Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________FRÉTTIR íslendingur við eftirlit með kosningunum í Azerbajdzhan Lýðræðislegar kröf- ur ekki uppfylltar Fyrstu lýðræðislegu kosningamar, sem haldnar hafa verið í Azerbajdzhan, fóru fram * •• fyrir viku. Olafur Om Haraldsson alþingis- maður var í hópi þingmanna frá Evrópuráð- inu, sem hafði eftirlit með þeim. Ólafur segir mörgu hafa verið ábótavant við framkvæmd kosninganna * LAFUR Örn Haraldsson, al- þingismaður Framsóknar- flokksins, segir að kosning- amar, sem fram fóru í Azerbajdz- han fyrir tíu dögum, hafi ekki verið lýðræðislegar. Hann telur ekki tímabært að landinu sé veitt aðild að Evrópuráðinu eins og Azerar hafa sóst eftir. Hann telur þó að Azerbajdzhan hafi með þessum kosningum stigið skref í átt til lýð- ræðis. Ólafur Öm var í hópi sex þing- manna sem Evrópuráðið í Strass- borg sendi til Azerbajdzhan til að hafa eftirlit með kosningunum sem fram fóru 12. nóvember sl. Hann dvaldi fjóra daga í landinu og var fulltrúi eftirlitsnefndarinnar í hér- aði sem liggur að íran, en þar er trú á íslam mjög sterk. Brögðum beitt fyrir kosningar „Azerbajdzhan hefur nýlega losnað undan klóm Sovétríkjanna og kosningarnar, sem fram fóra um síðustu helgi, eru fyrstu lýðræðis- legu kosningarnar sem fram fara í landinu. Ibúar landsins hafa enga reynslu af lýðræði og era vanir að búa við kúgunar- og ógnarstjórn. Þetta reynsluleysi fólksins, skortur á lýðræðishefð og bein afskipti sterkrar harðstjórnar gerði það að verkum að kosningarnar urðu alls ekki lýðræðislegar. Það sem er kannski öllu alvar- legra er, að mörgu í aðdraganda kosninganna var verulega ábóta- vant. Hættulegustu andstæðingar stjórnarinnar voru útilokaðir frá því að bjóða fram. Möguleikar þeirra til að tjá sig í fjölmiðlum voru skert- ir mikið. Þegar við komum til höfuð- borgarinnar, Baku, tókum við eftir því að engin veggspjöld með kosn- ingaáróðri var að finna í borginni og við gerðum athugasemd við þetta og spurðum hvort þau væra ólögleg. Okkur var tjáð að svo væri ekki og daginn eftir voru þau komin upp. Það var að sjálfsögðu ríkisprentsmiðjan sem prentaði spjöldin og stjórnarandstaðan fékk sín spjöld ekki prentuð vegna þess að stjórnendur prentsmiðjunar sögðu að það væri svo mikið að gera að þeir gætu ekki prentað fyrir þá. Þetta er kannski nokkuð dæmigert fyrir þær aðferðir sem voru notaðar. Annað dæmi um aðferðirnar er að hvetjum flokki var gert að safna 50.000 undirskriftum til að mega bjóða fram. Hæstiréttur, sem er skipaður af forsetanum, dæmdi all- margar undirskriftir falsaðar og kom þannig í veg fyrir að allir Kjósandi kemur á kjörstað til að kjósa. A veggnum við kjör- kassann er mynd af Haydar Alíjev, forseta landsins. fengju að bjóða fram. Flokkurinn sem varð fyrir þessu gat engum vörnum við komið.“ Ólafur Örn sagði að mikið hefði verið um að kosið hefði vérið fyrir fólk. „Ég skal reyndar ekki fullyrða um að það hafi komið meira niður á einum flokki en öðram. Þarna er á ferð þetta viðhorf múhameðstrú- armanna að heimilisfaðirinn eigi að koma fram fyrir hönd konu sinnar, dætra og annarra í fjölskyldunni. I kjördeildinni þar sem ég var kom maður með umboð til að kjósa fyrir 16 einstaklinga. Ég gerði athugasemdir við þetta og þá upphófust gagnkvæmar ásak- anir um hver hefði skrifað þessi 16 nöfn. Það endaði með harkalegum handalögmálum, sem lauk með því að fulltrúi stjórnarandstöðunnar var hrakinn út.