Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 27 STÓFNAÐ 1913 þjóðþingið samþykkir þessa grundvallarbreytingu í efnahags- og atvinnumálum okkar. Umræð- urnar í þinginu í fyrradag gefa til kynna, að sú ákvörðun verði tekin fyrr en ætla mátti fyrir nokkrum árum. UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. A DAGSKRA Líflegar umræður á Alþingi í fyrradag um veiðileyfagjald í tilefni af tillögu, sem þingmenn Þjóðvaka hafa flutt, sýna að mál- ið er komið á dagskrá Alþingis. Það eitt út af fyrir sig er mi'kill áfangi, þar sem þingmenn hafa vikizt undan því að taka þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar til alvarlegrar umræðu á helzta umræðuvettvangi hennar, sem Álþingi er. Þá vekur það einnig athygli, að þrír þingflokkar hafa nú lýst stuðningi við veiðileyfagjald, þ.e. þingflokkar Þjóðvaka, Alþýðu- flokks og Kvennalista. Að auki lýsti talsmaður Alþýðubandalags- ins í umræðunum, Ólafur Ragnar Grímsson, sig reiðubúinn til að styðja tillögu Þjóðvakaþingmanna með einhverjum breytingum. Síð- ast en ekki sízt lýsti einn af hinum nýju þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, Pétur Blöndal, yfir fylgi við greiðslu fyrir veiðileyfi og Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, ítrekaði fyrri afstöðu sína til málsins. Það fór ekki fram hjá nokkrum frambjóðanda í kosningabarátt- unni vegna þingkosninganna sl. vor, að fylgi við veiðileyfagjald hefur stóraukizt meðal þjóðarinn- ar. Frambjóðendur gerðu sér glögga grein fyrir því, að þeir gætu tæpast komið til fundar við kjósendur að fjórum árum liðnum án þess að geta vísað til þess, að einhver árangur hefði náðst í þessum efnum. Kannski eru um- ræðurnar á Alþingi í fyrradag vísbending um, að þingmenn eru nú tilbúnari en áður til að ræða þetta mál af alvöru og einurð og efna til þeirra skoðanaskipta á Alþingi sem eru forsenda þeirra ákvarðana, sem þingið kann að taka á næstu árum. Rökin í þessu máli eru einföld. Lögum samkvæmt á íslenzka þjóðin fiskimiðin í kringum land- ið. Takmarkaður hópur lands- manna hefur fengið ókeypis út- hlutun á réttinum til þess að nýta þessi mið en jafnframt heimild til að selja réttinn öðrum. Veiði- heimildir ganga nú kaupum og sölum og útgerðarfyrirtæki greiða háar fjárhæðir fyrir þær. Enginn andstæðinga veiðileyfa- gjalds hefur getað útskýrt til þessa hvers vegna útgerðirnar hafa efni á því að greiða hver annarri fyrir veiðiheimildir en ekki eigopdum þeirra, þ.e. þjóð- inni. Þegar rökin fyrir veiðileyfa- gjaldi eru svo augljós og rökin gegn því svo veikburða, að and- stæðingar þess eiga engan annan kost en veitast að talsmönnum veiðileyfagjaldsins með stóryrð- um fer ekki hjá því, að niðurstað- an verður fyrr eða síðar sú, að SKATTURA FJÁRMAGNS- TEKJUR Flest bendir nú til, að skatt- lagning fjármagnstekna verði að veruleika á næsta ári. Líklegt má telja, að nefnd á veg- um ríkisstjórnarinnar leggi til að tekinn verði upp 10% flatur skatt- ur af vaxtatekjum, leigutekjum, arði og sölu- og gengishagnaði. Sú grundvallarhugsun, sem liggur að baki skattlagningu fjár- magnstekna er rétt. Það er