Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Patreksfiörður Umræður um lokun flugbrautar ÓLAFUR Hannibalsson, varaþing- maður Sjálfstæðisflokks á Vest- fjörðum, spurði Halldór Blöndal samgönguráðherra í fyrirspurna- tíma á Alþingi í gær hvernig á því stæði að þverbraut á Patreksfjarð- arflugvelli hefði verið lokað fyrir- varalaust með klossum. Halldór svaraði því til að í raun hefði þessi braut verið lokuð frá árinu 1989 og í gær hefðu verið settir upp klossar til að uppfylla kröfur alþjóðaflugmálastofnunar um frágang flugbrauta. Ólafur sagði að margir ættu „þessari þverbraut líf sitt að launa" og minnti á að eftir snjóflóð, sem féllu árið 1983 hefði þetta verið hin opna braut, sem hefði gert björgun- arsveitum kleift að komast á stað- inn. Halldór sagði að brautin væri léleg og ekki hefði verið til fjár- magn til að gera hana sambærilega að gæðum og löngu brautina á Patreksfjarðarflugvelli. „Ég held að þegar til þess kemur verði ekkert því til fyrirstöðu að opna brautina," sagði Halldór. „Það verður ekki amast við því að hún verði notuð í neyðartilvikum." Dómur héraðsdóms Reykjaness í Atlantic Princess-nauðgunarmálinu MENNIRNIR tveir af togaranum Atlantic Princess, sem ákærðir voru fyrir nauðgun, voru báðir sýknaðir af þeirri ákæru og sá þeirra, sem dæmdur var, fékk sex mánaða dóm fyrir að hafa haft mök við konu í ölvunarsvefni. Víða var misræmi í framburði málsaðilja og gerði það málið erfitt meðferðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað. Sigmundur Hannesson, verjandi mannanna, sagði að þetta mál hefði verið flókið úrlausnar. „Þeir neita báðir og þrátt fyrir DNA-rannsókn er þetta niðurstaðan," sagði Sig- mundur. Það var ekki aðeins framburður málsaðilja, sem gerði málið flókið. DNA-greining var gerð í Noregi og sagði Bente Mevág, sérfræðingur í DNA-greiningu, að þetta væri flóknasta mál, sem hún hefði unnið að. Eitt mál eða tvö? Sigmundur sagði að sér þætti Frábær söluturn til sölu! Einn sá besti í miðbæ Reykjavíkur með mikla nætur- sölu og góðan hagnað. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. FYRIRTÆKJASALA REYKJAVÍKUR, Selmúla 6, sími 588 5160. 4 frábær fyrirtæki 1. Innflutningur. Til sölu rótgróið innflutnings- fyrirtæki, sem flytur inn allt fyrir kjötvinnslur, vogir og þess háttar. Upplagt fyrir raftækni- menntaðan mann. 2. Blómabúð. Glæsileg blómabúð með mikla veltu. Vel staðsett og ein sér. Sanngjörn húsaleiga. Vaxandi velta. 3. Bílaþjónustufyrirtæki í þjónustuþorpi á Norðurlandi. Smábliksmíði, smurstöð, gryfjur og bílaumboð. Skipti á fyrirtæki í Reykjavík möguleg. 4. Trefjaplast. Til sölu fyrirtæki sem framleiðir úr trefjaplasti. Vantar meðeiganda. Getur flutt fyrirtækið hvert á land sem er. Mikið af mótum og hugmyndum. Laust strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. I aTTTTsTTjWTPTPyiTW SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 552 11SHSZ1371 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmoasuqri KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, lOGGinuR fasuignasali Nýkomnar til sölu m.a. eigna: Úrvalsíbúð - hagkvæm skipti Rúmgóð 4ra herb. íb. á 2. hæð v. Fífusel. Nýtt parket á gólfum. Sér- þvhús í íb. (b./vinnuherb. í kj. um 18 fm. Gott bílhýsi. Skipti mögul. á einb. eða raðh. helst í Smáíbhverfi. Séríbúð - Garðabær - gott lán „Stúdfó“íb. á 3. hæð og í risi rúmir 100 fm. Næstum fullg. Allt sér. Rúmg. svalir. 