Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 6
6 C LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Þú ert mín Selma Rún oglæknarnir ætla að bjarga þér eftir Ólöfu de Bont Ólafs- dóttur. Bókin er ástar- sagamóður til fatlaðs barns og segir frá því hvemig óttinn og loks vissan um að ungu lífí ljúki,' heltekur móður- hjarta. „Hrífandi saga úr lífí sam- ferðarmanns sem skilur eftir spumingar um samfélag okkar“, segir í kynningu. Bókin erlll síður, prentuðhjá Prentþjónustunni. Utgefandi er höfundur. • ÚT er komin Afrek Berts eftir Anders Jacobsson og Sören Ols- son. Þýðandi er Jón Daníelsson. Þetta er fímmta bókin um Bert. Fyrri bækurnar urðu allar met- sölubækur. „Það kemur engum á óvart enda er Bert óviðjafnanleg- ur. Nú er hann orðinn 14 ára og Emilía skiptir mestu máli í lífi hans. Nema . . . náttúrulega skellinöðrur. Skólinn er hins vegar andstæða lífsins.“ Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.380 kr. • ÚT er komið smásagnasafnið Litla skólahúsið eftir bandaríska rithöfundinn Jim Heynen. Hann hefur sent frá sér smásagnasöfn- og einnig nokkrar ljóðabækur. Sögur hans njóta nú vaxandi vin- sælda í Bandaríkjunum en sumar- ið 1984 kom hann til íslands og las þá upp úr verkum sínum fyrir íslenska áheyrendur. Sögurnar, sem flestar em ör- stuttar, gerast í sveitahémðum Iowa og greina frá lífi drengjanna á akuryrkjubýlunum á sléttunni og óvæntum uppátækjum þeirra. „Samt em þær ekki „drengjasög- ur“ í venjulegum skilningi, þær spanna víðara svið en sýnist í fyrstu", segir í kynningu. Gyrðir Elíasson, rithöfundur, valdi sögumar og íslenskaði. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 151 bls. Ljósmynd á kápu: Pétur Eiðsson. Prentvinnsla Oddihf. Verð 1.780 kr. • SOSSA litla skessa heitir nýút- komin bók eftir Magneu frá Kleifum, sjálfstætt framhald af verðlaunabókinni Sossa sólskins- bam. Sossa hefur elst ogþroskast, hún er sjálfstæð í hugsun og hikar ekki við að rísa upp gegn hvers kyns ójöfnuði. Sossa eignast vin- konur og systk- inahópurinn held- ur áfram að stækka svo litli bær- inn iðar af lífí og framtíðin bíður með fögur fyrirheit. Sagan er myndskreytt afÞóru Sigurðardóttur og prentuð hjá Scandbook í Svíþjóð. Bókin kostar 1.380 kr. Mál og menninggefur út. • KOMIN er út unglingabókin Meðan skútan skríður eftir Ey- vind P. Eiríksson. Þetta er sjálf- stætt framhald af sögunni Á háska- slóð og segir hér áfram af bræðr- unum Begga og Gagga sem eyða nú í annað sinn sumarfríi um borð Blikanum. Þeir sigla um Eystra- salt ásamt pabba sínum og lenda í ýmsum ævintýmm. Útgefandi er Mál og menning. Margrét E. Laxness gerði kápu ogmyndir. Bókin er 131 bls., prentuðhjá Scandbook í Svíþjóð. Eyvindur P. Eiríksson Magnea frá Kleifum Ástaijátning BOKMENNTIR L jöösaga Ég kyssi fótspor þín eftir Þorstein Stefánsson, Birgitte Hovrings Biblioteksforlag, 1995 - 239 bls. Ljóðsagan er eitt elsta form bókmenntanna og fágæt nú á dögum. Það er engu líkara en hún hafi kvatt okkur að mestu með hetjum sínum, goðsagnakenndri frásögn og hástemmdum stíl upp- hafinnar og ljóðrænnar ræðu. Því vekur það athygli að enn skuli gefín út ís- lensk