Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 C 7 Norræna húsið Tónlist fyrir börn í DAG laugardag kl. 13 munu dönsku tónlistarmennirnir Jan Ir- hnj og Thorstein Thomsen segja sögur og flytja dönsk barnalög í Norræna húsinu. Jan og Thorstein hófu feril sinn innan rokktónlistarinnar og hafa þeir spilað með fjölmörgum af hljómsveitum gegnum tíðina. En nú í seinni tíð hafa þeir snúið sér alfarið að barnatónlist. Mörg lög þeirra eru þegar orðin sígild barnalög. í Danmörku eru Jan og Thor- stein ef til vill þekktastir fyrir „Max og Antonette“, sem var gef- in út í yfir 300.000 eintökum. Nýjasta útgáfa þeirra er einskonar tónlistarstafróf og kallast „Alle tiders ABC“ og kom út á þessu ári. Dagskráin í Norræna húsinu stendur yfir í ca. 45 mín. og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. -----------» ♦ ♦----- Verk Finnboga opin almenningi UM miðjan október voru tvö verk eftir Finnboga Pétursson afhjúpuð í forsal Borgarleikhússins. Mynd- list í forsal er nýjung í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Til stóð að verkin yrðu einungis til sýnis fyrir leikhúsgesti leikhúss- ins. Verk Finnboga hafa vakið mikla athygli og vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að hafa verkin til sýnis fyrir almenn- ing í dag, laugardag, kl. 16 og 18. Snemma í sumar fór Leikfélag Reykjavíkur þess á leit við Finn- boga Pétursson að hann semdi og hannaði verk sem hentuðu rými og aðstæðum í forsal Borgarleik- hússins. Útkoman voru tvö verk, Vindlína og Stuttbylgja, sem leik- húsgestir hafa borið augum (og eyrum) á síðustu vikum. -----♦—♦—♦----- Athugasemd við gagnrýni GAGNRÝNANDI sem skrifar um flutning tónverka leggur dóm á flutning tónlistarinnar eftir sinni eigin upplifun og því geta menn oft og tíðum verið ósammála dóm- um hans. Eftir 30 ára tónleika- hald telur undirritaður sig vera ýmsu vanur og tilbúinn að taka gagnrýni, en ég leyfi mér í hvert sinn að gera þær kröfur að hún sé sanngjörn og að gagnrýnendur vandi orðaval sitt. í gagnrýni Morgunblaðsins um Bach-tónleika Dómkórsins 11. nóvember sl. í Landakotskirkju voru notuð mörg orð sem voru með öllu óviðeigandi og ósönn og sýna að gagnrýnandinn er ekki starfí sínu vaxinn. „Of stuttur æfingatími“, „gleðisnauður flutn- ingur“ og ábending um að kórinn hefði þörf á að fara í æfingabúðir eru mjög alvarlegar og ómaklegar aðfinnslur. Þar sem undirritaður var sjálfur æfingastjóri kórsins get ég stað- fest að ekkert af þessu á sér stoð í raunveruleikanum. Ekki þekki ég ástæðuna fyrir þessum and- styggilegu, neikvæðu skrifum en hún hlýtur að eiga rót sína að rekja til annars en tónlistarflutn- ingsins frá þessum tónleikum. Skal ég með glöðu geði gefa gagn- rýnandanum vandaða upptöku frá fyrrnefndum tónleikum sem hann getur vonandi hlustað á sér til yndisauka þegar leiðindin víkja frá honum. Virðingarfyllst, Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti. Reykj avíkur saga BOKMENNTIR Barnabók OBLADÍOBLADA eftir Berg(jótu Hreinsdóttur. Teikn- ingar og kápumynd: Ama Valsdóttir Mál og menning, 1995-152 s. BERGLJÓT Hreinsdóttir er kynnt á bókarkápu sem ungur höfundur sem þekki hugarheim barna. Hún sendir hér frá sér nútímasögu þar sem sögupersónur eru nokkur systkini og foreldrar jeirra í Reykjavík. Minna hlut- verki