Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C is>ri0ijittl»ltol>il> STOFNAÐ 1913 266. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarískir ríkis- starfsmenn til vinnu Reuter STARFSFÓLK á skrifstofu blaðafulltrúa Hvíta hússins sneri aftur til vinnu í gær eftir að samkomu- lag hafði tekist um fjárlögin til bráðabirgða. Það var meðal þeirra, sem fengu þann dóm að vera „ónauðsynlegir" og sátu því heima í tæpa viku. Washington. Reuter. MEIRA en 700.000 bandarískir ríkisstarfsmenn sneru aftur til vinnu í gær eftir að ríkisstjórnin og meirihluti repúblikana á Banda- ríkjaþingi höfðu náð bráðabirgða- samkomulagi um fjárlögin. Gildir það til 15. desember. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að ná niður fjárlaga- hallanum á sjö árum eins og repú- blikanar hafa krafist en á móti heita þeir að hlífa heilbrigðisþjón- ustu við aldraða og fleiri málaflokk- um við miklum niðurskurði. Leon Panetta, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í gær, að það væri ekki aðalatriðið hvort fjár- lagahallanum yrði náð niður á sjö árum eða 10 eins og Bill Clinton forseti hefur lagt áherslu á, mestu skipti að standa vörð um þá félags- legu þjónustu, sem Clinton berðist fyrir. Eanetta sagði einnig, að loka- samkomulag milli flokkanna um fjárlögin yrði einnig að fela í sér miklu minni skattalækkun en repú- blikanar hafa stefnt að en þeir vilja, að skattar verði lækkaðir um 245 milljarða dollara. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar og ann- ar helsti talsmaður repúblikána, sagði, að þeir væru tilbúnir til að ræða það mál. Noregur og Nígería Viðskipta- þvingan- ir felldar Ósló. Morgunblaðið. NORSKA Stórþingið felldi í gær með 71 atkvæði gegn 39 tillögu um að banna norskum fyrirtækjum starfsemi tengda olíuiðnaðinum í Nígeríu. Tillagan var flutt vegna aftöku rithöfundarins Ken Saro-Wiwa og átta annarra stjórnarandstæðinga í Nígeríu en tvö nórsk fyrirtæki, Statoil og Aker-samsteypan, eiga hagsmuna að gæta í landinu. Þeir, sem studdu tillöguna, voru úr Sósíalíska vinstriflokknum, Kristilega þjóðarflokknum, Mið- flokknum, Vinstriflokknum og Rauða kosningabandalaginu en Jens Stoltenberg orkuráðherra sagði, að aftökunum í Nígeríu hefði verið mótmælt og sendiherrann kallaður heim. Bftir því hefði verið tekið. Mikil óvissa um niðurstöðu viðræðnanna um frið í Bosníu Serbar sögðu Kró- ata standa í vegi Dayton. Reuter. MIKIL óvissa ríkti í gærkvöld um niðurstöðu viðræðnanna um frið í Bosníu, sem fram fara í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn eins embættismanns Bosníu-Serba var aðeins deilt um eitt.atriði, landræmu, sem tengir svæði Serba í Bosníu. Sakaði hann Franjo Tudjman, forseta Króatíu, um að stefna viðræðunum í voða með óraunhæfum kröfum um bætur fyrir landið. Bosníu-Serbar hafa krafist þess, að landræma, svokallað Brcko-hlið, sem tengir svæði þeirra í austur- og vesturhluta landsins, verði breikkað til að eiga síður á hættu árásir músl- ima og Króata en það yrði þá á kostn- að þeirra síðarnefndu „Viðræðurnar eru nú á mjög alvar- legu stigi vegna þess, að Tudjman hefur sett fram nýjar landakröfur á hendur Serbum," sagði fyrrnefndur embættismaður og skoraði á sátta- semjarana að koma í veg fyrir, að Króatar kæmu í veg fyrir friðar- samninga. Króatar þögulir Enginn ágreiningur er um að skipta Bosníu þannig, að 51% lands- ins komi í hlut Serba og 49% í hlut múslima og Króata, en deilt hefur verið um framtíðarstöðu Sarajevo og tvær landræmur, sem Serbar krefj- ast. í gærkvöjdi virtist sem aðeins væri deilt um Brcko-hliðið en tals- menn Króata létu ekkert hafa eftir sér um það. Bandaríkjastjórn hefur varað deiluaðila við, að fari Dayton-viðræð- urnar út um þúfur muni hún hætta beinum afskiptum af deilunni. Fari svo kemur það í hlut Evrópuríkjanna að halda þeim áfram en þeim hefur hingað til ekkert orðið ágengt í því efni