Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Ó ALDARFJÓRÐUNGUR sé liðinn síðan Bítlarnir lögðu upp laupana er meira fjallað um þá í fjölmiðlum um allan heim en nokkra aðra hljómsveit og þeir eru tekjuhæsta hljóm- sveit ársins annað árið í röð. f dag kemur út safn sextíu fágætra laga, þar á meðal tveggja sem ekki hafa heyrst áður og telja verður ný, þó einn hljómsveitarmeðlima hafi verið látinn í hálfan annan áratug. Veðmangarar í Bretlandi spá því að annað laganna, sem gefið verður út sem smáskífa 4. desember, eigi eftir að komast á toppinn á breska vinsældalistanum og Bítlarnir nái að slá met Elvis Presley, sem kom sautján lögum í fyrsta sæti breska breiðskífulistans. Margur hefur sótt það fast að fá Bítlana til að koma saman á ný, ekki síst viðskipta- jöfrar í tónlistarheiminum. Allar líkur á því hurfu þó út í veður og vind þegar John Lennon var skotinn til bana fyrir utan heim- ili sitt í New York fyrir fimmtán árum. Ekki leið þó á löngu þar til tónleikafrömuð- ir tóku að bera víumar í eftirlifandi Bítla og óskuðu eftir því að þeir kæmu saman á ný, hljóðrituðu breiðskífu og héldu í tón- leikaferð. Svo voru menn vissir um skjót- fenginn gróða að einn tónleikahaldari bauð Bítlunum þremur 100 miiyónir dala í þókn- un fyrir að spila; vel á sjöunda milljarð króna. Þessu boði svaraði George Harrison víst á þennan veg: Ekki nema John hætti að vera dauður. Bítlarnir slitu samstarfi sínu með miklum látum, fór hver í mál við annan og fyrirtæk- Bítlamir snúa aftur BÍTLARNIR á yngri ámm, að ofan Paul McCartney og Ringo Starr, að neðan George Harrison og John Lennon. ið sem þeir stofnuðu saman, auk þess sem John Lennon og Paul McCartney skiptust á eitruðum sendingum í lögum. Þrátt fyrir dauða Johns héldu málaferlin áfram og ós- ættið varð meðal annars til þess að útgáfu- rétturinn á lagasafni þeirra Lennons og McCartneys lenti í höndunum á Michael Jackson, þegar ekkja Johns, Yoko Ono, neit- aði samstarfi við McCartney. Lyktir fengust svo loks í málavafstrinu í Iok síðasta áratugar og þá kviknaði áhugi á að gera þáttaröð fyrir sjónvarp um sögu Bítlanna. Þegar þeir félagar fóru svo að ræðast við án þátttöku lögfræðinga fór vel á með þeim og fyótlega kviknaði áhuginn á að setja saman einhveija tónlist. Þeir leit- uðu því til Yoko Ono sem lét af hendi upp- tökur sem Lennon hafði gert að tveimur lögum, Free as a Bird og Real Love. Upptök- urnar voru hálfkaraðar, Lennon að glamra á kassagítar og syngja, en þeir segjast hafa látið sem Lennon hafi sent þeim lögin og beðið þá að ljúka við þau, því hann ætti ekki heimangengt. Forsvarsmenn Apple-útgáfu Bítlanna telja að þeir eigi eftir að hagnast um tíu milljarða króna hið minnsta á útgáfunni og Bítlarnir þrír eigi einnig eftir að þéna skild- inginn, að minnsta kosti ef nýtt bítlaæði fer af stað. Poppfræðingar víða um heim eru þó efins um að ungmenni nútímans, sem alin eru upp á rappi, danstónlist og grunge- rokki eigi eftir að hrífast af Bítlarokkinu, jafnvel þótt ný bítlalög líti dagsins yós. Byggt á NY Times, Q, Rolling Stone, Mojo o.fl. Lech Walesa fórnað fyrir fyrrverandi kommúnista Forsetakosningarnar í Póllandi Reuter ALEKSANDER Kwasniewski ræðir við fréttamenn eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum. Var^já. Reuter. ÚRSLIT forsetakosninganna í Pól- landi benda til þess að Pólveijar hafí fengið sig fullsadda á Lech Walesa, fráfarandi forseta, sem þótti of ráðríkur og átti í látlausum eijum við ríkisstjómina og þingið, þar sem fyrrverandi kommúnistar ráða mestu. Þótt flestir virði Wa- lesa fyrir vask- lega framgöngu í baráttunni gegn kommúnismanum telja margir Pól- verjar hann of