Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 13 Akureyrin til hafnar með metafla eftir 67 daga túr Afskaplega ánægð- ir að komast heim AKUREYRIN EA, togari Samlietja hf. kom til Akureyrar um miðnætti með metafla úr Smugunni eftir 67 daga túr. Aflinn var 430 tonn af þorskflökum og er aflaverðmætið um 121 milljón króna. Afli upp úr sjó var rétt um 1.100 tonn, !Við erum afskaplega ánægðir með að komast heim enda hefur þetta verið langur og strangur túr,“ sagði Sturla Einarsson, skipstjóri í samtali Sturla sagði að veiðin í Smug- unni hefði verið léleg framan af túrnum en mun betur hafí gengið seinni mánuðinum. „Veiðin jókst eftir því sem dögunum fjölgaði og það var mjög jákvætt. Það hefði verið verra fyrir mannskapinn ef þróunin hefði verið á hinn veginn." Heimferðin úr Smugunni tók um fjóra og hálfan sólarhring en Akur- eyrin lenti í brælu og það tafði för togarans. Akureyrin var við veiðar nyrst í Smugunni síðustu vikurnar og þar var góð veiði og ágætis veð- ur. Sturla segir að mun meiri veður- sæld sé nyrst í Smugunni en syðst enda nokkurt skjól frá ísnum. Frost- ið fór niður í 15° og í stillum lagði sjóinn þar norðurfrá. Þá var myrkur nánast allan sólarhringinn að sögn Sturlu. Samkomulag Aðalskoðunar og Múlatinds Bifreiðaskoðun hefst í Ólafsfirði SAMKOMULAG hefur verið gert milli Aðalskoðunar hf. og bifreiða- verkstæðisins Múlatinds í Ólafsfirði um skoðun ökutækja. Starfsemin hefst í dag, þriðjudaginn 21. nóvem- ber. Aðaskoðun hóf skoðun ökutækja í janúar á þessu ári og hefur fyrir- tækið aðsetur í Hafnarfirði, mark- aðshlutdeild þess á höfuðborgar- svæðinu er um 30%. Múlatindur hefur fengið heimild hjá dómsmála- ráðuneytinu til að framkvæma þar skoðun ökutækja og fær Aðalskoð- un til afnota hluta aðstöðunnar. Verkstæði Múlatinds hefur uppfyllt kröfur Löggildingarstofunnar og hefur réttindi til að skoða ökutæki. Samkeppni í skoðun ökutækja hefur eingöngu verið á höfuðborg- arsvæðinu, en forsvarsmenn Aðal- skoðunar telja að skoðun á lands- byggðinni verði að leysa í sam- vinnu við heimamenn á viðkomandi stöðum og koma þannig á sam- keppni. ABC-hjálpar- starfið kynnt AKUREYRINGUM og nærsveitar- mönnum gefst tækifæri á að kynn- ast ABC-hjálparstarfínu á kynning- arkvöldi sem haldið verður í hús- næði KFUM og K í Sunnuhlíð í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. nóvem- ber. Sérstakur gestur er Robert Salomon frá Indlandi, hann segir m.a. athyglisverða sögu frá upp- vexti sínum, en hann er fyrrverandi styrktarbarn Mission of Mercy, eins af samstarfsaðilum ABC-hjálpar- starfsins. ABC-hjálparstarfið er íslenskt samkirkjulegt hjálparstarf sem hef- ur að markmiði að veita bágstödd- um börnum þriðja heimsins hjálp sem kemur að varanlegu gagni, gefa fátækum börnum kost á skóla- göngu og heimilislausum börnum heimili. AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Stórtónleikar til styrktar Flateyringum Rúm hálf milljón króna safnaðist RÚMAR 514 þúsund krónur söfnuðust á stórtónleikum til styrktar Flateyringum sem haldnir voru í Iþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Alls greiddu 518 gestir aðgangs- eyri, þar af 47 börn og komu mun færri á tónleikana en að- standendur þeirra vonuðust eftir. Fjölmargir tónlistarmenn komu fram á tónleikunum, sem þóttu takast vel og þá flutti sr. Pétur Þórarinsson hugvekju. Á mynd- inni er Kór Tónlistarskólans á Akureyri og Kammersveit skip- uð kennurum við skólann að flytja þátt úr Gloriu eftir Vi- valdi. Stjórnandi er Michael Clark og einsöngvari Björg Þórhallsdóttir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks um Krossanes Gagnrýnivert að auglýsa ekki sölu bréfanna SIGURÐUR J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki gagnrýnir bæjarstjór- ann á Akureyri fyrir að hafa ekki auglýst hlutabréf bæjarins í Krossanesi með formlegum hætti, en þremur aðilum var gefinn kost- ur á að senda inn tilboð. Sigurður sagði bæjarráð hafa staðið frammi fyrir því á fundi á fimmtudag að þrjú tilboð lágu fyr- ir í verksmiðjuna frá aðilum sem sýnt höfðu verulegan áhuga á að kaupa hana. Bæjarstjóri hafi mar- goft lýst yfír að verksmiðjan væri til sölu þannig að mönnum hefði átt að vera það ljóst. „Niðurstaða bæjarráðs var sú að ákveðið var að ganga til samninga við hæst- bjóðendur enda þótti tilboðið áhugavert, það verður svo bæjar- stjórnar að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta þeirri ákvörðun," sagði Sigurður. Eðlilegt að reyna að fá sem mest fyrir bréfin Heimir Ingimarsson, Alþýðu- bandalagi sagðist ekki hafa kynnt sér nákvæmlega hvernig að málinu var staðið og gæti því lítið tjáð sig um það. „Mér hefði fundist eðlilegt að bréfín hefðu verið auglýst