Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 19 við þetta, þar sem valfrelsi sjúlings- ins er ekki lengur til staðar. Mér finnst líka að það gæti verið hollt að hafa einhverja samkeppni innan hverrar heilbrigðisgreinar. Hér er fæðingardeildin t.d. einráð á sínu sviði, en hvert á sú kona að fara sem er óánægð með þá þjón- ustu sem hún fær þar? Áður fyrr voru alltaf biðlistar hjá röntgen- deildum sjúkrahúsanna. Svo var komið á fót einkarekinni röntgen- stofu í Dómus Medica og þá brá svo við að biðlistarnir við sjúkrahús- in hurfu, allt fór að ganga miklu fljótar fyrir sig. Þetta er varla til- viljun. Setjum svo að maður þurfi að láta skipta um hnélið. Hann getur ekki fengið upplýsingar um hvar þær aðgerðir hafi gengið best og pantað aðgerð þar. Heldur þarf hann að bíða þar til röðin kemur að honum og leggjast undir hnífinn þar sem honum er sagt. Fólk getur valið sér hárgreiðslukonu og endur- skoðanda en þegar kemur að því sem mestu máli skiptir, lífi og lim- um fólks, þá fær það takmörkuð ráð. Reyndar eru íslendingar betur staddir í þessum efnum en t.d. Svíar, hér fær fólk þó að velja sér sérfræðing en þar ekki. Samkeppni er öllum holl. Einokun og ríkisrekst- ur er ekki heppilegur og býður heim ákveðinni hættu. Allt er þetta gert undir þeim formerkjum að það þurfi að spara, en ég er ekki viss um að fólk vilji spara á þennan hátt. Kannski vill það borga meira og fá betri þjónustu." Framfarir í tannlækningum Ámi á sæti í heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins. „Vegna þeirr- ar nefndarsetu hef ég velt meira vöngum yfir ýmsu í sambandi við heilbrigðismál en ég hefði kannski gert ella. Meðal annars finnst mér skorta hér talsvert á að fólk sé al- mennt nægilegt meðvitað um þann rétt sem það á í sambandi við trygg- ingarmál. Stjórnvöld breyta oft reglum og lögum sem sett hafa verið um þennan málaflokk. Það vantar mikið á að fólk fylgist nægi- lega vel með þeim breytingum. Það hefur heldur ekkert í höndunum um fýrir hveiju það er tryggt á hveijum tíma. Það heldur kannski að það sé tryggt fyrir ýmsu sem það er svo ótryggt fyrir. Það þyrfti að gera fólki betur ljósan rétt sinn á hveijum tíma. Það þarf að hafa eitthvað í höndunum um það hvar það stendur gagnvart tryggingar- kerfinu. Ámi hóf sinn tannlæknaferil á Selfossi. „Ég kynntist Katli Högna- syni tannlækni í Noregi, þar sem hann var að læra tannréttingar. Svo fór að ég keypti tannlæknastofuna hans á Selfossi og bjó þar í nokkur ár. Við hjónin og börnin okkur kunnum ákaflega vel við okkur á Selfossi og líkaði vel við fólkið þar. Við þekktum engan mann þar þeg- ar við komum en nágrannamir komu og buðu okkur velkomin í götuna. Þetta kom okkur gleðilega á óvart, við héldum að slíkt þekkt- ist ekki á íslandi." Árni færði út kvíarnar fyrir nokkrum árum og hóf rekstur tannlæknastofu og læknastofu í Reykjavík. Jafnhliða því rekur hann einnig stofu á Selfossi í fé- lagi við annan tannlækni. Þegar talið berst að framfömm í tann- lækningum á síðustu árum sagði Árni: „Fólk heldur gjarnan að tæki tannlækna séu orðin miklu full- komnari en þau voru fyrir nokkrum árum. Það er ekki rétt. Framfarir í tannlækningum hafa mestar orðið undanfarin ár í nýjum tannfylling- arefnum, tæki hafa hins vegar lítið breyst og efni til deyfinga eru i(án- ast þau sömu og hafa lengið verið notuð. Hugsunarhátturinn er hins vegar að breytast. Fegrunarsjón- armiðið hefur rutt sér meira til rúms síðari árin. Eitt af því skemmtilegasta- sem sem ég geri í mínu fagi er að laga framtennur í fólki, það er svo þakklátt verk. Enn skemmtilegra er þegar birtast hér á tannlæknastofunni börn sem ég tók á móti meðan ég var héraðs- læknir á Blönduósi, ég er líklega eini tanniæknirinn á landinum sem gerir við tennur í börnum sem hann hefur tekið á móti. Leðursófasett og leðurhornsófar frá NATUZZI, Ítalíu. Frábært verð - Margir litir. Nýkomin sófasett og hornsófar í áklæði og alcantara Valhusgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275, 568 5375 Nýtt byrjendanámskeið ■ jóga lyrir konur Nýtt byrjendanámskeið í KRIPALUJÓGA hefst þriðjudaginn 21. nóv. íMætti Skipholti 50. Námskeiðið verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30, eina og hálfa klst. í senn. Um er að ræða 8 skipti, samtals 12 klst. Námskeiðið stendurtil 14. des. Skráning í Skipholti, í síma 5814522 FAXAFEN114, SÍMI 568 9915 OG SKIPHOLTI 50, SÍMI 581 4522 HÖFUNDUR SEIVI SLEGIÐ HEFUR ÖLL MET Ný bók eftir einn vinsælasta barnabókahöfund landsins * VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK Bækur Guðainar Helgadóttur - óborganleg skemmtun! Ný útgáfa af einni allra vinsælustu barnabók sem gefin hefur verið út á íslandi. Jón Oddur og Jón Bjarni eru með ólíkindum' uppátektarsamir og lenda í ótrúlegum ævintýrum - alveg óvart! Guðrún Helgadóttir hlaut á sínum tíma Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Jón Odd og Jón Bjarna en þessi sígilda barnabók hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Guðrún Helgadóttir Ekkert AÐ ÞAKKA! Guðrún Helgadóttir fer á kostum í þessari nýju bók sinni sem er bráð- skemmtileg, fyndin og spennandi. Eva og Ari Sveinn komast óvænt yfir tösku sem skuggalegir náungar hafa hent út um bílglugga á flótta undan lögreglu. Þannig kemst af stað „óborganleg" atburðarás með miklum flækjum, fjöri og spennu. METSÖLU BÓKIN JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.