ljóðsaga og það af dönsku forlagi. Ég kyssi spor þín er raunar seinni hluti stærra verks eftir Þorstein Stefánsson sem um langan aldur hefur dvalið í Dan- mörku og unnið þar að ritstörfum. Raunar á ljóðsaga Þorsteins ekki svo ýkja margt skylt við hina klass- ísku ljóðsögu, þótt hún sé það að vissu leyti að forminu til, hvorki hin erlendu hetjukvæði né ís- lenskan eddukveðskap eða rímur. Hér er miklu fremur fléttuð úr hversdagslegri ævisögu aðalper- sónanna harmræn ástarsaga líkt og gerist í skáldsögum. Dregnar eru upp stuttmyndir af samlífí hjóna. Þetta er einlægur skáld- skapur en einfaldur þar sem smá- atvik eru látin túlka djúpar til- finningar. Skáldið skoðar ástina í ljósi vona og vonbrigða, sigra og ósigra en einkum fórnarlundar eiginkonunnar. Umfram allt hvílir þó skugginn af dauða hennar yfir ljóðsögunni. Hetjuleg og langvinn barátta við krabbamein er megi- nefni seinni hluta ljóðabálksins og raunar kjarni hans. Sannast sagna gengur Þorsteinn býsna nærri lesendum með nákvæmum lýsingum sínum á hinu þjáningar- fulla dauðastríði. Samt sem áður er kvæðið einhvers konar hreins- un andans og hefur ekki síst per- sónulegt gildi. Það er uppgjör við mikinn sársauka og missi en jafn- framt ástarjátning: Þú ein, þú ein, bréfin þín, miðamir þínir mér það veittu. Augnablik ákafrar gleði. Þú ein, þú ein. Form ljóðsögunnar er látlaust og einfalt. Lítið er um líkingar og önnur stflbrögð, mest byggt á einföld- um myndum. Kvæðin eru órímuð og ljóð- stafasetning óreglu- leg. Sömuleiðis er hrynjandi óregluleg og á stöku stað jafn- vel dálítið stirðleg. Það er því fyrst og fremst ástarsagan sem bindur verkið saman. Ljóðsagan, Ég kyssi fótspor þín, er einlæg og nærgöngul frá- sögn um ástina, dauðann og sorg- ina. Gildi hennar er umfram allt fólgið í túlkun djúpra tilfínninga, hamingju og sársauka. Skafti Þ. Halldórsson. Þorsteinn Stefánsson Nýjar bækur Skáldsaga um vesturfara ÚT ER komin bókin Híbýli vindanna skáldsaga um vesturf- ara eftir Böðvar Guð- mundsson. Þar segir af Olafí nokkrum víól- ín sem kenndur er við hljóðfærið sem Jör- undur hundadagakon- ungur gaf föður hans á leið sinni úr landi en að fiðlunni frátal- inni er fátt konunglegt við lífshlaup Ólafs í Borgarfirði og norðan heiða. í kynningu segir: BOÐVAR „Loks kemur að því Guðmundsson að Ólafur og kona hans, Stein- smiðjunni unn, gefast upp á fátækrabaslinu, Sigurborg kveðja eymdina á Islandi og 3.880 kr. ákveða að hefja nýtt líf í auðsæld Vestur- heims. Á ferðalaginu yfir hafið og á öræf- um Ameríku skiptast á skin og skúrir en að lokum kemst land- nemahópurinn á eigið land vestan Winnipeg-vatns og stofnar þar nýlendu í nágrenni við indíán- anaj Nýja-íslandi.“ Útgefandi er Mál og menning. Híbýli vindanna - skáldsaga um vesturfara er 336 bls., unnin í Prent- Odda hf. Kápuna gerði Stefánsdóttir. Verð Sólin í baðvatninu KOMIN er út ljóðabók eftir Gunnhildi Sigur- jónsdóttur er nefnist Sólin dansar í bað- vatninu. Þetta er fyrsta bók höfundar og hefur að geyma fjörutíu ljóð sem ort eru á tuttugu ára tímabili. í kynn- ingu segir: „Éfni- viðurinn er gjarnan sóttur til þeirra ólíku staða sem skáldið hef- ur dvalið á, Boston, Krít, Jamaika, Gríms- Gunnhildur Sigurjónsdóttir nesi og víðar, en fyrst og fremst eru ljóðin innblásin af ferðalög- um um hina innri heima.