“ Komnir á lýðræðisbraut „Þó að margt sé athugavert við kosningarnar og aðdraganda þeirra verður að viðurkenna að þarna eru stjórnarandstöðublöð. Stjórnarand- Morgunblaðið/Ólafur Örn Haraldsson VIÐ talningu voru notaðir reiknistokkar. Tölvur eru ekki til í landinu. Olafur Örn Haraldsson stendur fyrir miðju og fylgist með. staðan hefur fengið að bjóða fram og fær sennilega fylgi upp á nokkra tugi prósenta. Það er ótvírætt skref fram á við. Ég tel þess vegna góð- ar líkur á að þjóðin sé að leggja af stað í átt til lýðræðis, en hún á langt í land. Það þarf að aðstoða hana við að byggja upp sitt lýð- ræði.“ Ólafur Örn sagði samt greinilegt að í landinu ríkti harðstjórn. Dæmi væru um að pólitískir andstæðingar valdhafanna væru fangelsaðir. „Við gerðum alvarlegar athugasemdir við fangelsun fjögurra manna, tveggja blaðamanna og tveggja frammámanna í stjórnmálum. Mér fannst aðdáunarvert hvað Evrópu- þingmennirnir vora harðir í sinni gagnrýni á fangelsun þessara manna. Slík gagnrýni er almennt ekki framborin í landinu. Stjórnvöld í Azerbajdzhan eru að sækja um að komast inn í samfélag Evrópuríkja. Það er alveg ótækt að láta þau halda að við séum tilbúin til að samþykkja það ef ekki á að standa betur að lýðræðisumbótum í landinu," sagði Ölafur Örn. Ólýðræðisleg stjórnarskrá Ekki er búið að ljúka talningu í kosningunum, en allt bendir til að flokkur Haydars Alíjevs forseta vinni sigur. Ölafur Örn sagðist telja sennilegt að flokkurinn hefði borið sigur út bítum þó að ekki hefði verið beitt óheiðarlegum brögðum í aðdragenda kosningabaráttunnar. Astæðan væri m.a. sú að margir kjósendur væru þeirrar skoðunar að þörf væri á sterkri stjórn í land- inu og flokkur Alíjevs væri eini flokkurinn sem gæti veitt slíka for- ystu. í kosningunum voru einnig greidd atkvæði um nýja stjórnar- skrá. „Við gagnrýndum þessa stjórnarskrá mjög harðlega vegna þess að hún veitir forsetanum mjög mikið vald. Samkvæmt henni á for- setinn að skipa Hæstarétt, alla ráð- herra og alla borgarstjóra og hér- aðsstjóra. Við gagnrýndum einnig kröftulega að stjórnarskráin skyldi ekki vera birt kjósendum í blöðum fyrr en fjórum dögum fyrir kosning- ar.“ Efnahagslíf í rúst Ölafur Örn sagðist hafa fengið tækifæri til að kynnast venjulegu fólki í Azerbajdzhan. Það hefði verið áberandi hvað fólk hefði ver- ið einstaklega gestrisið og gott heim að sækja. Það væri hins veg- ar ömurlegt að horfa upp á þá miklu fátækt sem fólk byggi við. „Efnahagslíf landsins er ger- samlega í rúst. Azerbajdzhan var ein af ósjálfstæðum framleiðsluein- ingum Sovétkerfisins og um leið og það kerfi hrundi stendur landið uppi eins og rúst. Hagkerfi lands- ins bókstaflega hrundi inn í sjálft sig. Efnahagslífið er á hraðri niður- leið og sennilega er það ekki búið að ná botninum. Stríðið við Azera við Armena hefur svo ekki bætt ástandið. I landinu er um ein millj- ón flóttamanna. Tuttugu þúsund menn voru drepnir í stríðinu." Skiptar skoðanir um réttmæti setu skólastjóra í bæjarstjórn eftir flutning grunnskóla Hagsmunaárekstrar eða óbreytt staða? snerta minn skóla og einnig hugsanlega persónuleg kjör mín, því þótt samið verði á landsgrandvelli eru væntanlega til staðar alls konar aukasamn- ingar um húsnæðis- mál, síma, bílastyrki og ýmislegt fleira, þótt það eigi ekki við í mínu tilviki," segir Albert. „Sumir segja að þegar fjailað verði um umræddar stofn- anir víki menn ein- faldlega af fundum, en mér finnst málið ekki svo einfalt. Segjum sem svo að skólastjóri sé forseti eða oddviti Albert Eymunds- son: Hættir í öðru hvoru embættinu. Guðbjartur Hann- esson: Víkur í per- sónulegum málum. ALBERT Eymundsson skólastjóri Hafnarskóla í Hornafirði og vara- forseti bæjarstjórnar kveðst annað- hvort ætla að segja af sér sem skólastjóri eða víkja úr bæjarstjóm, þegar flutningur grunnskóla yfir til sveitarfélaga verður að veruleika. Hann telur hættuna á hagsmuna- árekstrum of mikla til að verjandi sé að gegna báðum stöðum samtím- is. Guðbjartur Hannesson skóla- stjóri Grandaskóla