Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C ®rgpt#I$iM^ STOFNAÐ 1913 265. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 19. NOVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mandela vill olíusölubann á Nígeríu NELSON Mandela, forseti Suður-Afr- íku, sagðist í gær hafa óskað eftir því við Bill Clinton Bandarikjaforseta, að hann beitti sér fyrir því að sett yrði olíusölubann á Nígeríu vegna aftöku á níu baráttumönnum fyrir mannréttind- um. Talsmaður Clintons sagði Banda- ríkjamenn ekki útiloka alþjóðlegar að- gerðir gegn Nígeríu en að þeir teldu hins vegar að einhliða aðgerðir- skiluðu litlum árangri. Fimmtán Svía saknað í Nepal Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EKKI færri en fimmtán sænskir fjall- göngumenn í Nepal eru týndir eftir snjó- flóðin þar í síðustu viku. Sænska utan- ríkisráðuneytið hefur árangurslaust reynt að afla upplýsinga um hópinn, sem var staddur á svæði, sem enn er einangr- að. Sama á við um fleiri útlendinga, en nú er besti árstíminn til göngu þarna. Byssumaður gefst upp MAÐUR, sem skotið hafði unga konu og sært tvo aðra, gafst upp í gær eftir rúmlega hálfs sólarhrings umsátur í Drammen í Noregi. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en vitað er að hann hefur átt við andlega erfiðleika að stríða. Nýtt hestakyn fundið í Tíbet ÁÐUR óþekkt hestakyn hefur fundist í norðurhéruðum Tíbet. Það var Frakki, Michel Peissel að nafni, sem fann hest- ana er hann lenti í vegvillum á svæðinu. Hann var í leit að hestum af öðru kyni er hann fann hestakyn sem hann hefur nefnt Riwoche. Segir hann um smáhesta að ræða sem líkist einna helst ösnum. Þeir séu hins vegar með lítil eyru og nasir og grófgerðan feld. Svört rönd sé á baki þeirra, fótum og faxið sé svart. Peissel segir hestana minna sig á þær myndir sem hellisbúar hafi gert af hest- um í fornöld en samferðamaður hans hafi hins vegar sagt þá Iíkasta svínum. Bon-po-ættbálkurinn á hestana, sem notaðir eru til reiðar og sem burðarklár- ar. Tejja Peissel og leiðangursmenn að hestakynið sé frá nýsteinöld og að það hafi ekki blandast öðrum hestakynjum. í Hvalfirði Morgunblaðið/RAX Fulltrúadeildin samþykkir frumvarp gegn þátttöku í friðargæslu NATO Hafnar því að senda hermenn til Bosníu Dayton, Washington, Sarajevo. Reuter. FULLTRÚADEILD Bandáríkjaþings- sam- þykkti á föstudagskvöld bann við því að senda bandaríska hermenn til Bosníu, þrátt fyrir fréttir um að samkomulag kunni að vera að nást í friðarviðræðunum í Dayton. Gagnrýndi Mike McCurry, blaðafulltrúi Bill Clintons Bandaríkjaforseta, niðursíöðuna harðlega. Sagði hann forsetann telja hana „ótímabæra truflun á friðarferli sem er svo nærri því að leiða til lausnar á ófriðnum á Balkanskaga". Muhamed Sacirbey, utanríkisráðherra Bosníu, tilkynnti í gærmorgun að hann hefði boðist til að segja af sér til að rýma fyrir Króata í ríkisstjórn Bosníu. Hann myndi þó áfram taka þátt í friðarviðræðunum í Dayton og ekki láta af embætti fyrr en þeim væri lokið. „Slæmur friður er betri en stríð," sagði hann. Fulltrúadeildin bandaríska samþykkti Sacirbey utanríkisráð- herra Bosníu býðst til að segja af sér frumvarp um bann við þátttöku bandarískra hermanna í aðgerðum í Bosníu með 243 at- kvæðum gegn 171. Jafnvel þótt öldungadeild- in staðfesti niðurstöðu fulltrúadeildarinnar er fullvíst talið að Clinton muni beita neitun- arvaldi til að fella frumvarpið úr gildi. Clinton hyggst senda um 20.000 manna herlið til Bosníu sem hluta af friðargæsluliði Atlants- hafsbandalagsins í landinu. Tilkynning Sacirbeys um afsögn í gær kom mjög á óvart en hann er sá stjórnmálamaður bosnískur sem þekktastur er á Vesturlöndum. Hann var sendiherra Bosníu hjá Sameinuðu þjéðunum áður en hann var skipaður utanrík- isráðherra. Afsögn vegna deilna við Silajdzic? Sacirbey bauðst til þess að láta af emb- ætti svo að Króati gæti tekið sæti í stjórninni til að styrkja ríki múslima og Króata í Bos- níu. Sagði hann að sér virtist hvorki farar- snið á Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, né Haris Silajdzic, forsætisráðherra, og því hefði hann ákveðið að víkja. Silajdzic bauðst tií að segja af sér í júlí sl. vegna ósamkomlags við Sacirbey en sá síðar- nefndi neitaði því að ákvörðun sín tengdist fréttum af ósamkomulagi þeirra. í júlí neitaði Izetbegovic að samþykkja afsögn Silajdzie og það sama gæti orðið uppi á teningnum nú. © Islenskt fræðasetur í sjávarplássi 16 Hernámið í nýju ljósi VIDSKIPnAIVINNULÍF OO Á SUIMIMUDEfil LJÍmá ASUNNUDEGI SJONVARPSSTJORI ÁRÉTTRIHILLU ;„¦--.-¦-—í ($iA^s\ ffl^^^^^B 'k^úft' Ttzrmeklœ m3SI WrjRtiSBlX' ,- ;^KJ| #• *Hk 1 ^y iÆs3& jLJBww ffiw&mll BEÐIÐ EFTIR FRIÐI B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.