og njóta ekki trausts múslima og Bosníustjórnar. Fréttaskýrendur segja þó, að hvorki Bandaríkin né stríðandi fylk- ingar í Bosníu geti látið sem ekkert hafi gerst í Dayton. Þótt ekki náist heildarsamkomulag, þá hljóti menn að festa á blað það, sem áunnist hefur. :ifct:iL ug seiiuiuenaiiii Kaiitiuui mia, ug iyiuoxci en yav yivi ya a kusui- a&u i gæriwu^ui viiusu aem auema »v ^^ u. wtc*v k«", o^m »i . Eftir því hefði verið tekið. | að þeirra síðarnefndu. væri deilt um Brcko-hliðið en tals- hefur. Díana prinsessa af Wales í opinskáu sjónvarpsviðtali í BBC nafni» 0H71 Vrf-o I Kg^gg Lætur ekki ýta sér burt af opin- berum vettvangi DÍANA prinsessa af Wales segist ekki ætla að Iáta þvinga sig til að hætta þátttöku í opinberu lífí þótt hún sé skilin að borði og sæng við Karl prins. Prinsessan lagði í sjón- varpsviðtali við BBC í gærkvöldi áherslu á að hún hefði hlutverki að gegna, hún ætlaði að ala syni sína upp og vildi einnig liðsinna óhamingjusömu fólki. Díana sagði einnig að hún gæti orðið eins konar sendiherra lands- ins erlendis og notað þannig at- hygli fjölmiðla til gagnlegra verka. Prinsessan vill ekki fullan skiln- að en segir að Karl verði að taka ákvörðun í þeim efnum. Hún gaf í skyn að unnið væri skipulega að því að útiloka hana frá opinberu lífi og lýsti sjálfri sér sem sterkri konu sem einhverjir hjá hirðinni óttuðust. Fjölmiðlafárið erfitt Hún sagðist hafa elskað eigin- mann sinn mjög í upphafí og viljað gera allt til að „ævintýrið" endaði vel en hann hefði ekki sýnt sér skilning er hún var þjökuð af van- máttartilfinningu og örvæntingu. Fjölmiðlafárið vegna hjónabands þeirra hafi reynst afar erfitt viður- eignar þegar til lengdar lét. Spurt var um Camillu Parker Bowles, sem prinsinn hefur viður- kennt að hafa haldið við eftir að hjónabandið hans og Díönu var farið að leysast upp. Prinsessan segist hafa fundið strax á sér af kvenlegu innsæi að framhjáhald væri komið til sögunnar og það hafi verið hræðileg lífsreynsla. „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi og það var svolítil þröng á þingi!" Hún var spurð um samband sitt við hirðmanninn James Hewitt er ritaði bók þar sem hann lýsti ástar- sambandi sínu við prinsessuna. Díana sagði hann hafa skrökvað í bókinni sem hafi verið sér reiðar- slag, ekki síst vegna sona sinna, hún hafi flýtt sér að ræða málið við þá til að róa þá. Hún hafi treyst Hewitt fullkomlega og viðurkennir að hafa dáð hann. „Já ég var ást- fangin af honum." Viðtalið verður sýnt á Stöð 3 á föstudagskvöld. Reuter ALEKSANDER Kwasniewski veifar til stuðningsmanna. Kwasniewski sigrar Walesa Varsjá. Reuter. LECH Walesa, maðurinn sem átti stærstan þátt í að losa Pólverja við alræði kommúnista, beið ósigur fyr- ir Aleksander Kwasniewski, fyrr- verandi kommúnista, í forsetakosn- ingunum í Póllandi á sunnudag. Pólska fréttastofan PAP sagði í gær að Kwasniewski hefði fengið 51,7% atkvæða og Walesa 48,3%. Úrslitin eru mikið áfall fyrir Walesa og fyrrverandi bandamenn hans. Flokkur Kwasniewskis, Lýðræðis- lega vinstrabandalagið, ræður nú þegar mestu á þingi og stjórn eftir sigur í þingkosningunum 1993. Búast við litlum breytingum Adam Michnik, ritstjóri pólska dagblaðsins Gazeta Wyborcza og einn af mörgum fyrrverandi banda- mönnum Walesa, sagði að sigur Kwasniewskis ylli mikilli óvissu um framtíð landsins. Ólíklegt þykir þó að kjör Kwasniewskis, sem lýsir sér nú sem jafnaðarmanni, hafi mikil áhrif á efnahagsmál Pólverja. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins (ESB) sögðust ekki telja að miklar breytingar yrðu á utan- ríkisstefnu Pólverja, enda hefur Kwasniewski lagt megináherslu á að landið eigi að ganga í ESB og Atlantshafsbandalagið. Walesa skoraði í gær á þá, sem hann hefðu kosið, að sameinast og endurheimta völdin í kosningunum 1997. ¦ Lech Walesa fórnað/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.