eðli- legt, að menn greiði skatta af öllum tekjum sínum, hvernig, sem þær eru til komnar. Hins vegar hefur reynzt erfiðara að útfæra þessa hugmynd og framkvæma hana þannig að vit væri í. í sum- um löndum Evrópu hefur skatt- lagning fjármagnstekna t.d. leitt til fjárflótta þannig að eigendur fjármagns hafa flutt fjármuni sína til Lúxemborgar, þar sem enginn fjármagnsskattur hefur verið. Reynslan á eftir að leiða í ljós til hvers skattlagning fjármagns- tekna leiðir hér. Ekki er ólíklegt, að hún valdi óánægju í fyrstu en smátt og smátt finnur fólk, að það er eðlilegt, að allar tekjur sé skattlagðar, hvort sem þær eru til komnar vegna vinnu fólks eða vegna arðs af eignum í hvaða formi sem þær eru. Það á líka eftir að koma í ljós hvaða áhrif slík skattlagning hef- ur á vaxtastigið og þess vegna er nauðsynlegt og 'skynsamlegt að fara varlega í upphafi. Og í því sambandi skiptir höfuðmáli, að skattprósentan sé hófleg og sanngjörn. stríðinu þekkjum svona andrúms- Ioft. En ég trúi því það heyri sög- unni tii. En við skulum þó ekki vera of bjartsýn. Fordómar eru fylgifiskar mannlegs samfélags. Þeir verða ekki upprættir nema með samtölum og þekkingu. Firr- ing vekur tortryggni. Og hún er í ætt við öskrið í frumskóginum. Margt hef ég heyrt um gagn- rýni í seinni tíð, en einhver ja eftir- minnilegustu athugasemd um rit- dóma sem ég hef rekizt á er að finna í bók Silju Aðalsteinsdóttur um Ingu Laxness. Hún er eftir- minnileg vegna þess ég held í henni sé kraftur algildra, en þó óskiljanlegra sanninda um þver- stæðurnar í umhverfi okkar. Inga segir: „...en eftir því sem hann (Kiljan) fékk verri dóma því ást- fangnari varð ég.“ Þetta á ekki einungis við um Halldór Laxness. Mér er nær að halda flest skáld hafí einhveija slíka reynslu að styðjast við. Við- brögð af þessu tagi eru ekki bund- in við einstaklinga. Alþýða manna getur einnig brugðizt við með svip- uðum hætti. Sigurður Breiðfjörð lifði jafnvel af frægan Fjölnisdóm Jónasar Hallgrímssonar og spyija má hvort hann hafi ekki verið Jónasi skeinuhættari en Sigurði. Rímnaskáldið var í vinarhúsi hjá þjóðinni. Jónas átti aftur á móti undir högg að sækja, menningar- vitinn. Hann þoldi ekki holtaþoku- væl rímnanna, en þær voru þjóð- inni runnar í merg og bein. Jónas varð ekki listaskáldið góða fyrren dómurinn um Sigurð Breiðfjörð var gleymdur öllum þorra manna. Hvítu blóðkornin reisa varnar- vegg, þegar innrás er gerð. Þau tapa aðvísu stundum og þáeinkum ef líkamanum er ábótavant. En sé skáldið við sæmilega heilsu, hrín ekkert á því. Og það lifir áfram í verkum sínum. 84. GAGNRYN- að spyija sig margra spurninga áðuren þeir ráðast fram á ritvöllinn, margra nærgöngulla spurn- inga; t.a.m. hvers vegna skrifa ég gagnrýni; fyrir hveija; hvaða kröf- ur geri ég til sjálfs mín? Við verðum að fá svör við þess- um spurningum áðuren við getum tekið mark á því sem gagnrýnend- ur skrifa. Ef þeir lifa einungis og hrærast í fordómum sínum eða pólitískum skúmaskotum, þurfum við ekki að eyða tíma í skrif þeirra, en ef þeir leggja metnað sinn í að upplýsa, auka þekkingu okkar og bæta við reynslu