Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fftcrgtmfila&tti 1995 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER BLAÐ Morgunblaðið/Kristján PATREKUR Jóhannesson og Jullan Dunanona á leiA til Slóvakíu. Farkosturinn er Metro skrúfuþota Flugfélags IMorðurlands, sem Jafnan er nefnd Rörið. Hún þyklr heldur þröng og það var greinilegt að stærstu lelkmennirn- ir höfðu nokkrar áhyggjur af löngu flugi fram og til baka. HANDKNATTLEIKUR Aðeins þrír í hæsta flokki AÐEINS þrír leikmenn í íslesnkri knattspyrnu eru metnir i hæsta verðflokki samkvæmt upplýs- ingum knattspyrnusambandsins um þá leikmenn eru samningfsbundnir einhvezjum félögum. Fé- lögum er í sjálfsvald sett hvort samningur er gerður við leikmenn, en ef leikmenn þiggja ein- hver laun verður að gera samning. Verðflokk- arnir eru fimm, frá 50 þúsundum til 500 þús- unda, og segja í raun aðeins til um hversu mik- ið félag verður að greiða öðru félagi fyrir að fá leikmann frá þvi. Þeir þrír leikmenn sem eru í hæsta verðflokki og kosta 500 þúsund krónur eru Skagamennirnir Bjarki Gunnlaugsson, Har- aldur Ingólfsson og Sigurður Jónsson. Næsti verðflokkur er 250 þúdund krónur og í þeim flokki eru 17 leikmenn, þar af sex úr Skagalið- inu. Þrír KR-ingar eru í þessum flokki, tveir Framarar, tveir FH-ingar, tveir Eyjamenn, einn Breiðabliksmaður og einn frá Þór á Akureyri. Skagamenn með dýrasta liðið SAMANTEKT KSÍ sýnir að Skagaliðið kostar 4,6 miljjónir ætli menn að fá það á einu brettí, en 19 leikmenn voru samningsbundnir á Skagan- um I sumar. KR er í öðru sætí, kostar 3 miljjón- ir og 350 þúsund en sami fjöldi leikmanna var samningsbundinn í vesturbænum og á Skagan- um. Framarar voru með þriðja dýrasta liðð í sumar, 2,7 miljjónir, en þar voru 16 menn á samningi. Keflvíkurliðið kostaði 2 miiyónir 150 þúsund og þar á bæ voru 25 leikmenn samningsbundnir. í 5. sæti eru nýliðarnir í 1. deild, Fylkir en 22 leikmenn voru á samningi þar á bæ og kostuðu 2,1 miljjón. Þeir 16 leikmenn sem voru á samn- ingi þjá FH kostuðu 1,9 miljjónir. Nýliðar Stjörn- unnar höfðu 20 samningsbundna leikmann sem kostuðu 1,8 miljjónir eins og lið ÍBV þar sem 14 leikmenn voru samningsbundnir. Hjá Breiða- bliki voru 17 samningsbundnir og kostuðu þeir leikmenn alls eina mii^jón 750 þúsund, Valsmenn koma í 10. sæti með 18 leikmenn samnings- bundna og heildarkostnaðurinn var 1,7 miljjón- ir. Grindavík var með næst ódýrasta liðið, kost- aði 1 miljjón og 550 þúsundum betur, en þar á bæ voru 23 leikmenn með samning. Ódýrasta liðið samkvæmt upplsýsingum KSI var Leiftur með 18 menn á samningi og kostuðu þeir eina milljón og 400 þúsund. Svo virðist sem sumir leikmenn sem léku með liðum sínum hafi ekki verið á samningi. Má sem dæmi nefna að Arnar Grétarsson virðist ekki hafa verið með samning við Breiðablik, Friðrik Friðriksson, markvörður Eyjamanna, er ekki á þessum lista og einnig vantar Framarana Krist- ján Jónsson og Atla Einarsson. * Asgeir Elíasson fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu Búum við hræði- legar aðstæður KA-menn til Slóvakíu LEIKMENN KA héldu áleiðis til Kosice í Slóvakíu í gærmorgun, þar sem KA leikur seinni leik sinn gegn Kosice í Evrópukeppni bikarhafa á morgun. KA-menn unnu fyrri Ieikinn, sem fram fór í KA-heimiIinu, með fimm marka mun og það kemur því í ljós í Kosice hvort það dugir þeim tíl áframhaldandi þátttöku í keppn- inni. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði að leikurinn leggðist vel i hann og hans menn. „Við ætlum okkur sigur. Við förum alla vega ekki að hugsa um neina markatölu fyrr en síðustu mínút- ur leikins." Flogið var beint frá Akureyri til Slóvakíu, með viðkomu í Stav- anger i Noregi og tók flugið sex til sjö klukkustundir. „Mér líst illa á flugið,“ sagði Patrekur Jóhannesson skömmu fyrir brott- för. „Við eigum Ianga leið fyrir höndum og ég hefði nú heldur viljað fara þessu venjulegu leið milli landa og þá í stærri og rúm- betri vél.“ Islenskir knattspyrnumenn búa við hræðilegar aðstæður, vall- araðstæður hjá okkur eru ekki fullnægjandi og boðlegar fyrir leiki í alþjóðlegri keppni. Það er aðeins spurning hvenær okkur verður neitað að leika fyrir fram- an nema einn þriðja þess áhorf- endafjölda sem kemst á völlinn. Það verður að hafa hraðar hendur við að byggja upp áhorfendastúku fyrir fleiri áhorfendur á Laugar- dalsvellinum fyrir undankeppni HM, sem hefst á næsta ári,“ sagði Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðs- þjálfari, sem hefur ekki verið ánægður með aðstæður sem boðið er upp á á Laugardalsvellinum. „Við þurfum á áhorfendum að halda til að ná árangri í alþjóðleg- um mótum, það má því ekki fæla þá frá vegna aðstöðuleysis, heldur verður að laða þá að. Það er mjög slæmt þegar áhorfendum er boðið upp á að sitja í stæðum — jafnvel í roki og rigningu. Það er slæmt ef þýðingarmiklir leikir eru spilað- ir fyrir framan fimm þúsund áhorfendur, þegar við gætum fengið hátt í fimmtán þúsund áhorfendur við góðar aðstæður," sagði Ásgeir, sem er einnig undr- andi á að ekki sé búið að byggja yfir knattspyrnuvöll, þannig að lið geti æft og keppt inni yfír vetrar- mánuðina. „Ég er búinn að segja það lengi að það er nauðsynlegt fyrir okkur, að byggja yfir leikvöll þannig að við getum iðkað knattspyrnu nán- ast allt árið. Ég á erfítt með að skilja hvers vegna einhverjir fram- takssamir, fjársterkir viðskipta- jöfrar hafa ekki byggt þannig hús á Reykjavíkursvæðinu — það er mér gersamlega óskiljanlegt. Þeir sem byggja svona hús geta gert það án þess að tapa á því á meðan það er aðeins eitt hús. Það þarf ekki að vera flókið að koma upp skemmu, sem veitir mönnum skjól fyrir veðri og vindum. Félögin myndu nýta sér þannig hús, því að þau eru alltaf að borga tíma fyrir æfingar á gervigrasi, tals- verða peninga. Ef við ætlum okkur að ná lengra í knattspyrnu verðum við að fá yfirbyggðan knatt- spyrnuvöll,“ sagði Asgeir Elías- son. ■ Viðtal vlð Ásgeir / D2.D3 AFTURELDIIMG MÆTIR PÓLSKA LIÐINU ZAGLEBIE í MOSFELLSBÆ / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.