gegna Ragna á efri hæð- inni, afar og ömmur, kennari og íþróttaþjálfari og nokkrir nafn- greindir vinir og kunningjar. Anna Lena er elst systkinanna, ellefu ára, Matti er níu ára, Skotta fjögurra og Pétur Ingi tveggja ára. Pabbi þeirra er læknir og lítið heima en mamma heimavinnandi og hugsar vel um börnin sín. Sag- an segir frá daglegu amstri þeirra, smáskakkaföllum og bardúsi. Pét- ur getur ekki sagt r fyrr en í síð- asta hluta bókarinnar og mál hans er oftast stafsett með 1 í staðinn fyrir r. Pétur er annars skemmti- legur krakki, vill láta lesa Dodda fyrir sig endalaust og er virkur þátttakandi í allri fjölskyldusög- unni. Skotta, sem heitir að vísu Ragnheiður Ýr, er kotroskinn krakki, tekur kött í fóstur þegar eigandinn veikist og tekst að hand- leggsbijóta sig í fyrsta snjóföli haustsins. Matti er fótboltastrákur en lendir í vandræðum og er ásak- aður ranglega þegar vinur hans þjófkennir hann. Anna Lena kem- ur mest við sögu og sagt er frá verkefnum sem hún vinnur í skól- anum, hún heyrir í Rögnu þegar hún veikist og kemur henni til hjálpar. Hún kemst í handboltalið og við kynnumst lítillega Hrefnu vinkonu hennar. Sagan er ekki rismikil en frá- sögnin er sögð af ýkjulausri alúð. Snert er á ýmsu en síðan ekki unnið úr því. Þarna kemur svartur drengur við sögu en honum er síð- an ekki boðið í afmæli af því eng- inn skilur hairi. Ekki er heldur unnið úr þjófnaðarákæru Matta og einnig er ýjað að því að hann mæti illa í skólann. Við vitum heldur ekki hvort eldsvoðinn í húsi Hrefnu hefur einhver áhrif á fjöl- skyldulífið. Höfundi hættir dálítið við að prédika og koma eigin við- horfum inn í söguna. Mömmu og pabba eru lögð í munn alls kyns heilræði og útskýringar. Anna Lena endurómar svo þessi heilræði og viðhorf heimanfrá sér, t.d. þeg- ar hún leiðréttir vinkonu sína og segir að uppþvottavél sé ekki keypt handa mömmu heldur fyrir heimilið (s. 125). Fjölskyldan virð- ist hafa lítil fjárráð og hefur ekki efni á að veita sér tölvu eða annan munað. Hrefna vinkona Önnu Lenu kemur aftur á móti frá fínu heimili þar sem allt er til en mamma vinnur úti. Heimili Hrefnu er „nýtískulegt og dálítið kulda- legt. Það vantar einhvern veginn sálina í þetta glæsilega hús“ (s. 124). Þetta er átakalaus saga, slétt og felld, af ákaflega venjulegri fjölskyldu þar sem viðburðirnir eru svo hversdagslegir að sagan getur varla talist ævintýri en þetta er notaleg saga um daglegt líf heil- brigðra barna í Reykjavík nútím- ans. Sigrún Klara Hannesdóttir Ensk-íslensk stærðfræði- orðabóká alnetinu ÍSLENSKA stærðfræðifélagið hef- ur sett ensk-íslenska stærðfræði- orðabók inn á veraldarvefinn á al- netinu (Internetinu). Hefur undir- búningur og vinna að orðabókinni staðið yfir í um áratug að sögn Roberts Magnus, varaforstöðu- manns stærðfræðistofu HÍ, en hann á sæti í orðanefnd stærðfræðifé- lagsins sem vann að málinu. Hugmyndin er að leyfa háskóla- og framhaldsskólanemum og öðrum þeim sem þurfa að þýða stærðfræði- orð úr ensku yfir á íslensku aðgang að bókinni. „Við viljum stuðla að því að umræða um stærðfræði fari fram á íslensku í stað þess að nota erlend orð,“ sagði Robert. Markmiðið er að gefa orðabókina út í prentuðu formi en tilvalið þótti að setja hana á veraldarvefinn án gjaldtöku, a.m.k. til að byija með. „Þetta er ennþá á tilraunastigi og því vonumst við til að fá viðbrögð og athugasemdir frá notendum," sagði hann. -----» ♦ .....