi af fólki í drykkjuveislu heim til hans. Michael er örlagaróni og við gengum langa leið sem átti að liggja heim til hans, en svo allt í einu vaknaði hópur- inn upp við það að Michael var horfínn. Þetta var eins og atriði upp úr ævisögu vin- ar hans. Ég upplifði það mjög sterkt." Sama kvöld hafði Bragi verið í útgáfupartýi í Sóhó vegna bókar með ljóðaþýð- ingum. Eftir partýið steig hann upp í bíl, hvítan Merce- des Benz, en í honum sátu tveir svartir menn í ofsalega fínum ullarfrökkum og flott til hafðir. Viss um að dagar mínlr væru taldlr „Ég var í einhverju púka- skapi og bauð mér sjálfum í aftursætið hjá þeim og tók að spyija hvað þeir væru að gera þama. Þeir gáfu ekki mikið út á það og ég fór að pumpa þá hvort þeir væru að selja eiturlyf. Þeir urðu hvumsa, svöruðu engu og voru fúlir á svipinn. Eg sá fram á að verða jarðaður þarna og stuttu síðar ræstu þeir bílinn og keyrðu af stað. Þá var ég viss um að dagar mínir væru taldir. En þeir stöðvuðu bílinn á næsta götuhorni og héldu í humátt á eftir manni sem var að hverfa inn á einhvern bar. Það lá í augum uppi að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.