Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafninu Rómantísk stemning RÚSSNESK rómantík er yfir- skrift tónleika sem Kammersveit Reykjavíkur heldur í Listasafni Islands á morgun, mánudag, kl. 20.30. A efnisskránni verða fimm verk eftir rússnesk tónskáld sem voru uppi á tímabilinu 1804-1936. Leikin verða 5 smálög fyrir flautu, fiðlu og píanó eftir C. Cui, Elegie fyrir strengjakvart- ett eftir A. Glazunov, Adagio fyrir hörpu og strengjakvartett eftir P. Tchaikovsky, Serenaða um Önnu Boleyn við stef eftir Donizetti fyrir píanó, hörpu, fag- ott, horn, víólu, selló og kontra- bassa eftir M. Glinka og síðast en ekki síst Souvenir de Florence fyrir strengjakvartett eftir P. Tchaikovsky. Að sögn Rutar Ingólfsdóttur, sem er í stjórn kanimersveitar- innar, vildi sveitin kynna rúss- neska kammermúsik frá þessum tíma en hún hefur hingað til flutt nýrri verk frá Rússlandi. „Við höfum hingað til leikið töluvert af verkum eftir yngri tónskáld, svo sem Shostakovich, Stravin- sky og Prokofíev en nú erum við að kynna jarðveginn sem þeir og fleiri 20. aldar tónskáld frá Rúss- landi spruttu úr. Glinka er til dæmis kallaður faðir rúss- neskrar tónlistar því það var hann sem byijaði að semja í hin- um þjóðlega anda og endurvekja þjóðernisstefnu í landinu. Við erum líka með verk eftir C. Cui sem var einn af svokölluðum Morgunblaðið/Kristinn GEFIÐ verður sýnishorn af því sem var að gerast í rússnesku tónlistarlífi um síðustu aldamót á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur á morgun. Frá æfingu. fimmmenningum í Rússlandi sem börðust fyrir þjóðlegu stefnunni. Til mótvægis við þá tvo erum við svo með verk eftir Tchaikovsky sem fylgdi alþjóðlegu stefnunni. Þetta voru tvö grunnöfl í rúss- nesku tónlistarlífi sem tókust á rétt fyrir aldamótin síðustu. Við erum þannig að gefa sýnishorn af því sem var að gerast í Rúss- landi um síðustu aldamót." Rut segir að þetta séu allt mjög áheyrileg verk. „Þau eru virkilega rómantísk og falleg. Sum eru frekar í léttari kantin- um, eins og verk Glinka en í því er hljóðfæraskipan líka óvenju- leg, þar sem píanó og hörpu er skipað saman. Segja má að þung- amiðjan í efnisskránni sé svo strengjasextettinn eftir Tchaik- ovsky. Þetta verk minnir nokkuð á sinfóníu hans, er bæði hug- Ijúft, fallegt og stórbrotið verk. Eg er því sannfærð um að það verður rómantísk stemmning í Listasafninu á mánudagskvöld." Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir RITNEFND Búkollu: Ármann Halldórsson, Þorsteinn Bergsson og Sigmar Magnússon. Austfirsk Búkolla Tónleikar Styrkt- arfélagsins í vetur Listavika - hverfishátíð VIKUNA 20.-25. nóvember verður Listavika í félagsmiðstöðinni Ár- seli. Eins og sjá má hér fyrir neðan verðum þar fjölbreytt starf í gangi og ýmislegt verður gert. Frá mánudegi til miðvikudags verður svokölluð listasmiðja í gangi. Þar fást unglingarnir við verkefni eins og skartgripagerð, jólakortagerð, leir, baka piparköku- hús, fluguhnýtingar, jámskúlptúr, trölladeig, trönumálningar og vinna að stóru mósaíkverki sem mun prýða veggi Ársels um ókomna framtíð. Einnig er módel- smíði og hugmyndaförðun. Sem sagt mikið úrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmtudagskvöldið er listakvöld. Þá verða tilkynnt úrslit úr ljóða- og smásagnakeppni Ársels og Ár- bæjarskóla. Föstudagskvöldið er kaffihúsakvöld þar sem unglingam- ir úr Árbænum sjá um tónlistina. Hverfishátíð Laugardaginn 25. nóvember er hverfishátíð í Árseli. Þá er húsið opið fyrir hverfisbúa milli kl. 14 og 16. Á hátíðinni verður sýndur afrakstur Listavikunnar og sýndar verða svipmyndir úr starfinu í vet- ur. Dagskráin felst einnig í skemmtiatriðum frá unglingunum og Söngsystur flytja nokkur lög. Við fáum góða gesti í heimsókn til okkar alla vikuna og má þar nefna Hrein Pálsson heimspeking og Braga Ólafsson ljóðskáld. -----» ♦ ♦----- Ólafía Hrönn í listaklúbbnum MÁNUDAGINN 20. nóvember mun Ólafía Hrönn