Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefur! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ásdis Litlir fískar í léttum leik ÞAÐ er oftast glatt á hjalla á og föturnar eru við höndina. þeirra er þó hugsi. Ef til vill leikvellinum, enda ástæða til að Þessum leikfélögum í Hliðunum veltir hann þvi fyrir sér hvort kætast þegar réttu skóflurnar er ekkert að vanbúnaði, en einn möskvastærðin í netinu sé lögleg. Áhrif sérsamn- inga endurmetin FJARMALARAÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því við Þjóðhagsstofn- un að hún endurmeti kostnaðar- áhrif af sérsamningum á almenn- um markaði í kjarasamningunum í vor. í áliti Þjóðhagsstofnunar fráþví i vor sem unnið var að beiðni rikis- sáttasemjara kemur fram að launakostnaðarauki af völdum sér- samninga sé á bilinu 0,2 til 0,3%. Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur hins vegar í samningum sín- um við opinbera starfsmenn boðið allt að 2,5% hækkun til viðbótar samningshækkun _ samkvæmt samningum ASÍ/VSÍ vegna áhrifa sérkj arasamninga. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að það sem Samninga- nefnd ríkisins hafi boðið vegna sérkjara sé mismunandi en rétt sé að það hafi mest verið allt að 2,5%. Ástæðan sé sú að Samninganefnd- in hafi talið að skattbreyting vegna lífeyrisiðgjalda komi mis- jafnlega við annars vegar opinbera starfsmenn og hins vegar þá sem starfi á almennum launamarkaði, þar sem opinberir starfsmenn greiði einungis lífeyrisiðgjöld af dagvinnutekjum sínum og taki eftirlaun samkvæmt því. SNR telji að þarna muni tæpu prósenti og til viðbótar telji SNR að Þjóðhagsstofnun vanmeti áhrif kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, en það sjáist best á þeim launakostnaðarauka sem fylgi nákvæmlega eins samning- um sem ríkið geri við aðila á al- mennum vinnumarkaði. Meðaltalshækkun til félaga inn- an ASÍ, samkvæmt upplýsingum starfsmannaskrifstofunnar, er í kringum 13%. N: . Tap Vinnslustöðvarinnar nálægt 100 milljónum króna Mor^unblaðið/Kristinn PÁLL Kr. Pálsson og Páll St. Bjarnason, deildarstjóri tækni- deildar Sólar, við EB-vélina. Fullunnin afurð ódýrari en hráefnið Áætlanir gera ráð fyrir 43ja millj- óna króna hagnaði á næsta ári NIÐURGREIÐSLUR ríkisvalds- ins geta haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Hjá Sól hf. hafa menn kynnst því að hagkvæmara er að að kaupa ólífuolíu í neytenda- umbúðum í Evrópu og tappa henni á íslenskar umbúðir hér, f stað þess að flytja hana inn i tunn- um eins og venjan er. Tilgangur þessara niður- greiðslna ESB er að styrkja bág- staddar atvinnugreinar í suðlæg- ari aðildarrikjum. Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri Sólar hf., segir að þetta sé vissulega brosleg staða, en gallinn sé sá að fyrirtæk- ið þurfi eftir sem áður að keppa við innflutning á niðurgreiddri ólífuolíu. „Við stóðum á sínum tíma frammi fyrir því að flytja olíuna inn i neytendapakkningum, eða tappa henni á okkar umbúðir. Þar sem við höfum metnað til að stuðla að atvinnusköpun hér heima fyrir völdum við síðari kostinn," segir Páll. „í kjölfarið óskuðum við eftir því við fjármálaráðuneytið að settir yrðu jöfnunartollar á þessa niðurgreiddu ólífuoliu. Þeirri beiðni okkar var hins vegar hafn- að á grundvelli þess að tollarnir leiddu til hærra verðs til neyt- enda. Við höfum bent á að í dag séum við þvingaðir til þess að kaupa mjólkurduft hérlendis, þrátt fyrir að innflutningur myndi leiða til lægra verðs til neytenda,“ segir Páll. Fyrirtækið hefur keypt sér- staka vél til þess að gata olíuum- búðirnar og tæma þær og hefur tækið hlotið nafn - „EB-véIin“. TAP Vinnslustöðvarinnar hf., Vest- mannaeyjum, á liðnu fiskveiðiári nálgast 100 milljónir króna og veld- ur þar mestu um sjómannaverkfallið fyrr á þessu ári, ásamt óhagstæðri þróun gjaldmiðla, samkvæmt