Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 4
UM HELGINA ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ HANDKNATTLEIKUR / BORGARKEPPNI EVRÓPU Afturelding mætir pólska liðinu Zaglebie frá Lubin á morgun og mánudag Þrír sterkir landsliðs- menn med Zaglebie Fyrri leiknum frestað því Pólverj- arnir komust ekki tillandsins í gær „ÞRÍR pólskir landsliðsmenn eru í liðinu og einn þeirra er víst mjög góður og sagður á heimsmælikvarða. Það er miðjumað- urinn, hægri hornamaðurinn er einnig mjög sterkur og línumað- urinn er hávaxinn, um tveir metrar," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, sem mætir Zaglebie frá Lubin f Póllandi tvívegis á Varmá í Borgarkeppni Evrópu um helgina. Til stóð að liðin mættust í dag, en af því verður ekki því Pólverjarnir komust ekki til landsins í gær eins og til stóð. Þeir áttu að koma meðflugi frá Hamborg ígegnum Kaupmannahöfn, en Kastrup-flugvöllur lokaðist vegna veðurs og Pólverjarnir koma ekki fyrr en seinni partinn í dag. Fyrri leikurinn verður því ekki fyrr en á morgun kl. 18 og sá siðari væntanlega á mánudags- kvöldið. Einar Þorvarðarson sagðist að- eins hafa hlerað um liðið en hann hefði ekki séð það leika. „Fyr- ir utan pólsku landsliðsmennina þijá leika með leika tveir leikmenn frá Úkraínu. Þjálfari liðsins kemur einnig þaðan,“ sagði Einar. Einar sagðist búast við að liðið léki hefðbundinn pólskan hand- knattleik, en honum svipar að mörgu leyti til þess hvemig leikið er hér á landi enda var Pólverjinn Bogdan Kowalczyk iengi þjálfari hér og áhrifa hans gætir enn. „Þetta er reynslumeira lið en við erum með og leikmenn þess eru þekktir fyrir að berjast fyrir hveiju verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur,“ sagði Einar. Hann vonaðist til að fólk fjöl- mennti að Varmá til að sjá leikina og styðja við bakið á Aftureldingu. „Ahorfendur hafa ekki verið allt of duglegir við að mæta í vetur og það skrifast að sjálfsögðu á okkur því við höfum ekki leikið vel. Þegar illa gengur koma innviðir félaganna best í ljós og það munar mjög miklu fyrir strákana að leika fyrir fullu húsi áhorfenda sem taka virkan þátt í leiknum. Ef áhorfendur fjöl- menna og láta vel í sér heyra hef ég ekki nokkrar áhyggjur af mínum mönnum á vellinum. Þeir munu standa sig.“ Talsverð veikindi hafa hijáð lið Aftureldingar í vetur. „Frá því ís- landsmótið byijaði em tíu leikmenn búnir að vera veikir og sumir tvisv- ar. Bergsveinn er búinn að vera veikur í vikunni og mætir á sína fyrstu æfíngu í kvöld,“ sagði Einar í gær. Hann sagðist reikna með að bæði lið fæm varlega í byijun og myndu nota fyrsta hálfleikinn af fjórum til að þreifa sig áfram. „Við leikum eins og við erum vanir, sex- núll vöm, og svo verður bara að ráðast hvemig leikurinn þróast og reyna að nota sólarhrfnginn sem við höfum á milli leikja vel,“ sagði Einar. Morgunblaðið/Kristinn INGIMUNDUR Helgason, lelkstjórnandl Aftureldingar, sem hér er í baráttu vlð Dlmitrl Filllpov hjá Stjörnunnl í deíldar- keppninnl á dögunum, verður í eldlínunnl um helgina. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Erll sigraði á fyrsta mótinu ýska stúlkan Martina Ertl sigr- aði mjög auðveldlega á risa- svigsmóti í Vail í Colorado í Banda- ríkjunum á fímmtudagskvöld. Þetta var fyrsta heimsbikarmót kvenna á skíðum á keppnistímabilinu. Aðeins er farin ein ferð í risasviginu og fékk Ertl tímann 1.22,49 mín. en landa hennar Katja Seizinger varð önnur á 1.23,06. Isolde Kostner frá Ítalíu varð þriðja á 1.23,57, rétt á undan Anitu Wachter frá Austurríki sem fékk tímann 1.23,61. Fimmta varð Mic- haela Dorfmeister, Austurríki, á 1.23,66. Ljóst þykir að Ertl, sem er aðeins 22 ára, verður meðal þeirra sem koma helsta til greina sem sigurvegari í samanlagðri stiga- keppni um heimsbikarinn, eftir að Vreni Schneider — handhafí heims- bikarsins — lagði keppnisskíðin á hilluna. Ertl kvaðst hissa á sigrinum, og ekki síður hve mikill munur var á henni og Seizinger, sem varð heimsbikarmeistari í risasvigi á síð- asta tímabili. „Ég trúi þessu ekki. Ég hef ekki staðið mig vel í risas- vigi á æfíngum og held ég sé betri í stórsvigi og svigi,“ sagði hún. mót í badminton Alþjóðlegt stigamót í badminton verður haldið um helgina í húsi TBR og mun allt besta badmintonfólk landsins taka þátt, enda mikið í húfi því menn fá stig til þátttöku á Ólympíuleik- unum í þessu móti. Hjá körlunum stefna bæði Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson að því, að komast til Atl- anta og munu því sækja hart þau stig sem í boði eru og sömu sögu er að segja um Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdótt- ur