Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ on á ið- hlutina og þá kæmi þessi upp- sveifla á ný. Við erum alltaf á leið- inni upp á við og ég tel að ef við vinnum vel með unglingana okkar, getum við náð lengra." Er unnið vel með ungu leikmenn- ina okkar? „Já, ég held að það sé unnið vel með unglinga, en við höldum þeim kannski ekki nægilega lengi við efnið - það eru of löng tímabil sem þeir leika ekki mikla knattspyrnu, en auðvitað getum við unnið betur. Það er einfalt mál, við þurfum að vinna betur. Það eru atriði eins og tækni sem við getum bætt með meiri vinnu. Það hef ég séð þegar ég hef verið að vinna með yngri liðunum, að við erum pínulítið á eftir í tækni þegar á heildina er litið.“ Þjálfarar hafa ekki alltaf sömu skoðun Með nýjum mönnum koma nýir siðir — Logi Olafsson hefur tekið við starfi Ásgeirs sem landsliðs- þjálfari. Fyrsta verkefni Loga með landsliðið verður íjögurra þjóða mót á Möltu í febrúar 1996, þar sem mótheijar íslands verða landsl- ið Möltu, Rússlands og Slóveníu. Sér Ásgeir fyrir sér miklar breyt- ingar á landsliðinu undir stjórn Loga? „Einhveijar breytingar hljóta að verða, það er ljóst mál. Þjálfarar hafa ekki alltaf nákvæmlega sömu skoðanir á hlutunum. Hversu mikl- ar þær verða, það veit ég ekki. Það er ljóst að nú erum við með leik- menn í landsliðinu sem eru komnir á sín seinni ár og fara að detta út, þá koma nýir leikmenn í staðinn. Þá er spurningin hvernig þeir standa sig þegar kallið kemur.“ Pressa í kringum leikina Er landsliðsþjálfarastarfið þreyt- andi? Fannst þér vera mikil pressa á þér? „Ég get ekki neitað því að það var pressa í kringum leikina. Það er alltaf ákveðin pressa á þjálfurum - þegar maður er með félagslið er einhver afmarkaður hópur fé- lagsmanna, sem hefur sinn áhuga og sínar skoðanir á hlutunum, en þegar maður er með landsliðið er það landið — „landið og miðin" sem pressan kemur frá. Þegar þjálfari er með félagslið er verið að leika flesta leiki við íslensk lið, sem þú stendur í rauninni alveg jafnfætis - ert kannski með betra lið. En þegar maður er með landsliðið er oftast verið að leika gegn andstæð- ingum, sem eru í rauninni betri. Það er svo stutt á milli þess að ná jafntefli í leik sem er verið að leika á útivelli, eða tapa eins og við gerð- um gegn Tyrkjum, fimm núll. Sú pressa er alltaf fyrir hendi og eitt- hvað sem maður vill ekki fá. Það LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 D 3 KIMATTSPYRIMA Árangur karlalandsliðsins í knattspyrnu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar 1991-95 Fjöldi leikja Unnið Jafnt Tap Mörk Árangur Heimsmeistarakeppni 8 3 2 3 7:6 50% Evrópukeppni 10 2 2 6 6:15 30% Æfingalandsleikir Samtals 17 35 7 12 4 8 Samtals 45,7% árangur 18:18 52,9% 31:39 45,7% 50,0% árangur % 30,0% árangur AO sHn9a'e''w' er svo stutt í skellinn - við þurfum ekki að fá nema tvö langskot inn, þá flosnar leikurinn upp og þá geta menn vaknað upp við að vera bún- ir að fá fimm, sex eða sjö mörk á sig. Það er mjög erfitt fyrir alla.“ Var leikurinn í Tyrkiandi ekki mikið áfall? „Jú, leikurinn var áfall fyrir okk- ur. Við vorum búnir að spila leiki sem menn voru yfirleitt ánægðir með. Ég var til dæmis ekki ánægð- ur með leikinn gegn Svíum sem við lékum í Reykjavík, sem var þó nokkuð vel leikinn hjá okkur - vorum klaufar að ná ekki jafntefli í þeim leik. Að fara síðan til Tyrk- lands og fá skell, fimm núll, í öðr- um leik okkar var þungur baggi - eftir það var orðið erfitt að ná okkar markmiðum í keppninni. Tapið í Tyrklandi var mjög erfiður biti að kyngja fyrir okkur.