Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 47 •i 4 J i 4 4 4 ( 4 4 < < < < < < t i < i i i t- STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ geim... fyrst hafa >öst svör! ■el Madsen Alfred Molina Forest Whitaker Frábær vísindahrollvekja sem slegið Sí V ' • hefur í gegn um allan heim. Sannkölluð stórmynd með stórleikurum, ein af þeim sem fá hárin til að risa... / • Sýnd kl 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára ÞRfllNN BERTELSSON Einn mesti hasar allra tíma. Hann er ákærandinn, dómarinn og böðullinn. Hann er réttlætið. Sylvester Stallone er Dredd dómari. Myndin er að hluta til tekin hér á islandi. IMýjar hljómplötur Emhverskonar popp Nýlega kom út diskur Gusgus hópsins, sem kom upphaflega saman til að vinna að kvik- mynd. Birgir Þórarinsson og Magnús Gunnarsson, sem flest- ir þekkja sem T-World, sáu um tónlistarstjóm á þeirri plötu og þeir segja að það hafí verið bæði gaman og erfítt. GUSGUS kallast hópur ungs fólks sem kom saman fyrir nokkru til að gera kvikmynd, skip- aður Daníel Ágúst Haraldssyni, Hafdísi Huld, Magnúsi Jónssyni og Emiliönu Torrini. Eftir að saman var komið kviknaði löngun til frek- ara samstarfs og í gær kom út breiðskífa sam- nefnd hópnum. Höfundar tónlistarinnar ei-u félagar í hópnum, en útsetningar og nánast allur hljóðfæraleikur var í höndum Daníels Ágústs Haraldssonar og þeirra Birgis Þórarins- sonar og Magnúsar Gunnarssonar, sem líklega eru þokktari sem dúettinn T-World. Þeir Birgir og Magnús segja að Daníel Ág- úst Haraldsson, einn úr hópnum, hafi leitað til þeirra og beðið um samstarf. „Hann var upp- haflega að velta fyrir sér einhverskonar tripp- hoppi,“ segir Birgir og bætir við að þetta hafi verið í lok maí sl. „Við vorum alltaf á leiðinni til að vinna einhverskonar popp,“ segja þeir og Birgir bætir við að þeim hafi því þótt þetta ágætis tækifæri og litist vel á verkið. Þeir félag- ar fengu í hendurnar lög eftir Daníel og aðra meðlimi Gusgus-hópsins og fullt frelsi „innan gæsalappa", skjóta þeir inní, til að útsetja það að vild. „Við hefðum viljað minna „eftirlit", en í svona tilfelli hlýtur alltaf að verða glíma á milli höfunda og útsetjara," segja þeir. „Lögin voru ósköp einföld," segir Birgir, „það voru engar útsetningar komnar af viti, þetta var bara samið á kassagítara. Lögin voru syo ýmist með enskum eða ísienskum textum, en síðan ákváðu þau einhvern tímann að hafa alla texta á ensku, en þótt það hafi í sjálfu sér ekki skipt neinu máli, þá hefðum við viljað hafa þá á íslensku." Þó sumir vilji kalla tónlistina á disknum tripphopp, eins og tíðkast í Bristol og víðar í Bretlandi, taka þeir félagar ekki undir það, þó hún sé kannski unnin á sambærilegan hátt, og eftir smávangaveltur um hvað ætti að kalla hana sættast þeir á hipppopp. „Þegar þessi vinna byrjaði,“ segir Magnús, „sá maður ekk- ert fyrir sér að þetta yrði eitthvað tripphopp, heldur voru lögin bara hreint popp.“ „Við veltum lögunum mikið fyrir okkur og FJÖLLISTAFLOKKURINN Gusgiis hefur gefið út fyrstu skífu sína. fengurn þau til að breyta þeim mikið í ljósi þess hvemig tónlistin átti að vera. Þetta eru lagasmiðir úr ýmsum áttum og því ekki nema eðlilegt að þeir hafi verið að semja hvert sína gerð af tónlist; þannig voru lögin hans Daníels mikið til Nýdanskrarlög. Farvegurinn varð því okkar og við fengum mikið neitunarvald, en þurftum þó að rökstyðja ákvarðanir okkar,“ segir Birgir og heldur áfram: „Við héldum að þetta yrði algjör samtíningur, en svo er sami litblær á plötunni og hún er samfelld heild." Þeir Birgir og Magnús segjast áfskaplega ánægðir með að hafa tekið þátt í þessu sam- starfi, „þessu hliðarskrefi“, og mjög ánægðir með plötuna. Hvað