Morgunblaðið - 18.11.1995, Side 8

Morgunblaðið - 18.11.1995, Side 8
8 C LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGSKVÖLD halda útgáfusamtök ungra tónlistarmanna, SkrEf, útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu, en þann dag koma út fimm diskar með leik þeirra og söng félaga í samtökunum. Út koma diskar með Þórunni Guð- mundsdóttur söngkonu, undirleikari er Kristinn Örn Kristinsson, Ólafi Elíassyni píanóléikara, Svövu Bem- harðsdóttur lágfiðluleikara, sem leikur einnig með Kristni Erni Krist- inssyni, Sigmari Bernharðssyni fiðluleikara, en undirleikari hjá hon- um er James Howsmon, og Sigurði Halldórssyni hnéfiðluleikara og Daníel Þorsteinssyni píanóleikara. Væntanlegri eru svo diskar með Hallfríði Olafsdóttur flautuleikara, Ármanni Helgasyni klarinettleikara sem leikur með David Knowles píanóleikara, og Cameractica kam- merhópnum. Ekki eiga allir heiman- gengt, meðal annars vegna náms og starfa erlendis, en átónleikunum koma fram Ólafur Elíasson, Hall- fríður Ólafsdóttir, Þórunn Guð- mundsdóttir, Camerarctica, Sigurð- ur Halldórsson og Daníel Þorsteins- son og Sigurbjörn Bemharðsson. Pyrsta flokks útgáfa Ólafur Elíasson er einskonar verkefnisstjóri útgáfunnar, hrinti henni af stað og hefur miðað henni áfram. Hann segir að diskarnir séu seldir á mun lægra verði en al- mennt er með nýja diska, en leggur þunga áhérslu á að þetta sé engin annars flokks útgáfa. Ólafur býr í Lundúnum og segist hafa fengið fagmenn þar ytra til að meta hljóm- inn „og þeirra mat hefur verið á einn veg, að þetta sé fyrsta flokks". Ólafur segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að allur búnaður væri sem bestur og aðstæður til að taka upp..„Eg hrinti þessu af stað vegna þess að ég hafði áhuga á að senda frá mér disk á sínum tíma. Allir útgefendur sem ég leitaði til töldu á því annmarka vegna mikils kostn- aðar svo ég ákvað að gera það sjálf- ur, kaupa upptökutæki og það sem þurfti fyrir eftirvinnsluna. Ég fór því í helstu hljóðver hér úti og spurði upptökumennina einfaldlega hvaða tæki væru best fyrir það sem ég hugðist gera, að taka upp klassíska tónlist með fjórum til sex hljóðfær- um hið mesta. Ég fór svo að þeirra ráðum og þannig er ég með Neu- mann hljóðnema, sem eru þeir bestu sem fáanlegir eru og kosta skilding- inn, stafrænt segulband, fullkomin klippi- og eftirvinnslutæki og ekki síst er mér til aðstoðar Halldór Vík- ingsson sem sér um upptökustjóm, einn fremsti hljóðmaður landsins. Skýringin á því hvað okkur tekst að halda útgáfukostnaði og þar með verðinu lágu er að við vinnum þetta af skynsemi og sleppum alveg milli- liðum. Það hafa líka margir lagt okkur lið, ekki síst 'Sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju, þar sem plöt- urnar eru flestar teknar upp, og einnig má nefna Digraneskirkju," segir Ólafur. „Okkur hefur tekist að halda upptöku- og útgáfukostnaði innan við helming, og jafnvel niður í þriðj- ung, af því sem almennt kostar að gefa út plötu. Ég sé um allt sem ég get, kunningjar hanna umslögin og ýmsir rétta okkur hjálparhönd til að halda kostnaðinum niðri. Það hefur staðið íslenskum hljóð- færaleikurum og söngvurum fyrir þrifum hvað það hefur verið dýrt að gefa út. Það er íjöldi framúrskar- ' andi listamanna á Islandi og ef þeir fá ekkert gefið