Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 13 LISTIR__ Skuggalegar þreifingar VLADÍMÍR Zhírínovskíj skvettir úr glasi sínu á ríkisstjóra Nizhní Novgorod i sjónvarpsviðtali. Uppátæki á borð við þetta duga til þess að halda Zhírinovskíj í fréttunum í Rússlandi en telja má hæpið að flokkur hans sigri í kosningunum í desember líkt og hann gerði 1993. kosninganna. Þá er þess að geta að samkvæmt stjórnarskránni tekur Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra við forsetaembættinu reynist Jeltsín ófær um að sinna því af heilsufars- ástæðum. Tsjernomyrdín stýrir hins vegar „miðju-flokki“ sem nefnist „Heimili vort er Rússland". Þessi flokkur forsætisráðherrans virðist ekki ætla að fá það fylgi sem honum var upphaflega spáð. Tsjernomyrdín nýtur á hinn bóginn umtalsverðrar virðingar á Vesturlöndum enda kunna menn því best þar að eiga viðskipti við kunnugleg andlit. Forsætisráðherrann er maður yf- irvegaður og athyglisvert er að hann hefur ekki varað á opinberum vett- vangi við skelfilegum afleiðingum þess að kommúnistar vinni sigur í þingkosningunum. Bent hefur verið á að þeir Tsjernomyrdín og Tsjúg- anov hafa á sínum tíma starfað sam- an í miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Þeir eru á líkum aldri, báðir rúmlega fimmtugir, og báðir skilgetin afkvæmi „kerfisins". Freistandi er því að álykta á þann veg að samstarf muni takast með þessum flokkum. Tsjernomyrdin hafi þörf fyrir fjöldafylgi kommúnista sem hafi þörf fyrir stöðu og virðingu forsætisráðherrans, ekki síst þar sem hann kann að taka við stjórnar- taumunum, a.m.k. um tíma, reynist heilsuleysi Jeltíns alvarlegt. Afturhvarf en ekki endalok Rússneskir „umbótasinnar", sem ef til vill væri réttara að nefna „bylt- ingarmenn", hafa í yfirlýsingum sín- um ítrekað varað við að allt það starf sem unnið hafi verið í Rússlandi á undanförnum árum geti að engu orðið sigri afturhaldsöflin í kosning- unum í desember. Þessi ótti er ástæðulaus en mikilvægar breyting- ar hafa engu að síður átt sér stað í Rússlandi sem birtast munu í þess- um kosningum. Rússar upplifa upp til hópa stöðu sína á þann veg að Vesturlandamenn sýni þeim ekki til- hlýðilega virðingu og margir gráta af þeim sökum endalok heimsveldis- ins. Raddir í þær veru munu magn- ast eftir þessar kosningar og á þeim vettvangi, líkt og efnahagsmálunum, má búast við ákveðnu afturhvarfi til fortíðar. Hið ánægjulega er þó ef til vill það, að sömu lögmál gilda nú um rússnesk stjórnmál og önnur. Þar, líkt og á Vesturlöndum, greiða menn fyrst og fremst atkvæði með tilliti til afkomu sinnar. Hugmyndafræði „byltingarmannanna" hefur engu breytt um lífskjör gífurlegs fjölda fólks og rýrt mjög kjör annarra. Margir munu kjósa að sitja heima en aðrir munu nýta kjörseðilinn til að koma óánægju sinni til skila. LEIKLIST Lcikíclag Vcrslunar- skóla íslands MYRKUR Höfundur Frederick Knott. Leik- stjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leik- endur: Eyrún Valsdóttir, Davið Hauksson, Kjaitan Vilhjámsson, Haukur Þór Hannesson, Iris María Stefánsdóttir, Guðleifur Kristjáns- son, Anna María Geirsdóttir og Georg Haraldsson. Hátíðasal VI, 13. nóvember. GERÐ hefur verið kvikmynd eftir tveimur þekktustu leikritum Fred- ericks Knotts. Hitchcock kvikmynd- aði „Dial M for Murder" með Grace Kelly í aðalhlutverki og síðan var myndin Myrkur (Wait until Dark) sett á filmu og þar lék Audry Hep- burn aðalhlutverkið, blinda konu sem verður fyrir barðinu á skúrk- um ... Ég var á þeim aldri þegar ég sá myndina og Audry að mig langaði mest til að hlaupa upp á tjaldið og halda utan um hana og bjarga henni frá vondu köllunum og vera síðan mikið góður við hana. Hún er nú látin, blessunin. Hún var í huga mínum hin dyggðum prýdda mær og skilgreindi fyrir mér ungum kvenlega fegurð. Ég veit að hefði ég fengið að leggja hönd á vanga hennar hefði hönd mín brunnið upp til agna undan fullkomnun hennar. Þetta leikrit sem Verslingar hafa nú endurvakið á sínu sviði fjallar um tilraun þriggja skúrka til að finna dúkku fulla af eiturlyfjum í íbúð þar sem blind kona býr. Hér er lögð áhersla á sambland spennu og kímni og það er erfitt með óreyndum leik- urum. Leikstjórinn, Hilmir Snær, hefur þó nokkur tök á glaðbeittu leikaragenginu og hefur tekist, þrátt fyrir allt of nauman æfingatíma, að fá þau til að lifa sig nokkuð inn í hlutverk sín. Sú blinda Susy þreifar sig áfram í túlkun Eyrúnar Valsdótt- ur og krimmararnir eru til skiptis þreifandi vitlausir og þuklandi fyndnir. Þar er ekki hægt að nefna einn öðrum fremur en víst er að áhorfendur voru vel með á nótunum og hlógu stundum að vinum sínum vandræðast upp á sviðinu, en það er skemmtun sem líðst og er að auki nokkuð skemmtileg í áhugaleik- húsi sem er sakleysislega skemmti- legt, eins og barnasýning þegar svo ber undir. Og þarna bar þannig und- ir. Ekki magnaðist spennan svo á sviðinu að ég gripi um stólbríkurn- ar, enda aðstaðan til að skapa hana ekki upp á marga fiska, lýsing ein- hæf, tónlistin ekki sérlega grípandi, en þó rétt valin, og leikarar lítt æfð- ir í að tjá innri átök. Líka mátti að því frnna að leikmynd virtist hafa verið hent saman í of miklum flýti. Samt var þetta þokkalegasta kvöld- stund, þrátt fyrir hálftima seinkun. Verslingar hafa sýnt það og sannað á síðari árum að þeim er til alls trú- andi á söng- og skemmtileikjasviðinu og það er gott til þess að vita að í þeim skóla skuli líka vera lögð rækt við hefbundnari leik á sviði. Guðbrandur Gíslason lúiiÍiLi ÚJ J 6. kynslóöín af Honda Civlo, árgerö '1996, býður meiri gæði, meiri kraft og meira rýml fyrir þig og farþega þína en almennt stendur til boða é markaðinum í dag. Verðið, sam skiptir okkur öll miklu málí á tímum þrenginga, mun koma þér verulega á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.