okkar getur starf þeirra verið margra físka virði. En hvað skyldu margir gagn- rýnendur hafa lagt nærgöngular spurningar fyrir sjálfa sig áðuren þeir snúa sér að öðrum? Eða getum við búizt við að þeir sem þjást af pólitísku haddlífi svari svona spurningum, yfirleitt? Mér er það til efs. Mér er einnig til efs að gagnrýn- endur geri sér grein fyrir því, að eitt er sjónvarpsmynd, annað kvik- mynd og enn annað leiklist, Á sama hátt er nú farið að rugla saman sönglagatextum og ljóðlist; þ.e. skemmtiiðnaði og bókmennt- um. O r GAGNRÝNI Otl»er mikill galdur. Ég hef stundum áhyggjur af gagnrýnend- um og skrifum þeirra. Þau lýsa einatt helzt þeim sjálfum og þá er mikið í húfi að vel takist til. Það er með ólíkindum hvað gagn- rýnendur hafa oft verið seinheppn- ir í gegnum tíðina. Sem betur fer höfum við átt góða gagnrýnendur sem hafa lagt ást á bókmenntir, tekið starf sitt alvarlega og haft meiri áhuga á upplýsingum um HELGI spjall verkið en hasar og fjaðrafoki. Nú eigum við betur menntaða bókmenntagagnrýn- endur ^ og þá einnig sanngjarnari - en áð- ur. Við njótum góðs af þessu unga, menntaða æsku- fólki sem er að breyta íslandi í alþjóðlegan kúltúr. Eg hef stundum þurft að staldra við gagnrýni, hugleitt ábendingar sem ég veit eru sprottnar af góð- vild og umhyggju fremur en sjálfs- byrgingshætti. Vel skrifuð gagn- rýni getur verið sá eldur aðhalds og sjálfskönnunar sem hveijum rithöfundi er nauðsynlegur. Og þá einnig bakhjarl metnaðarfullum bókmenntum. Hún er ekki alltaf skáldskapur. Getur samt verið ritl- ist. Verður að vera mikilvægari en merkingin í þessari setningu Kierkegaards: „Menn geta því ekki treyst nábúum sínum og blað- aumsögnum..." Er það samt ekki alltaf. Gagnrýnandi á í raun og veru miklu meira undir því að vel tak- ist til í ritdómi en höfundur verks- ins sem gagnrýnt er. Ef það er einhvers virði stendur það hvort eð er af sér alla gagnrýni. Ritdómar eiga að vera gagnrýn- endum jafnviðkvæm áskorun og skáldverkið er höfundi sínum mik- ill lífsháski. George Bernard Shaw segir frá vondu dæmi um gagnrýni. Austin Harrison hafði áhuga á Shaw „þegar ég fór að gera allt vitlaust í leikhúsinu" og skrifaði iangar athugasemdir um leikrit hans í Daily Mail. Greinarnar voru ýmist styttar niður í smábúta eða alls ekki birtar. Þegar Harrison sem skildi þetta ekki spurði Northcliffe hver vaeri ástæðan, svaraði lávarð- urinn, Ég er ekki að gefa út dag- blað til að auglýsa þennan fjand- ans sósíalista! Við sem vorum ung í kalda REYKJAVÍK U RBRÉF Laugardagur 18. nóvember Akvörðun stjorn- ar Svissneska álfélags- ins um stækkun álvers- ins í Straumsvík, sem leiðir til 17 milljarða fjárfestingar í Straumsvík og í nýjum framkvæmdum við orkuverin, er á margan hátt snúnings- punktur á erfiðri leið okkar upp úr öldu- dal efnahagskreppunnar, sem fyrst gerði vart við sig á miðju ári 1988. Þótt allar helztu efnahagsstærðir hafi ótvírætt bent til þess síðustu misserin, að kreppunni væri lokið hefur ákvörðun um stækkun álversins sannfært allan almenning um að svo sé. Þettd samdráttarskeið, sem nú er af- staðið, hefur verið talið eitt