40 ára húsnlán kr. 5,1 millj. Vinsæll staöur. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 3ja herb. íb. tæpir 80 fm v. Grensásveg. Nýtt eldh. Gólfefni o.fl. barf að endurn. Góð sameign. Laus fljótl. Vinsæll staður. Lyftuhús - „stúdíó“íb. - útsýni Suðuríb. mjög góð 4ra herb. íb. á 6. hæð v. Æsufell. Frób. útsýni. Sameign eins og ný. Vinsæll staður. Mjög gott verð. • • • Raðhús eða einbhús óskast í Smáíbúðahverfi. íbúðir og hæðir óskast i Vesturborginni. ALMEMMA FASTEIGNASALAN LAUGBVEG118 S. 552 1150-552 1370 Misræmi í fram- burði flækti réttarhöld Mennirnir tveir voru sýknaðir af nauðgunarákæru ýmislegt umhugsunarvert við málið. I fyrsta lagi að þetta skyldi sett fram í einu máli því að um tvö aðgreind mál væri að ræða. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, sem var sækjandi í málinu, sagði að það væri „ekkert athugunarvert" við að taka þessi mál í sama ákæruskjali. „Það er ýmislegt, sem tengdi þessi tvö mál saman, en það er greint á milli þess, sem önnur varð fyrir og hin varð fyrir,“ sagði Þórir. Guðmundur L. Jóhannesson, dómari í málinu, sagði að oft hefðu verið gefnar út tvær ákærur í svona tilviki, en ákæruvaldið hefði talið hagkvæmara að standa svona að málinu, þar sem umræddir atburðir hefðu gerst á sama tíma og sama stað. Tvær konur lögðu fram nauðgun- ' arkæru eftir að hafa farið um borð í skipið. Fyrir réttinum kom fram að konurnar hefðu verið tvo tíma um borð og þegar þær komu frá borði hefði lögreglubíll staðið á bryggjunni. Þær hefðu talað víð lögregluþjóna í honum áður en þær fóru upp í bifreið, sem beðið hafði þeirra allan tímann. Kæran var ekki lögð fram fyrr en þær fóru á lögreglustöðina um hálfri kiukku- stundu síðar. Sennilega sterkur vodki Konan, sem kærði í sýknunartil- vikinu, hélt því fram í upphafi að hún hefði verið með fullri meðvitund og um tvo menn hefði verið að ræða, sem hefðu brotið af sér. Við DNA-rannsókn kom hins vegar í ljós að hún hefði haft samræði við sex eða sjö manns, að sögn Sig- mundar. Við réttarhaldið hefði þessi kona haldið fram að sér hefði verið byrlaður „göróttur drykkur" og hún liðið út af. Ekki var tekin blóðprufa og var þáð niðurstaða réttarins að ósannað væri að eitthvað hefði ver- ið sett saman við vínið og sennilega hefði hún fengið sterkan vodka- drykk. „Það voru svona atriði, sem leiddu til þess að maðurinn var sýknaður," sagði veijandinn. Sigmundur sagði að það væri veikur hlekkur í málinu að í sak- bendingu hefði hvorugur hinna ákærðu verið tilgreindur. Þá lýstu konurnar tveimur mönnum hvor, en fyrir dómi sögðu báðar að lýsing hinnar stæðist ekki. Þriðji maðurinn fór úr landi Að sögn Þóris bárust böndin einnig að þriðja manninum í mál- inu. Sá maður er einnig frá Georg- íu og varð að fara til síns heima vegna fjölskyldumáls, en hefði ann- ars verið kærður, sagði Þórir. Georgíumennirnir tveir eru nú lausir úr fangelsi eftir að hafa setið þijá og hálfan mánuð í gæsluvarð- haldi. Sá þeirra, sem dæmdur var, á því í mesta lagi eftir að afplána tveggja og hálfs mánaðar fangelsi, en verði fangavistin stytt vegna góðrar hegðunar eða annarra þátta, gæti farið svo að hann þyrfti ekki að