Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 C 3 „Ekki er ein báran stök“ LIST OG HÖNNUN SÓFAR, BORÐ OG HILLUR Tinna Gunnarsdóttir. Opið frá 14-18 alla daga. Lokað mánudaga til 26. nóvember. Aðgangur ókeypis. HELGÁ við eitt verka sinna. Nýjar bækur Samband mannsins við náttúruna Olíumál- verk Helgu HELGA Egilsdóttir listmálari opnar málverkasýningu í Lista- safni ASÍ í dag laugardag kl. 16. Helga stundaði nám við Árhus Kunstakademi, Kunstakademi for fri og merkantil kunst, Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Hún lauk mastersgráðu í málun við San Francisco Art Institute 1988. Helga starfaði sem kennari hér á landi á árun- um 1989-1991 ogeinnigsem aðstoðarkennari í málun við San Francisco Art Institute veturinn 1988. Helga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga bæði hér heima og erlendis. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Kaupmannahöfn. A þessari sýningu sýnir Helga oliumálverk sem öll eru unnin á síðastliðnu ári. Sýningin stendur til 3. desember og er opin frá kl. 14-17 alla daga nema 27. og 28. nóvember. UNGIR sækja stíft fram á vett- vangi nútímahönnunar, sem er mikið vel, og ber að huga gaumgæfilega að stöðu þeirra og lyfta af alefli undir hugvit á sviðinu. Þetta er þriðja framtak Tinnu Gunnarsdóttir á sýningavettvangi og ýmsir munu minnast frumraunar hennar á sama stað í mai sl. ár, er bar nafnið „Viti menn“ og samanstóð af karlmannanælum ýmiss konar, sem hengdar voru upp á vegg sem sjálfstæðir einingar. þar fyrir utan hefur Tinna tekið þátt í fimm sam- sýningum frá árinu 1995. Tinna útskrifaðist frá West Surrey Coilege of Art & Design með BA í listhönnun 1992, og tók einnig eina önn í Fagháskólanum í Dússeldorf 1991. Að þessu sinni sýnir listakonan sófa, borð og hillur og er hvorki að spara sterka liti, sértækar línur og formanir né skreytikennda áferð. Leiðir þetta hugann eitt augnablik að ítalska stílnum, og þá einkum Memphis- hópnum í Mílanó, en það er frágangsök því allt er fyrst, sýnir einungis að gerandinn er meðvitaður um strauma og hræringar í nútíma húsgagnagerð. Þá er þetta meira en fullgilt upphaf hjá metnaðarfullum hönnuði og máli skiptir að hann láti ekki staðar numið heldur haidi sér við efnið og leitist við að starfa á fullu. Hér er um að ræða að hönn- uðurinn teiknar og leggur fram hug- mynd sína, en aðrir framleiða og hér hefur t.d. Hörður Torfason í'Hafnar- firði smíðað borðin og kannski einnig málað þau, en sófana bólstrun Kjart- ans á Hvolsvelli. Þetta er tekið fram hér, svo menn skilji eðli hönnunar rétt, því hún er fyrst og fremst hug- mynd og hugvit, sem aðrir útfæra líkt og miklir arkitektar rissa einung- is upp hugmyndir sínar, sem tækni- teiknarar sjá svo um að útfæra á teikniborðinu undir eftirliti meistar- ans. Þetta er lítil en falleg sýning og ber sérstaklega að vekja athygli á henni fyrir þá sök að, hér er um að ræða æðra stig handverks og eins og skipulag er grundvöllur alls sam- ræmis er samræmi æðra stig skipu- lags. íslendingar eru með á nótunum, þegar handverk og listiðnaður er annars vegar, en hins vegar er eins og lokist fyrir skilningarvitin er kem- ur að fagurfræðilegri formun hlut- anna og hér er meðvitað og sjálf- stætt mat afar sjaldgæft. Fólk fer frekar eftir tískustraumum, sem eru fjarstýrðir af óprúttnum hagsmuna- aðilum, og þó varan geti verið góð og hönnunin sömuleiðis jafnast ekk- ert á við að koma í hús, þar sem innréttingin eins og lifir og andar. Því er mikilvægt fyrir nútima- manninn að vera með á nótunum. . Bragi Ásgeirsson „Súperstar“ og Tvískinnungsóperan Sýningnm að ljúka NÚ FER hver að verða síðastur til að sjá rokkóperuna „Súperstar" og gamanleikritið Tvískinnungsóper- una í Borgarleikhúsinu, en sýning- um á þessum verkum er nú að ljúka. Sýningum á rokkóperunni „Súp- erstar" í Borgarleikhúsinu er nú að ljúka, en einungis eru eftir fjórar sýningar. Sýnt hefur verið fyrir fullu húsi frá miðjum júlí og þann 16. nóvember nk. er 45. sýning, en lokasýning er áætluð 30. nóvember nk. Auk þess hefur geisladiskur, sem gefinn var út með lögum úr sýningunni, selst í meira en 4 þús- und eintökum og hefur allt frá út- gáfudegi skipað efstu sæti vin- sældalista. Söngvarar og leikarar MARGRÉT Vilhjálmsdóttir og Felix Bergsson í hlutverkum sínum í Tvískinnungsóperunni. í stein SKÁL í grástein með inn- bræddu bývaxi eftir Einar Má. einfaldleiki sem er veigur þessara steinskála auk meðhöndlunar efni- viðarins. Einar Már vinnur í íslenzk- an grástein sem er