Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 1
fKmrgtuiMafeifr Albee í endurliti/4 Caritas á Islandi/4 Enga minnimáttarkennd/8 MENNING LISTIR BLAðC PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1995 í UNDIRBÚNINGI er frumvarp til breytinga á kvikmyndalögum. Tæplega hundrað um- sóknir í Kvikmyndasjóð Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari Semur við óperu- húsið í Köln UMSÓKNARFRESTUR um styrki í Kvikmyndasjóð íslands rann út á miðvikudag. Að þessu sinni sóttu 95 um og þar af 25 um styrki til framleiðslu á leiknum kvikmynd- um í fullri lengd. Aðrar umsóknir eru um styrki til vinnslu á heim- ildamyndum og öðrum verkefnum. Þetta eru ívið fleiri umsóknir en í fyrra en þá voru þær 86. Bryndís Schram, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, segir að samkvæmt tillögum í fjárlagafrum- varpi sé gert ráð fyrir 92,3 milljónum króna í úthlutunarfé en vonast sé til að sú upphæð hækki. „í fyrra voru tillögurnar lægri en nú en fjárveitingin var svo hækkuð upp í 100 milljónir króna. Þannig að nú vonar maður að ráðamenn sjái að sér.“ Bryndís segir ennfremur að þegar hafi verið ráðstafað 40 millj- ónum af þeirri upphæð sem sjóður- inn hefur til umráða nú í svokölluð vilyrði um styrk til kvikmynda- gerðarmanna. „Menn hafa fengið loforð um peninga hjá okkur, en fá þá ekki afhenta fyrr en þeir hafa uppfyllt ákveðin skilyrði og fjármagnað myndina að fullu. Með þessu móti fá menn meiri frest til að útvega fjármagn í myndir sínar auk þess sem þetta vilyrði hjálpar til við að sækja um styrki frá er- lendum aðilum sem gera iðulega kröfu um að tiltekin mynd sé styrkt af heimalandi sínu áður en þeir leggja fé í hana. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem komið var á í fyrra.“ Unnið að breytingum á kvikmyndalögum Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður, og Knútur Hallsson, lög- maður, hafa haft til undirbúnings drög að frumvarpi til breytinga á kvikmyndalögum. Meðal tillagna í þeim er að breyta Kvikmynda- sjóði í Kvikmyndamiðstöð íslands þar sem starfsemi hans og hlut- verk sé orðið mun meira en sjóðs- nafnið gefi til kynna. Vilhjálmur Egilsson sagði í samtali við blaða- mann að aðrar meginbreytingar sem lagðar hafa verið til séu að flytja til ábyrgðina í stofnuninni, „þannig að stjórnin yrði ekki samsett af hagsmunaaðilum eins og hún er í dag. Hags- munaaðilar myndu til- nefna í stjórnina aðila sem væru ekki tengdir kvikmyndaiðnaðinum með sama hætti. Og síðan er lagt til að stjórnin beri meiri ábyrgð á úthlut- Sjóðnum breytt í Kvik- myndamið- stöð íslands unum úr sjóðnum." Einnig hafa verið gerðar tillögur um að tekju- stofn verði útvíkkaður sem gæti þýtt að viðmiðunin um árlegt framlag til Kvikmyndamið- stöðvarinnar hækkaði úr um 110 milljónum króna í um 360 milljón- ir króna. í samtali við blaðamann sagði Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, að undirbúningsvinnu að frumvarpinu væri enn ekki lokið. „Það er ljóst að ákvæðum um við- miðanir um framlag til Kvik- myndasjóðs verður breytt. Stefnan er sú að binda ekki slíkar viðmið- anir í lögum, heldur ákveða fram- lög í fjárlögum á hveijum tíma.“ Björn sagði að ekki væri fyrirséð hvort frumvarpið yrði lagt fram á haustþinginu. JOHANN Smári Sævarsson bassa- söngvari mun á næstu dögum skrifa undir tveggja ára ein- söngvarasamning við óperuhúsið í Köln. „Þetta er stórkostlegt og nánast gulltrygg- ing á fastri vinnu næstu árin,“ segir Jóhann,„enda er óperuhúsið í Köln í hæsta gæða- flokki og eitt af þeim virtustu í Þýskalandi.