sitja inni nema í fjóra mánuði og ætti þá aðeins eftir hálfs mánað- ar fangavist. Dómarar í málinu voru auk Guð- mundar Finnbogi Alexandersson og Sigurður Ingvarsson læknir sem meðal annars hefur unnið mikið í barnsfaðemismálum. Atburðirnir um borð í Atlantic Princess áttu sér stað um miðjan júní. Sérlög vegna samruna- kosninga ALÞINGI samþykkti í gær frum- varp um að nóg sé að fjögur af sex sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum samþykki sameiningu í atkvæðagreiðslu, sem haldin verð- ur 2. desember. Frumvarpið var samþykkt með 35 atkvæðum. Einar K. Guðfinns- son, 1. þingmaður Vestfjarðakjör- dæmis (S), mælti fyrir frumvarpinu og sagði enga ástæðu til að hefta framgöngu þess þar sem þetta væri vilji viðkomandi sveitar- stjórna. Minnihluti félagsmálanefndar, Kristín Ástgeirsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir, skilaði séráliti um þetta mál og þótti orka tvímælis að gera 'undanþágu með þessum hætti. Það væri réttur íbúanna að fá að greiða atkvæði um nýja til- lögu yrði upprunalega tillagan ekki samþykkt. Þær sátu hjá í atkvæða- greiðslunni. Ætlast er til að hin nýju lög eigi aðeins við um þessar einu kosning- ar. Kosið verður um að sameina Þingeyrarhrepp, Mosvallahrepp, Fláteyrarhrepp, Suðureyrarhrepp og ísafjarðarkaupstað. Þyrlan sótti sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í Grind- víking í gærmorgun á ioðnumiðin um 75 sjómílur NNA af Horni. maðurinn hafði slasast á hendi og var hann fluttur á slysadeild Borg- arspítalans. Björgunarlugið tók um 3 'h klukkstund og lenti þyrlan kl. 13.25 við Borgarspítalann. ‘ Morgunblaðið/Ásdís Tjara kveikti á brunaboðkerfi ÞRIR slökkviliðsbílar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru kallaðir út þegar brunaboð- kerfi í íslandsbanka við Lækj- argötu fór af stað um kl. 15.12 í gær. Tveir slökkviliðsbílanna voru þó sendir til baka eftir að fram kom að ekki virtist vera um eld að ræða. Iðnaðarmenn höfðu verið að þétta þak bank- ans með heitri tjöru með þeim afleiðingum að reykur komst inn í loftræstikerfi og setti skynjara brunaboðkerfis af stað. Efstu hæðir bankans voru íýmdar um leið og brunaboð- kerfið fór í gang en eins og fram hefur komið reyndist ekki hætta á ferðum. Slökkviliðs- mennirnir endurstilltu bruna- kerfið til að koma í veg fyrir að tjaran hefði áhrif á það. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem þyrlan sækir mann um bor í Grindvíking. í síðustu viku sótti hún þangað mann sem óttast var að þjáðist af alvarlegri hjarta- bilun. Innbrot í Goðaborg INNBROTSÞJÓFUR hafði á brott með sér tölvuhugbúnað og ávísana- hefti úr fiskverkuninni Goðaborg á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnu- dags. Innbrotið er að fullu upplýst og hefur þýfinu verið skilað óskemmdu. Innbrotsþjófur braut upp hurð á skrifstofu og hafði þaðan á brott með sér ýmsan tölvubúnað og ávís- anahefti. Eftir að innbrotið upp- götvaðist síðdegis á sunnudag var hafist handa við að rannsókn máls- ins og var henni lokið seint á sunnudagskvöld. Einn aðili játaði á sig innbrotið og skilaði þýfinu. Ekki urðu aðrar skemmdir í Goða- borg en á skrifstofuhurðinni. Inn- brotsþjófurinn var undir áhrifum áfengis þegar hann braut sér leið inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.