Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Sigurður Jóns- sonræðir við Örebro SIGURÐUR Jónsson, landsliðs- maður frá Akranesi, hélt í gær- til Svíþjóðar til að kynna sér aðstæður hjá félaginu Örebro. Sigurður sagði áður en hann hélt af landi brott að málið væri á frumstigi. Orebro hefði ósk- að eftir viðræðum við hann og hann hefði ákveðið að skreppa til Svíþjóð- ar nú um helgina. Með Sigurði í ferðinni er Guðjón Þórðarson, þjálf- ari ÍA. Sem kunnugt er léku þrír Islend- ingar með Örebro á síðasta keppnis- tímabili, þeir Amór Guðjohnsen, Hlynur Birgisson og Hlynur Stef- ánsson. Ljóst er að Arnór mun leika með Örebro á næsta keppnistíma- bili en Hlynur Stefánsson er á heim- leið til ÍBV. Óvíst er hvort Hlynur SigurðurJónsson Birgisson leikur með Örebro áfram. Órebro er annað félagið á Norð- urlöndum sem sýnir Sigurði áhuga á skömmum tíma. Hann var á dög- unum í Noregi, þar sem hann ræddi við forráðamenn Lilleström. HESTAR arsins SIGURÐUR Vignir Matthíasson var valinn hestaíþróttamaður ársins á uppskeruhátíð hesta- manna í fyrrakvöld. Hefur hann þar með velt læriföður sínum Sigurbirni Bárðarsyni úr sessi sem hefur hreppt þennan titil í nánast öll skiptin síðan farið var að veita hann. Það er fyrst og fremst árangur Sigurðar á heimsmeistaramótinu í Sviss í sumar sem tryggir honum titilinn í ár þar sem hann tvo HM-titla af miklu harðfylgi. Auk þess var árangur Sigurðar á Islandsmót- inu frábær þar sem hann vann flestar greinar í ungmennaflokki svo eitthvað sé nefnt. Sigurður Vignir er á myndinni hér til hlið- ar, hægra megin, en til vinstri er Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Hestaíþróttasambands Islands. Ræktunamaður ársins var valinn Sveinn Guðmundsson á Sauðárkrókí en hann hlaut 21 stig samkvæmt reikniaðferð Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Bændasamtakanna sem notast er við við valið. Öðru fremur var það afkvæmasýning á stóðhestin- um Glað sem tryggði Sveini titil- inn en það var eina afkvæmasýn- ing ársins. Þetta er í annað skipt- ið sem Sveinn hlýtur þennan titil en þetta er í þriðja skiptið sem hann er veittur. Sigurður hesta- íþrótta- maður Forsala í Hijómalind, Músik & myndir, Mjódd og Austurstræti, Japis Kringlunni og Levis búðinni Miðaverð: Forsala 1600kr. og 1900 kr. við hurð. Aldurstakmark 16 ár HESTAR Samstarf F.T. og Hólaskóla Reiðkennara- námá SAMSTARF Bændaskólans á Hólum og Félags tamninga- manna hefur síðustu árin verið blómlegt og hefur fræðslu- og prófþáttur í starfi félagsins færst í auknum mæli yfir í bændaskólann. Nú um helgina hefst til dæmis á skólanum námskeið og próf þar sem væntanlega verða útskrifaðir reiðkennarar úr röðum félags- manna með svokölluð C-rétt- indi. Um er að ræða tólf daga nám- skeið með prófum síðustu dag- ana en reiðkennarar með C-réttindi eru hæfir til reið- Valdimar kel]nslu fyrir byU- Kristinsson endur UPP 1 nokkuð skrifar vana reiðmenn. Reið- kennarar með B- réttindi eru aftur vel í stakk búnir ti! reiðkennslu mikið vanra reið- manna og keppnismanna auk einka- kennslu. Reiðkennarar með A-rétt- indi, sem er efsta stigið, hafa að auki með höndum kennslu reiðkenn- araefna. Námskeiðið sem í hönd fer á Hól- um skiptist í verklegt nám og bók- legt. Eyjólfur ísólfsson reiðkennari á SKIÐI Von Gruningen sigraði aftur MICHAEL Von Griiningen frá Sviss sigraði á heimsbikarmóti í stórsvigi í Vail í Colorado á föstudagskvöld, og er hefur þar með sigrað á tveim- ur fyrstu heimsbikarmótum vetrar- ins. Norðmaðurinn Lasse Kjus var fyrstur eftir fyrri ferð, nærri sek- úndu á undan Svisslendingnum, sem var í öðru sæti, en Von Gruningen renndi sér frábærlega í seinni ferðinni og fagnaði sigri, fékk samanlagðan tíma 2.28,88 mín., Kjus var á 2.29,24 og þriðji varð Urs Kaelin frá Sviss á 2.30,69. Alberto Tomba frá Ítalíu, sem keppti ekki á fyrsta mótinu um síð- ustu helgi, var með í Vail en náði aðeins sjöunda sæti. Hólum Hólum, sem hefur ásamt fleirum unnið að undirbúningi, sa£ði að fyrir prófið fengju nemendur æfingu í hópkennslu, sýnikennslu þar sem kennaraefnið útskýrði hluti um leið og hann framkvæmdi þá á hestbaki, farið verður í gegnum ýmis öryggis- mál er tengjast reiðkennslu og nefndi hann þar tryggingamál, umferðar- reglur á reiðvelli sem og í fijálsri reið og skyndihjálp. Þá verður fyrir- lestur um rekstur smáfyrirtækja og eins kennslufræði. Nemendur koma með hröss með sér en Hólaskóli leggur til aðstöðu, fóður og hirðingu fyrir hrossið. Þá leggur skólinn til alla aðstöðu fyrir kennsluna en F.T. leggur til kennara. Eyjólfur sagði að dagskrá nám- skeiðsins og prófanna væri mjög stíf og mætti ætla að nemendur yrðu að frá morgni og fram á kvöld alla dag- ana því reynt væri að stytta þann tíma sem þetta tæki til að halda kostnaði niðri. í fréttabréfi F.T. var gefið í skyn að þetta gæti orðið síð- asta tækifærið til að afla sér þessara réttinda á stuttu námskeiði því gert er ráð fyrir að því verði breytt í fimm til sex mánaða nám sem væntanlega fari fram á Hólum. í þetta nám geta allir félagsmenn sem lokið hafa frumtamningaprófi farið. Að því loknu munu þeir útskrifast með þjálf- araréttindi sem er annað stig í rétt- indum félagsmanna auk C reiðkenn- araréttinda. ÚRSLIT NBA-deildin í körfuknattleik Leikir á föstudag: Toronto - Minnesota.............114:96 Atlanta - Miami..................88:91 Boston - Washington.............110:100 Charlotte - Seattle...............96:98 Philadelphia - Cleveland.........82:114 Detroit-Utah......................81:86 Chieago - New Jersey.............109:94 Denver- New York.................94:103 Vancouver- LA Lakers.............92:114 LA Clippers - Dallas.............101:90 Sacramento - Phoenix........... 105:96 NHL-deildin í íshokkí: Winnipeg - New York Rangers.........6:3 Washington - Pittsburg..............2:3 •Eftir framlengingu. Dallas - San Jose..................2:1 Calgary - Colorado..................3:5 Edmonton - Detroit..................4:5 Anaheim - New York Islanders........2:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.