Jónsdóttir syngja í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans ásamt Tríói Tómasar R. Einars- sonar. f tríóinu eru auk Tómasar sem leikur á kontrabassa, Þórir Baldursson, píanó og Einar Schev- ing, trommur. Dagskráin á mánudagskvöldið er tvískipt. Fyrri hluta kvöldsins mun Ólafía Hrönn flytja nokkur af vinsælustu lögum Ellu Fitzger- ald og sagt verður frá lífi þessarar drottningar jassins. Seinni hluti dagskrárinnar er tileinkaður Kossi, nýútkomnum geisladiski. Tónlistin og textarnir á þessum geisladiski eru að stærstum hluta eftir Ólafíu Hrönn og Tómas R. og flytjendur auk Ólafíu og Tómasar eru Þórir Baldursson og Einar Scheving. Dagskráin hefst kl. 20.00 BOKMENNTIR F r æ ð i r i t BÚKOLLA V. bindi Sveita og jarða í Múlaþingi. Sveitahreppar í Múlasýslum frá Lnganesi að Lónsheiði. Búnaðarsam- band Austurlands 1995 - 704 síður. FYRIR um tuttugu árum komu út fyrstu fjögur bindin af Búkollu þessari. í þeim bókum var fjallað ítarlega um allar jarðir í Múlaþingi sem hafa verið í byggð frdm yfir aldamót og ábúendatal rakið til árs- ins 1973. Þetta bindi tekur við af þeim fyrri og telur ábúendur til árs- loka 1993 og jafnvel eitthvað fram- eftir árinu 1994. Hver hreppur er tekinn fyrir sig og byijað á þeim nyrsta, Skeggja- staðahreppi, og endað syðst, á Djúpavogshreppi (áður Geithellna- hreppi). Byijað er á almennri lýsingu hreppsins og mjög gott kort er af hveijum hreppi. Síðan koma einstak- ar jarðir frá norðri til suðurs taldar. Jarðarlýsing er, mynd af bænum, ábúendatal og mynd af núverandi ábúendum. Allar myndir eru í litum og hafa langflestar verið teknar fyr- ir þessa bók af Sigurði Mar Halldórs- syni ljósmyndara á Miðhúsum. Gott samræmi er því í myndum. Hver jörð telur eina blaðsíðu. Að loknu tali þeirra jarða sem búið er á kem- ur yfirlit yfir jarðir sem fóru í eyði á árunum 1974-1993. Er stuttlega gerð grein fyrir hverri jörð. Þá er skrá yfir jarðir sem fóru í eyði á árunum 1901-1993. Skrá yfir bún- aðarástand í hreppnum er í lok hverrar umfjöllunar. Þar er talið fólk og fénaður, túnstærö og heyfengur á hverri jörð og að lokum heildarsam- antekt fyrir allan hreppinn. Á þennan hátt eru allir hinir tutt- ugu og fjórir hreppar í Múlasýslum báðum teknir fyrir og er það að sjálf- sögðu mikil lesning, sem frekar skoðast sem uppflettirit en tóm- stundalesning. Að Ioknu jarðatali í hreppunum er Búnaðarsaga Múlaþings 1973- 1994. Það er allmikil og vönduð frá- sögn sem fengur er að. í bókarlok er skrá yfir ábúendur og íbúa. Jarða- tal í stafrófsröð hefði gjarnan mátt vera einnig. Auðséð er af lestri þessarar bókar að allmikið hefur breyst um bún- aðarhætti í Múlaþingi á umliðnum tveimur áratugum. Fyrrum var hér mikil sauðíjárrækt enda miklar af- réttir víða og vel grónar á stórum flæmum. Þegar best lét var sauðfé nokkuð á annað hundrað þúsund. Hefur þá vafalaust stundum verið fjörugt í réttum þar eystra! Nú er sauðfé rúmlega helmingi færra. Margt hefur valdið því, ekki síst hin alræmda riðuveiki. Nautgriparækt var aldrei mikil, enda ekki auðvelt að koma mjólk frá sér. Kúabúum hefur fækkað verulega, en þau sem eftir standa hafa stækkað. í heildina hefur mjólkurkúm heldur fækkað. Allmargar jarðir hafa farið í eyði á þessu tímabili eða eitthvað á annað hundrað að því er mér telst til. Þá er sums staðar tæplega um búskap að tala í hefðbundinni merkingu. Á móti kemur svo að allvíða eru bújarð- ir hinar glæsilegustu og mikill og vel rekinn búskapur. Þá er og þess að geta að í sumum sveitum Múla- þings er að finna merkilegar nýjung- ar, svo sem ræktun nytjaskóga, ýmiss konar smáiðnað og sitt hvað fleira. Ritnefnd þriggja manna, Ár- manns Halldórssonar, Sigmars Magnússonar og Þorsteins Bergs- sonar, hefur haft veg og vanda af gerð þessa rits. Hefur það vissulega verið mikið verk. Þeir hafa auk umsjónar og skipulags ritað talsvert af hreppalýsingum. Þar eiga þó aðr- ir einnig nokkrar Iýsingar. Lýsingar þessar