Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN Óli Hilmarsson fuglafræðingur skoðar lífið í fjörunni. Hann mun leiðbeina í skoðunarferðum um Sandgerðistjamir, sem iða af lífi, og í fjöru- og bjargferðum. Morgunblaðið/Rax KRISTÍN Hafsteinsdóttir skoðar fugla i sýningarskáp í Fræðasafninu, Islenskt fræðasetur í sjávarplássi í Sandgerði er að fæðast umhverfistengt ferða- og fræðasetur, byggt á íslenskum veruleika á staðnum og á því ekki sitt líka í heiminum, að því er forstöðukonan Kristín Hafsteinsdóttir tjáði Elínu Pálmadóttur. En safnið tengist sjónum, flörunni, fiskinum, fuglinum og ferksvatnslífínu í umhverfmu og er aðgengilegt almenningi og skólum, um leið og það tengist fræðimönnum og rannsóknum. GUÐMUNDUR Víðir Helgason, forstöðumaður botndýrarann- sóknastofunnar á neðri hæðinni, var ásamt Kristínu Hafsteinsdótt- ur að setja upp fyrstu sýninguna í Fræðasetrinu. FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði er mjög metnaðarfullt verkefni. Það skynjar maður um leið og komið er á staðinn. Jafnframt teygir það anga sína í margar áttir. Heima- höfn er þó ekki í háreistri glæsi- byggingu, heldur gamalli langri tveggja hæða fiskhúsalengju, sem hýsir á neðri hæðinni fiskmarkað- inn, beitingarskúra og nýju botn- dýrarannsóknastöðina með rann- sóknum á lífríki sjávarbotns á ís- landsmiðum. Það voru því umsvif og líflegt er blaðamaður leit þar inn í vikunni þegar verið var af kappi að ganga frá fræðasafninu á loftinu fyrir formlega opnun þess. Karlamir voru að ljúka við að beita línuna í nokkrum skúranna, kaupendur streymdu að til að bjóða í og kaupa glænýjan fiskinn í Fiskmarkaði Sandgerðis og í vel búinni rannsóknastöðinni sátu 11 konur úr Sandgerði við víðsjár við að flokka sýni. For- stöðumaður hennar, Guðmundur Víðir Helgason sjávarlíffræðingur var að setja upp fyrstu sýninguna í Fræðasafninu uppi. 0g úti fyrir eru þessar dýrmætu Sandgerði- stjarnir og fjaran með sitt auðuga Iífríki, svo og höfnin. Og fugl er þarna á sjónum og á tjörnunum allan ársins hring. Ekki fer á miili mála að Sand- gerði er rakinn staður fyrir fræða- setur um allt sem viðkemur sjó og sjávarfangi. Þetta er einn elsti útgerðarstaður á landinu. Bændur stunduðu útgerð á tímum áraskipa og með tilkomu vélbáta varð Sand- gerði landskunn verstöð. Alla þessa öld hefur þar verið mikil útgerð og fiskverkun, sem þróast hefur eftir því sem við á á hveijum tíma. Þar landa nú 110 bátar og höfnin kemur næst á eftir Reykja- vík ef miðað er við landaðan afla. Allt ber þessa merki og tekið er vel á móti því ferðafólki sem sýn- ir áhuga á að fræðast um útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Þarna eru varðveittar trönur, fískhjallur og saltfiskur breiddur og frysti- húsin eru í gangi steinsnar frá Fræðasetrinu. Kettlingatjörn heitir bæjartjörn- in rétt hinu megin götunnar og handan hennar fallegt gamalt hús, gamli Sandgerðisbærinn, sem Ly- onsklúbburinn á og heldur við. Tjarnirnar beggja vegna vegar iða af lífí. Við Kristín röltum áfram að Sandgerðistjörn, sem hún segir alveg einstaka hvað lífríki varðar. Mikill gróður og mikil mergð smá- dýra í tjörnunum eru undirstaða fuglalífsins á þeim, en orsökin fyr- ir fjölskrúðugu fuglalífi í fjörunum er þangflugan, einkennisfluga staðarins. Hún fylgir þanginu og um leið og örlítið hlýnar klekst eitthvað út af henni. Segir Kristín mér að ætlunin sé að leggja stíg að tjörninni, svo að gestir geti rölt þar út. Fuglaparadís Feikilegt fuglalíf er á tjörnunum og á sjónum: Hvergi fleiri fugla að sjá. Fuglaáhugamenn hafa árum saman sótt til Sandgerðis. Þar fer fram hefðbundin fuglataln- ing á gamlársdag og hafa sést þar 33 fuglategundir. Nú voru á tjöm- inni mest endur og álftir - og svartbakurinn. Hann verður að vera líka, segir Kristín, því það er hann sem þrífur og