—- Tónleikar á Seyðisfirði FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR verða haldnir í Seyðisfjarðarkirkju í dag, laugardag, 18. nóvember kl. 17. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir söngkonu, Martial Nardeau flautuleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Á sunnudag munu þau halda tónleika í Hafnarkirkju á Höfn, Hornafirði, kl. 20.30. Nýjar hljómplötur • ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík hefur sent frá sér geisladisk sem ber nafnið Sönglist- in. Á diskinum er blandað efni, íslenskt og erlend, og meðal ein- söngvara með kórnum má nefna Þorgeir J. Andrésson, Signýju Sæmundsdóttur, Rannveigu Fríðu Bragadóttur, Sigurð Bragason, stjórnanda kórsins, auk eins félaga úr kórnum, Ingvars Kristinssonar. Undirleik önnuðust Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Bjarni Jónatans- son og Úlrik Ólason. Árnesingakórinn mun halda ár- lega kaffitónleika 10. desember og verða þá sungin lög af geisla- diskinum, auk jólalaga. Vetrar- starfinu lýkur síðan með vortón- leikum í Langholtskirkju 28. apríl í vor. SELMA Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir. Nýjar bækur Ævintýraferð til Hjartastaðar SKÁLDSAGAN Hjarta- staður eftir Steinunni Sigurðardóttur er komin út. Harpa Eir tekst á hendur ferð með ungl- ingsdóttur sina, Eddu Sólveigu, til að forða henni frá sollinum í Reykjavík. Hún fær vin- konu sína, þekktan flautuleikara, til að aka þeim mæðgum á ættar- óðalið austur á fjörðum þar sem þær ætla að hafa vetrarsetu. En leið- angurinn sem upphaf- lega var lagt í til að bjarga baminu verður öðrum þræði að leit móðurinnar að sjálfri sér. Steinunn Sigurðardóttir ævintýraleg ferð um ytri heima og innri. I ytri ferðinni ber fyrir augu stórbrotna náttúru landsins, víðáttur sanda og jökla, og sérkennilegt og ógleymanlegt fólk sem landið hefur fóstr- að. Innri ferðin er eins og frásagnarháttur Steinunnar bæði glettin og sársaukafull, þrungin nagandi spumingum sem fá óvænt svör í bók- arlok. Þetta er lang viða- mesta skáldverk Stein- unnar til þessa.“ Mál og menning gef- ur út. Hjartastaður er 370 bls., unnin í Prent- I kynningu segir: „Hjartastaður er smiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Robeit Guillemette. Verð 3.880 kr. Sigrún og Selma í Ytri- Njarðvíkur- kirkju SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari leika á tón- leikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Tón- leikarnir eru haldnir í samvinnu við Tónlistarskólann í Keflavík og fá nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri ókeypis aðgang. Aðrir geta keypt að- göngumiða við innganginn. Gefnir hafa verið út tveir geisladiskar með leik þeirra Sigrúnar og Selmu og á tónleik- unum á sunnudagskvöld munu þær meðal annars flytja nokkur íslensk sönglög í útsetningum fyrir fiðlu og píanó ásamt verk- um eftir Beethoven, Vitali, Chausson o.fl. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts til 9. des. Listasafn íslands Sýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gallerí Stöðlakot Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir til 26. nóv. I >nnur hæð Alan Charlton sýnir út desember. Gallerí Fold Sigurbjörg og Adam sýna til 19. nóv. Gallerí Borg Ingálvur af Reyni sýnir til 26. nóv. Gallerí Sævars Karls Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir. Listhús 39 Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen sýna til 27. nóv. Við Hamarinn Sýn. „Takt’ana heim“ til 26. nóv. Hafnarborg Erla B. Axelsd., og Jón Gunnarss., sýna til 27. nóv. Asmundarsalur Ásdís Kalman sýnir til 19. nóv. Norræna húsið Sýn. „Samtímis" til 3. des. Grafíksýn. til 3. des. I anddyri; Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 3. des. og Lína Langsokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Siguijóns Olafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón plafs. stendur í allan vetur. Gallerí Umbra Iréne Jensen sýnir til 6. des. Listasafn ASI Helga Egilsdóttir sýnir til 28. nóv. Nýlistasafnið Guðný og Thomas sýna og Martin í Setustofu til 26. nóv. Gallerí Greip Tinna Gunnarsdóttir sýnir til 26 nóv. Mokka Ásmundur Ásmundsson sýnir. Listhúsið, Laugardal Eva Benjaminsdóttir sýnir til áramóta. TONLIST Laugardagur 18. nóvember Kór Langholtskirkju í Logal. Borgarf. kl. 15. Tónleikar Tónskóla Eddu Borg í Seljakirkju kl. 16. Fjölskyldutónleik- ar í Seyðisfjarðarkirkju kl. 17. Tónlist fyrir börn í Norræna húsinu kl. 13. Sunnudagur 19. nóvember Tónleikar til styrktar misþroska og ofvirkum börnum í Kristskirkju kl. 17. Gítardúettin Icetone í í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal kl. 15.30 og í Safnahúsinu á Húsavík kl. 20.30. Karlakórinn Fóstbræður í Digranes- kirkju kl. 20.30. Mosfellskórinn með söngskemmtun ! Bæjarleikhúsinu í Mosfelssbæ kl. 20.30. Sigrún Eðvalds- dóttir og Selma Guðmundsdóttir Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20. Miðvikudagur 22. nóvember Mosfellskórinn í Njarðvíkurkirkju kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek ogtár lau. 18. nóv., þri., fim., lau. Taktu lagið, Lóa lau. 18. nóv., mið., fim. Sannur karlmaður sun. 19. nóv., fös. Kardemommubærinn lau. 18. nóv., sun., lau. Glerbrot sun. 19. nóv., fös. Borgarleikliúsið Una Langsokkur sun. 19. nóv., lau., Súperstar fim. 23. nóv., fös. Tvfekinnungsóperan lau. 25. nóv. Hvað dreymdi þig Valentína? lau. 18., lau. BarPar finras. lau. 18. nóv., fös., Iau. Við borgum ekki Við borgum ekki lau. 18. nóv. íslensld dansflokkurinn: Sex ballettverk lau. 18. nóv. Hamingjupakkið á Litla sviðinu. Dagur, söng, dans og I leikverk mið. 22. nóv. Möguleikliúsið Ævintýrabókin lau. 18. nóv., sun., mið., lau. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 18. nóv., fös., lau. HafnarQarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki, l_au. 18. nóv., fös., lau. íslenska óperan Carmina Burana lau. 18. nóv. Madama Butterfly fós. 24. nóv., lau. Styrktartónleikar mið. 22. nóv. Kaffileikhúsið Sápa þijú og hálft sn. 19. nóv. Kennslustundin lau. 18. nóv., þri. Lögin úr leikhúsinu mið. 22. nóv. kl. 21. Kópavogsleikhúsið Galdrakarlinn í Oz sun. 19. nóv. Listvinafélag Hallgrimskirkju Heimur Guðriðar sun. 19. nóv., mið. KVIKMYNDIR MÍR „Hin unga sveit“ siðari hluti sun. kl. 16. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Ólafía Hrönn syngur ásamt Tríói Tóm- asar R. Einarssonar mán.kv. kl. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.