Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- FERÐALOG ; ## Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Öm Jónsson, höfundur hugmyndarinnar í 3. sæti er til vinstri og Snæbjörn Jónasson, í 2. sæti er til hægri. Margrét Valdimarsdóttir, höfundur hugmyndarinnar í 1. sæti var ekki við- stödd verðlaunaafhendinguna. Visthæf feröa- mennska verðlaunnð FIMMTÁN tillögur bárust í hug- myndasamkeppni um uppbygg- ingu ferðaþjónustu á íslandi, sem haldin var á vegum um- hverfis- og byggingarverk- fræðiskorar Háskóla íslands. Niðurstöður voru kynntar um síðustu helgi. Vistvæn ferðamennska er heiti tillögunnar sem hlaut fyrsta sæti í samkeppninni. Höfundur er Mar- grét Valdimarsdóttir, landafræði- nemi. Á grunvelli hugmyndafræði yisthæfrar ferðamennsku býr hún til hugmynd að 10 daga hringferð frá höfuðborginni til Stykkishólms og til baka um Kaldadal og Þing- völl. Hver dagur hefur ákveðna yfirskrift, í Kjós er það landbúnað- ur, í Hvalfirði fossar og flóra, á Mýrum Egilssaga, í Amarstapa fuglalíf og sjávarútvegur o.s.frv. Verðlaunin eru ferð með Norrænu til Færeyja og til baka. Gefandi verðlauna er Ferðamálaráð. Önnur verðlaun féllu í skaut tillögu sem ber heitið Sýnisvegur um Hvalfjörð. Höfundur er Snæ- björn Jónasson, verkfræðinemi sem bendir í tillögunni á að ef Hvalfjarðargöng verði lögð verði hægt að lækka hraðann á vegin- um fyrir Hvalfjörð og gera hann að sýnisvegi. Skemmtileg lega vegarins henti vel til þess og innri hluti fjarðarins hafi upp á margt að bjóða til útivistar og skoðunar. Snæbjörn hlaut í verðlaun skoð- unarferð með langferðabíl yfir Sprengisand til Mývatns og til baka. Verðlaunin gefur Guð- mundur Jónasson hf. „Sögusjónauki“ hlaut þriðju verðlaun og er höfundur Sigurður Örn Jónsson, verkfræðinemi. Hugmyndin á sér grunn í venju- legum útsýnissjónauka, en hægt er að bæta við myndina einhveiju sem er ókomið eða horfið, t.d. nýjum veg eða steinbrúnni yfir Ofærufoss sem hrundi fyrir nokkrum misserum. Þriðju verð- launin eru einnig gefin af Guð- mundi Jónassyni hf., ferð yfir Sprengisand til Mývatns og til baka. ■ Healthilife tryggir Frábœrt Q-10 í sojaolíu sem tryggir fiulla nýtingu og bestu áhrifin. Cellengery Relese 0 CHp ch3:í CO- ENZYME Q 10 30 mg (CHj-CHjC -C- Ciy-H CH,0 Co 10 30 CAPSULES Urvals Q-10en samt ódýrasta efnið á markaðnum. Fæst hjá: Fjarðarkaupum Hagkaup - Kringlunni Heilsuhorninu Akureyri Heilsuvali Kornmarkaðinum Grænu línunni Blómavali Qrafarvogs Apóteki Arbæjar apóteki Laugavegs Apótek Yggdrasil Dragðu ekki að fá þérpakka af Q-10 lífskrafti. Þeim fjölgar stöðugt sem treysta Healthilife best fyrir heilsuefnaþörfum sínum. Ánægðir neytendur eru bestu meðmælin. í hönd fer skammdegi og mikill anna- og stresstími og því nauðsynlegt að byggja sig upp með heilsuefnum sem virka vel. ANTIOXIDANT-FRUMUVARNAREFNI, 4/40 GINSENG MEÐ E-VÍT, ROYAL JELLY & POLLEN, C-500 VÍTAMÍN, B-FJÖLVfTAMÍN, FÓLINSÝRA & JÁRN, HAIR & NAIL HÁRKÚR, EKTA E-500 VÍTAM, KVÖLDVORRÓSAROLÍA, LESETÍN-1200, ÞARATÖFLUR o.fl. BÍO-SELEN UMBOÐIÐ * r 1 ii i " ........... sími 557-6610. Öðruvísi ímynd kallar á öðruvísi auglýsingar NÆR allir ferðamálafulltrúar landsins voru saman komnir á fundi Ferðamálasamtaka íslands og Ferðamálafulltrúa Akraness sem haldinn var á Akranesi í síðustu viku. Fundurinn fjallaði enda um ráðgjöf í ferðaþjónustu og störf ferðamálafulltrúa almennt. Sérstak- ur gestur var dr. Terry Stevens, prófessor við háskólann í Swansea í Wales. í erindi sínu fjallaði