varðar frekara samstarf eru þeir ekki eins ákveðnir. „Ég myndi vilja framhald á þessu," segir Birgir, „en þá með breyttu vinnuskipulagi, að við yrðum með í lagasmíðunum frá upphafí." „Á næstu plötu að ári syngjum við-Birgir,“ segir Magnús og þeir skella báðir uppúr, en svo bætir hann alvar- legri við að honum lítist ekki eins vel á frek- ara Gusgus starf og Birgi. „Helsta vandamálið var að þau voru búin að semja lögin þegar við komum að þessari vinnu, og það kostaði stund- um stapp að fá þau til að breyta lögunum til að þau gengju betur upp sem danstónlist, því hún lýtur allt öðrum lögmálum." Þeir félagar segjast ekki finna svo mjög fyrir því að vera í hljómsveit, „við erum í raun hljómsveitin og þau eru söngvararnir", segja þeir, en segja að það sé í raun mjög gaman að vera í sex manna hljómsveit eftir að hafa starfað sem dúó til margra ára. „Það munar miklu um að þau koma fleiri að því að skipu- leggja tónleika, en áður fyrr þegar við ákváðum að halda tónleika gafst svo lítill tími til að undirbúa þá og auglýsa, því við vorum svo uppteknir síðustu vikuna fyrir tónleikana við að semja alla tónlistina, því það er auðvitað glatað að vera að spila sömu lögin aftur,“ segja þeir, „það er bæði þægilegra og erfíðara." Umtalaðasta og umdeildasta kvikmynd Bandaríkjanna í seinni tíð. Óhugnaleg raunveruleg samtímalýsing. Sýnd kl. 7, 9 og 11. B.i. 14 ára. LEYNÍVOPNÍÐ IIU THE FIRST Sýnd kl. 11.15. B.i. 12 ára. MEL GIBSON Bkaveheart Sýnd kl. 9. b.í. 16. KOTTURINN FELIX Sýnd kl. 3. Verð kr. 100. PRINSESSAN OG DURTARNIR Sýnd kl. 3. Verð kr. 100. DELICATESSEN Veröldin er að líða undir lok en undarlegu leigjen- durnir yfir kjötbúðinni vita að þeir munu ekki líða skort. Svo er smekk húseigandans fyrir man- nakjöti að þakka. Ein umtalaðasta kvikmynd síðustu ára. Sannarlega engri lík. Sýnd kl. 11. Isl. texti. Sýnd kl. 7. Tsl. texti. CLERKS Margverðlaunuð frum- raun leikstjórans Kevin Smith sem sló í gegn í Bandaríkjunum. Smith byggir myndina á eigin reynslu af afgreiðs- lustörfum og segir sérstaka og gamansama sögu. Sýnd kl. 5. ísl. texti. AND THE BAND PLAYED ON Sumarið 1981 greindist áður óþekktur sjúkdómur án þess að fréttnæmt þætti. Nokkrum árum siðar var sjúkdómurinn - alnæmi - orðinn að sannkallaðri farsótt. Sýnd kl. 7. PICTURE BRIDE Riyo, 18 ára gömul japönsk stúlka, giftist vin- numanni á Hawaii eftir Ijósmynd. Lífið á ban- darísku sælueyjunni reynist erfiðara en stúlkan hugði. Um síðir rennur það upp fyrir henni að ástin er það eina sem máli skiptir. Sýnd kl. 9. LADRI Dl BICICLETTE Vittorio di Sica, Ítalía, ' 1948. Reiðhiólaþjófurinn” hefur oft verið nefnd ein klassískasta mynd allra tíma". Hún er ein af þekk- tustu myndum ítalska neo- realismans og segir frá ógæ- funni sem hendír fátækan verkamann þegar reiðhjólinu hans er stolið en án hjólsins hefur hann ekkert lífsviðurværi. Stórkostlegar götulífsmyn- dirnar eru romaðar af kvikmyndaunnendum enn þann dag í dag. Sýnd kI, 7, H Y T T HAMLET Laurence Olivier, Bretland 1948. Laurence Olivier stjórnaði sjálfur þessari glæsilegu mynd og lék auk þess Hamlet. Myndin er ein af frægustu kvikmyndaútgá- fum af Hamlet og segir frá hvernig hann dregst inn í flókið samsæri til að hefna föður síns. Sýnd kl. 5. /DD/ ________________ LA PASSION DE JEANNE D'ARC Carl Theodore Dreyer, Frakkland, 1928. Jóhanna af Örk” eftir dans- ka kvikmyndagerðarman- ninn Carl Theodore Dreyer er hans frægasta mynd. Hún lýsir af ótrúlega sálfræði- legu raunsæi síðasta sólarhringnum í lífi Jóhönnu og yfirheyrslum Dubois biskups. Myndin ertalin til meistaraverka þögla tíma- bilsins. Sýnd kl. 9. H L J 0 D K E R F I 'V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.