Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 43 FÓLK í FRÉTTUM EINAR Ólafur Birgisson formaður, Vilhjálmur Hallgrímsson, Páll Guðbergsson, Tómas Knútsson, Bragi Reynisson, Kristján Kristjánsson, Arni Ingason og Halldór Klemensson. Allir í kafi ► AÐ ALFUNDUR Sportkaf- arafélags Islands var haldinn síðastliðinn laugardag í hús- næði félagsins við Nauthólsvík. Venjuleg aðalfundarstörf, meðal annars kosning nýrrar stjórnar, fóru fram. Einar Ólaf- ur Birgisson var kosinn for- maður samtakanna næsta árið. Ymislegt er á prjónunum hjá félaginu, meðal annars ferð til Bahamaeyja þar sem farið verður í leiðangra og neðan- sjávarlífið skoðað. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓNAS Bjargmundsson, Einar Veigar Jónsson, Hanna Fanney Hauksdóttir, Sveinbjörg Erla Kristjánsdóttir. Furðulegir dagar ►AÐALLEIKARAR myndarinn- ar „Strange Days“, Furðulegra daga, Ralph Fiennes og Angela Basset, mættu að sjálfsögðu til frumsýningarinnar í London ný- lega. Ralph hefur upp á síðkastið verið staddur á Ítalíu við tökur á myndinni „The English Patient" eða Enski sjúklingurinn. Angela Basset varð fræg í hlutverki sínu sem Tina Turner í myndinni „What’s Love Got To Do With It?“. Sungið með eigin- manninum ►LEIKKONAN Kathleen Turner kann ýmislegt fyrir sér. Hún hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir söng, en engu að síður söng hún af öllum lífs og sálar kröftum með rokksveit eiginmanns síns í New York nýlega. Eiginmaðurinn er viðskiptajöfurinn Jay Weiss og er víst nokkuð lunkinn rokkari. Fyrir rúmlega viku var sýningum hætt á leikritinu „Indescretions", sem sýnt var á Broadway með Kathle- en í aðalhlutverki. opið hús í tækniskófa íslands Við eigum aimæli og bjóðum þér að koma og skoða hvað við erum að gera. Sunnudaginn 19, nóvember verður kynningardagur í tilefni 10 ára aímælis rekstrardeildar Kaffisala, barnahorn og vinningar í boði. Við tökum þér fagnandi sunnudaginn 19. nóv. í húsnæði skólans á Höfðabakka 9, frákl. 11.00 til 17:00. Tækniskóla íslands. Þar munum við kynna verkelni nemenda sem unnin hafa verið í náinni samvinnu við íslensk fyrirtæki og stofnanir. Að auki verða fluttir fyrirlestrar um margvislegt efni sem tengist náminu. Námsframhoð i deildinni verður kynnt, lohn Cleese og félagar sjá um stjórnunarkennslu og gestir fá að svifa á alnetinu. Nemendur og kennarar rekstrardeildar Tækniskóla íslands. Við þökkum samstarfið. # e © TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. SAMTOK IÐNAÐARINS tækniskóli íslands The lcelandic College of Engineering and Technology AUGLYSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.