hann auk starfa ferðamálfulltrúa um rekstur upplýsingastöðva. Dr. Terry Stevens kvaðst hafa gert könnun á því í átta upplýs- ingamiðstöðum í Waíes hvaða efni væri þar á boðstólum um ísland. í ljós hafi komið að einungis á einni upplýsingamiðstöðinni var að finna efni er varðaði ísland. Þar hefði verið um einn samnorrænan bækling að ræða þar sem hefði verið hægt að fá lítilsháttar upplýsingar um landið. Benti dr. Stevens á að kannski væri vænlegra fyrir íslend- inga að leggja meira í markaðssókn í nálægum löndum eins og Bret- landi, frekar en að leggja mikið fjár- magn í kynningu í fjarlægum heim- sálfum. Eins og alllr hinir? Síðan sagði dr. Stevens að ef ætl- unin væri að ímynd íslands erlendis yrði; hið dularfulla land ísland, hið óspillta land ísland eða ísland; land víðáttu, auðnar og sérstæðrar nátt- úru, væri nauðsynlegt að auglýsa landið á allt annan hátt en gert væri. í dag væri landið auglýst eins og “öll hin löndin“. Þannig þyrfti að breyta framsetningunni og gera hana markvissari. Ennfremur þyrfti nýta sér til fulls það jákvæða sem væri að gerast á erlendri grundu og varð- aði Island og íslendinga. Nefndi hann m.a. heimsfrægð Bjarkar Guðmunds- dóttur, tónlistarkonu, í því sam- bandi, vinsæla sjónvarpsþætti í Bret- landi um líf á norðurslóðum og bæk- ur sem tengdust íslandi. Dr. Terry Stevens fjall- aði líka um þá fjölmörgu þætti sem hafa þyrfti í huga þégar komið væri upp upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og hvað bæri helst að varast við uppsetn- ingu slíkra staða. Nauð- synlegt væri að þeir væru vel merktir og við þá væru góð bílastæði, en varast bæri t.d. að ofhlaða glugga og veggi með misvís- andi auglýsingum um hvað væri í boði. „Auglýsingamiðar á veggjum mega ekki virka á fólk eins og vegg- fóður, því þá les enginn upplýsingarn- ar á þeim“, sagði hann meðal annars og benti fólki á að aðgreina upplýs- ingamar sem í boði væru og setja frekar upp sérstakar upplýsingatöflur með aðgreindu efni. Einnig benti hann á þann möguleika að setja upp sner- tiskjái með upplýsingum sem ferða- Morgunblaðið/Theodór SETIÐ fyrir svörum í pallborðsumræðum, frá v. Dr. Terry Stevens, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, Þór- dís G. Arthursdóttir, ferðamálafulltrúi Akraness, og Vigfús Vigfússon. Varastber að ofhlaða glugga og veggi með misvísandi auglýsingum menn gætu nýtt sér þó að upplýs- ingamiðstöðin væri lokuð. Þá ræddi Dr. Stevens um helstu þætti í starfi upplýsingamiðstöðva í Wales og fjármögnun reksturs þeirra. Auk upplýsingaþáttarins væru þar bókanir á gistingu, sala á bókum og minjagripum og gjaldeyrisskipti. En að meðaltali kæmi um 60% af rekstr- arfjármagni upplýsingastöðvanna frá hinu opinbera. Augun opnuð fyrlr nýjum möguleikum Aðspurð sagði Þórdís G. Arthurs- dóttir, ferðamálafulltrúi Akraness, að Sean Brown, yfirmaður írska Ferðamálaráðsins hafí kynnt hana fyrir dr. Terry Stevens. Dr. Stevens hafi síðan komið til Akraness sl. vor og aðstoðað þar við stórt og viðamik- ið verkefni á sviði ferðaþjónustu. Þórdís sagði að það væri mikill feng- ur að hafa fengið dr. Stevens á þenn- an fund með ferðamálafulltrúunum. Hann væri mjög fjölhæfur maður og fær á sínu sviði. Með fyrirlestri sínum og ráðgjöf hafi dr. Stevens opnað augu margra fyrir nýjum mögu- leikum á sviði markaðsmála. Hann hafi varp- að fram ýmsum hugmyndum og ______ meðal annars spurt hvort íslendingar þyrftu ekki að sérhæfa sig meira í markaðssókn- inni, frekar en að reyna að ná til landsins öllum gerðum af ferðamönn- um í einu. Einnig hafi hann lagt áherslu á þá möguleika sem að fæl- ust í því að íslensk menning yrði auglýst og gerð eftirsóknarverð fyrir ferðamenn til nánari skoðunar. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, flutti erindi um beina og óbeina ráð- gjöf Ferðamálaráðs og óljós lög um ferðamálaþjónustu sem greinin byggi Eiga einkarek- in ráðgjafar- fyrirtæki rétt á ókeypis ráð- gjöf frá Ferða- málaráði? við. Þá gerði hann grein fyrir ört vaxandi eftirspurn eftir beinni og óbeinni ráðgjöf ráðsins. Varpaði hann fram spurningum til fundar- manna hvort einkarekin ráðgjafafyr- irtæki ættu að eiga rétt á ókeypis ráðgjafaþjónustu frá Ferðamálaráði, eins og reyndin er í dag. Hvort að það stæðist samkeppnislög að Ferða- málaráð veitti einhveijum ókeypis ráðgjöf. Og hvort stofna ætti ráð- gjafafyrirtæki á vegum Ferðamála- ráðs til þess að sjá um þessa hluti. Þórdís G. Arthursdóttir benti í erindi sínu á að fyrstu lög um ferða- þjónustu komu fram á Alþingi fyrir 31 ári, en aðrar þjóðir hafa verið að þróa þessa atvinnugrein í mörg hundruð ár. Á árunum 1982 til 1985 hefðu aðilar í ferðaþjónustu á lands- byggðinni tekið sig saman og stofnað ferðamálasamtök. í dag störfuðu 14 ferða- og atvinnumálafulltrúar á landinu, þar af 10 sem einungis sinntu ferðamálum. Þórdís benti líka á að ekki væri hægt að læra til ferða- málafulltrúastarfa á íslandi og að starfið væri ekki lög- verndað. Sex ferðamála- fuiltrúar væru með há- skólanám í fræðunum að baki. Ráðningaraðilar þeirra væru mismunandi; bæjarfélög, héraðsnefnd- ir, atvinnuþróunarfélög eða ferðamálafélög. Mis- vel hefði gengið að fjár- magna stöður þeirra. Taldi Þórdís að störf ferðamálafull- trúana hefðu borið mikinn árangur og mikilvægt væri þeim yrði tryggt starfsöryggi. Þá væri algert frum- skilyrði væri að ferðamálafulltrúum væru tryggð mannsæmandi laun svo orka þeirra þyrfti ekki að snúast um innheimtu þegar mörg brýn verkefni þyrfti að leysa. En ferða- málafulltrúar sem ráðnir eru hjá ferðamálafélögum sjá oftast um inn- heimtu árgjalda og af þeim fá þeir síðan greidd laun. H Ferðaféiag íslands Sunnudaginn 19. nóvember verður Sundhnjúkagígaröð skoðuð. Gígaröðin endar í svonefndum Mel- hól skammt austan Grindavíkurveg- ar, sunnan við Selháls. Hraun hefur runnið úr átta km. langri gígaröð- inni sem kennd er við Sundhnjúk, en það er hæsti gígurinn í röðinni vestanverðri og var notaður sem mið þegar siglt var inn sundið í Grindavík. Gengið verður í um 2 klst. og er leiðin greið og landslag fjölbreytt. Brottfór er frá Umferðarmiðstöð og Mörkinni 6 kl. 13. Þriðjudagskvöldið 21. nóvember kl. 20 efna Ferðafélag íslands og Landsbjörg til fræðslufundar í Mörkinni 6. Einar Sveinbjörnsson, UM HELGINA veðurfræðingur, mun halda fyrir- lestur um veðurfræði til fjalla. Útlvist Sunnudaginn 19. nóvember verð- ur gengið með ströndinni milli Saur- bæjar og Brautarholts á Kjalamesi. Þetta er svokölluð opin gönguferð því bæði er hægt að taka rútu frá BSÍ kl. 10.30 og koma inn í ferðina við félagsheimilið Fólkvang kl. 11. Þar verður fólk sem kemur á einka- bílum tekið upp í rútuna og keyrt að Saurbæ. Fjaran sem gengin verð- ur að Brautarholti er mjög athygl- isverð. Göngutími er um 4 klst. og verður komið aftur að BSÍ um kl. 16.30. Verð fyrir fólk á einkabílum er 300 krónur, en fyrir aðra 900- 1.100. Rútan kemur við á Árbæjar- safni á leið úr bænum. H 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.