í kvennaflokki. Þátttaka erlendra spilara er minni en búast hefði mátt við þar sem þetta er stigamót til Ólympíuleika, en aðeins fimm erlendir keppendur mæta til leiks, þrír frá Sviss og tveir frá Slóveníu. Keppnin hefst í TBR-húsinu kl. 10 í dag og á morgun hefst keppni á sama tíma með undanúrslitaleikjum í einliðaleik og úrslit hefjast síðan kl. 13.30 á morgun. Fáir körfuboltaleikir Ekkert er leikið í úrvalsdeildinni um helgina og stúlkurnar eiga líka frí. Hins vegar eru fjórir leikir í 1. deild karla. í dag kl. 14 leika Höttur og ÍH, kl. 16 Selfoss og ÍS og kl. 17 Leiknir og KFÍ en á morgun leika Stjaman og Reynir kl. 15. Tveir leikir vera í forkeppninni að 16 liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun en þá mætast Dalvík og Selfoss kl. 16.30 og Snæfell fær ÍS í heimsókn kl. 18, en ÍS vann Golfklúbb Grindavíkur í fyrrakvöld 60:57. Blakarar rólegir Það verða aðeins tveir blakleikir um helgina. Stjaman fær Reykjavíkur Þrótt í heimsókn í dag kl. 16.30 í 1. deild karla og á sama tíma leika Víkingur og Þróttur Neskaupstað í 1. deild kvenna. Skokkað í Firðinum Stjörnuhlaup FH hefst kl. 14 í dag í Kaplakrika en skráning hefst klukku- stund fyrr. Keppt er í 6 aldursflokkum. Vaxtarrækt í Loftkastalanum íslandsmótið i vaxtarrækt verður haldið á morgun í Loftkastalanum í Héðinshúsinu. Keppendur verða 31 tals- ins og keppt er í níu flokkum. Forkeppn- in hefst kl. 13 en úrslitin kl. 20 um kvöldið. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Orlando - Indiana............89:80 Milwaukee - Houston.........87:115 Portland - Sacramento......102:105 Golden State - New ork......97:120 LA Clippers - Vancouver 103:99 Íshokkí Boston - New Jersey............2:2 Florida - Vancouver............2:2 Philadelphia - Ottawa........ 5:3 Tampa Bay - Toronto............4:5 Chicago - NY Rangers...........3:1 St Louis - San Jose............3:1 Los Angeles - NY Islanders.....9:2 FELAGSLIF Aðalfundur Glímu- félagsins Ármanns Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns verður haldinn næsta fimmtudag, 23. nóvember, kl. 20.30 í Ármannsheimil- inu, Sigtúni 10. Aðalfundur og þjálfararáðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags íslands verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 25. nóvember nk. og hefst kl. 9. Meðal fundarefnis: Venjuleg aðalfundarstörf. Þjálfun á undirbúningstímabili: Teitur Þórðarson, þjálfari, og Erlingur Jóhannsson, doktor í íþróttafræðum. Sjá nánar í heimsendu fundarboði. Ráðstefnugjald kr. 2.200 fyrir félagsmenn og kr. 3.700 fyrir aðra (hægt er að gerast félagi á staðnum). Ráðstefnunni lýkur með kvöldverði, skemmtun og dansleik á Hótel Sögu. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi 21. nóvember í síma 553 0533 (Bjarni), 566 8566/566 8660 (Bjarni) og 565 1432 (Leifur). Allt áhugafólk velkomið. rj.. . Stjornm. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Horry með persónulegt met Orlando Magic er með bestan árangur í NBA-deildinni það sem af er, tapaði fyrsta leiknum í deildinni en hefur síðan sigrað í sjö leikjum í röð. Árangur liðsins er merkilegur fyrir þær sakir að miðheijinn Shaquille O’Neal hefur ekkert leikið með vegna meiðsla. Bakvörðurinn Penny Hardaway gerði 30 stig fyrir Magic og Denn- is Seott 21 þegar liðið sigraði Indi- ana Pacers 89:80. Horace Grant gerði 16 stig og tók 15 fráköst fyrir Orlando. Fjórir leikmenn Pac- ers voru í leikbanni, þeir Mark Jackson, Reggie Miller, Dale Da- vis og Fred Hoiberg og það voru aðeins átta leikmenn sem voru í búningi að þessu sinni enda vant- aði einnig miðherjann Rik Smits sem er meiddur. Þetta var sjötti sigur Orlando í röð á heimavelli gegn Pacers og liðið hefur sigrað í síðustu 37 heimaleikjum gegn liðum í Austurdeildinni. Robert Horry setti persónulegt met þegar hann gerði 40 stig fyr- ir Houston Rockets gegn Milw- aukee og Hakeem Olajuwon gerði 24 stig. „Mér hefur aldrei liðið eins furðulega og einmitt núna, nema þá fyrsta árið í deildinni. Ég nýtti mér bara að ég var látinn í friði,“ sagði Horry um stigin sín fjörutíu, en hann hafði áður gert mest 30 stig í leik. Clyde Drexler lék ekki með, en hann er meiddur. Sacramento Kings vann Port- land á útivelli 105:102 og það var þriggja stiga karfa Mitch Ric- hmond sem réð úrslitum þegar 22 sekúndur voru eftir. Þetta var fyrsti sigur Kings í Portland í nærri áratug, eða í síðustu 23 leikjum. Richmond gerði alls 25 stig og Sarunas Marciulionis 18. Rod Strickland gerði 23 stig fyrir Portland, þar af 21 í síðari hálfleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.