af þremur mestu og dýpstu slíkum tímabilum á þess- ari öld en jafnframt eitt það lengsta. Allt- ént er það mun lengra en kreppan, sem hófst á árinu 1967 og stóð fram undir árslok 1969. Hún var afar erfið en stutt. Erfiðleikar okkar undanfarin 6-7 ár hafa staðið lengur og á þessum rúma hálfa áratug hefur kreppt mjög að fólki. Stór fyrirtæki hafa horfið af sjónarsviðinu, miklir fjármunir hafa tapazt og ekki sér fyrir endann á þeim erfiðleikum, sem steðj- að hafa að fjölmörgum heimilum á þessu tímabili. En þegar upp er staðið og horft er til baka getum við íslendingar verið stoltir af því, hvernig við höfum tekizt á við kreppuna og sigrazt á henni og ánægðir með hvað við höfum lært á þessum erfiðu árum. Við erum reynslunni ríkari og upp úr öldudalnum rís þjóðfélag með sterkari innviði en áður. Atvinnufyrirtækin, bæði stór og smá, voru þau fyrstu til þess að laga sig að gjörbreyttum aðstæðum. Á fyrri hluta þessa áratugar hefur gífurlegt starf verið unnið í fyrirtækjunum til þess að leggja grundvöll að traustari rekstri í allt öðru umhverfi en menn þekktu áður. Fyrirtæk- in hafa tekið nýja tækni í sína þjónustu, fækkað starfsmönnum og tekið upp betri vinnubrögð. Þau sem höfðu misst fótanna í æði óðaverðbólguáranna hurfu af vett- vangi en þau sem eftir standa eru sterk- ari. Ný kynslóð ungs og vel menntaðs fólks á ríkan þátt í þeirri breytingu, sem orðið hefur á þessum vettvangi. Sú stefnubreyting, sem varð á vinnu- markaðnum með febrúarsamningunum 1990, var alger forsenda þess, að þjóðinni tókst að ráða við kreppuna. Með þeim kja- rasamningum var óðaverðbólgan, sem staðið hafði í tvo áratugi eða frá því að vinstri stjórn tók við völdum sumarið 1971, brotin á bak aftur. Það væri einföldun að halda því fram, að sú ríkisstjórn hafí bor- ið alla ábyrgð á því, að þetta tímabil hófst. Tvær olíuverðssprengingar á áttunda ára- tugnum voru ein helzta ástæða þeirrar verðbólguöldu, sem gekk yfir Vesturlönd á þeim árum en okkur íslendingum tókst verr en öðrum að fást við afleiðingar þeirra. Alla tíð síðan hafa aðilar vinnu- markaðar haldið við þá ábyrgu stefnu, sem mörkuð var í upphafi þessa áratugar og er enn lykillinn að velferð þjóðarinnar. Veik staða þorskstofnsins hefur verið mikið áfall fyrir þjóðina og þjóðarbúskap- inn. En þegar við horfum til baka getum við einnig verið sátt við, að við höfum horfzt í augu við þann vanda, bitið á jaxl- inn og staðizt þá freistingu að lifá fyrir líðandi stund. Flest bendir til, að þorsk- stofninn muni smám saman rétta við á næstu árum og hagur þjóðarinnar batna í samræmi við það. í raun og veru er það ævintýri líkast, hvernig íslenzkur sjávarútvegur hefur lag- að sig að þessum erfiðu aðstæðum og margeflzt þrátt fyrir, að þorskveiðum hafi verið haldið í lágmarki. Sennilega er það eitt mesta afrekið, sem unnið hefur verið í atvinnulífinu á þessum erfiðleikaárum. Þar voru vandamálin stærst og þar hafa þau verið leyst nánast með glæsibrag. íslenzka bankakerfið hefur gengið í gegnum afar erfitt tímabil. Það var ekki sjálfgefið, að bankar og sparisjóðir stæð- ust þessa erfiðu raun. Víða um