Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 23 Spennandi dagskrá fyrir hvern og einn: Enska knattspyrnan - beinar útsendingar frá sunnudagsleikjunum í deildinni 48 Hours - vandaöir bandariskir fréttaskýringaþættir Grátt gaman (Bugs) - nýir og þrælspennandi breskir þættir David Letterman - spjallþættir sem koma alltaf á óvart Lengi lifi frelsið til að horfa á það sem maður vill -í friði! Ég hafði ekkert vit á bílum þegar ég byrjaði hjá Toyota og sumum þar leist ekkert á blikuna þegar það varð Ijóst. En með því að vera opinn og hlusta þá er þetta fljótt að koma. varpsefni. Ég horfi mikið á íþrótt- ir, fréttir, kvikmyndir, framhalds- þætti. Það eru helst sápurnar sem ég nenni ekki að sitja yfir. Síðustu vikurnar hef ég að vísu ekki sest mikið fyrir framan sjónvarpið, en það hlýtur að hægjast aftur um þegar stöðin er komin af stað. Athafnamaður og áhugamál Úlfar er athafnamaðurinn í fjöl- skyldunni. Þótt foreldrar hans hafí verið og séu dyggir og góðir starfskraftar á sínu sviði hafa þeir ekki verið við viðskiptaumsvif kenndir og sama má segja um systur hans tvær. Én einhvern tím- ann hlýtur vinnudeginum að ljúka og hver skyldu þá vera áhugamál nýja sjónvarpsstjórans? „íþróttir hafa alltaf loðað við mig. Ég var í fyrstu kynslóð ÍR- inga eftir að félagið flutti land- laust upp í Breiðholtið og lék knattspyrnu allar götur upp í meistaraflokk. Ég var enginn snill- ingur, en var með og reyndi að standa mig skammlaust. Ég þjálf- aði líka talsvert og lagði einnig fyrir mig dómgæslu og var farinn að dæma í 2. deild og kominn á línuna í 1. deild. Það er krefjandi starf og ég var ánægður með mína frammistöðu þar. Með árunum hafa íþróttimar vikið að mestu, utan að ég fylgist vel með þeim í blöðum og sjón- varpi. Ég er þó ekki í hópi þeirra sem eru með alla laugardaga und- irlagða vegna enska boltans. Með tímanum hafa ferðalög, bæði inn- an lands og utan, heillað mig mest þegar glufur koma frá amstri dagsins. Það er nú ekki síst vegna þess að þá nýtur fjölskyldan sam- verustunda saman, en ' hún vill verða útundan þegar vinnan er annars vegar," segir Úlfar. Eiginkona Úlfars er Jóna Ósk Pétursdóttir og eiga þau saman drengina Elí, 3 ára, og Róbert, 1 árs. Frá fyrra hjónabandi á Úlfar Andra, sem er 17 ára, og Krist- ján, sem er 11 ára. En hvert vill fjölskyldan ferðast? „Það er enginn einn staður öðr- um fremri, utan að við erum nokk- uð samstiga í að fara þangað sem veðrið er best. Það er stundum vandkvæðum bundið á íslandi eins og alkunna er og því er það þann- ig að best heppnuðu ferðalögin eru oft farin út fyrir landsteinana. Þar ytra er enginn staður öðrum fremri í mínum huga. Ég er ekki hrifnæmur og binst ferðamannastöðum ekki tilfinn- ingaböndum. Ef veðrið er gott og aðbúnaður góður þá er ég ánægð- ur,“ eru lokaorð Úlfars Steindórs- sonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3. Stöö3 ogþú! Melka Quality Men's Wear Þú ræður á Stöð 3! Viö förum í ioftiö 24. nóvember. Stöö 3, Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar. Áskriftarsíminn er 533 5633. MELKA í flestum bestu herrafatadeildum landsins Þegar verð og gæði sameinast Sívinsæli Melka herrafatnaðurinn enn og aftur ódýrastur hériendis. í verðkönnun, sem nýlega var gerð í Danmörku og Englandi, kemur í Ijós, að Melka herrafatnaðurinn er stöðugt ódýrastur hér á landi. Dæmi: Úlpa, tegund 206 England: Hjá D.H Evans í Oxfordstræti í London kostar þessi úlpa ensk pund 177.00 eða ísl. krónur 18.140.00 Danmörk: Hjá Magasin Du Nord í Kaupmannahöfn kostar þessi úlpa d. kr. 1.799.00 eða ísl. kr. 21.170.00 ísland: Hjá Hagkaup kostar þessi sama úlpa aðeins kr. 14.990.00 Það munar um minna en 40% verðmun! YDDA F10Í.12/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.