Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ,syo frerr/0 t&í Sé 'ehhc- mrn kona. MARCIE.MOW CANYOU CATCH TME 6ALLIF YOU'RE STANPIN6 BEMINP ATREE? '~~ZC Magga, hvernig geturðu gripið boltann ef þú stendur á bak við tré? I PONTWANTTO 6ET HIT IN TME 5T0MACM UJITH THE 6ALL... '-ZL Ég vil ekki að boltinn hitti mig í magann ... Fremur gott grip, ha, herra? BREF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Atvinnutrygging ekki atvinnu- leysistrygging Frá Friðberti Traustasyni ORÐIÐ atvinnuleysistrygging er notað yfir bætur sem greiddar eru atvinnulausum. Þetta er slíkt öfugmæli að furðulegt má teljast að það skuli notað í þessu sam- hengi. Orðið merkir í raun trygging fyrir at- vinnuleysi. Þrátt fyrir að allir geri sér grein fyrir því böli sem atvinnuleysi veld- ur, er lítið sem ekkert gert til þess að sporna við því. Ráðamönnum þjóðarinnar er þó sjaldan orða vant þegar kosningar eru í nánd. Þá lofa þeir í sífellu hvers kyns atvinnuupp- byggingu og fjölgun starfa. Hins vegar virðast þeir gjörsneyddir hugmyndum og siðferðisþreki að kosningum loknum. Niðurstaðan er því sú að ekkert er að gert og atvinnuleysi eykst. Erfiðleikar við að fjármagna Atvinnuleysistryggingasjóð hvíla eins og mara á ráðherrum og að sjálfsögðu verður sjóðurinn að standa við skuldbindingar sínar. En hefur virkilega ekki hvarflað að mönnum að til sé betri leið til að ráðstafa peningum Atvinnu- leysistryggingasjóðs? Aðferð sem skilar einstaklingum og þjóðfélag- inu betri möguleikum og framtíð. Aðferð, sem gefur þeim sem í at- vinnuleysi lenda möguleika á að öðlast reisn sína sog virðingu á ný. Þessi leið er vissulega til. Jón Erlendsson, yfirverkfræð- ingur Upplýsingaþjónustu Há- skóla íslands, hefur undanfarin ár kynnt nýja aðferð, sem tengir saman atvinnu og símenntun. Hún leiðir til fjölgunar atvinnutæki- færa og betur menntaðs og hæf- ara þjóðfélags. Þjóðfélags fólks sem er tilbúið til að taka þátt í samkeppninni sem stöðugt er að aukast í heiminum. í þessu sam- bandi mætti nefna, að Indveijar eru að verða einhveijir stærstu útflytjendur tölvuhugbúnaðar í heiminum og banka nú ótt og títt á dyr Evrópumarkaðarins með hvers kyns pakkalausnir. Aðferð Jóns Erlendssonar er í sjálfu sér sáraeinföld, en hún er líka djörf og kostar hugarfars- breytingu hjá atvinnurekendum, launþegum og ekki síst hjá ríkis- valdinu. Hugmyndin byggist á atvinnu- tryggingakerfi. Því má skipta í tvennt. Annars vegar öryggisnet, sem fjármagnað yrði af sjóði sem kæmi í stað núverandi Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Sjóðurinn myndi nánast eingöngu fjármagna vinnu eða verkefni. Hins vegar yrði sú krafa gerð til allra þátttak- enda í kerfinu, að þeir öfluðu sér atvinnutengdrar þekkingar án af- láts allt lífið. Að auki yrði sú krafa gerð að allir sem færir væru um slíkt ynnu að því að þróa og skapa hvers kyns sjálfstæð atvinnutæki- færi, stór eða smá eftir atvikum og efnum. Dýr eða ódýr. Hver maður myndi sníða sér stakk eftir eigin efnahag og öðrum forsend- um. Þeir sem litla menntun hefðu gætu hugað að einföldum heimilis- iðnaði sem vinna mætti að á heim- ilum. Meira menntað fólk ynni að því að skapa sér tækifæri við hvers kyns þekkingarstörf, svo sem út- gáfu, sérhæfða ráðgjöf og ýmis- legt þess háttar. Hver einasti þátt- takandi í kerfinu, þ.e. hver einasti vinnandi maður, yrði á hinn bóginn að sinna símenntun og tækifæra- sköpun á einhvern viðunandi hátt. Hver einasti maður myndi þannig vita nákvæmlega að hvaða verkum hann gengi ef hann missti hefð- bundna vinnu sína og gengi þann- ig að nýjum verkefnum daginn sem það gerðist. Laun hans eða bætur færu niður fyrir markaðs- laun í flestum tilvikum. Enginn myndi á hinn bóginn missa ger- samlega samband við vinnu og verkefni eins og nú er og þurfa að leita á vit hvers kyns sérfræð- inga til að leita huggunar og stuðnings. Ráðamenn hafa lengi trúað því, eflaust samkvæmt upplýsingum færustu hagfræðinga, að nauðsyn- legt sé að hafa hæfilegt atvinnu- leysi til þess að halda niðri verð- bólgu. Þeir trúa því að ef eftir- spurn eftir vinnuafli aukist, þá hækki laun og slíkt sé í öllum til- vikum hvati á verðbólgu. Grund- völlur þessara hugmynda er hið svonefnda „Phillipssamband". Margir hafa mjög svo efast um réttmæti þessarar kenningar, þar sem með henni er fjöldi fólks dæmdur út af vinnumarkaðinum. Afleiðingarnar eru margvísleg fé- lagsleg vandamál sem eru þjóðfé- Iaginu mjög dýr. Besta lausnin er að sjálfsögðu að allir hafi störf við sitt hæfi og auki stöðugt hæfni sína og þekk- ingu með símenntun. Símenntunin er einmitt grundvöllurinn í kenn- ingum Jóns Erlendssonar. Tímabært er að atvinnurekend- ur, launþegahreyfingin og ríkis- valdið taki höndum saman um að hrinda hugmyndum Jóns í framkvæmd áður en við föllum á tíma. Friðbert Traustason, formaður Sam- bands ísl. bankamanna. Friðbert Traustason Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.