Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 19/11-25/11. ►VARNARLIÐSMENN á Keflavíkurflugrelli eru nú 744 færri en fyrir tveimur árum, sem er nær tvöfalt meiri fækkun en gert var ráð fyrir í byrjun síðasta árs, þegar samkomulag náðist við Bandaríkja- stjórn um breytingar á varnarviðbúnaði í Kefla- vík. ►SKATTAR af bifreiðum verða tæpir 18 milljarðar króna á þessu ári og auk- ast um tæpan milljarð frá síðasta ári. Ríkisvaldið hefur beint skattlagningu af bílum meira yfir á bif- reiðanotkunina en bif- reiðakaupin og jafnframt aukið skattlagninguna. ►SAMHERJI hf. á Akur- eyri hefur keypt helming hlutafjár í þýska útgerðar- fyrirtækinu Deutsche Fischfang Union í Cuxhav- en. Þýska útgerðarfyrir- tækið er með 7.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi og 15.000 tonna síldar- og makrílkvóta í Norðursjó. ► L ANDLÆKNIR hefur varað við neyslu á Mansj- úríu-sveppatei og segir dæmi um alvarlegar sýk- ingar og dauðsföll erlend- is, vegna slíkrar te- drykkju. ►HAGKAUP hefur kært úrskurð samkeppnisráðs, um að undanþiggja bók- sölu frá ákvæðum sam- keppnislaga, til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Fer fyrirtækið fram á að ákvörðunin verði felld úr gildi, eða samkeppnisráði gert að taka málið fyrir á ný og Ieita eftir rökum Hagkaups. 28 milljarðar króna afskrifaðir RlKISSJÓÐUR hefur þurft að af- skrifa samtals 27,7 milljarða króna á árunum 1990-1994 af opinberum gjöldum, sem ekki hefur tekist að innheimta á þessum fimm árum. Árið 1990 voru rúmir 4,5 milljarðar afskrifaðir, árið 1991 nam upphæð- in 2,7 milljörðum, 1992 töpuðust kröfur upp á tæpa 5 milljarða, árið 1993 var upphæðin nær tvisvar sinnum hærri, eða rúmir 9 milljarð- ar og á síðasta ári 6,5 milljarðar. Þessar tölur miðast við verðlag síð- asta árs. 10% skattur á fjár- magnstekjur SKATTUR á fjármagnstekjur er talinn skila ríkissjóði 8-900 milljón- um króna á ári.. Nefnd um fjár- magnstekjuskatt miðar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, við að lagður verði 10% skattur á vexti, leigutekjur, arð, sölu- og gengis- hagnað. Eina undanþágan, sem veitt verður frá skattheimtu, er sú, að lífeyrissjóðir verða undanþegnir skattinum. Færri félagslegar íbúðir UMSÓKNIR hafa borist til Hús- næðisstofnunar ríkisins um lán til byggingar á um 700 félagslegum íbúðum. Umsóknirnar eru flestar frá sveitarfélögunum á suðvesturhorni landsins og félagasamtökum. Láns- umsóknum hefur fækkað mjög á síðustu árum, en þær hafa að jafn- aði verið 15-1600 á ári síðustu árin. Samdrátturinn er nær allur á lands- byggðinni. Líkur á samkomulagi í Bosníu BANDARÍSKIR embættismenn voru á fimmtudag vongóðir um að sam- komulag mynd nást á næstu dögum um frið í Bosníu í viðræðunum í Dayton, Ohio. Ákvað Warren Christ- opher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að stj'tta Asíuför sína og halda til Dayton. Stríðsglæpadómstóll Sam- einuðu þjóðanna í Haag ákærði Rado- van Karadzic og Ratko Mladic, helstu leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir að hafa skipulagt ijöldamorð á allt að 6.000 múslimum eftir fall Srebrenica í sum- ar. Fjárlagadeila í Bandaríkjunum LEIÐTOGAR repúblikana og demó- krata á Bandaríkjaþingi voru í vik- unni sammála um að ekkert hnikað- ist til í fjárlagadeilunni sem valdið hefur eins konar greiðslustöðvun hjá alríkisstjórninni. Varaði Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana í full- trúadeildinni, við því að deilan gæti staðið í þijá mánuði. Ljóst