“ Vel það sem ég tel best Ásgeir stjórnaði landsliðinu í 35 leikjum og unnust margir góðir sigrar og liðinu var boðið í langar keppnisferðir; til Brasilíu til að leika gegn Brasilíumönnum rétt áður en þeir urðu heimsmeistarar, til Chile, Japans og Bandaríkjanna. Hvaða leikir eru það sem Ásgeir þykir vænst um síðan hann tók við landsliðinu? „Fyrsti landsleikurinn, sigurleik- urinn gegn Spánveijum, 2:0, er sá leikur sem verður alltaf eftirminni- legastur, fyrir margar sakir. Það má segja að þetta hafi byijað hjá mér með algjörum hvelli, sem mað- ur í rauninni gerði sér ekki grein fyrir að myndi verða. Val mitt og breytingar á landsliðinu var gegn mjög mörgum í knattspyrnuhreyf- ingunni. Það var eitthvað sem maður gerði sér ekki grein fyrir þegar ég valdi liðið, ég man að ég var með fimm Framara í liðinu. Ég fékk það á tilfmninguna að fólk teldi að ég væri bara að velja Framara vegna þess að ég væri Framari. Landsliðsþjálfari er í sinni vinnu og hann reynir að vinna þá vinnu eins vel og hann getur, og velur einfaldlega það sem hann heldur að sé best, það gerir hann alltaf, svo einfalt er málið. Þarna var ég að velja lið sem ég taldi að væri best. Ég hafði það á tilfinning- unni, fljótlega eftir að leikurinn byijaði, að það væri fullt af fólki á vellinum sem kæmi aðeins til að sjá íslenska liðið tapa undir minni stjórn, ekki til að vinna. Það var nokkuð sem ég átti ekki von á. Við unnum ágætan sigur og lékum góðan leik, þannig að leikurinn er eftirminnilegur fyrir það, en ekki síður fyrir hitt.“ Síðan hurfu Framararnir einn af öðrum liðinu? „Jú, málin þróuðust þannig að Framliðið hefur ekki leikið eins vel og það gerði. Pétur Ormslev lék ekki eins vel árið eftir og þá var hann orðinn þjálfari, þannig að hann var ekki til umræðu lengur þegar ég valdi mitt lið. Eins og ég sagði þá valdi ég Framarana af því að ég taldi þá eiga heima í lands- liði, síðan valdi ég aðra af sömu ástæðum." Leikmenn mínir hafa verið gagnrýndir ómaklega Hafðir þú á tilfinningunni eftir þessar sögulegu breytingar, að menn hefðu horn í síðu þinni? „Nei, nei, ég get ekki ímyndað mér það, en annars var ég ekki að velta mér upp úr því. Hins vegar finnst mér, að menn hefðu beðið eftir tækifærinu að deila á starf mitt. Ég hef lesið um það í blöðum, sennilega eftir Tyrkjaleikinn, það er að ég hafi fengið alltof mikinn frið með landsliðið og það hafi ver- ið lítið deilt á mig og val mitt í lið- ið. Það gekk þokkalega í undan- keppni HM og var í rauninni ekki út á margt að setja, en ég hafði það á tilfinningunni að menn hafí beðið eftir tækifærinu. Mér finnst að ég hafi ekki fengið minni gagn- rýni en áðrir landsliðsþjálfarar og ýmsir leikmenn mínir hafi verið gagnrýndir ómaklega. fengið minni gagnrýni en aðrir landsliðsþjálfar- ar. Eins og ég sagði, þá gekk betur í undankeppni HM, en hafði gengið áður og þess vegna held ég að ég hafi slopgið frekar, en einhveijir blaðamenn væru að gera mér ein- hvern greiða. Ég get enn minnst á leikinn gegn Tyrkjum, þar sem ýmsir leik- menn voru gagnrýndir eftir leikinn. Ég tel að val mitt í liðið gegn Tyrkj- um hafi verið