Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Nýr gluggi í nóvember Áskrift að Sýn og 9 rásum á 1.899 kr. Eining vill uppsögn samninga FÉLAGSMENN í Verkalýðsfé- laginu Einingu í Eyjafirði sam- þykktu í gærkvöld að skora á launanefnd landssambanda inn- an ASÍ að segja nú þegar upp gildandi kjarasamningum þann- ig að þeir verði lausif’ um ára- mót. Ennfremur var samþykkt að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði félagsins heimild til að segja upp gildandi kjara- samningum þess. Alls voru haldnir fimm fundir í öllum deildum félagsins um helgina og í gær. Á þá þá 286 manns, þar af um 200 á fundi í Akureyrardeild sem haldinn var í gærkvöld, en hann er að sögn Björns Snæbjörnssonar formanns félagins sá fjölmenn- asti sem haldinn hefur verið í deildinni frá árinu 1988 þegar samningarnir voru felldir. Atkvæðagreiðsla fór þannig að 266 félagsmenn samþykktu tillögxi þess efnis að samningum verði sagt upp, 17 voru á móti og 3 seðlar voru auðir. „Það var víðtæk samstaða á öllum fundum um þessa tillögu," sagði Björn. „Félagsmenn í Ein- ingu ætlast til þess að launa- nefnd ASÍ hlusti á rödd þeirra og hlýði kallinu." Veiðileyfa- gjald til ann- arrar umræðu ALÞINGI samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um veiðileyfagjald til annarrar um- ræðu. Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka á Reykjanesi, mælti fyrir tillögunni í lok síðustu viku og spunnust snarpar umræður um hana. 43 þingmenn greiddu atkvæði með því að vísa tillögunni til annarrar umræðu. MILT veður undanfarið hefur gert mönnum kleift að vinna ýmis verk, sem annars biðu vors. Leifur Ebenezerson notaði tæki- færið og skipti um gamlan og óþéttan glugga í húsi við Öldu- götu. Vetrarvindar verða því að láta sér nægja að guða á gluggann, en þeir komast ekki inn. ÁSKRIFTARVERÐ fyrir sjónvarps- stöðina Sýn, er hóf útsendingar á fimmtudag, hefur verið ákveðið. Um er að ræða tvennskonar tilboð, með og án áskriftar að Stöð 2. Annars vegar er boðið upp á áskrift að Sýn með níu erlendum sjónvarps- stöðvum Fjölvarpsins á 1.899 krónur á mánuði ef greitt er með boðgi-eiðsl- um en 1.999 kr. á mánuði ef áskrif- andi velur aðra greiðslutilhögun. Einnig er í boði áskrift að Sýn, Stöð 2 og erlendu sjónvarpsstöðvun- um á Fjölvarpinu í einum pakka í nokkra mánuði til kynningar á sama verði og gilt hefur fyrir útsendingar Stöðvar 2 til þessa. „Áskriftarverð Stöðvar 2 er 3.031 kr. á mánuði sé greitt með boðgreiðsl- um, en 3,190 kr. ef önnur greiðslutil- högun er valin. Á grundvelli sérstaks samnings milli Sýnar og Stöðvar 2 munu Sýn og ofangreindar níu gervi- hnattarásir Fjölvarps fylgja með áskrift Stöðvar 2 í nokkra mánuði til kynningar. Að þeim tíma liðnum fylgja Sýn og Fjölvarp með áskrift Stöðvar 2 gegn vægu viðbótargjaldi," segir í bréfi sem Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri, hefur sent 44 þúsund einstaklingum á útsendingarsvæði Sýnar, þar sem tilboðin eru kynnt. í fréttatilkynningu sem Sýn sendi út í gær segir að væntanlegir áskrif- endur þurfí ekki að greiða stofngjald eða skráningargjald, og að myndlyk- ill og örbylgjuloftnet verði lánað end- urgjaldslaust. Utsendingar frá erlendu sjónvarps- stöðvum Fjölvarpsins eru á örbylgju og sami myndlykill veitir aðgang að Sýn og að gervihnattastöðvunum. Ekki er unnt að kaupa áskrift að útsendingum Fjölvarpsins eingöngu heldur fylgja gervihnattarásirnar áskrift að Stöð 2 og/eða Sýn. Pétur H. Blondal alþingismaður segir kvótann sameign þjóðarinnar Allir íslendingar fái kvóta PÉTUR H. Blöndai alþingismaður vill að allir ís- lenskir ríkisborgarar fái hlutdeild í fiskikvóta á íslandsmiðum og að verð hans ráðist af markaðs- aðstæðum. Hann er hins vegar algerlega andvígur því að lagður verði á auðlindaskattur sem renni í ríkissjóð. Pétur segir að í allri umræðu um veiðileyfa- gjald virtist mjög á reiki hvað menn eigi við með hugtakinu „veiðileyfagjald". Ef menn eiga við að veiðileyfagjald þýddi að kvóti sé seldur eða fram- seldur, líkt og gert sé í dag, sé hann hlynntur