“ Jóhann hefur starfað við óperu- stúdíó óperunnar í Köln frá því hann lauk prófi frá Royal College of Music í London síðastliðið sumar. „Þegar ég fór í prufu hjá óperustúdíóinu hlýddi óperustjórinn á mig en kváðst ekki geta dæmt um það strax hvort ég væri tilbúinn að ganga til liðs við óperuna. Var mér því boðinn tveggja ára samn- ingur við stúdíóið en jafnframt lofað að ég fengi að spreyta mig í óperunni í vetur.“ Fyrstu verkefni Jóhanns voru hlutverk í Madame Butterfly eftir Puccini og Seldu brúðinni eftir Smetana og eftir að hafa fylgst með frammistöðu hans í þeim sýningum er óperustjórinn sem sagt tilbúin að bjóða honum samning. „Onnur óperuhús vóru farin að grennslast fyrir um það hvort ég væri á lausu og það Jóhann Smári Sævarsson gæti hafa flýtt fyr- ir samningum," segir Jóhann. Þakkar Sverri konungi Söngvarinn bætir við að hon- um hafi einnig verið vel tekið á opnunartónleikum starfsársins en þar flutti hann Sverri konung eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. „Þessir tónleikar hafa ör- ugglega ekki skemmt fyrir, þannig að ég á Sverri konungi mikið að þakka.“ Jóhann hefur í mörg horn að líta á þessu fyrsta starfsári I Köln. Þegar hafa tvær óperur verið nefndar og í næstu viku verður Evgeni Onegin eftir Tsjajkovsky frumsýnd. I desem- ber tekur Töfraflautan eftir Mozart við og í mars mun Jó- hann syngja í Othello eftir Verdi og Cosi fan tutte eftir Mozart. „Það er meira en nóg að gera og alltaf að bætast við verkefna- listann." Jóhann bætist í hóp þriggja íslenskra listamanna sem starfa við óperuhúsið í Köln: Erlings Vigfússonar söngvara, Gerðar Gunnarsdóttur fiðluleikara og Katrínar Hall ballettdansara. Þá hefur Olafur Arni Bjarnason tenórsöngvari verið þar í gesta- hlutverki í Madame Butterfly síðasta kastið. Barbara Auer í íslenskri mynd EIN eftirsóttasta og umtalaðasta leikkona Þýskalands, Barbara Auer, hefur undirritað samning um að taka að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Einars Heimis- sonar, sem ber yinnuheitið „Mar- ía“ og fyrirhugað er að tökur hefj- ist næsta sumar. Kvikmyndin er þýsk-íslenskt samvinnuverkefni Blue Screen í Múnchen og íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Myndin gerist á árunum 1945-55 og fiallar um unga konu frá Slesíu, sem verður að flýja undan Rauða hernum í lok síðari heimsstyijaldarinnar og hefst við í flóttamannabúðum í Lubeck, uns hún ræður sig til starfa á íslensk- um bóndabæ. Barbara Auer hefur á undan- förnum árum leikið aðalhlutverk í ýmsum þekktum myndum í Þýskalandi hjá leikstjórum á borð við Alexander Kluge, Hark Bohm, Sönke Wortmann og Sherry Hor- man. „Súddeutsche Zeitung hefur skrifað að hún gæti orðið fyrsta þýska leikkonan, sem næði alþjóð- legum frama, síðan Hanna Schy- gulla náði svo langt,“ segir í frétt frá íslensku kvikmyndasamsteyp- unni. Hörzu, þýskt sjónvarpsblað, sagði í forsíðugrein nýlega, að hún væri „sú fagra í fílabeinsturnin- um“, leikkona sem hafni hlutverk- um þótt „tilboðin skorti ekki“. Hún segist ekki geta horft framhjá innihaldi þeirra verkefna sem henni bjóðist. „Ég vil ekki vinna BARBARA Auer með leikstjórum, sem em þekktir fyrir að kvelja leikara á töku- stað,“ segir Auer. Einar Heimisson, leikstjóri og handritshöfundur „Maríu“, er sagnfræðingur og rithöfundur, menntaður í nútímasögu og þýsk- um bókmenntum frá háskólanum í Freiburg. Hann hefur lokið prófi í handritsgerð og leikstjórn kvik- mynda við Kvikmyndaakademíuna í Múnchen. Einar hefur gert heim- ildamyndir fyri sjónvarp, þ.ám. Gyðingar á íslandi, Innflytjendur á íslandi, Olafur Jóhann Sigurðsson, íslenska íþróttavorið og Hvíti dauð- inn, sem var leikin sjónvarpsmynd. Meðal bóka Einars Heimissonar eru skáldsögurnar Götuvísa gyð- ingsins og Villikettir í Búdapest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.