lönd hafa gjaldþrot banka verið erfið viðureignar. Það á ekki sízt við um Norðurlöndin, þar sem hver bankinn á fætur öðrum hefur lent á ríkisframfæri, sérstaklega þó í Nor- egi. Hér hafa bankar, sparisjóðir og fjár- festingarsjóðir tapað gífurlegum fjármun- um. Þeir hafa hins vegar staðizt þau töp, að vísu með því að leggja þungar byrðar á viðskiptamenn sína, en engu að síður má búast við, að á þessu ári sjáist fyrstu afdráttarlausu merki þess, að rekstur bankanna sé að snúast við og að sumir þeirra a.m.k. skili verulegum hagnaði á nýjan leik. íslenzka ríkið hefur ekki átt sjö dagana sæla í kreppunni og fæstum þykir nægi- lega myndarlega hafa verið staðið að verki við samdrátt í opinberum útgjöldum. Þó er ljóst, að á þeim vettvangi hefur a.m.k. tekizt að halda vandamálunum í skefjum með þeim hætti, að þau hafa ekki orðið óviðráðanleg með öllu. Það er helzt á vett- vangi sveitarstjórna, sem málin hafa farið um of úr böndum. Rekstur heimilanna hefur orðið fyrir þungum áföllum á undanförnum kreppu- árum, eins og allir þekkja. Þau eru hins vegar sú rekstrareining, sem á einna auð- veldast með að draga saman seglin á skömmum tíma. Þrátt fyrir það blasa af- leiðingar langvarandi efnahagssamdráttar við í rekstri mikils fjölda heimila og þar eru enn mikil, óleyst vandamál. Þegar horft er yfir þetta svið verður ljóst, að okkur hefur, þrátt fyrir smæð okkar og einhæfni atvinnulífsins tekizt að ráða við þau vandamál, sem að okkur hafa steðjað. Við höfum ekki orðið að leita á náðir annarra í þeim efnum og þrátt fyrir mikla skuldasöfnun erlendis hefur okkur líka tekizt að snúa þeirri þróun við og byijað að lækka skuldir. Þjóðin kemur veðurbarin út úr þessari kreppu en það fer ekki lengur á milli mála, að við erum komin út úr henni. Umbóta- skeið í kreppunni ATOKUM VIÐ efnahagssamdrátt- inn hafa, þótt merkilegt kunni að virðast, fylgt víð- tækar umbætur í íslenzku þjóðlífi. Erfiðleikar knýja menn oft til þess að horfast í augu við vanda- mál, sem þeir ella mundu víkja til hliðar. Og að því leyti til hafa erfiðleikar undanf- arinna ára í íslenzkum þjóðarbúskap senni- lega orðið þjóðinni til góðs. Sjávarútvegurinn hefur verið knúinn til þess að leita nýrra leiða vegna stöðu þorsk- stofnsins. Fyrirtækin hafa verið knúin til þess að hagræða stórlega í rekstri vegna samdráttar í viðskiptum. Bankar, spari- sjóðir og fjárfestingarlánasjóðir hafa verið knúnir til þess að taka upp ný vinnubrögð vegna mikilla áfalla og tapaðra útlána. Heimilin hafa verið knúin til að draga úr útgjöldum og sníða sér stakk eftir vexti. Én jafnframt höfum við hrint í fram- kvæmd víðtækum þjóðfélagslegum umbót- um. Fjármagnsmarkaðurinn er gjörbreytt- ur irá því sem var fyrir fimm árum að ekki sé talað um fyrir tíu árum. Fyrirtæki og einstaklingar, sem leita nú eftir lánsfé til fjárfestinga eða annarra þarfa, eiga nú margra kosta völ og beztu fyrirtækin fá tilboð úr öllum áttum. Fjármagnseigendur, hvort sem um er að ræða einstaklinga, lífeyrissjóði eða aðra, eiga líka margra kosta völ og leita eftir tilboðum í beztu mögulegu ávöxtun. Smátt og smátt hafa