upp- lýsingum Sighvats Bjarnasonar, framkvæmdastjóra. Sighvatur segir að yfir helgina verði gengið frá end- ánlegu reikningsuppgjöri fyrir liðið ár og reikningar fyrirtækisins verði kynntir á morgun, mánudag. Þrátt fyrir þetta, segir Sighvatur að þróun eiginfjár fyrirtækisins hafi verið mjög jákvæð á árinu og því sé fyrirtækið mun sterkara til þess að taka við svona áfalli, heldur en það hafí verið um langt skeið. „Afkoma fyrirtækisins er ekki eins og vonir stóðu til. Niðurstaðan er neikvæð, en sem betur fer ekki jafn hörmulega neikvæð og sögu- sagnir hafa gefið til kynna. Tap okkar á iiðnu rekstrarári, verður eitt- hvað innan við 100 milljónir króna,“ sagði Sighvatur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sighvatur sagði sumarið hafa far- ið illa með Vinnslustöðina, því eftir átta mánuði á liðnu rekstrarári, þ.e. LÖGREGLA greip í taumana á föstudag og kom í veg fyrir að tveir þjófar færu sér að voða. Þeir stálu hákarli og segir lögregla að þeir hafi beinlínis verið í lífshættu. Há- karlinn var að vísu dauður fyrir margt löngu og í bitum, en menn geta veikst lífshættulega af því að borða hálfverkaðan hákarl. Lögreglan í Hafnarfirði fékk á föstudag tilkynningu um grunsam- legar mannaferðir við hákarlshjall, sem stendur við Krýsuvíkurveg. Lögregla hélt í humátt á eftir há- karlsþjófunum, sem óku Bláfjallaveg frá 1. spetember 1994 til 30. apríl í ár, hefði fyrirtækið sýnt 64ra millj- óna króna hagnað. „Við fengum á okkur skell í sjómannaverkfallinu og annan í aflabresti á humri. Auk þessa er ljóst að óhagstæð þróun gjaldmiðla hefur farið mjög illa með okkur, því við höfum tapað verulegum fjárhæðum á gjaldmiðla- skiptasamningi, sem við gerðum, samkvæmt ráðleggingum sérfræð- inga, eða nálægt 80 milljónum króna,“ sagði Sighvatur. Hann sagði þróun dollarans hafa verið aðra en þá sem sérfræðingar hefðu búist við. „Okkur sýnist sem við getum nokkuð auðveldlega komist út úr þessari neikvæðu afkomu. Við ger- um ráð fyrir 43ja milljóna króna hagnaði á þessu rekstrarári. Útlit fyrir loðnuveiðar og vinnslu er þokkalegt. Við erum orðnir mjög góðir í að veiða og vinna uppsjávar- fisk og við hljótum að auka áhersl- una á slíkar veiðar og vinnslu, en draga úr veiðum og vinnslu bolfisks, sem ekki virðast arðbærar sem stendur," sagði Sighvatur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar. og til Reykjavíkur. Þar biðu reyk- vískir kollegar Hafnarfjarðartög- reglu og stöðvuðu för þjófanna. í bíl þeirra fundust sex kippur af há- karli, eða 20-30 kíló. Hákarlsþjófárnir voru tveir og að sögn lögreglu sögðust þeir ætla að borða hákarlinn sjálfir. Hins vegar telur lögregla mikla mildi að þeir reyndu ekki að gæða sér á hákarlin- um strax, því hann er báneitraður nema fullverkaður. Þetta var í annað skipti á skömm- um tíma sem stolið var frá sama hákarlsverkanda. Hættulegur hákarl LINDA Árnadóttir (t.h.) fékk verðlaun fyrir kjólinn, sem sýningarstúlkan klæðist. Fékk tísku- verðlaun LINDA Björg Árnadóttir tískuhönnuður sigraði í alþjóð- legu Smirnoff tískukeppninni, sem haldin var í Höfðaborg í Suður-Afríku að viðstöddum fimm þúsund áhorfendum. „Þetta var frábær lífsreynsla,“ sagði Linda í Höfðaborg í gær. Linda vann tíu þúsund Bandaríkjadollara (um 650 þúsund íslenskar krónur) námsstyrk og sagði í fréttatil- kynningu frá aðstandendum keppninnar að styrkinn hygð- ist hún nota til að auka frama sinn hjá Bercot stúdíóinu í París, þar sem hún hóf nám í haust. „Linda sýndi þijú meginatr- iði, sem hverjum tiskuhönnuði eru nauðsynleg: afbragðs vald á tækni, sköpunargáfu og sýn,“ sagði Joe Casely-Hay- ford, formanni dómnefndar. Kjólar Lindu eru úr sút- uðum kindavömbum og var gerður góður rómur að því að hún skyldi nýta hluti, sem alla- jafna væri hent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.