Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 4
4- 4 C LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Kristinn, Jónas, Schubert TÖNQST Hljómdiskar SCHWANENGESANG Franz Schubert: Schwanengesang (Svanasöngur) og fjögur sönglög. Kristinn Sigmundsson, bassabarítón. Jónas Ingimundarson, pfanó. Upp- töku stjórnaði Halldór Vfldngsson. Framleitt af Sony DADC Austria. Mál og menning MM-001. ÞÚ veist í fyrsta laginu á hverju þú átt von; frábærum flutningi á síðustu söngvum Schuberts — sem allir eru merktir snilldinni og rísa í óviðjafnanlegan skáldskap í Tvífar- anum (Der Doppelgánger) og Mynd- inni hennar (Ihr Bild). Raunar eru allir Heine-söngvamir á þvílíku plani að þeir eiga sér ekki hliðstæðu nema í Vetrarferðinni (ætli Tvífarinn eigi sér nokkra hliðstæðu — nema ef væri í síðasta söng Vetrarferðarinn- ar, Der Leiermann?). Að vísu er ég ekki að segja nein tíðindi nema hvað mér fínnst stund- um gert of lítið úr söngvunum við texta Ludwigs Rellstab (sem var að vísu enginn Heine). Væntanlega gjalda þeir þess að standa við hlið Heine-söngvanna. Samt er varla hægt að hugsa sér yndislegri byrjun á einu söngvasafni en Liebesbot- schaft og magnaðara framhald (sem gefur fyrirheit um það sem síðar kemur) en Kriegers Ahnung (stór- kostlega sungið). Eða þá Aufent- halt. Eða ljúfari mansöng en Leise flehen meine Lieder (Stándchen). Heine-söngvarnir eru auðvitað snilldin uppmáluð, allir með tölu. Eða þekkja menn betri „sviðsetn- ingu" á einsemdinni en í söngvunum Við hafið (Am Meer) eða Borginni (Die Stadt)? (Og hafði Schubert þó hvorki séð saltan sjó né komið til Hamborgar!) — Svo ekki sé minnst aftur á Tvífarann: Þeir félagar, Kristinn og Jónas, bæta við fjórum alþekktum söngperl- um, að viðbættum einum Rellstab- söng (Herbst eða Haust), sem settur er á sinn stað (oftast sleppt). Goethe- sðngvarnir Wanderers Nachtlied (við stórfallegan texta, sem til er m.a. í snilldarþýðingu Helga Hálfdanarson- ar) og Heidenröslein eru einstaklega vel fluttir, Kristinn syngur þann seinni með stórum sjarma og jafnvel húmor. Hljómdiskurinn endar viðeigandi á lofgjörðinni Til tónlistarinnar. Ég held ég sé ekkert að ausa þá félaga meira lofi en komið hefur þegar fram, beint og óbeint. Flutn- ingur beggja er persónulegur um leið og hann er „ekta Schubert". Sjaldan hef ég heyrt einsemdinni betur lýst — og með skáldlegri (stundum nístandi) hætti. Við skulum ekki gleyma því að þessir söngvar Schuberts fjalla í ein- hverjum skilningi um ástina — sem á sér dapurlegan förunaut, einsemd- ina sjálfa. Þú hlustar á þá einn. Það sama gildir um Vetrarferðina (sem við bíðum eftir). Mál og menning og Halldór Víkingsson (stjórn upptöku) eiga heiður skilinn fyrir þessa merku útgáfu. Oddur Björnsson Albee í endurliti BANDARISKA leikritaskáldið, Edward Albee, hefur alltaf verið tregt til að veita blaða- viðtöl. Albee hefur nefnilega alltaf verið illa við þá áráttu gagnrýnenda að lesa ævisögu höfunda inn í verk þeirra. Nýlega veitti hann þó Inter- national Herald Tribune viðtal þar sem hann ræðir meðal annars um verk sitt, Three Tall Women, sem fengið hefur Pulitzer-verðlaunin. f því verki hafa gagnrýnend- ur þóst finna hliðstæðu kjör- móður skáldsins, því til mikill- ar armæðu. „Ég veit að öll leik- rit mín eru upprunnin inni í sjálfum mér", segir Albee, „en ég hef aldrei skrifað leikrit um sjálfan mig — ég hef aldrei skrifað sjálfan mig í dular- gervi. Raunar finnst mér að það ætti aldrei að koma fram hverjir eru höfundar leik- verka." Albee hefur reyndar viður- kennt nú að ein af þremur persónum í leikritinu sé samin með móður hans í huga sem ættleiddi hann tveggja vikna gamlan, dreng sem átti eftir að fara að heiman á unglings- aldri og vera að heiman í tutt- ugu ár án þess að hafa sam- band við móður sína. „Sumir sem þekktu hana mjög vel segja að ég hafi gert hana mildari en hún