út eftir sig ná þeir ekki alvöru árangri. Þess vegna finnst okkur sem gefa eigi út eins mikið af diskum og við komumst Enga minni- máttarkennd Útgáfa á plötum íslenskra listamanna er blómleg um þessar mundir o g í dag koma út fímm diskar með ungum íslenskum einleikurum og íslenskri söngkonu. Ólafur Elíasson, verkefnisstjóri útgáfunnar, _ sagði Ama Matthíassyni að hann stefni að því gefa út tíu til fímmtán slíka diska á ári. Svava Bernharðsdóttir JAMES Howsmon og Sigurbjörn Bemharðsson Ólafur Elíasson yfir; ég vonast til þess að geta gef- ið út tíu til fimmtán geisladiska með okkar hæfustu listamönnum á hveiju ári. íslendingar eiga ekki að hafa einhverja minnimáttarkennd, þeir eiga frábæra listamenn og allir þeir diskar sem ég hef unnið að í sumar eru diskar sem ég hefði keypt mér úti í búð,“ segir Olafur. Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson Sigurður Halldórsson segist hafa lært í Guildhall School of Music í Bretlandi, en Daníel lærði eftir nám hér heima í Scweeling-skólanum í Amsterdam. Sigurður segir að þeir hafi spilað saman í tólf ár og þá leikið obbann af verkum fyrir selló og píanó. Á plötunni leiki þeir lög sem þeir hafi verið að leika á tónleik- um undanfarin ár. „Við höldum okkur við 20. öldina og dreifum henni á diskinn. Við byijum í Frakklandi á sónötu eftir Debussy. Síðan kemur stutt verk eftir Sjostakovitsj, Moderato, sem fannst eftir dauða hans og var gef- ið út löngu síðar. Þá má nefna tvö verk eftir Hindemith, annað frá upphafi ferils hans, 1917, eitt af fyrstu verkum hans sem gefin voru út. Hitt er frá 1951, tilbrigði við enska barnagælu. Við leikum einnig verk eftir rússneska tónskáldið Alf- red Schnittke, sem er eitt vinsæl- asta tónskáld heims í dag, verk frá 1978. Á diskum er líka eitt verk eftir góðkunningja okkar, Svein Lúðvík Björnsson, sem hefur samið verk fyrir ýmsa íslenska tónlistar- menn.“ Þórunn Guðmundsdóttir Sagt er frá geisladisk Þórunnar Guðmundsdóttur á öðrum stað í blaðinu. Svava Bernharðsdóttir Svava Bernharðsdóttir lærði fyrst hjá Sigurði Sigurðarsyni, sem nú er vígslubiskup í Skálholti, þá hjá Didda fiðlu og Gígju Jóhannsdóttur í Barnamúsíkskólanum og síðan hjá Rut Ingólfsdóttur. Þetta var allt nám á fiðlu, en 1980 skipti þún yfir í lágfiðlu og lauk burtfararprófi frá tónlistarskólanum 1982. Síðan fór hún til Holland og' lærði þar hjá japanskri konu sem heitir Nobuko Imai, eftir það fór hún til náms við Juillard skólann í New York hjá Linter Williams og Karen Tuttle og lauk þaðan DMA prófi. Næstu ár lærði hún á miðaldahljóðfæri, gambafiðlu meðal annars. Hún réðst til starfa við leikhúshljómsveitina í Aachen og starfaði við ýmislegt samtímis. Síðan 1993 hefur hún dvalist í Ljubjana og leikið með Slóv- önsku fíharmóníunni, kennt lág- fiðluleik við tónlistarháskólann og leikið með slóvakísku kammersveit- inni,_ svo eitthvað sé talið. „Ég leik einleikssvítu fyrir lág- fiðlu í g moll eftir Max Reger, Arp- eggione eftir Schubert, Elegiu eftir Stravinskíj, Sonata d’ella grand vi- ola eftir Paganini og Capriccio eftir Vieuxtemps. Schubert-verkið er eina verkið með píanóundirleik. Ólafur, sem er potturinn og pannan í þessu öllu, lagði til að ég veldi aðgengileg verk og því valdi ég svona á diskinn, en ég hefði gjarnan viljað taka einhver Islensk verk líka; ég hef reyndar tekið upp heilan disk af íslenskum verkum sem ég fæ ekki útgefanda að. Öll þessi verk eru mér kær að einhveiju leyti, kannski Stravinskíj-verkið einna kærast, en þau eru svo ólík.