Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Árni Jónsson tannlæknir og læknir hefur skrifað grein í tímarit tannlæknanema þar sem hann fjallar um einkenni kvikasilfurseitrunar og tannfyllingarefnið amalgam. Guðrún ---------------------------j —----------______----------------------------------------■ Guðlaugsdóttir ræddi við Ama um amalgam, sem hann notar ekki í sínu starfí, og um ------------------------------------------:--------------------^---------------------- margt fleira sem tengist heilbrigðismálum og frjálsum rekstri. Ami hefur starfað sem læknir hér á landi og í Noregi. anum á Akureyri og lauk lækna- prófi frá Háskóla ísiands árið 1978. Hann starfaði eftir það sem héraðs- læknir á Blönduósi og á sjúkrahús- um á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í hálft ár við barnadeild Landspítal- ans. Hann fékk þá hugmynd að iæra tannlækningar meðfram lækn- isstarfi og leitaði eftir möguleikum á því erlendis. Best leist honum á tilboð frá Noregi, þar gat hann starfað sem heimilislæknir jafnhliða því að stunda tannlæknanám. Það varð úr. að Árni fór til Noregs árið 1981 ásamt konu sinni, Steinunni Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi, og tveimur börnum þeirra. „Það var ákaflega gott að vera í Noregi, ekki síst fyrir íslendinga. Ég fór víða í störfum mínum sem heimilis- læknir, einkum kynntist ég Osló vel. Það kom sér vel íið ég hafði góðan bílstjóra, ekki síst þegar ég þurfti að fara inn í skuggaleg hverfi að nóttu til. Þótt ég næði norsk- unni sæmilega var ég oft spurður hvaðan ég væri. Þegar ég sagðist vera frá Islandi sýndi fólk mér sér- stakan velvilja og vildi endilega bjóða mér það besta sem það átti í búrinu. Fólk í Noregi vissi margt hvert mikið um ísland og hafði mikinn áhuga á landi og þjóð. Ég hóf sérnám í læknisfræði á íslandi en ákvað að læra tannlækn- ingar til þess að geta verið öðrum óháður og verið með sjálfstæðan rekstur," sagði Árni. „ Ég er hlynnt- ur fijálsum rekstri í sem flestum greinum heilbrigðisþjónustunnar og hef trú á einkaframtakinu. Það er meira um það í útlöndum en hér að menn séu bæði læknar og tann- læknar. Menn ræða jafnvel um að í framtíðinni verði tannlækningar sérgrein innan læknisfræðinnar, líkt og t.d. augnlækningar eru núna. Þetta fyrirkomulag verður þó varla tekið upp á næstunni. Læknir - tannlæknir METRA VALFRELSI ITÍMARITI tannlæknanema, Harðjaxli, birtist fyrir nokkru grein eftir Árna Jónsson tann- lækni og lækni. Þar ijallar hann m.a. um hvernig kvikasilfur berst úr amalgam-fyllingum í tönnum fólks og sest í líffæri þess. Þetta atriði hefur verið mjög umdeilt meðal tannlækna. í samtali við Árna sagðist hann hafa fyllst áhuga á áhrifum þessa efnis þegar þær fregnir tóku að berast frá ná- grannalöndum að tannlæknar þar væru margir að hætta nota það. í Svíþjóð er nú bannað að setja amalgam í fólk undir tvítugu og notkun þess verður alveg bönnuð þar fyrir næstu aldamót. Þess í stað nota tannlæknar plastfyllingar, postulín og gull. En hvað telur Árni að gerist þegar amalgam-fyllingar leka kvikasilfri? „Helmingur af amalgam-fylling- arefni er kvikasilfur en aðeins 30 prósent er silfur. Það er margsann- að að kvikasilfrið lekur út í líkam- ann í mismiklu magni. Greinilegt samhengi er t.d. milli fjölda