eðlilegt, miðað við leikinn á undan - gegn Svíum. Eftir tapið í Istanbúl má gagnrýna og þá fyrst og fremst leiðaðferð, en ekki leikmennina sjálfa - leik- mennirnir eru alltaf að gera eins vel og þeir geta. Framtíðin björt hjá Fram Ásgeir hefur oft sagt að hann hafi meiri skemmtun af félagsþjálf- un, þar sem hann getur mótað sín lið með því umgangast leikmenn sína daglega allt árið. Hann náði frábærum árangri með Fram áður en hann gerðist landsliðsþjálfari - gerði liðið að einu besta félagsliði í íslenskri knattspyrnusögu. Ásgeir hefur einnig unnið gott starf með landsliðið, án þess að hafa mikinn tíma með liðið fyrir leiki. Nú er hann aftur á förum til Fram, sem er komið í 2. deild. Fram hefur tvisvar áður fallið úr 1. deild, en í bæði skiptin var liðið með breið- fylkingu af ungum reyndum leik- mönnum, sem komu strax upp aft- ur og gerðu Fram af einu sterk- asta liði landsins. Margir segia að svo sé ekki nú. Er ekki erfitt verk- efni fyrir höndum hjá Ásgeiri með Framliðið? „Það er alltaf erfitt að vera með lið i 2. deild, sem er erfið og verð- ur erfið. Hjá mér er aðalhlutverkið að byggja upp. Það eru ungir strák- ar hjá Fram og þá þurfum við að halda reyndari leikmönnunum sem eru hjá liðinu. Ef það gerist er framtíðin björt hjá félaginu. Bæði eru ágætis strákar hjá Fram sem leika með átján ára iandsliðinu, sem hafa einnig verið að leika með meistaraflokki, og þá á Fram stór- an hóp af ungum leikmönnum sem hafa unnið frækna sigra með þriðja flokki og eru að koma upp í annan flokk, einnig leikmenn sem eru enn í þriðja flokki. Framtíðin hjá Fram er mjög björt.“ Hvað tekur langan tíma að púsla saman sterku liði? „Það er ómögulegt að segja, en ég vona að það taki helst engan tíma - aðeins árið. Við tökum strax stefnuna á að endurheimta sæti okkar í fyrstu deild, enda er Fram félag sem hefur nánast alltaf verið í fyrstu deild og á að vera í deild- inni. Fram hefur á undanförnum árum átt mjög sterkan hóp stuðn- ingsmanna, sem hefur fjölmennt á leiki og hafa fá lið haft eins marga áhorfendur á heimaleikjum sínum. Telur Ásgeir að áhorfendafjöldi eigi eftir að minnka mikið við að Fram leiki í 2. deild? „Áhorfendafjöldi hlýtur eitthvað að minnka á heimaleikjum liðsins þegar það er komið í aðra deild, en ég held að stór hópur dyggra stuðningsmanna komi áfram til að sjá liðið sitt leika - til að styðja vel við bakið á strákunum. Ég er ekki hræddur um það.“ Nú hefur heimavöllur Fram verið LaugardalsvöIIurinn. Verða leikir liðsins færðir á Valbjarnavöllinn? „Ég veit ekki hvað verður. Það skiptir ekki meginmáli á hvaða velli er leikið, heldur er það knatt- spyrnan sem við komum til með að leika, sem skiptir máli. Valbjarn- arvöllurinn er ágætur, en það er gott og gaman að leika á Laugar- dalsvellinum. Við komum til með að leika áfram í Laugardalnum - bæði á Valbjarnarvellinum og aðal- leikvanginum. Það breytist ekki.“ Áður en samtali okkar Ásgeirs lauk, vildi hann koma einu að - hann óskaði Loga Ólafssyni velf- arnaðar í starfi um leið og hann þakkar samstarfsmönnum sínum og leikmönnum fyrir ánægulegt samstarf. Islandsmótið í blaki ABM deild karla. Laugardagur 18 nóvember. 1. deild karla: íþróttahúsinu Ásgarði kl. 16.00: Stjarnan - Þróttur ABM deild kvenna. 1. deild kvenna: Víkin kl 16.30: Víkingur — Þróttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.