“ Ólafur Elíasson Óiafur Elíasson segist hafa lært hér heima hjá Rögnvaldi Siguijóns- syni og í París lærði hann hjá Vlado Perlmutter. Þar var hann í tæp þijú ár og fór síðan í Royal Academy of Music fyrir atbeina Bemards Roberts, þar sem hann nam í tvö ár og lauk einleikaraprófi þaðan fyrir rúmu ári. Hann er enn að læra, segist vilja læra I tvö til þijú ár til, en hann lærir hjá ýmsum kennurum eftir því sem hann telur sig þurfa. „Ég spila Handel tilbrigði Brahms. Ég valdi þau á sínum tíma vegna þess að mér fannst þau svo flott, en einn kennara minn sagði við mig að þetta væri eitthvað það erfiðasta sem Brahms hefði skrifað af einleiksverk- um. Það er reyndar ekki alveg rétt hjá honum, en mér fannst það fyrir vikið gríðarlega mikil áskorun og hef unnið í því með hléum í fjögur ár. Það finnst eflaust einhveijum það glannalegt af svona ungum manni eins og mér að taka upp svona risa- vaxið verk strax, en ég legg það í dóm almennings. Síðan tek ég tvær Mozartsónöt- ur, báðar í D dúr. Önnur er síðasta sónatan sem Mozart skrifaði, form- föst og mikilfengleg sónata, og af mörgum talin fullkomnasta sónatan sem Mozart skrifaði. Ég tók síðan aðra sónötu í D dúr og þar er slegið á aðra strengi og fínlegri. Ég er að hella mér út í Mozart um þessar mundir, er að lesa sónöturnar og ætla að sérhæfa mig svolítið í því á næstu árum. Ég er ákaflega heill- aður af Mozart og sónötur hans eru mikil og spennandi áskorun fyrir mig sem stendur." Sigurbjörn Bernharðsson Sigurbjörn Bernharðsson byijaði fiðlunám sex ára gamall, lærði hjá Gígju Jónsdóttur í tónmenntaskóla Reykjavíkur. Fjórtán ára fór hann í tónlistarskóla Reykjavíkur og lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og lauk einleikaraprófi þaðan 1991. Hann lauk BM prófi frá tónlistarhá- skólanum í Oberlin og stuijdar nám þar sem stendur, en hann fékk til þess styrk frá skólanum. Hann fékk Lindarstyrkinn 1995. „Ég spila sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir Bach, en undirleikari er James Howsmon, sem er prófessor í meðleik við tónlistarháskólann. Ég heyrði þetta verk fyrir slysni, var að leita að upptöku á Beethoven- sónötu og var að hlusta á gamla plötu með Adolf Busch. Ég setti vitlausa hlið á og þá byijaði þetta himneska verk og heillaði mig ger- samlega. Svo leik ég sónötu fyrir einleiksfiðlu eftir Ysayé, sem tileink- uð er rúmenska fiðluleikaranum G. Enescu og lýsir honum mjög vel eftir myndum af dæma. Síðan spila ég verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Ceciliana, sem samið var fyrir sænska fiðluleikarann Ceciliu Gell- and, en ég spilaði reyndar þetta verk á útskriftartónleikum Mistar í Boston fyrir nokkrum árum og er afskaplega ánægður með það. Síð- asta verkið er sónata í f moll eftir Prókofíef sem samið er á stríðsárun- um og hefur verið kallað styijaldar- sónata, eins og fleiri sónötur sem Prókofíef samdi á þeim tíma. Sónat- an er tileinkuð David Oistrakh, sem varð svo gagntekinn af henni að hann gat ekki æft eða leikið neitt annað verk í heilan mánuð.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.