Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tveir bílar gjörónýtir eftir veltur LANDIÐ Sextíu menn vinna við uppbyggingu loðnuverksmiðju á Fáskrúðsfirði MorgunDiaoio/AiDert Kemp MAGNI Þórlindsson, starfsmaður vélaverkstæðis kaupfélagsins, SKILVINDUR verksmiðjunnar og lýsistankar fyrir ofan. t.v., og Bryngeir Sigfússon, starfsmaður Fiskimjöisverksmiðju Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum vinna við að taka upp mjölskilvindu. Ein stærsta flokkunarstöð landsins Fáskrúðsfirði - „Miklar vonir eru bundnar við verksmiðjuna fyrir Fá- skrúðsfjörð og nágrannabyggðarlög. Lega og staðsetning hennar er talin sú besta á landinu, auk þess sem höfnin er talin vera ein sú besta á Austurlandi og liggur vel við loðnu- og síldarmiðum fyrir Austurlandi," segir Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnsl- unnar hf. A vegun Loðnuvinnslunnar hf. er unnið að byggingu nýrrar loðnu- og sfldarverksmiðju. Verkið hófst í nóv- ember á síðastliðnu ári og ráðgert er að því ljúki í janúar næstkom- andi. Verksmiðjan á að gera unnið 1.000 tonn af hráefni á sólarhring. í verksmiðjunni eru gufuþurrkarar sem þýðir að hún skilar svokölluðu gæða- mjöli. Gísli segir að ef einnig eigi að vinna hágæðamjöl, þurfi að bæta við loftþurrkurum en húsið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að taka þá tækni í notkun síðar. Kostnaður við uppbygginguna er orð- inn 700 milljónir kr. að sögn Gísla. Þar af er hlutafé 330 milljónir kr. Við uppsetningu verksmiðjunnar vinna að staðaldri sextíu menn. Lokið er ýmsum áföngum, svo sem hráefnisgeymum og mjölgeymum. Auk þess er búið að koma fyrir öllum tækjum. Eftir er að tengja þau sam- an og ljúka frágangi. Reist hefur verið 550 fermetra löndunar- og flokkunarhús og tæki til flokkunar og hrognatöku hafa verið keypt. Gísli Jónatansson leggur áherslu á að flokkunarstöðin verði ein sú stærsta sem byggð hefur ver- ið hér á landi og hún geti miðlað öðrum fyrirtækjum hráefni. Byggð hefur verið bryggja fyrir framan verksmiðjuna. Á hana verða sett tæki til útskipunar á mjöli en hægt verður að losa mjöl beint úr tönkum og um borð í skip með sér- stökum búnaði. Segir Gísli að það verði fyrsta kerfi sinnar tegundar sem svona stór verksmiðja taki í notkun. Auk þess koma á bryggjuna löndunartæki fyr- ir verksmiðjuna af nýjustu og full- komnustu gerð. Sauðárkróki — SÍÐDEGIS á föstu- dag barst tilkynning um að bifreið hefði farið út af veginum vestan brúar við vesturós Héraðsvatna. Einn maður var í bílnum og slapp hann að mestu ómeiddur, en krapa- elgur var á veginum og mun bílstjór- inn hafa misst vald á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og er talinn gjörónýtur. Bílstjórinn er grunaður um ölvun við akstur. Klukkan rúmlega fimm aðfara- nótt laugardags barst tilkynning um að Toyota Corolla bíl hefði verið stol- ið frá heimavist Fjölbrautaskólans og töldu þeir sem tilkynntu stuldinn sig vita hver væri þar að verki og einnig hitt að líkur væru á því að sá væri á leið til Reykjavíkur. Hóf lögreglan þegar eftirgrennsl- an og hafði samband við lögreglu í Húnavatnssýslu en sýnt þótti að bíll- inn hefði ekki farið þar hjá enda kom á daginn að svo var ekki og fannst bíllinn utanvegar rétt við bæjar- mörkin, ónýtur. En meintur ökumað- ur hafði komist skrámaður en ekki slasaður að öðru leyti á sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans en síðan tók lögreglan hann í sína vörslu þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur. Þá var um helgina fjölmennur dansleikur í félagsheimilinu Mið- garði og var þar nokkuð um óspekt- ir en einnig var almenn ölvun í bæn- um þar sem kalla þurfti til lögreglu. Landgræðsluverðlaunin afhent í Gunnarsholti Húsgnll og þrír sunnlenskir bænd- ur verðlaunaðir Selfossi - Húsgull, samtök um gróðurvernd, umhverfi, landgræðslu og landvernd sem eru grasrótarsam- tök á Húsavík og þrír bændur á Suðurlandi, Markús Runólfsson í Langagerði, Hvolhreppi, Jón Karls- son á Gýgjarhólskoti og Valur Lýðs- son í Biskupstungum fengu nýlega Landgræðsluverðlaunin fyrir að skara fram úr í starfi sínu í þágu landgræðslu og gróðurverndar. Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti 11. nóvember. Við það tækifæri sagði hann meðal annars að vaxandi skiln- ingur væri fyrir því meðal bænda og annarra að skila landinu betra til komandi kynslóða. Til að ná settum markmiðum um gróðurvernd og landbætur leggur Landgræðslan mikla áherslu á fræðslu, kynningu og þátttöku al- mennings í landgræðslustarfinu. Hlutverk landgræðsluverðlaunanna er að kynna og efla enn frekar það mikla sjálfboðaliðastarf sem unnið er víðs vegar um landið. Leitað er eftir tilnefningum frá öllum búnaðar- samböndum og umhverfisnefndum landsins. Dómnefnd var skipuð Huldu Valtýsdóttur, Sigurgeiri Þor- geirssyni, Níelsi Árna Lund, Sigurði Húsgull á Húsavík er baráttusam- tök fyrir bættri landnýtingu og skóg- rækt. Samtökin hafa skipulagt fjöl- marga landgræðslu- og skógræktar- daga þar sem ungir og gamlir hafa tekið höndum saman um umhverfis- bætur í Iandi Húsavíkur. Meðal fjöl- margra baráttumála Húsgulls eru meðal annars friðun Húsavíkurlands fyrir beit, plöntun landgræðsluttjáa og friðun og uppgræðsla Hólasands. Einnig áttu samtökin stóran þátt í því að komið var á fót Héraðsmið- stöð Landgræðslunnar á Húsavík og á í miklu samstarfi við Landgræðsl- una. Markús Runólfsson hefur verið formaður Skógræktarfélags Rangæ- inga síðan 1985 og beitt sér mjög fyrir plöntun landgræðsluskóga. Undir forystu hans hefur verið gróð- ursett í örfoka lönd og svæði þar sem unnið hefur verið að því að stöðva jarðvegseyðingu. Hann hefur einnig náð miklum árangri við að virkja aðra til starfa eins og unglinga, fé- lagasamtök og sveitarfélög. Orfoka melar í algróið land Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum tók við búi á jörð sinni 1960 sem þá var illa farin af uppblæstri og gróðureyðingu liðinna alda. Hann hefur með einstakri elju og dugnaði ræktað upp nær alla jörð- ina í samvinnu við Landgræðsluna og breytt örfoka melum í algróið land. Gýgjarhólskot er í alfaraleið og framtak Jóns hefur því vakið verð- skuldaða athygli. Þá hefur Jón unnið kappsamlega að uppgræðslu Bisk- upstungnaafréttar og farið þangað óteljandi ferðir með lífrænan áburð Valur Lýðsson á Gýgjarhóli í Bisk- upstungum er nágranni Jóns Karls- sonar og hefur verið landgræðslu- bóndi um árabil. í nær þijá áratugi hafa þeir hvor um sig keypt um tíu tonn af áburði til uppgræðslu á jörð- um sínum. Valur hefur með mark- vissri uppgræðslu á heimalandi jarð- ar sinnar veitt öðrum bændum verð- ugt fordæmi um skynsamlega land- nýtingu og búrekstur í sátt við landið. Við athöfnina í Gunnarsholti sungu þeir Kjartan Magnússon í Hjallanesi og Sigurður Sigmundsson í Ey við undirleik Lindu Margrétar Sigfúsdóttur úr Skagafirði. í þakkar- orðum sínum eftir afhendinguna varpaði Jón Karlsson bóndi í Gýgjar- hólskoti fram þessari stöku: Fínum grip ég fagna vel, og fagurt lof að heyra, en gróin fit á gráum mel gleður augað meira. FRÁ afhendingu landgræðsluverðlaunanna. Morgunblaðið/Sig, Jóns. Skagfirsk börn skoða fyrirtæki KAUPFÉLAG Skagfirðinga hefur til nokkura ára boðið einum ár- gangi barna í Skagafirði og Sauðár- króki í heimsókn að skoða fyrirtæki sín og starfsemi. Á dögunum fór þessi heimsókn fram og var öllum börnum fæddum árið 1982 boðið ásamt kennurum sínum. Tekið var á móti börnunum við Skagfirðingabúð og þar var far- ið inn á lager og fræðst um starf- semi og verkgang í verslun. RKS- tölvutækni sýndi nýjustu tölvu- tækni og vakti það sérstakan áhuga barnanna að kynnast öllum þeim nýjungum sem þar eru í boði. Einnig var farið I Mjólkursamlag- ið og Fiskiðjuna Skagfirðing hf. en endað á léttum veitingum og vöru- kynningu auk þess sem allir fengu minjagrip frá KS. Alls mættu um 80 börn og var ekki annað að sjá en að þau væru ánægð með heim- sóknina og í framhaldi er þeim boð- NOKKRIR úr hópnum eftir að hafa kynnst nýjustu tölvutækni í Tölvuveri RKS þar sem þau lásu m.a. Morgunblaðið á alnetinu. ið að taka þátt í KS-leiknum sem felst I að skrifa smágreinargerð um heimsóknina og verða veitt þrenn verðlaun: íþróttavöruúttekt í Skag- firðingabúð 10.000 kr., 7.000 kr. og 5.000 kr. fyrir bestu frásögnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.