svertur og slétt- aður með innbrenndu bývaxi, en Susanne í spánskan alabastur, hóla- stein og móberg. Persónulega kann ég betur við þessi kröftugu og ein- földu form Einars Más, en ýmsa af þeim frístandandi skúlptúrum sem ég hef séð eftir hann, því þau eru hreinni og beinni, þótt þau hafi svip af hlutum notagildis. Það er þó eng- an veginn lagt brúkshlutum til lasts, heldur á ég við, að hin þróaða form- kennd komi hér markvissara til skila. Einföld formkenndin er einnig rík í verkum Susanne og að öllu samanlögðu segir þessi sýning okk- ur umtalsvert um styrk afdráttar- lausrar og knapprar formgerðar. Það er svo einnig til fyrirmyndar hvernig þessi sýning er sett upp og mikil prýði að verkunum í gluggun- um. Bragi Ásgeirsson Mótað MYNPLIST Listhús 3 9 STEINSKÁLAR Einar Már Guðvarðarson. Susanne Christensen. Opið virka daga frá 10-18, laugardaga 12-18, sunnudaga 14-18. Til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis. EÐLILEGA veitir litla rýmið sem Listhús 39 samanstendur af fram- kvæmdum í Hafnarborg litla sam- keppni, en að þessu sinni er þessu öðruvísi farið. Einfaldlega skilja hin- ar fáu steinskálar, sem þar eru til sýnis mun meira eftir sig í sálarkirn- unni, en hinar báðar fyrir markviss vinnubrögð og formræna tilfinn- ingu. í raun er meðhöndlun gerend- anna á efnivið, formi og rými á þá veru að samanburður telst í senn óraunhæfur og óréttlátur. Bæði Ein- ar Már og Susanne hafa langt nám í höggmyndalist að baki og þótt skólun sé engin trygging fyrir gæð- um myndverka virðist námið í þessu tilviki hafa verið traust og mark- andi, enda fór það fram í landi hinna sígildu vinnubragða, þ.e. Grikk- landi. En þau bæði virðast hafa haft meiri áhuga á einfaldri, form- rænni og jarðbundinni fegurð, en hlutfallafræði mannslíkamans, eða reiknisþrautum er marka þrískipt- íngu homsins, tvöföldun teningsins og ferskeytingu hringsins, - sem voru hin svonefndu klassísku vanda- mál Forn-Grikkja og þeir voru svo gagnteknir af. Að öðru leyti eru þeim framformin hugstæð, og vel vitandi um ýmis grundvallaratriði skúlptúrlistar og það er styrkur beggja. Það er hinn trausti og formræni ÚT ER komin bókin í meðallandinu eftir Finn Torfa Hjörleifs- son. Viðfangsefni höf- undar í þessari bók er samband mannsins við náttúruna og sjálfan sig, segir í kynningu. Bókin skiptist í þrjá hluta sem heita: í meðallandinu, Rísi ey og Styrkur stráa. Fyrsti hlutinn sam- anstendur af prósa- Ijóðum en hinir tveir síðari af stuttum ljóð- um. Finnur Torfi Hjörleifsson Finnur Torfi hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur, Einferli árið 1989 og Bernsku- myndir 1994 en einnig tvær kennslubækur í ljóðalestri; Ljóðalestur árið 1970 og Ljóða- safn handa ungling- um 1979. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 57 bls., unnin í G. Ben prenstofu hf. en kápu og myndskreytingar gerði Edda Óskars- dóttir. Verð 1.680 kr. Allir helstu aðalsöngvarar óper- unnar hafa verið með frá fyrstu sýningu, þó hafa orðið skipti nokk- ur kvöld í „prestastéttinni“. Eins og fram kemur í leikskrá, eru Theó- dór Júlíusson og Guðmundur Olafs- son leikarar sem syngja hlutverk Kaífasar æðstaprests og Annars á móti Jóhanni Sigurðarsyni og Sveini Þ. Geirssyni. Theodór og Guðmund- ur eru báðir fastráðnir leikarar hjá Leikfélaginu. Aðrir flytjendur óperunnar hafa einnig verið í önnum og má geta þess að Pétur Örn Guðmundsson (Jesús) og nokkrir af söngvurum og dönsurum úr „Súperstar“ taka einnig þátt í Degi, söng-, dans- og gamanleik eftir Helenu Jónsdóttur (höfund dansa í „Súperstar"), sem framsýnt var fimmtudaginn 2. nóv- ember á Litla sviðinu í Borgarleik- húsinu. Guðrún Gunnarsdóttir (María Magdalena) og Daníel Ágúst Har- aldsson (Pílatus) leika einnig í leik- riti Ágústar Guðmundssonar; Tvi- skinnungsóperunni. Lokasýningar Tvískinnungs- óperunnar - tveir miðar á verði eins Tvískinnungsóperan eftir Ágúst Guðmundsson hefur verið sýnd á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu frá því í októberbyijun. Eru nú einungis eftir tvær sýningar en lokasýning er áætluð 25. nóvember næstkomandi. Tvískinnungsóperan er létt söngva- og gleðispil um samskipti kynjanna og kynhlut- verkið. Þetta er fyrsta leikrit Ág- ústar sem tekið er til sýningar i leikhúsi, en hann er þekktur fyrir kvikmyndir sínar. Leikfélag Reykjavíkur er komið í jólaskap og gefur áhorfendum kost á tveim- ur miðum á verði eins þessar síð- ustu tvær sýningar á Tvískinn- ungsóperunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.