er af skoð- anakönnunum að almenningur kennir repúblíkönum um ástandið. Lafontaine sigrar Seharping OSKAR Lafontaine, forsætisráðherra Saarlands, vann á* fimmtudag óvænt- an sigur á Rudolf Scharping í leið- togakjöri í Jafnaðarmannaflokknum þýska. Hefur mikil óánægja verið innan flokksins með forystu Scharp- ings og sigraði Lafontaine hann með yfirburðum þrátt fyrir að framboð hans hefði ekki verið undirhúið. ►FRANSKA þingið lýsti á miðvikudag yfir stuðn- ingi við áform stjómar- innar um viðamestu um- bætur á franska velferð- arkerfinu í rúm 30 ár. Boðaði Alain Juppe, for- sætisráðherra landsins, strangar sparnaðarað- gerðir og nýjan tekjuskatt til að greiða uppsafnaðar skuldir. ►LECH Walesa, forseti Póllands, hefur náð naumri forystu á Aleks- ander Kwasniewski, fyrr- verandi kommúnista, á lokadögum kosningabar- áttunnar fyrir forseta- kosningar. Síðari umferð- in fer fram í dag. ►FELIPE Gonzales, for- sætisráðherra Spánar, sagði í vikunni að Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, yrði „frábær“ sem framkvæmdasljóri Atlantshafsbandalagsins. ►SEX manns létust og 60 slösuðust í sprengjutil- ræði við þjálfunarstöð saudi-arabíska hersins í Riyadh. Fjórir hinna látnu voru Bandaríkjamenn og beindi sprengingin at- hygli að mikilli hemaðar- uppbyggingu Bandaríkj- anna á Persaflóasvæðinu frá 1991. ►LIAMINE Zeroual, starfandi forseti Alsír, bar sigurorð af andstæð- ingum sínum i forseta- kosninum þar í Iandi á fimmtudag. Fékk hann rúm 60% atkvæða. INNLENT HoIIenskir blómaframieiðendur staddir hériendis Áform um víðtækan útflutning plantna HÉR á landi voru í liðinni viku stadd- ir tveir hollenskir blómaframleiðend- ur til að kanna aðstæður fyrir rækt- un hérlendis, með víðtækan útflutn- ing í huga. Þeir hafa óskað eftir 1.000-4.000 fermetra gróðurhúsi til leigu í eitt til tvö ár frá og með áramótum, í tilraunaskyni, en beri sú tilraun árangur hyggjast þeir reisa gróðurhús hérlendis, að sögn Bjarna Finnssonar eiganda Blóma- vals. Hann segir Hollendingana hafa í huga að byggja .um 10 þúsund fer- metra gróðurhús eða um einn hekt- ara, beri tilraunin árangur, sem sé talsvert í ljósi þess að samanlögð stærð íslenskra gróðurhúsa sé um 17 hektarar. Hollendingar stunda pottaplönturæktun bæði í Hollandi, þar sem aðalstöðvar þeirra eru, og í Bandaríkjunum. Telja aðstæður viðunnandi Ráðuneyti og opinberar stofnanir hafa að sögn Bjama almennt tekið Hollendingunum vel og veitt greið svör og liðsinni. „Þeir telja ákveðnar hugmyndir ganga upp með ræktun hér og vilja vinda sér í það hið fyrsta. Þeir telja öll skilyrði hér á landi varðandi reglur og aðstæður að- gengileg og í fremur föstum skorð- um, sem er breyting frá því sem var fyrir kannski áratug. Þeim finnst jafnvel flutningskostnaður þolanleg- ur, í samanburði við bílfrakt erlend- is,“ segir Bjarni. Hann segir erfítt að áætla hversu miklir fjármunir gætu fylgt umsvif- um Hollendinganna hérlendis, en segir þó ljóst að talsverðar tekjur verði af notkun á hráefni, hita, ljós- orku o.s.frv. Hundruð þúsunda plantna Bjarni kveðst bundinn trúnaði hvað áform Hollendinganna um ræktun varðar, en stefnt sé að út- flutningi á nokkur hundruð þúsund plöntum. „Ef að þeir ráðast hins vegar í fulla framleiðslu, er sjálfsagt verið að tala um nokkrar milljónir platna sem fluttar yrðu á Evrópu- markað í gegnum Holland,“ segir Bjarni. Öskubíllinn þrifinn eftir dagsverkið Morgunblaðið/Kristinn Fyrrum yfirlögreglu- þjónn krefst bóta GUNNAR