á Akranesi og formaður bæjarráðs er á öndverðum meiði og kveðst ekki telja ástæðu til að víkja úr því sæti vegna fyrir- sjáaniegs flutnings grunnskóla til sveitarfélaga. Ekki nóg að víkja af fundi Hann muni áfram taka þátt í afgreiðslu mála sem grannskólann snerta, svo sem úthlutun fjárveit- inga, en muni hins vegar víkja af fundi þegar til umræðu eða af- greiðslu komi mál sem snerta per- sónulegu hagsmuni hans eða af- komu, svo sem vegna ákvörðunar- töku í iaunamálum. „Ég myndi taka ákvarðanir sem bæjarstjómar; þá er hann æðsti yfírmaður bæjarstjórans og bæjar- stjórinn æðsti yfírmaður skólastjór- ans. Ef eitthvað væri að í embættis- færslu skólastjórans og bæjarstjór- inn kemur með aðfinnslur, hvað mun þá forseti bæjarstjórnar segja, þ.e. hinn sami skólastjóri? Mun hann minna bæjarstjóra á að hann sé sérstakur trúnaðarmaður forseta bæjarstjórnar og ráðinn af honum, sem þýðir að hann getur einnig vik- ið honum úr starfi? Menn verða að hafa hugfast að ekki er eingöngu fjallað um mál á opnum fundum, heldur einnig í minni hópum, einkasamtölum o.s.frv. Það nægir því ekki að víkja af fundi.“ „Þessar vangaveltur kviknuðu hjá þeim sem telja aðfinnsluvert að sami maður taki þátt í undirbúningi mála á einu stjórnsýslustigi og ganga frá samþykkt þeirra eða synjun á öðra, en það er þó í raun sama fyrirkomulag og verið hefur á þessum málum til þessa í mínu tilviki," segir Guðbjartur. „Sú skipan mála hefur ekki vald- ið erfiðleikum eða árekstrum enn sem komið er og ég tel ekki ástæðu til að ætla að svo verði eftir flutn- ing grunnskólans. Mitt atkvæði er auk þess aðeins eitt af níu í bæjar- stjórn og getur því ekki haft afger- andi áhrif á afgreiðslu mála sem skólann snerta.“ Albert kveðst aftur á móti telja að samstarfsmenn og flokksbræður sem sitji eftir á fundi, þegar skóla- stjóri og forseti bæjarstjórnar víkur af honum, muni eiga erfitt um vik. „Þeir eiga að taka á málum forseta bæjarstjórnar sem vitaskuld er for- ystumaður þeirra og sá sem á að leiða þeirra mál og situr fundinn eftir afgreiðslu viðkomandi máls. í mínum huga eru svo margir agnúar á þessu að ég vil ekki setja aðra í þá aðstöðu að þurfa að taka slíkar ákvarðanir," segir hann. Túlka ber lögin þröngt Guðbjartur kveðst ekki vita til þess að skólastjórnarmenn eða aðr- ir í sambærilegum stöðum hafi þurft að víkja úr bæjar- og sveitar- stjórnum á hinum Norðurlöndum, enda telji hann torvelt að finna hæfa frambjóðendur ef þessar hug- myndir yrðu útfærðar til fulls. „Flest allir bæjarstjórnarmenn tengjast einhveijum stofnunum sem undir bæjarstjórn heyra eða einkafyrirtækjum sem eiga marg- víslega hagsmuni komna undir ákvörðunum bæjarstjórna. Ég spyr hvar eigi að hætta, byrji menn að útiloka þá sem gegna stjórnunar- stöðum í stofnunum; er þá ekki eðlilegt að vísa næst út embættis- mönnum öðrum sem gætu átt sam- svarandi hagsmuna að gæta, for- svarsmönnum einkafyrirtækja sem eiga viðskipti við bæjarstjórn eða annarra hagsmuna að gæta. Hvar eru mörkin?“ segir Guðbjartur en kveðst hins vegar telja þessar vangaveltur spennandi lögfræði- legt álitsefni. Albert segist telja að í núver- andi kerfi séu skólastjórar sem jafnframt sitja í sveitar- eða bæjar- stjórnum á „gráu svæði“, þar sem menntamálaráðherra sé yfirmaður þeirra og geti ráðið þá eða rekið, en ekki bæjarstjóri, bæjarstjórn eða skólanefndir. „Stjórnsýslulögin eru ekki túlk- uð jafn stíft gagnvart sveitar- stjórnum og ríkinu, en ég held samt að við eigum að ganga eins langt og hægt er hvað sveitarfélögin varðar, þar sem hægt er að koma því við. Eg viðurkenni þó að í mjög fámennum sveitarfélögum getur verið vandamál að manna sveitar- stjórnir hæfum mönnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.