Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19 NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ZEqlii Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821 KAUPMENN - INNKAUPASTJORAR Umbúðapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Höfum einnig á lager glæsilegt úr\/al af nðrum inlavnriim : BRQXOFLEX : -MeslseSdu * Áratuga reynsla á Islandi K innandyra sem utan í „ skólum, íþróttahúsum^ m fyrirtækjum, stofnunumog m heimilum. b Broxoflexburstamott-1 ■ urnar eru þægilegar í ■ meðförum, hægt að rúlla þeim upp. ■ Broxoflex burstamotturnar eru ís- ■ lensk framleiðsla. Þær hreinsa vei ■ jafnt fínmunstraða sem grófmunstr- ■ aðaskósóla. * Broxoflex burtsamotturnar eru ■ framleiddar með svörtum, rauðum, ■ bláum, gulum eða grænum burstum ■ í stærðum eftir óskum viðskiptavina. ■ TÆKNIDEIID ÓJ*K „rrí'T/VG ■S Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 á frábæru jólatilboðsverði 10:900,- + Þeir sem nýta sér þetta einstaka tilboð fá 20% afsldtt af fyrsta tölvuleiknum + + | jfc JÍ| + + BRAUTARHOl.TI & KRINGLl JNNI FRÉTTIR ATRIÐI úr Reiðhjólaþjófinum. Klassískar kvikmynd- ir í Regnbogamim A VEGUM Kvikmyndasafns Islands verða sýndar nokkrar klassíkar kvik- myndir frá 18. nóvember og fram til 17. desember í Regnboganum. í dag, sunnudaginn 19. nóvember, verða sýndar myndirnar Hamlet, Reiðhjólaþjófurinn og Jóhanna af Örk. Á mánudaginn 20. nóvember verða til sýnis myndirnar Potemkin og Böm leikhússins. í tifkynningu frá Kvikmyndasafni segir eftirfar- andi um myndirnar: Orustuskipið Potemkin gerð eftir Sergei Eisenstein, Rússland 1925. Myndin er ein af frægustu myndum Eisensteins og segir frá flotaupp- reisninni í Kronstadt sem leiddi til rússnesku byltingarinnar. Hamlet, Laurence Olivier, Bret- landi 1958. Laurence Olivier-stjórn- aði sjálfur þessari glæsilegu mynd og lék auk þess Hamlet. Myndin er ein af frægustu kvikmyndaútgáfum af Hamlet og segir frá hvernig hann dregst inn í flókið samsæri til að hefna föður síns. Reiðhjólaþjófurinn, „Ladri Di Bicicleette" Vittorio de Sica, Ítalía, 1948. Myndin hefur oft verið nefnd „ein klassískasta mynd allra tíma“. Hún er ein af þekktustu myndum ítalska neo-realismans og segir frá ógæfunni sem hendir fátækan verka- mann þegar reiðhjólinu hans er stol- ið en án hjplsins hefur hann ekkert lífsviðurværi. Stórkostlegar götulífs- myndir eru rómaðar af kvikmynda- unnendum enn þann dag í dag. Jóhanna af Ork, „La Passion de Jeanne D’Arc", Cafl Theodore Drey- er, Frakkland, 1928. Myndin er eftir danska kvikmyndagerðarmanninn Dreyer og er hans frægasta mynd. Hún lýsir af ótrúlegu sálfræðilegu raunsæi síðasta sólarhringnum í lífi Jóhönnu og yfirheyrslum Dubois biskups. Myndin er talin til meistara- verka þögla tímabilsins. Böm leikhússins „Les Enfants du Paradis", Marcel Carné, Frakkland, 1945. Myndin er ein af fantasíu- myndunum sem Frakkar gerðu á tímum hemáms nasista í Frakk- landi. Hún gerist á 19. aldar leikhúsi í París þar sem eiga sér stað mikil tilfinningaátkök, ástardrama og frægðadraumar sem halda áhorfand- anum í spennu frá upphafi til enda. Námskeið í trjá-og skógrækt GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins heldur námskeið í ttjá- og skógrækt að Reykjum í Ölfusi laugardaginn 25. nóvember nk. Námskeiðið er skipulagt fyrir sumarbústaða- og landeigendur á Suðurlandi. Fyrirlesarar á námskeið- inu verða Ólafur S. Njálsson, garð- yrkjukandidat Gróðrastöðinni Nátt- haga í Ölfusi, dr. Aðalsteinn Sigur- geirsson, skógerfðafræðingur Rann- sóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Ásgeir Svanbergsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, og Björn B. Jónsson, skógræktarráðu- nautur á Suðurlandi. Námskeiðið hefst kl. 13 og lýkur kl. 17.30 og kostar 3.000 kr. Námskeiðið er opið öllum sumar- bústaðaeigendum og landeigendum á meðan húsrúm leyfir en hámarks fjöldi þátttakenda er 30 manns. Þátt- taka tilkynnist til Garðyrkjuskóla ríkisins fyrir fimmtudaginn 23. nóv- ember. Bekk stolið úr Kjartanslundi GARÐBEKK, sem metinn er á 130 þúsund krónur, var stolið úr Kjart- anslundi í Elliðaárdal í lok október. Kjartanslundur, sem er í landi Raf- magnsveitu Reykjavíkur, var form- lega opnaður i lok júní og segir Hrefna Magnúsdóttir, starfsmaður Rafmagnsveitunnar, að hann hafi verið vinsæll útivistarstaður og bekksins sé sárt saknað. Bekkurinn var nýkominn til lands- ins og samkvæmt upplýsingum, sem Hrefna kvaðst hafa aflað sér, hafa mjög fáir slíkir bekkir verið seldir, en þá er til dæmis að finna í Borgar- kringlunni. „Við boltuðum bekkinn niður, en það dugði greinilega ekki til. Við höfum kært þetta til lög- reglu, en málið er óuppiýst." ALOE VERA 24 tíma rakakrem meb 84% ALOE gel/safa hefur sött- hreinsandi eiginleika (gegn bólóttri húb, frunsum, fílapenslum og óhreinindum í húö) og færir húbinni eblilegan raka, næringu og líf. 84% ALOE VERA rakakrem frá. hentar öllum í fjölskyldunni. 84% ALOE VERA rakakrem frá JASON er án litar- og ilmefna. 84% ALOE VERA snyrti- og hreinlætisvörur fást í apótekinu og í Græna vagninum, Borgarkringlunni. APÓTEK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.