veiðileyfagjaldi. „Ef að menn telja að það sé ekki veiðileyfagjald í dag og að veiðiieyfagjald sé hugs- að sem skattur til ríkisins þá er ég alfarið á móti því,“ sagði Pétur. „Ég reifaði á Alþingi sl. föstudag þá hugmynd að kvótanum yrði dreift til þjóðarinnar, en í lögum um stjórn fiskveiða segir að kvótinn sé sameign þjóðarinnar. Ég legg til að það sé farið að lögum og hver íslendingur fái 1/265.000 af kvótanum og megi selja afnot af honum árlega. Hugmyndin gengur út á að stofninn sjálfur sé óframseljanleg- ur en kvikni við fæðingu eða þegar menn flytja til landsins og falli niður við dauða og við brott- flutning af landinu." Pétur sagðist gera sér grein fyrir að það væri ekki hægt að hrinda þessu í framkvæmd fyrirvara- laust. Slíkt hefði í för með sér allt of mikla rösk- un fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem hafa keypt kvóta eða veðsett hann. Þess vegna væri hugmynd- in að þetta tæki gildi á 20 árum. 5% kvótans yrði fluttur árlega frá núverandi „eigendum" til þjóðarinnar. „Það er reginmunur á þessari hugmynd og auðlindaskatti. Ef vel gengur hjá útgerðinni og ríkið leggur á háan auðlindaskatt mun það leiða til þenslu í opinberum rekstri. Þegar illa gengur hjá útgerðinni, sem er þá ekki í aðstöðu til að borga háan auðlindaskatt, er ríkið ekki í aðstöðu til að lækka skattinn eða draga saman seglin og á ekki annan kost en að fella gengið og rústa þar með það atvinnulíf sem býr við hlið sjávarútvegs- ins. Ef að einstaklingar eiga kvótann og selja hann geta þeir ekki ráðið verðinu. Ef vel gengur í út- gerðinni munu útgerðarmenn keppast við að kaupa kvóta og borga þá hátt verð fyrir hann, en þegar illa gengur mun verðið falla. Verðið mun einfald- lega ráðast af markaðsaðstæðum." Eykur arðsemi Pétur benti á að þessi aðgerð myndi leiða til þess að lífskjör barnmargra fjölskyldna og aldr- aðra bötnuðu. Sömuleiðis myndi þetta Ieiða til þess að auðveldara yrði fyrir einstaklinga að bytja í útgerð, en það væri mjög erfitt í núverandi kerfi vegna þess að nýliðarnir þyrftu að keppa við þá sem hefðu fengið kvótann gefins. „Menn fengu þennan kvóta gefins á sínum tíma, sem leiðir til þess að fyrirtækin eru ekki eins vel rekin og ella væri. Ef menn þyrftu að borga fyrir kvótann á hveiju ári er ekki hægt að reka fyrirtæk- in illa í samkeppni við önnur sem eru vel rekin. Þetta mun því stuðla að arðsamari rekstri í sjávar- útvegi." Pétur sagði að allar hugmyndir að stjórnkerfi í sjávarútvegi hefðu kosti og galla. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að þessi hugmynd væri galla- laus, en hann sagðist telja rétt að hún yrði skoð- uð frá öllum hliðum. Hún væri sett fram til að skapa nýjan umræðugrundvöll. Launanefnd Alþýðusambands Islands og VSÍ stefnir að því að ljúka störfum í lok vikunnar Tekist er á um kröfur ASI um launahækkanir Búist er við að það skýrist í lok vikunnar hvort launanefnd ASÍ og VSÍ skilar sam- ----------—--->--: eiginlegu áliti. Egill Olafsson hefur skoðað það sem er að gerast í launanefndinni. AÐ MATI Alþýðusambands íslands þurfa laun félagsmanna ASÍ að hækka um u.þ.b. 3.000 krónur á mánuði til að þeir fái svipaðar hækk- anir út úr samningum og opinberir starfsmenn fengu út úr sínum samn- ingum við ríkið. Von er á greinar- gerð frá Þjóðhagsstofnun í dag eða á morgun um samanburð á kjara- samningum sem gerðir voru á al- mennum markaði og kjarasamning- um sem ríkið gerði við opinbera starfsmenn. Eftir að landssambönd innan ASÍ og vinnuveitendur gengu frá samn- ingum 21. febrúar sl. óskaði BSRB eftir því að Þjóðhagsstofnun gerði úttekt á samningunum og hvað sam- böndin hefðu náð fram miklum hækkunum í sérkjarasamningum. Að mati stofnunarinnar fengu ASÍ- félögin 0,2-0,3% hækkun í gegnum sérkjör. Nú hefur ASÍ óskað eftir að samskonar mat verði lagt á samn- inga sem ríkið hefur gert við opin- bera starfsmenn síðan landssam- bönd ASÍ sömdu. Niður- stöðu er að vænta í dag eða á morgun. Innan ASÍ hefur verið reiknað út hvað opinberir starfsmenn fengu í gegn- um sérkjarasamninga. Þeirra niður- staða er að opinberir starfsmenn hafi fengið mun meiri hækkanir en ASl fékk út úr sínum samningum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það mat ASÍ að laun félagsmanna þess þurfi að hækka um u.