amalg- am-fyllinga í fólki og þess magns kvikasilfurs sem það skilur út með þvagi og hægðum. Þegar fólk andar berast kvikasilfursgufur frá fylling- unum niður í lungun og frásogast þar inn í líkamann. Síðan sest kvikasilfrið að í hinum ýmsu líffær- um. Talið er að kvikasilfrið losni hraðar úr amalgam-fyllingunum ef þær liggja samhliða gullfyllingum. Vandamálið við að greina þetta fyrir víst er að ekki er hægt að senda fólk í rannsókn sem sker al- gerlega úr um hvort, viðkomandi einstaklingur sé með kvikasilfurs- eitrun eða ekki. Hægt er að taka blóðsýni til þess að athuga magn kvikasilfursins í blóði en sú athugun sýnir bara hversu mikið magnið er á því andartaki sem sýnið er tekið. Það er hins vegar ekki hægt að finna út hve mikið kvikasilfur er bundið í líffærum einstaklings fyrr en við krufningu. Þá er hægt að mæla magn kvikasilfurs í hinum ýmsu líffærum. Nokkrir breskir tannlæknar voru t.d. krufnir og reyndust vera með allt upp í þijátíu sinnum meira magn af kvikasilfri í heilanum og upp í þrjúhundruð sinnum meira í heiladinglinum, en það sem venjulega er.“ Eitrunareinkenni í grein Árna kemur fram að kvikasilfur getur valdið ýmsum eitr- unareinkennum, svo sem liða- og vöðvaverkjum, þreytu, svima, höf- uðverk, óþægindum frá maga og þörmum, sviða og sárum í munni, slæmu minni, þunglyndi og einbeit- ingarerfiðleikum. Þegar fyllingar eru fjarlægðar úr fólki sem kvartar yfir þessum einkeniium minnka eða hverfa þessi einkenni í mörgum til- fellum. Þetta er byggt á rannsókn sem sagt var frá í sænska lækna- blaðinu 1989. Rannsókn þessi fólst í því að kannaðar voru breytingar á líðan fólks eftir að búið var að fjarlægja allar amalgam-fyllingar úr tönnum þess. Af 285 sjúklingum sem kvartað höfðu um lið- og vöðvaverki töldu t.d. 213 sig miklu betri eða betri eftir þessa aðgerð. Höfundar þessarar rannsóknar telja að þetta gefi til kynna sterkt orska- samband milli amalgams og eitr- unareinkennanna. Því verði að við- urkenna að hugsanlegt sé að fólk með amalgam í tönnum hafi ein- kenni um kvikasilfurseitrun. Eitur- áhrif greinast með nákvæmri sjúk- rasögu og skoðun á ástandi tanna viðkomandi einstaklings. Árni sagði ennfremur að þegar tannlæknar kaupa amalgam frá Bandaríkjunum fylgi með viðvörun um hugsanlega skaðsemi efnisins. Þetta er gert í kjölfar dóms sem gerði þetta að skyldu framleið- enda.„Líklega er fólk misnæmt fyr- ir eitrunaráhrifum kvikasilfurs," sagði Árni. „Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin orðar þetta þannig að ekki séu til nein örugg mörk sem segja til um hvað óhætt sé að hafa mikið kvikasilfursmagn í líkaman- um. Best er auðvitað að vera alveg laus við það. Fyllingar og fegrunarsjónarmið Eru plastfyllingar þá alveg skað- lausar? „Það er talað um að fleiri fái ofnæmi fyrir plastfyllingum en amalgami, en vandamálið við amalgam er ekki tengt ofnæmi heldur eitrunaráhrifum. Ofnæmi vegna plastfyllinga er sjaldgæft, sjálfur hef ég aldrei séð það. Fegr- unarsjónarmiðið er líka atriði í þessu máli, það er óneitanlega fal- legra að nota hvítt tannfyllingarefni en dökkt eins og amalgamið er. Ég nota aldrei amalgam í mínu starfi, tel það hvorki heppilegt fyrir sjúkl- ingana eða þá sem starfa á tann- læknastofunni. Innan læknisfræðinnar þykir sjálfsagt