“ Útgefandi er sjálfs- útgáfuforlagið And- blær. Kápu gerði Sveinbjörn Gunnars- son. Bókin er prentuð í Prentsmíði. Bókin fæst hjá höfundi, Ey- mundsson, Máli og menningu og Bóka- vörðunni. Hún kostar 1.500 krónur. Trú og líf kaþólsku kirkjunnar BÓKMENNTIR Trúmál KAÞÓLSKUR SIÐUR Kirlqan, kenningin, köllunin eftir Catharinu Broomé. Þýðandi Torfi Ólafsson. Dreifing: Kaþólska bóka- búðin. Þorlákssjóður 1995 — 368 síð- ur. HÖFUNDURINN, systir Charina Broomé O.P., fæddist í Stokkhólmi 1923. Foreldrar hennar voru ka- þólskir Svíar. Hún gekk í Dominik- anaregluna 1947 í Frakklandi. Frá 1950 hefur hún starfað í Svíþjóð við kennslu, fyrirlestrahald, ritstörf og stjómun kyrrðardaga. Hún átti lengi sæti í ritstjórn Katolsk Kyrko- tidning, málgagns kaþólskra Svía, en hefur auk þess fyallað um samfé- lagsmál í útvarpi, sjónvarpi og bók- um um trúarleg málefni. Catharina Broomé er afkastamikill rithöfund- ur, sem hefur ritað fjölda bóka og greina um trúarleg mál, auk þýð- inga og ritunar kennslubóka í sam- starfi við aðra aðila. Hún var kjörin heiðursdoktor í guðfræði við Úpp- salaháskóla 1989. Markmiðið með ritun þessarar bókar er að gefa lesandanum innsýn í margbreytileika kaþólsku kirkj- unnar sem kirkju og stofnunar, guðfræði hennar og trúarlíf. Bókin skiptist í 6 meginhluta: Kaþólsk trú, Kristilegt líf, Náð og sakramenti, Úr kirkjusögunni, Saga kaþólsku kirkjunnar .á íslandi og Kirkjan sem stofnun. Kaþólsk trú fjallar um upphaf kirkjunnar og hvernig boðskapur hennar og tilbeiðsla tengist postul- unum og gegnum kynslóðum trú- bræðra. „Einingin og sambandið við postulana (potulleikinn) er grundvallaratriði þess hvernig kirkjan lítur á sjálfa sig og hlutverk sitt.“ (bls. 20). Útskýrt er hvað átt er við, þeg- ar talað er um að kirkj- an sé heilög og ka- þólsk. Guðshugtakið er einnig útskýrt, svo og hugtökin sköpun og endurlausn og manns- skilningur kaþólsku kirkjunnar. Gerð er grein fyrir lífinu eftir dauðann og kenning- unni um hreinsunareld- inn, sem sagður er ástand eða ferill, én ekki staður (bls. 44). Útskýrt er hvernig María, höfuðdýrlingur kaþólskra, var getin og fædd synd- laus. Kristilegt líf fjallar um helstu kenningar kaþólsku kirkjunnar sem tengjast guðsdýrkuninni, að sakra- mentunum slepptum. Þar eru tekin fyrir efni eins og trú, von, kærleik- ur, bæn, Maríudýrkun og hvemig menn og konur eru tekin í hóp dýrl- inga og þýðingu þeirra fyrir trúar- líf kirkjunnar. í framhaldi af því er fjallað um kaþólska siðfræði. Sérstök grein er gerð fyrir skrifum hinna ýmsu páfa um þjóðfélagsmál síðustu 100 árin, og helstu áherslur páfabréfa um þessi efni. í Náð og sakramenti er gerð grein fyrir sakramentum kirkjunn- ar. _ Úr kirkjusögunni er saga ka- þólsku kirkjunnar í stuttu máli. Þar er m.a. ijallað um siðaskiptin út frá kaþólsku sjónarhorni og Lúther gefið rétt í miklu af gagnrýni sinni á kirkjuna á sínum tíma, þó að hann sé sakaður um að hafa verið „blindur á fjölda raunverulegra verðmæta í kaþólsku