eru yfirleitt merktar höfund- um sínum. Búkolla er veglegt rit, vel skipu- lagt og glæsilegt í alla staði. Það er prentað á vandaðan pappír og myndir góðar. Auk þess sem þetta er mikilsvert heimiídarrit er ritið afskapiega gagnleg handbók' fyrir þá sem ferðast vilja um þessar fögru sveitir og kynna sér þær vel. Koma þar hin ágætu kort að góðu gagni. Sigurjón Björnsson SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari verða með tónleika miðviku- daginn 22. nóvember þar sem þær leika meðal annars verk eftir ís- lensk tónskáld, Beethoven og Manuel de Falla. Sigrún og Selma hafa getið sér góðan orðstír fyrir geislaplötuna Ljúflingslög, en þær eru nú á leið til New York þar sem þær munu leika á tónleikum í Carnegie Hall í byijun desember. Þriðjudaginn 9. janúar verður Arnaldur Arnarson gítarreikari með einleikstónleika. Á efnisskránni eru toccata eftir Þorstein Hauksson, svíta eftir J.S. Bach og verk eftir Isaac Albéniz svo eitthvað sé nefnt. Það er orðið tímabært að fá að hlýða á Arnald á tónleikum á höf- uðborgarsvæðinu, en að eigin sögn hefur hann ekki leikið þar í tvö ár. í febrúarlok verða sérstæðir tón- leikar, en dagsetning hefur enn ekki verið ákveðin. Þar koma fram píanóleikararnir Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Á efnisskrá þeirra er að finna sum af kunnustu verkum sem samin hafa verið fyrir tvö píanó. Samkvæmt píanóleikurun- um er samhljómur hljóðfæranna afar mikilvægur og bæði hljóðfærin verða að vera sömu tegundar. Verður því fenginn að láni annar Steinway konsertflygill, sem er sömu tegundar og Styrktarfélagið gaf Islensku óperunni á sínum tíma. Þriðjudaginn 26. mars debúterar Loftur Erlingsson bass-baritón ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara. Loftur syngur nú í Madame Bptterfly, hann mun fara með hlutverk í óperu Jóns Ásgeirs- sonar, Galdra-Lofti, sem frumsýnd í TILEFNI af Norrænu kirkju- tónlistarmóti í Gautaborg á næsta ári er Félag íslenskra org- anleikara að leita eftir nýjum kórsöngslögum eftir íslensk tón- skáld. Til stendur að kynna þessa tónlist á hátíðinni með nótnaúg- áfu og flutningi verka. „Til þess að þetta megi takast sem best hefur félagið leitað til verður í íslensku óperunni 1. júní nk. og koma fram, á tónleikum næsta vor með Sinfóníuhljómsveit Islands. Á efnisskránni verða ljóð og aríur. í lok aprílmánaðar verða síðustu tónleikar Styrktarfélagsins á vetr- inun en þar kemur fram sópran- söngkona, sem hefur verið að hasla sér völl heima og erlendis. Þetta er Þóra Einarsdóttir sópran ásamt Jónasi Ingimundarsyni, en hún söng með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á síðustu Vínartónleikum. Þóra mun eins og Loftur syngja í Galdra-Lofti Jóns Ásgeirssonar. Þetta eru debuttónleikar Þóru og mun hún syngja ljóð og aríur. Því miður er áður auglýstum tónleikum Rannveigar Fríðu Bragadóttur og Jónasar Ingimund- arsonar, sem vera áttu 5. desem- ber, frestað um óákveðinn tíma. Allir tónleikarnir verða í íslensku óperunni og hefjast kl. 20.30. -------------♦ ♦ ♦------ Málverk og klippimyndir ÞÓRARINN Blöndal opnar sýningu í Borgarkringlunni, Götugrillinu. Hann sýnir þar málverk og klippimyndir sem hann vann m.a. í Hollandi og hér heima. Þórarinn stundaði nám við Myndlistarskólan á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám við Akademíuna í Rotterdam. Hann hefur áður sýnt m.a. í Nýlistasafninu, Gallerý Sade Thames London, Gallerí 11 Reykja- vík og Gallerí Neftu Rotterdam, Hollandi. tónskálda, organista og kórstjóra eftir efni. Undirtektir hafa verið nokkuð góðar, en vitað er að víða leynast gimsteinar og eru nú all- ir beðnir um að láta hendur standa fram úr ermum og leita nú í dyrum og dyngjum að kór- verkum eftir íslenska höfunda og láta organleikarafélagið vita,“ segir í frétt frá félaginu. Organleikarafélagið safnar nýjum sálmum i- b I I j I » I: I m C » % V V (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.