heldur öllu hreinu. Við erum með sjónauka frá Fræðasetrinu, sem fólk á að geta fengið leigða á staðnum. Fræðásetrið mun efna til fugla- skoðunarferða undir leiðsögn Jó- hanns Óla Hilmarssonar fugla- fræðings, Árna Waage og fleiri. Einnig til siglinga undir Eldey og Hafnaberg þegar veður leyfir til að sjá bjargfuglana. En Jóhann Óli mun setja upp fuglasýningu í safninu og ljósmyndasýningu á vetrum. Kristín segir að Fræða- setrið muni leggja kapp á að vera viðkomustaður fuglaskoðara, þar sem upplýsingum frá þeim verði safnað, svo að þeir geti fylgst með því hvað sjá má á staðnum á hveij- um tíma. Og hafa fuglaskoðarar sýnt málinu mikinn áhuga. Aður en lengra er haldið og sest niður til að fræðast um hvað þarna er verið að byggja upp, spyijum við Kristínu hvernig hún, bókmenntafræðingurinn og dag- skrárgerðarkonan, hafi lent á þessari hillu. Hún kveðst nú eigin- lega vera sjókona, eftir ellefu ára störf hjá Hafrannsóknastofnun. Hún vann síðast hjá Sjávarútvegs- stofun HÍ. Þegar hún hætti þar var byijað að setja upp safnið í þessu gamla húsi, sem stóð þarna •til reiðu í SandgerðL Bæjarstjór- inn, Sigurður Valur Ásbjarnarson, hafði gripið þessa hugmynd á lofti og hefur gengið af miklum krafti og áhuga í að gera hana að veru- leika. Hann réð Kristínu til Fræða- safnsins. Fræðsla fyrir skólana Hugmyndin er að þarna verði ferðamanna- og fræðslusetur. Út- færslan er nokkuð margbrotin og margir aðilar koma þar inn í með ýmsu móti, enda er fjölbreytnin mikil. Sandgerðisbær stendur að því, en ýmsir aðilar, einstaklingar og stofnanir hafa komið til aðstoð- ar, svo sem Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknastofnun, HÍ o.fl. Fræðasetrið býður upp á tengsl við náttúru staðarins og lögð áhersla á að allir séu velkomnir, innlendir sem erlendir, sér til ánægju og fræðslu. Eitt af markmiðum fræðaset- ursins er að fullnægja þörf menntastofnana á Reykjanes- og Reykjavíkursvæðinu fyrir að- gengilegan stað til náttúrufræði- kennslu tengda sjó og tjörnum, fuglum og fjöru. Nemendum grunn- og framhaldsskóla er séð fyrir mismunandi verkefnum í sambandi við kennslu í umhverfis- fræðum. Sigurður H. Jesson kenn- ari hefur útbúið slíkt kennsluefni fyrir grunnskóla, sem vilja koma með nemendur til að vinna að verkefnunum. Og voru kennarar af svæðinu boðnir til að kynna sér þetta efni sl. miðvikudag. Þá er gert ráð fyrir að tekin séu sýni úr fjörunni, komið með þau inn og skoðað í víðsjám, sem eru til reiðu í safninu. Líka hægt að skoða þar sýni frá botndýrarannsókna- stöðinni á neðri hæðinni, sem Guð- mundur Víðir hefur útbúið. Þar er margt forvitnilegt að sjá, sem illa sést með berum augum. Þá er ætlunin að hafa aðstöðu þarna til að krylja fiska og önnur sjávardýr undir leiðsögn. Einnig eru í safninu í glerbúrum skeldýr, fískar og annað forvitnilegt úr sjónum, sem hægt er að fá lifandi úr bátunum. Hljóta margir að nýta sér þetta, þar sem sáralítil kennsla hefur verið í grunnskólun- um á þessu sviði. En einnig er miðað við þarfir stúdenta við HÍ, Kennaraháskólann, og ýmissa endurmenntunarnámskeiða. En markmið Fræðasetursins er þó ekki síður að fræða hinn almenna ferðamann og hvetja hann til nátt- úruskoðunar. Miðað er við að hann skoði sýningar og fái margskonar fræðsluefni inni í Fræðasetrinu, um leið og hann er jafnframt hvattur til að fara út í náttúruna og skoða sjálfur eða undir leið- sögn. Sýningar og fyrirlestrasalur I salnum uppi var verið að útbúa sýningu. Náttúrufræðistofnun ís- lands hefur gefið safninu fugla til uppsetningar í sýningarbás. Þar hefur ýmsum þeim fuglum sem auðveldast er að finna í Sandgerði verið komið fyrir á skemmtilegan hátt í sýningarbás. Og þarna eru uppstoppaðir fuglar, teista og lóm- ur, sem má snerta. í sýningarbásn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.