kirkjunni" (bls. 179), án þess að það sé út- skýrt nánar. Höfundur telur að eft- ir Vatikanþingið hið síðara (1962- 1965), hafi kaþólska kirkjan og hin lút- herska nálgast svo mjög, að spurningin vakni: „Hversu lengi eigum við að halda áfram að lifa í aðskild- um samfélögum?" (bls. 183). Kristniboð og út- breiðsla kirlqunnar utan Evrópu eru rakin á 25 blaðsíðum. Gert er grein fyrir rökum kaþólsku kirkjunnar fyrir tilveru páfaemb- ættisins og kenning- unni um óskeikulleika páfa. Að lokum er stuttur þáttur um austurkirkjurnar. Gunnar F. Guðmundsson sagn- fræðingur ritaði kaflann Saga Ka- þólsku kirkjunnar á íslandi, ágrip. Þar rekur höfundur komu kristni til landsins og þróun hennar, siða- skipti og tilraunir kaþólsku kirkj- unnar til að ná fótfestu hérlendis á ný, sérstaklega á 19. og 20. öld, tilurð hennar á ný sem kirkju og biskupsdæmis og áhrif síðara Vat- ikanþingsins á kirkjulífíð á seinni árum. Stofnanir hennar fá einnig umfjöllun. Síðasti meginhlutinn, Kirkjan sem stofnun, fjallar um öll helstu kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar og mikilvægustu niðurstöður þeirra. Einig er drepið á mikilvægustu atr- iðin í skipulagningu kirkjunnar, s.s. um kúríuna og stofnanir hennar, gáfastól og deildir hans og ráð. Ýmis hugtök, sem varða klaustur- reglur kirkjunnar eru útskýrð í nið- urlagi bókarinnar. Aftast í bókinni er nytsöm rita- skrá um kaþólskan sið og góð atrið- isorðaskrá. Fjöldi mynda prýðir bókina, margar frá Islandi. Torfí Ólafsson Bókin Kaþólskur siður gefur í stuttu máli innsýn í öll meginatriði kaþólsks átrúnaðar og kaþólskrar kirkju, enda er henni ekki ætlað að vera tæmandi. Til að fá nánari svör geta menn leitað til annarra heimilda með hjálp bókaskrárinnar í bókarlok. Það er kostur að lesa slíka bók eftir kaþólskan rithöfund, frekar en menn úr öðrum kirkju- deildum. Það tryggir að sjónarmið kaþólskra komi vel fram, auk þess sem það er upplýsandi og lærdóms- ríkt að lesa hvernig kaþólskir menn líta á ýmis mál. Höfundur er óþreyjufullur, en e.t.v. full óraunsær varðandi árang- ur einingarviðræðna kaþólsku kirkj- unnar og annarra kirkjudeilda, t.d. þeirrar lúthersku, sbr.: „Hversu lengi ennþá eigum við að halda áfram að lifa í aðskildum samfélög- um? Erum við ekki búin að tala nægilega mikið saman?“ (bls. 183). Þýðandi staðfærði ýmis atriði bókarinnar og er það mikill kostur. Kaflinn um kaþólsku kirkjuna á íslandi eykur gildi hennar til muna. Þýðingin er víða mjög bókstafleg, sem gerir íslenskuna oft óeðlilega, sbr. að „vinna .. . starfa á . .. valdsmannlegri hátt“ (bls. 95) og „hefur engin spurning leitt til jafná- stríðuþrunginna guðfræðideilna" (bls. 303). Auk þess eru „kaþólsk“ orð og hugtök stundum notuð án skýringa, eða skýringarnar koma í bókarlok, án þess að vísað sé til þeirra, dæmi kongregasjónir (bls. 89), víkaríöt og prefektúrur (bls. 319). Fagna ber útgáfu bókarinnar Kaþólskur siður. Hún veitir góða upplýsingu um trú og líf kaþólsku kirkjunnar, bæði hérlendis og um víða veröld og gagnast flestum áhugasömum lesendum, jafnt leik- um sem lærðum. Kjartan Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.