bráðlyndan og herskáan til að gegna embætti þjóð- höfðingja. Svo virðist sem margir hafi tekið þá afstöðu að baráttunni gegn kommúnismanum sé lokið með sigri lýðræðisins. „Lech . Walesa, maðurinn sem breytti sögu Póllands og veraldar- innar, fékk sömu örlög og Winston Churchill. Hann sigraði í stríðinu og tapaði í kosningunum," skrifaði Ad- am Michnik, fyrrverandi bandamað- ur Walesa og ritstjóri dagblaðsins Gazeta Wyborcza. Úrslitin eru auðmýkjandi ósigur fyrir Walesa, rafvirkjann fyrrverandi sem stjómaði verkfalli í skipasmíða- stöð í Gdansk og stofnaði verkalýðs- samtökin Samstöðu árið 1980. Ári síðar setti kommúnistastjórnin her- lög og handtók þúsundir Samstöðu- manna, þeirra á meðal Walesa, sem var í fangelsi í ellefu mánuði. Skömmu eftir að hann var leystur úr haldi var hann sæmdur friðar- verðlaunum Nóbels og hann stjóm- aði viðræðum Samstöðu við komm- únistastjórnina, sem leiddu til hálf- fijálsu kosninganna árið 1989 og bundu enda á alræði kommúnista. Árið eftir varð Walesa fyrsti þjóð- kjörni forseti Póllands. Varað við „rauðum kóngulóarvef“ í kosningabaráttunni hamraði Walesa á fortíð mótframbjóðandans, Aleksanders Kwasniewskis, sem var ráðherra íþrótta- og æskulýðsmála í tveimur síðustu stjórnum kommún- ista. Walesa og stuðningsmenn hans vöruðu Pólveija við því að með því að kjósa „bolsévíkann" Kwasniewski myndu þeir festast í „rauðum kóng- ulóarvef" og hverfa í „rauðum Bermúdaþríhyrningi". Fyrrverandi kommúnistar, sem ráða nú mestu á þinginu og í stjórninni, myndu ekki aðeins ná forsetaembættinu, heldur einnig fá tækifæri til að skipa sína menn í -áhrifamikil embætti og í for- stjórastöður í þúsundum ríkisfyrir- tækja. Margir gamlir Samstöðumenn, sem höfðu sagt skilið við Walesa, ákváðu að styðja hann að þessu sinni til að koma í veg fyrir að fyrrver- andi kommúnisti yrði kjörinn forseti. „Þessi Sigur merkir ekki aðeinS að þeir sem börðust gegn kommún- ismanum hafí beðið ósigur," sagði Adam Michnik. „Hann merkir tákn- rænt afturhvarf til alræðisanda arf- taka kommúnista." Ólíklegt þykir þó að sigur Kwasni- ewskis hafi eins afdrifaríkar afleið- ingar fyrir Pólveija og andstæðingar hans spáðu í kosningabaráttunni. Ekkert benti til að mynda til þess á. fjármálamörkuðum að fjárfestar hefðu miklar áhyggjur af afleiðing- um kosningasigurs Kwasniewsksis. Fjármálamenn sögðu að stjórnar- flokkarnir hefðu alltaf lagt áherslu á að þingið samþykkti lög um frek- ari einkavæðingu, en Walesa hefði ávallt torveldað það með ráðríki sínu. Kwásniewski hefur lofað að beita sér fyrir frekari breytingum í átt til markaðsbúskapar og inngöngu Pól- veija í Evrópusambandið og Atlants- hafsbandalagið. Væntanlegur forseti leggur áherslu á að hann hyggist sætta þjóðina, sem hefur verið klofin í tvennt í afstöðunni til kommúnista og Samstöðuflokkanna. Hann segir að undir stjórn hans og Lýðræðislega vinstrabandalagsins verði ekkert afturhvarf til kommúnismans eða „alræðisandans" sem Michnik nefndi. Naut stuðnings unga fólksins Aleksander Kwasniewski, sem er 41 árs, þykir glæsilegur og vel gef- inn stjórnmálamaður og lýsir sjálfum sér nú sem jafnaðarmanni. Hann gekk í pólska kommúnistaflokkinn 23 ára, var gcrður að ritstjóra stjórn- málatímaritsins ITD og gat sér þá orð fyrir að vera umbótasinnaður. Þegar kommúnistastjórnin setti her- lög árið 1980 ákvað hann að fara ekki að dæmi margra ungra umbóta- sinna og segja skilið við flokkinn. Hann segist hafa ákveðið að beijast frekar fyrir umbótum innan flokks- ins. Kwasniewski virðist hafa notið mikils stuðnings meðal yngstu kjós- endanna, meðal annars vegna lof- orða hans um að draga úr áhrifum kirkjunnar, sem