að ræða það án nokkurrar tilfinningasemi ef í ljós kemur að eitthvert efni hefur óæskilegar hlið- arverkanir og hætta að nota efnið ef uppi eru mikiar grunsemdir um skaðsemi þessi. Mér hefur fundist einkennilegt hve erfiðlega hefur gengið að ræða um amalgam á sama hátt. Ég myndi vilja fara að eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar, hætta notkun amalgam í áföngum. Það ætti ekki að vera mikið vandamál að hætta alveg að nota amalgam. Plastfyllingar eru að vísu heldur dýrari og það er seinlegra að setja þær í fólk, en hvorugt er þó nein frá- gangssök. Helsta vandamálið er að plast hentar ekki í stórar fyllingar en gullið og postulínið er hins vegar talsvert dýrt. Víða hafa þó yfirvöld ákveðið að hætta að nota amalgam er fram líða stundir, t.d. í Austur- ríki, Finnlandi, Þýskalandi og Sviss. Islenskir tannlæknar hafa verið óvenju fastheldnir á þetta efni. Danir hafa ákveðið að hætta að nota alia hluti sem innihalda kvika- silfur, þar með talið rafhlöður og hita- og blóðþrýstingsmæla. Tann- læknar þar hafa undanþágu með amalgamið til ársins 1999, en þá verður notkun þess h'ka bönnuð. Árni er stúdent frá Menntaskól- Ég tel að menn sem hafa læknis- próf sjái ýmislegt í öðru ljósi í tann- læknisfræðinni. Ýmis sjúkdómsein- kenni geta stafað frá tönnum en tannlæknar heyra sjaldnast kvart- anir af því tagi, með þær snýr fólk sér til lækna. Hafi einstaklingur með slík einkenni hins vegar sama mann sem tannlækni og lækni þá fæst samhengi í málið, en sem bet- ur fer eru slík tiivik fremur sjald- gæf. Það er sérstakt fyrir ísland að fólk hér skuli þurfa að borga allar tannlæknisaðgerðir úr eigin vasa. Áður fyrr voru tannréttingar barna greiddar að hluta en nú er því hætt. Annað atriði má nefna sem mætti bæta hér, það að fólk fær að mínu mati ekki að vita nóg um aðgerðir sem það þarf að gangast undir, t.d. mögulegar hliðarverkanir af ýmsu tagi. Né heldur fær fólk oft og tíðum nægilega greinargóðar upplýsingar þegar það fer heim eft- ir dvöl á sjúkrahúsi, hins vegar er heimilislækni viðkomandi sjúklings þá sent svokallað læknabréf. Mér finnst að gera ætti eins og gert er sums staðar erlendis, að sjúklingur fái einnig með sér bréf með helstu upplýsingum um hvað gert hefur verið og hvernig hann eigi að haga sér eftir að heim er komið. Mér finnst að það hljóti að vera af hinu góða að uppfræða fólk. Það er of lítið talað um þessi mál hér. Of mikil miðstýring í heil- brigðiskerfinu er heldur ekki heppiíeg. Fólk á að fá að ráða meiru, það borgar fyrir þessa þjón- ustu með sköttum sínum. í Ósló er til dæmis við lýði kerfi sem mér leist ekki alls kostar á við nánari kynningu. Borginni er skipt í svæði sem tilheyra hvert sínu sjúkrahúsi. Þegar ég starfaði þarna sem læknir var alltaf fyrsta spurn- ingin til allra sjúklinga sem hugsan- lega þurfti að leggja á sjúkrahús: Hvar áttu heima? Sumir sjúkling- anna vildu ekki fara á þá spítala sem þeir tilheyrðu samkvæmt bú- setu, en við það varð ekki ráðið; það var meira að segja ekið með stórslasað fólk framhjá sjúkrahús- um til þess að koma þeim á sjúkra- húsið sem þeir tilheyrðu. Mér finnst að við hér á íslandi eigum að va- rast að byggja upp kerfi í líkingu „Hef trú á einkafram- takinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.