Guðmundsson, fyrrum yfirlögregluþjónn á Siglufirði, telur brottvikningu sína úr starfi hafa verið ólögmæta og krefur ríkissjóð um 12,9 milljónir króna í dómsmáli sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í vikunni. Gunnar var sýknaður í Hæsta- rétti í nóvember 1994 af öllum kröf- um í sakamáli sem höfðað var gegn honum og fyrrum sýslumanni á staðnum en sýslumaður var sakfelld- ur í málinu. Áður hafði hann einnig verið sýknaður í héraðsdómi. Honum var vikið frá störfum í október 1993, áður en refsimálið var höfðað. Kröfur hans byggjast á því að í bréfi því, þar sem dómsmálaráðherra vék honum frá störfum, hafi verið tilgreindar þær brottvikningar- ástæður að Gunnar hafi í tvö til- greind skipti gerst sekur um refsi- vert athæfi í starfi sínu. Ríkissak- sóknari ákærði hann vegna þeirra atriða sem tíunduð voru í bréfi ráðu- neytisins en hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur féllust á að sekt Gunn- ars væri sönnuð og sýknuðu hann af öllum kröfum. Jónatan Sveinsson, lögmaður Gunnars, hélt því fram við málflutn- inginn í vikunni, að þar sem Gunnar hefði verið sýknaður af þeim ákær- um, sem ráðuneytið hefði tilgreint sem forsendur þess að honum væri vikið úr starfi, bæri honum bætur úr ríkissjóði enda forsendur brott- vikningarinnar fallnar um sig sjálfar. Með því að víkja Gunnari frþ með- an málið var enn til rannsóknar hjá lögreglu - áður en ríkissaksóknari ákvað málshöfðun og áður en dómur fjallaði um málið - hefði ráðuneytið vikið frá vénjulegri meðferð mála af þessu tagi, sem auk þess væri rétt að viðhafa með hliðsjón af meðalhófs- reglu stjómsýslulaga. Auk þess taldi Jónatan að við rannsókn málsins hefði ekki tekist að afla traustari sönnunargagna en svo gegn umbjóðanda sínum að hæpið hefði verið að ákæra hann. Ríkissaksóknara hafí hins vegar í raun verið nauðugur sá kostur að ákæra Gunnar eftir að ráðherra hafði gefið út yfirlýsingu um að maðurinn hefði gerst sekur um refsi- verðan verknað. Jón G. Tómasson ríkislögmaður krafðist þess að ríkissjóður yrði sýknaður af kröfum Gunnars. Jafn- vel þótt hann hefði verið sýknaður af ákærum stæðist embættisfærsla hans í fyrrgreindum tilvikum ekki þær kröfur sem gera yrði til lög- reglumanna, sem ætlast væri til að sæju um að aðrir brytu ekki lög. Atferli Gunnars, sem hefði m.a. gefíð út efnislega röng vottorð um það, hvernig staðið hefði verið að verðmætamati tollskyldra hesta- kerra sem fluttar voru til landsins um Siglufjörð, hefði valdið því að hann hefði rýrt sig trausti sem al- menningur og ríkisvaldið yrði að geta borið til lögreglumanna. 12,9 milljónir í bætur og 15 mánaða laun Fram kom að eftir sýknudóm Hæstaréttar hefði dómsmálaráðu- neyti hafnað málaleitan Jónatans Sveinssonar, fyrir hönd Gunnars, um viðræður um bætur honum til handa eða að lausn málsins gæti falist í því að hann fengi að sækja um embættið að nýju. Embætti yfírlög- regluþjóns á Siglufirði hefur ekki verið veitt frá því að Gunnari var endanlega vikið frá störfum í októ- ber 1993. Kröfurnar um 12,9 milljóna króna bætur byggjast á tekjutapi hans, töpuðum lífeyrisréttindum og að auki er gerð krafa um miskabætur, sem nemi 15 mánaða launum yfir- Iögregluþjóns. Gunnar starfaði í lög- reglunni á Siglufirði frá árinu 1967 og hafði að sögn lögmanns síns aldr- ei hlotið áminningu fyrir brot í starfí þegar honum var vikið frá, fyrst um stundarsakir og síðan til frambúðar á fyrrgreindan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.