hefur m.a. beitt sér fyrir óvinsælum lögum um fóstur- eyðingar. Kaþólskir biskupar lögðust gegn Kwasniewski og talið er að það hafi haft þveröfug áhrif á marga kjósendur. „Einsflokkskerfi"? Þrír ráðherrar, sem hafa stutt Walesa, tilkynntu í gær að þeir myndu segja af sér vegna úrslita kosninganna, þeir Wladislaw Bart- oszewski utanríkisráðherra, Zbigiew Okonski varnarmálaráðherra og Andrzej Milczanowski innanríkisráð- herra. Samkvæmt stjórnarskrá Pól- lands ber að hafa samráð við forset- ann við skipun þessara ráðherra og Walesa tókst með harðfylgi að knýja vinstristjórnina til að fallast á þre- menningana. „Ég virði úrslit lýðræðislegra kosninga en ég fellst ekki á eins- flokkskerfið sem nú er í sjónmáli," sagði Bartoszewski utanríkisráð- herra. Sundrung miðju- og hægriflokk- anna stendur þeim fyrir þrifum og pólskir fréttaskýrendur segja að þeir þurfi nú að fylkja sér um einhvern stjórnmálamann til að eiga mögu- leika á sigri í næstu þingkosningum, sem verða ekki síðar en eftir tæp tvö ár. Ólíklegt er að Walesa gegni þessu hlutverki og ljóst er að erfítt verður að finna rétta manninn sem flokkarnir geta sameinast um. Walesa sagði ekki í kosningabar- áttunni hvað hann hygðist gera ef hann næði ekki endurkjöri. Hann bað hins vegar Pólveija um að leita ekki til hans eftir hjálp síðar ef þeir kysu Kwasniewski. „Ef þið kjósið Olek skulið þið ekki koma á heimili mitt á Polanka-stræti [í Gdansk] því ég bíð þar með teygjubyssuna og bogann og örvarnar - og byija að skjóta,“ sagði hann og glotti. Moland hættir sem banka- stjóri TORSTEIN Moland seðla- bankastjóri í Noregi hefur sagt starfi sínu lausu. Hann neitar að hafa verið beittur þrýstingi en stjórnarandstaðan hótaði í síðustu viku að leggja fram tillögu á þingi um vantraust á Sigbjorn Johnsen fjármálaráð- herra yrði honum ekki vikið frá. Nú þykir slíkt vera úr sögunni. Yfirvöld lögðu 45% refsiskatt á Moland í síðustu viku vegna umdeildra hluta- bréfakaupa hans. Hafði hann lagt 75.000 krónur í fyrirtæki sem fjármagnaði kaup á Air- bus A320 þotu og fengið 150.000 krónu skattafrádrátt í staðinn. Gingrich vart í framboð NEWT Gingrich forseti full- trúadeildar Bandáríkjaþings sagðist í gær tæplega reyna að hljóta útnefningu repúblik- anaflokksins við forsetakosn- ingarnar næsta haust. Myndi hann velta málinu fyrir sér með dætrum sínum á þakkar- gjörðarhelginni. Papandreou lagður inn ANDREAS Papandreou for- sætisráðherra Grikklands var fluttur í skyndingu á sjúkrahús í gær vegna öndunarerfiðleika. Talið var að um sýkingu í önd- unarvegi væri að ræða. Bjóðast til að sleppa gíslum SKÆRULIÐAR Al-Faran að- skilnaðarsinna í Kashmir hafa boðist til að sleppa tveimur af fjórum vestrænum gíslum, sem eru sjúkir, gegn því að einn félagi þeirra verði látinn laus úr fangelsi. Skæruliðarnir tóku gíslana í júlí. Þjóðin togaði öll í gikkinn YIGAL Amir, morðingi Yitzh- aks Rabins forsætisráðherra ísraels, sagði fyrir rétti í gær, að öll ísraelska þjóðin hefði staðið með sér er hann togaði í gikkinn á morðvopni sínu. Freistaði hann þess að snúa yfirheyrslum yfir sér í áróðurs- fund um öfgakennda þjóðern- isstefnu sína. Tilræði í Tsjetsjníju DOKU Zavgajev, fulltrúi rúss- neskra yfirvalda í Tsjetsjníju, slapp naumlega er uppreisnar- menn sýndu honum banatil- ræði í gær. Reyndu þeir að sprengja upp bílalest hans í höfuðborginni Grosní. Sex manns a.m.k. slösuðust en Zavgajev var sagður hafa sloppið með minniháttar skrámur. Vaxandi spenna er í Tsjetsjníju vegna þingkosning- anna í Rússlandi 17. desember en Moskvustjórnin hefur úr- skurðað að kjósa verði einnig í héraðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.