var. Ég var heldur ekki að leita hefnda. Ég yfirgaf hana af frjálsum vilja og er fullkomlega sáttur við það. Hefur opnað sig Þegar Three Tall Women var frumsýnt í New York í fyrra átti Albee, sem er 67 ára, á hættu að verða viðfang fræði- manna, leikritaskáld sem væri fjallað um í háskólum en ekki sýndur á sviði leikhúsa. Liðin var rúmur áratugur frá því leikrit var sett upp eftir hann í borginni og nærri aldarfjórð- ungur frá því að leikrit hans hlaut góðar viðtökur gagnrýn- enda þar. Allt hefur þetta breyst. „Það er ekki aðeins verið að endur- ÞEGAR Three Tall Women var frumsýnt í New York í fyrra átti Edward Albee, sem er 67 ára, á hættu að verða viðfang fræðimanna, leikritaskáld sem væri fjallað um í háskólum en ekki sýndur á sviði leikhúsa. * ¦ Caritas á Islandi gengst íyrir tónleikum í Kristskirkju ÞORRI listamannanna sem fram kemur í Kristskirkju annað kvöld. Morgunblaðið/Ásdís Til styrktar misþroska og ofvirkum börnum CARITAS á íslandi efnir til tónleika í Kristskirkju við Landakot á morg- un klukkan 17 til styrktar mis- þroska og ofvirkum börnum. Fram kemur fjöldi landsþekktra lista- manna og gefa þeir vinnu sína. Á efnisskrá tónleikanna verða Adagio í F-dúr fyrir klarinett og orgel og Kvartett fyrir óbó og strengi eftir W.A. Mozart, 3 þættir úr einleikssvftu eftir J.S. Bach, Kvintett fyrir blásara eftir J. Chr. Bach og aríurnar Agnus Dei úr Messe petit Solenelle eftir G. Ross- ini og Fac, ut portem úr Stabat Mater eftir G. Pergolesi. Listamennirnir sem kveðja sér hljóðs á morgun eru Alina Dubik messósópran, Júlíana E. Kjartans- dóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla, Richard Talkowsky, selló, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannes- son, klarinett, Sigurður I. Snorra- son, klarinett, Hafsteinn Guð- mundsson, fagott, Lilja Valdimars- dóttir, horn, Þorkell Jóelsson, horn, og Úlrik Ólason, orgel. Ein öflugasta hjálparstofnun heims Caritas Internationalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunn- ar. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1880 en breiddist út til Evrópu um og eftir aldamót. Óx Caritas fískur um hrygg eftir síðari heims- styrjöld og er í dag ein öflugasta hjálparstofnun heims. Stofnuð var íslandsdeild innan Caritas árið 1989 og var hún tekin inn í alþjóðasam- tökin tveimur árum síðar. Caritas á íslandi hefur á undan- förnum árum gengist fyrir fjársöfn- unum á aðventu fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hinn árlegi Caritas-sunnudagur verður 3. des- ember næstkomandi og fer fjár- söfnunin fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Fal( frása MYNDLIST Norræna húsið GRAFÍK/BÓK Berta Moltke, UUa Ryum. Opið alla daga á opnunartíma Nor- ræna hússins til 3. desember. Aðgangur ókeypis. I ANDDYRI Norræna hússins, hefur verið komið fyrir sýningu á samvinnuverkefni tveggja lista- kvenna, þeirra Bertu Moltke grafíklistakonu og UIIu Ryum rithöfundar. Um er að ræða mjög náið sam- starf og hvernig það fór fram er mjög lærdómsríkt fyrir okkur ís- lendinga, því að hér er um svið að ræða sem vert er að „bóka- þjóðin" gaumgæfi. Það er löng hefð að því í Danmörku, að gefa út vandaðar bækur í takmörkuðu upplagi, gjarnan í litlu broti eins og t.d. útgáfufyrirtækin Blöndal og Bröndum eru þekkt fyrir, þar sem einfaldleikinn og frábært bókverk varða veginn. Hér er ekki um neinn íburð að ræða, heldur handverk og fagmennsku á háu stigi, þar sem innihaldið kemst frábæriíega vel til skila, auk þess að bækurnar fara vel í hendi. Þetta kallar maður bóka- gerð í lagi og er sitthvað annað en þessar stóru íburðarmiklu listaverkabækur, sem við erum að burðast við að gefa út með miklu tapi og mætti kannski kalla montbækur, eins og listasöfnin okkar þurfa endilega að vera eins konar monthús úr marmara og ________________L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.