orðið til leikreglur í viðskiptalífínu, bæði á hlutabréfamark- aðnum og annars staðar, sem valda því, að viðskiptaheimurinn á íslandi er ekki sá frumskógur, sem hann var í upphafi þessa áratugar heldur leikvöllur siðaðra manna. Svo lengi sem menn halda þessar leikregl- ur skiptir ekki máli hver er að kaupa hvað. Sterk samkeppnislöggjöf og öflug fram- kvæmd hennar á að koma í veg fyrir, að þessi leikur fari úr böndum. Við íslendingar erum nú orðnir eðlilegir þátttakendur í viðskiptalífi umheimsins. Við höfum heimild til að flytja fjármuni á SKAMMDEGISSÓL á Hveravöllum. milli landa með sama hætti og aðrir. Við höfum öðlazt sjálfstraust til að kaupa og reka fyrirtæki í öðrum löndum í ríkara mæli en áður. Við erum smátt og smátt að flytja út þá þekkingu, sem við höfum aflað okkur í verstöðinni hér í Norður-Atl- antshafí við að reka útgerð og vinna og selja fisk. Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæð- inu hefur haft víðtækari áhrif en nokkurn gat órað fyrir á almenn viðhorf í efna- hags- og atvinnulífi. Vegna þeirrar aðildar erum við knúnir til að taka upp hætti annarra þjóða, sem margir hafa talið sjálf- sagt en aðrir barizt á móti. Aðild okkar að GATT hefur haft þau áhrif, að íslenzkir neytendur geta nú keypt í verzlunum á íslandi matvörur, sem áður voru óþekktar hér, bæði osta og kjötvör- ur. Þetta eru að vísu enn alltof dýrar vör- ur en þær eru samt á boðstólum. í því sem hér hefur verið rakið felst bylting í þjóðfélagsmálum, sem fáa hefði grunað í lok síðasta áratugar, að ætti eft- ir að verða fyrir aldamót. En stærsta og mesta byltingin er kannski i gjörbreyttum viðhorfum manna til margvíslegra vanda- mála líðandi stundar. Réttur einstaklings- ins er meira og betur virtur á íslandi í dag en fyrir nokkrum áratugum. Það þykir ekki lengur sjálfsagt að líta svo á, að hið opinbera og stofnanir þess hafi alltaf rétt fyrir sér. Þvert á móti sækja einstaklingar nú stíft rétt sinn til dómstóla hérlendis og erlendis, ef nauðsyn krefur. ÞAÐ ER MIKIL- vægt að menn lagi sig að breyttum viðhorfum og nýj- um tímum. Það sem átti við í upphafi þessa áratugar er ekki endilega rétt afstaða þegar komið er fram Ný verkefni - ný viðhorf undir aldamót. Ákvörðun Svissneska álfé- lagsins um stækkun álversins í Straums- vík sýnir glöggt hvað erlend fjárfesting skiptir miklu fyrir hagsæld þjóðarinnar. Sendimenn íslands á erlendum vettvangi verða þess mjög varir, að erlendir fjárfest- ar hafa takmarkaðan áhuga á að fjárfesta í íslenzku atvinnulífi vegna þess, að þeim er óheimilt að fjárfesta í sjávarútvegi. Morgunblaðið hefur verið í hópi þeirra, sem hafa talið, að erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegi væru óhugsandi. Sú afstaða mótaðist á þeim árum, þegar við áttum í harðri baráttu við aðrar þjóð-' ir, sérstaklega Breta og að nokkru leyti Þjóðveija, um yfirráð yfir fiskimiðum okk- ar. Það virtist fánýtt að beijast fyrir yfír- ráðum yfír fiskimiðunum, ef erlend útgerð- arfyrirtæki gætu komizt inn um bakdyrnar með því að kaupa upp íslenzk sjávarút- vegsfyrirtæki. I allmörg ár hefur verið ljóst, að