Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 5
4t MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 C 5 meta sögunu í Rússlandí", seg- ir Albee. Verk hans hljóta nú mikla athygli, auk fyrrnefndr- ar sýningar er verið að dusta rykið af eldri verkum hans. Sjálfur hefur hann líka opnað sig eilítið og er farinn að hleypa fjölmiðlum að sér og tala um fjölskylduna og lífið. „ Yfir honum hvílir samt alltaf ákveðin leynd, ákveðin mýstík sem umlykur einnig leikrit hans", segir Marian Seldes, sem leikur eitt aðalhlutverk- anna í Three Tall Women. Þröngsýn og ofsóknar- brjáluð móðir Albee var 11 ára þegar hann reyndi að strjúka að heiman í fyrsta sinn. „Föðuramma mín gaf mér alltaf 100$ í jólagjöf. Þegar ég var 11 ára hafði ég því safnað mér 1100$. Ein- hvernveginn hafði mér tekist að bóka mér far með flutninga- skipi til Frakklands og var kominn niður á höfn í New York þegar f oreldrar mínir fundu mig. Albee segist ekki vera hinum auðugu fósturforeldrum sínum gramur „en við áttum aldrei skap saman og ég taldi að mér myndi líða betur annarsstað- ar." Albee hefur sagt að móðir sín hafi verið þröngsýn og of- sóknarbrjáluð, að hún hafi vanvirt skoðanir hans og sam- kynhneigð. Föður sinn segir hann hins vegar hafa verið skaplausan og dulan. Álján eða nítján ára var Albee vísað úr Trinity-háskól- anum í Connecticut. Hann sett- ist að í Greenwich Village, listamannahverfi New York- borgar, og sinnti ýmsum störf- um, sentist til dæmis með skeyti fyrir Western Union. Hann skrifaði fyrst í stað h'óð sem ekki hlutu góðan hljóm- grunn hjá útgefendum en um þrítugsaldurinn hóf hann að semja leikrit sem vöktu strax athygli. Fyrsta leikritið hét Zoo Story en það frægasta er Who's Afraid of Virginia Wo- olf? Enginn söknuður Albee segist aldrei hafa saknað heimahaga sinna eða foreldranna; „það plagaði mig ekkert að hafa farið svona ungur að heiman". En eftir að hafa verið sambandslaus við foreldra sína í rúm 20 ár frétti hann að móðir sín hafði fengið hjartaáfall. „Ég frétti að hún væri veik og hugsaði sem svo að kannski þyrfti hún á félags- skap að halda". Það tókust þó aldrei sættir á milli þeirra tveggja. „Hún talaði aldrei um brotthvarf mitt en hún var mér greinilega mjög reið. Ég fékk til dæmis nánast engan arf eftir þau. Ég þurfti svo sem ekkert á peningunum að halda en þetta var þeirra leið 1 il að segja hvað þeim fannst. Ég held að hún hafi aldrei fyrir- gefið mér að f ara frá þeim en ég hefði aldrei fyrirgefið sjálf- um mér hefði ég ekki farið." Ekki hlýrra til móður sinnar Albee hóf ekki að skrifa Three Tall Women fyrr en eftir að móðir hans lést. „Það var ekki til að forðast að móðga hana, það hefði bara verið kjánalegt að byrja áður en hún féll frá, ég hefði þá ekki getað skoðað líf hennar í heild." Three Tall Women fjallar um þrjár konur — 92,52 og 26 ára — sem horfa aftur og reyna að endurmeta gjörðir sínar og afleiðingar þeirra. Ein afleiðinganna er að sonur einn- ar þeirra strýkur að heiman 18 ára og lætur ekki heyra frá sér í áratugi eða þar tU móðir hans veikist alvarlega. I öðru atriði verksins gengur ungur maður inn á sviðið, er þar kom- inn sonurinn að heimsækja móður sína á banasængina. Albee segist hafa kynnst móður sinni vel á meðan hann skrifaði verkið. „Hún hafði margar ástæður til að vera eins og hún var. Ég skil hvers vegna hún þurfti að sýnast svona hörð; hún sá um alla hluti fyrir föður minn og fjöl- skylduna." Eftir að hafa skrifað verkið segist Albee þó ekki hafa orðið hlýrra til móður sinnar. Hann segir að sér verði reyndar ekki hugsað til móður sinnar þegar hann horfir á leikritið. Áhorf- endur segjast hins vegar iðu- lega sjá móður sína í elstu konunni á sviðinu. Morgunblaðið/Ásdís „Samtímis" í Norræna húsinu FIMM myndlistarmenn opna sam- sýningu með heitinu „Samtímis" í kjallara Norræna hússins í dag, laugardag, kl. 16. Listamennirnir eru Benedikt G. Kristþórsson, Elín P. Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Gréta Ósk Sigurðardóttir og Krist- bergur Pétursson. Þau eiga öll nám að baki í Myndlista- og handíðaskól- anum og/eða frá skólum erlendis og hafa að baki fjölbreyttan sýning- arferil. Á sýningunni í Norræna húsinu eru grafíkverk, meðal annars ætT ingar og þurrnál í kopar og ál, stein- þrykk og blönduð þrykktækni. Listamennirnir vinna út frá ólíkum hugmyndalegum forsendum. Sýningin stendur til 3. desember og er opin alla daga frá kl. 14-19. Idar agnir eðalsteinum, og er hér líkingin sótt til ummæla útlendra lista- manna, og vísar öðru fremur til minnimáttarkenndar kotþjóðar. Rétt áður en ég hóf að skrifa þetta var ég að blaða í lítilli bók, sem inniheldur ljóðaþýðingar úr rússnesku, eftir Geir heitinn Kristjánsson, og sárnar mér að sjá þessar perlur í jafn ómerkileg- um umbúðum, en síðurnar hrein- lega detta úr henni. Andstæðurn- ar eru miklar og mætti þetta jafn- ast eitthvað í áttina til einfald- leikans og hins handhæga, því þetta gengur ekki lengur á tækni og tölvuöld. Ég fann hjá mér sterka hvöt fyrir þennan formála fyrir þá sök, að mér þykir sam- vinna listakvennanna mikil fyrir- mynd og bókin öll vel úr garði gerð. Menn taki sérstaklega eftir hve myndirhar prentast vel, hin- um vandaða pappír og óaðfinnan- legu og trausta bandi. Á stundum njóta myndirnar sín mun betur á síðum bókarinnar en frummynd- irnar á veggjunum, sem segir nokkra sögu og er giska sjald- gæft í bókagerð hérlendis. Grafíklistakonan Berta Moltke kann sitt fag til hlítar og hinar fínlegu myndir hennar eru ein- faldar, blábrigðaríkar og afar vel unnar. Falla vel að textunum, sem eru í dagbókarformi og lýsa lífi gyðingakvenna gegnum fjórar kynslóðir frá síðustu aldamótum til vorra daga. Ekki er þó svo fráleitt, að sumar myndirnar hafi full mikinn svip af hreinum myndlýsingum, standi ekki nógu sterkt einar og sér, en það á I._______________ Lífsneisti í leysingum MYNDLIST Nýlistasaínið MÁLVERK OG GRAFÍK Samsýning. Opið alla daga kl. 14-18 til 26. nóvember. Aðgangur ókeypis. ekki við myndir eins og „Hús" (23), „Sléttan" (24), „Hebraísk tákn" (27), „Inngangur" (32) og „Tré" (33), sem afar veik og verð- mæt blæbrigði prýða. Og stafa- myndir eins og „Hvernig" (1), „Turninn" (10) og „Veggur" (16) standa vel sem sjálfstæð verk. Vönduð vinnubrögð og hand- verkið sjálft standa eftir sem sig- urvegarar í þessari samvinnu og ber þá einnig að nefna prentar- ann, Poul Kristensen, sem á stór- an hlut að máli um fagurt og menningarlegt útlit bókarinnar. Útgefandi er Christian Ejlers' Forlag og hafa ýmsir sjóðir stutt framtakið svo sem Margrétar drottningar og Hinriks drottning- armanns, L. Zeuthen og fjöl- skyldu og verkstæðisins fyrir list- og listiðnað, sem ríkið stendur að og staðsett er á Gömlu dokk- unni í Kaupmannahöfn. Semsagt, vel að verki staðið. Bragi Ásgeirsson VIÐ fyrstu sýn kann að virðast að hér ' mætist andstæður; annars vegar lífrænar teikningar Guðnýjar Richards, sem minna annaðhvort á örveröld smásjárinnar eða loftmyndir af vatnaleysingum túndrunnar, og hins vegar strangflatarmyndir Thomasar Ruppel, sem virka ýmist sem tilraunir með samspil lita og lita- tóna eða sem gluggar inn í hulda tilveru að baki tjaldanna. Við nánari skoðun kemur í ljós að andstæðurnar eru fyrst og fremst á yfirborðinu, en í raun vinna þessar myndir ágætlega saman í sölunum, þar sem skiptast á dimmar og óreglu- legar myndir Guðnýjar og litrík mál- verk Ruppels. Sölunum er að nokkru skipt á milli þeirra til að heildarhrif myndanna ná að njóta sín, en á öðr- um stððum er verkunum