þ.b. 3.000 krónur á mánuði til að þeir standi jafnfætis við opinbera starfsmenn. Krafa um launahækkanir Fulltrúar ASÍ innan launanefnd- arinnar hafa þrýst fast á vinnuveit- endur um að bæta þeim upp það sem þeir telja að skilji á milli þeirra samninga og hinna sem sömdu síðar. Ljóst þykir að nefndin muni ekki skila sameig- inlegu áliti nema að vinnuveitendur komi að einhveiju leyti á móts við kröfur ASÍ. Ekki hefur þó reynt að alvöru á það enn- þá hvort samningsaðilar ná saman. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur komið það sjónarmið fram hjá fulltrúum vinnuveitenda í nefndinni, að ef ekki verði komist hjá því að hækka laun, væri skyn- samlegast að það gerðist í formi ein- greiðslu. Fulltrúar ASÍ munu hins vegar hafa meiri áhuga á mánaðar- legri hækkun. Vinnuveitendur hafa hins vegar lagt áherslu á að þeir séu ekki skyld- ugir til að samþykkja hækkun á kaupi á miðju samningstímabili. Gerðir hafi verið samningar til tveggja ára og þeim verði ekki sagt upp nema að verðlagsforsendur bregðist eða að ríkisstjórnin standi ekki við yfírlýsingu sína sem hún gaf í tengslum við undirritun samn- inganna 21. febrúar. Heimildarmenn Morgunblaðsins úr röðum vinnuveit- enda hafa hins vegar orðað það svo að það kunni að vera nauðsynlegt að koma til móts við ASÍ í þessu efni enda hafí verkalýðsforingjarnir komið sér í klemmu með stórum yfírlýsingum að undanförnu. Á morgun mun ríkisstjórnin af- henda launanefndinni greinargerð um yfírlýsinguna sem hún gaf í tengslum við undirritun samning- anna. Þar mun koma fram hvort ríkisstjórnin telur sig vera búna að efna alla þætti yfirlýsingarinnar og hvernig hún ætlar að efna þá þætti sem enn kunna að vera óklárir. Hagfræðingar ASÍ og VSÍ hafa undanfarna daga verið að fara yfir verðlagsforsendur samninganna. Fyrir liggur að verðlagsforsendur, það sem af er þessa árs, eru í sam- ræmi við það sem vænst var þegar samningarnir voru gerðir. Samningsaðilar hafa verið að skoða líklega verðlags- þróun á næsta ári, en sum- ir telja að ástæða sé til að hafa áhyggjur af henni. Ýmsir hafa spáð því að viðræðurn- ar í launanefndinni myndu fara í þann farveg að aðilar biðji ríkis- stjórnina um að leysa málið með auknum útgjöldum og aðgerðum sem lækkuðu matvælaverð. Sam- kvæmt því sem næst verður komist hafa viðræðurnar ekki þróast í þessa átt. ASÍ hefur reyndar gert fyrirvara við fjárlagafrumvarpið og vill að ákvæðum í því verði breytt. Óvíst er hvort vinnuveitendur koma til með að leggja ASÍ lið í baráttu þeirra við fjármálaráðherra, en kröfur þeirra hafa í för með sér aukin út- gjöld ríkissjóðs. Og þó að báðir aðil- ar munu vera fylgjandi því að stuðl- að verði að lægra matvælaverði munu fulltrúar ASÍ ekki vera tilbún- ir til að leysa þetta mál með slíkri aðgerð. Þeir leggja megináherslu á að vinnuveitendur leggi sjálfir meira í púkkið í formi beinna launahækk- ana. Sambandsstjórnarfundur ASI á mánudag Ef landssambönd ASÍ ætla að segja samningum upp verður það að gerast fyrir 30. nóvember. Sam- bandsstjórn ASÍ kemur saman til fundar 27. nóvember og sama dag kemur framkvæmdastjórn VSÍ sam- an. Ljóst þykir að mál verða að vera orðin nokkuð skýr í launanefndinni fyrir þessa fundi. Ef ekki er hætt við að upp úr sjóði. Málflutningur í Fé- lagsdómi verður á morg- un í máli VSÍ gegn verka- lýðsfélagsinu Baldri á Isafirði, en Baldur sagði sem kunnugt er upp kjarasamningi félagsins við vinnuveitendur. VSÍ taldi uppsögnina ólöglega og kærði hana til Félagsdóms. Vonast er eftir úrskurði á fimmtudag. Beðið er eft- ir niðurstöðu dómsins með talsverðri eftirvæntingu. Hugsanlegt er talið að hún geti haft áhrif á niðurstöðu launanefndarinnar. Beöið eftir mati ríkis- stjórnarinnar Viss ótti við verðlagsþró- un næsta árs ) I i i i I i i i i I i > 5 i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.