eða vakin á því athygli á þeim stöðum þar sem kaup af þessu tagi ger- ast. Ég stóð í þeirri meiningu að það hefði verið gert og geri enn á meðan mér hefur ekki verið sýnt fram á annað,“ sagði Heimir. „Komi í ljós að staðið hafi verið að málinu með öðrum hætti en siðareglur markaðarins bjóða, að þá verði málið tekið upp á nýjan leik. Það er eðlilegt að bærinn reyni að fá sem mest fyrir hlutabréfín Oddur Halldórsson varabæjarfulltrúi og tilboðshafi gagnrýnir sölu hlutabréfa í Krossanesi Bjóðendur áttu að vera viðstaddir opnun tilboða ODDUR Halldórsson, blikksmiður og varabæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Akureyri, gagnrýnir þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við útboð á sölu hlutabréfa bæjarins í loðnuverksmiðjunni í Krossanesi. Oddur fór fyrir hópi aðila sem bauð í bréf bæjarins og var það tilboð lægst þeirra sem bárust. Eins og komið hefur fram bárust þrjú tilboð í bréf bæjarins fyrir tilskilinn tíma og eitt eftir að tilboðsfrestur rann út. Sverrir Leósson útgerðarmaður lagði fram tilboð í verksmiðjuna eftir að tilboðsfrestur rann út og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að sitt tilboð, sem hann lagði fram fyrir hönd fleiri aðila, hafí verið 10 milljónum króna hærra en hæsta tilboð þeirra þriggja sem buðu í bréfin fyrir tilskilinn tíma. Tilboð Sverris, sem hljóðaði upp á 160 milljónir króna, barst að kvöldi 16. nóvember en fyrr um daginn hafði bæjarráð samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Þórarin Kristjánsson o.fl. um kaup á hlutabréfum bæjarins í Krossanesi hf. Jafnframt hefur Jak- ob Björnsson bæjarstjóri sagt að tilboð Sverris hafi borist of seint og ekki sé ástæða til að taka málið upp að nýju. Seljandi kann hugsanlega að óska eftir frekari boðum I bréfi sem Jakob Björnsson bæjarstjóri sendi fulltrúa eins hóps- ins sem bauð í hlutabréfín vegna athugasemda þess hóps varðandi hlutabréfasöluna, segir m.a: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar hlutabréf eða önnur vara er til sölu er ekkert sem skyldar seljandann til þess að kynna þau tilboð sem hann kann að fá fyrir öllum þeim sem vilja kaupa. Þvert á móti kann slíkur háttur að vera andstæður hagsmunum seljanda. Þannig kann seljandi að vilja óska eftir frekari boðum og þá hugsan- lega frá öðrum en þeim sem bjóða I fyrstu atrennu eða eftir atvikum að hætta við söluna eða viðhafa aðra aðferð síðar.“ „Mér finnst það hrein móðgun við þá sem buðu í hlutabréfin, að bréf þess efnis, að tilboðsfrestur rynni út 14. nóvember, barst ekki fyrr en 10. nóvember en er dagsett 8. nóvember. Við höfðum því aðeins fjóra daga til að vinna tilboðið, sem ég hef frekar viljað líta á sem vilja- yfírlýsingn um frekari viðræður. Þá er gagnrýnivert að tilboðin skyldu ekki opnuð á formlegan hátt og í viðurvist þeirra sem buðu,“ segir Oddur. Hann hafði rúmum tveimur mánuðum áður leitað eftir viðræðum við bæjarstjóra um kaup á meirihluta í Krossanesi hf. en ekkert endilega á öllum bréfum bæjarins.’ Hann segir sjálfsagt fyrir bæinn að skoða einnig tilboð Sverris Leós- sonar, ekki síst ef það er 10 milljón- um króna hærra en tilboð Þórarins Kristjánssonar o.fl. „Ég er ekki með þessu að taka afstöðu með einum bjóðanda frekar en öðrum en bæjar- sjóð hlýtur að muna um 10 milljón- ir króna.“ Oddur segir að það rýri verðgildi verksmiðjunnar að kaupandi þurfi að Iosa allar ábyrgðir bæjarins við kaup hlutabréfanna. „Með því er bærinn að segja að hann treysti okkur engan veginn fyrir rekstrin- um. Bærinn hefur heldur ekki verið mjög fastheldinn á ábyrgðir og er bæjarábyrgð vegna miðasölu á HM i handbolta gott dæmi þar um,“ Sala á öðrum hlutabréfum í eigu Akureyrarbæjar hefur verið nokkuð til umræðu og til viðbótar hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að bjóða til sölu hlutabréf bæjarins í Fóður- verksmiðjunni Laxá hf. „Ég tel eðli- legt að bærinn kaupi hlutabréf tímabundið til að hjálpa fyrirtækj- um. Hins vegar á bærinn að selja bréf sín í Utgerðarfélagi Akur- eyringa hf., enda rekstur bæjarút- gerða dottinn upp fyrir. Þá fjár- muni getur bærinn notað til að borga skuldir og bæta stöðu Fram- kvæmdasjóðs. Bærinn hagnast heldur ekki á því að eiga þessi hiuta- bréf því vextir af lánum Fram- kvæmdasjóðs vegna hlutabréfa- kaupa eru hærri en sá arður sem bærinn fær til baka af þessum fyrir- tækjum." Oddur segir ennfremur að fyrir- tæki eins og Krossanes og ÚA séu í raun munaðarlaus, þar sem eng- inn innan bæjarkerfisins hugsi um þau. Sé það hins vegar gert, af þeim aðilum sem kosnir eru til að gæta hagsmuna bæjarins, er litið á það sem pólitísk afskipti, að mati Odds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.