blandað saman, þannig að samvinna eða tog- streita þeirra kemur fram. Guðný Björk Richards útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1985, og sótti síðar framhalds- nám til London og Stuttgart, en hún hefur undanfarin ár helst haslað sér völl í leikmyndagerð og grafíkvinnslu fyrir sjónvarp. Thomas Ruppel lauk námi frá Myndlistarakademíunni í Stuttgart 1990, og hefur síðan m.a. notið styrks til dvalar hér á landi, en hann hefur komið víða við í sýn- ingarhaldi undanfarin ár. Á sýningunni eru rúmlega sextíu verk, sem fylla alla sali safnsins. Guðný sýnir hér bæði málverk og verk unnin með þurrnál eða ætingu, og má segja að megineinkenni þeirra sé algjör fylling flatarins; fyrstu verkin minna öðru fremur á sprung- inn jökul, sem annað flæðir frá. í litleysinu finnst áhorfandanum þar fyrst og fremst um að ræða snjóleys- ingar og vatn í kyrrum pollum, ís- hrafl og jafnvel skafla í fjallshlíðum; hins vegar má einnig lesa þessar myndir sem óhlutbundið samspil ljóss og skugga eða Iínuspil þeirrar örver- aldar, sem sjá má kvikna í sífellu undir smásjá. Hér er unnið með fínlegum hætti, og er rétt að benda sérstaklega á þau verk Guðnýjar sem unnin eru með þurrnál. Verk Thomasar Ruppel eiga bein- an ættboga að rekja til strangflatar- listarinnar og ýmissa frömuða reglu og skipulags fyrr á öldinni. Hins vegar er hér ekki aðeins um að ræða niðurskipun lita og flata, heldur einn- ig eftirtektarverða teikningu í graf- íkverkum, sem má helst líkja við gluggamynstur, eins og nefnt er að ofan. Hér er um að ræða afrakstur vandaðs listamanns, sem kann vel til verka. í setustofu sýnir Martin Leiensett- er nokkur myndverk þar sem hvalir eru í fyrirrúmi. Mest eru þetta lítil málverk sem sýna búrhvali líða um þögul djúpin, þar sem dökk umgjörð- in gerir dýrin enn dularfyllri en þjóð- sagan gerir ráð fyrir. Gamlir hval- skurðarmenn yrðu líkast til ekki sam- mála þverskurði listamannsins af hval, en það er aukaatriði; ekkert kemur hins vegar fram um tilgang þessara hvalaskoðunarmynda á þess- um vettvangi. Það hefur verið dauft yfir Nýlista- safninu undanfarið misseri, svo ekki sé meira sagt; sýningarskrár eru sjaldan meira en fátækleg fjölrit, sýningar einsleitar og fyrir mestan part lítt áhugavekjandi, enda orðin hending að sjá fleiri en tvo gesti samtímis innandyra. Þessi sýning (einkum hlutur Guðnýjar) sýnir lífs- neista og gefur von um að nú sé Eyjólfur að hressast, enda varla seinna vænna; annars hlýtur að vera stutt í að hefjist umræða um hvort þessi stofnun hafi lokið hlutverki sínu. Eiríkur Þorláksson Mosfells- kórinn með söng- skemmtun MOSFELLSKÓRINN heldur söngskemmtun sunnudaginn 19. nóvember kl. 20.30 í Bæj- arleikhúsinu í Mosfellsbæ og í Njarðvíkurkirkju miðviku- daginn 22. nóvember kl. 21. Einsögnvari með kórnum er Þorvaldur Halldórsson. Mosfellskórinn er blandaður kór sem syngur létt lög við undirleik hljómsveitar. Kór- stjóri er Páll Helgason. Á efnisskrá verða meðal annars O happy day, Go down Moses, Erla góða Erla, Þetta er yndislegt líf, The Rose o.fl. Miðasala við innganginn. Hamingju- pakkið með aukasýningu ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við einni sýningu á verkinu Degi eftir Helenu Jónsdóttir sem Hamingjupakkið setti upp á Litla sviði Borgarleikhússins. í upphafi var aðeins áætlað að sýna verkið fjórum sinnum, en vegna fjölda áskorana hefur verið stofnað til aukasýningar miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Dagur er gleðiverk sem byggist á frumsamdri tónlist eftir meðlimi hópsins, dansi, leik og söng og óvæntum . uppákomum. Tónleikar í Seljakirkju TÓNSKÓLI Eddu Borg heldur þriðju tónleika vetrarins í Seljakirkju í dag, laugardag, kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.