laga- ákvæði sem banna eignaraðild erlendra fyrirtækja í sjávarútvegsfyrirtækjum hér væru brotin með óbeinni eignaraðild þeirra. Erlendu fyrirtækin eiga hlut t.d. í íslenzkum olíufélögum, sem aftur eru stór- ir hluthafar í einstaka útgerðarfyrirtækj- um. Það er þó ekki þessi þáttur málsins, sem kallar á breytt viðhorf. Nú er þróunin ekki sú, að útlendingar séu að kaupa sig inn í íslenzkan sjávarút- veg heldur eru Islendingar að kaupa sig inn í sjávarútveg í öðrum löndum. Skýr- asta dæmið um þetta eru kaup útgerðar- fyrirtækjanna tveggja á Akureyri á stórum hlutum í tveimur þýzkum útgerðarfyrir- tækjum, sem leiða til þess að Islendingar hafa nú mikil ráð á nánast öllum úthafs- veiðikvóta Þjóðveija. Önnur íslenzk sjávar- útvegsfyrirtæki hafa tekið til hendi í Chile og með nokkuð öðrum hætti í Rússlandi. Þegar svo er komið, að við höfum snúið dæminu við og erum ekki lengur í þeirri varnarstöðu að veija okkar heimavígstöðv- ar heldur sækjum fram bæði í veiðum á fjarlægum miðum og með kaupum á sjáv- arútvegsfyrirtækjum í öðrum löndum, má spyija hvort aðstæður nú gefí tilefni til þess að endurskoða þá stefnu, að fjárfest- ingar útlendinga í íslenzkum sjávarútvegi séu alfarið óheimilar. En þá yrði að sjálf- sögðu að fara að öllu með fyllstu gát. Hvenær verður framsókn okkar í öðrum löndum stöðvuð með tilvísun til þess að við séum að gera það á þeirra vettvangi, sem þeim er óheimilt hér? Slíkur skortur á gagnkvæmni er m.a. einn helzti ásteyt- ingarsteinninn í viðskiptum Bandaríkja- manna og Japana. Bandarísk fyrirtæki og bandarískir stjórnmálamenn segja við Jap- ani: þið hafíð fijálsar hendur í okkar landi, hvers vegna ekki við á ykkar heimavíg- stöðvum? M.ö.o. er tímabært að velta fyr- ir sér og ræða, hvort bann við erlendum fjárfestingum í íslenzkum sjávarútvegi fari hvað úr hveiju að vinna gegn okkar eigin hagsmunum. Þorsteinn Þorsteinsson, einn af forsvars- mönnum Norræna fjárfestingarbankans, setti fram þá athugasemd í samtali við tímaritið Fijálsa verzlun, að íslenzka krón- an ætti eftir 10-15 ár sem sjálfstæður gjaldmiðill. Þetta er sjónarmið, sem er tímabært að ræða á næstu árum. Evrópu- sambandið stefnir að því að taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil innan nokkurra ára. Enginn veit, hvort af því verður. Ef til þess kemur, að margfalt stærri og öflugri þjóðir telja tímabært að leggja niður eigin gjaldmiðla og taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, hlýtur sú spuming að verða áleitin, hver staða okkar verður við slíkar aðstæður. Með þessu er einungis sagt, að það kann að vera tímabært að ræða þessi „tabú“ og önnur. iuoiguuoiaoiu/ nstvaiuui uuuiiiuiiuaðuu „í raun og veru er það ævintýri líkast, hvernig ís- lenzkur sjávarút- vegur hefur lagað sig að þessum erf- iðu aðstæðum-og margeflzt þrátt fyrir, að þorsk- veiðum hafi verið haldið í lágmarki. Sennilega er það eitt mesta afrek- ið, sem unnið hef- ur verið í atvinnu- lífinu á þessum erfiðleikaárum. Þar voru vanda- málin stærst og þar hafa þau ver- ið leyst nánast með glæsibrag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.