Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 21 ERLENT Mikil viðhöfn í Kaupmannahöfn við brúðkaup Jóakims prins og Alexöndru prinsessu Góðir gestir og boðflenna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BRÚÐGUMINN sagði hátt og skýrt já, já og- brúðurinn játað- ist honum með skýru jái og að jáyrðunum var hálf danska þjóðin vitni, ef marka má skoð- anakannanir. Brúðkaup Jóak- ims, yngri sonar Margrétar Þórhildar Danadrottningar, og Alexöndru Manley, sem nú er orðin prinsessa eftir gifting- una, dró að sér athygli þjóðar- innar og næstu nágranna um helgina. Gesti dreif víða að, en mesta athygli hlaut þó franska atvinnuboðflennan, sem nú get- ur bætt konunglegu brúðkaupi á afrekaskrá sína, þó ekki kæm- ist hún lengra en í kirkjuna. Engum íslenskum fulltrúa var boðið, þar sem um var að ræða fjölskyldusamkomu og ekki op- inberan atburð, eins og verður, þegar röðin kemur að krón- prinsinum að festa ráð sitt. Laumugestur í kirkjuna A brúðkaupsdaginn mætti brúðguminn ásamt svaramanni sínum og bróður, Friðriki krón- prins, kl. 16, er gestirnir fóru að tínast að. Báðir voru klæddir herbún- ingum og sama var að segja um Hinrik prins, faðir þeirra og fleiri karlmenn á staðnum. Margrét Þórhildur drottning birtist í rauðum og gullnum brókaðiskrúða með fornlegu sniði, kjóll og slá brydduð skinni. Kl. 16.34, fjórum minútum á eftir áætlun, sveif brúðurin upp að altarinu með föður sínum, íklædd hvítum silkiskrúða, háum í hálsinn að kínversku sniði með perluútsaumi og fjög- urra metra slóða. Athöfnin tók tæpa klukkustund, með tónlist og stuttri og hnitmiðaðri ræðu trúnaðarprests drottningar. Prinsinn tvíjátaði hjúskapnum og Alexander svaraði einnig skýrt. Þegar kom að hringun- um tók það nokkra stund að höndla þá og allt slíkt vekur mikla gleði blaða- og frétta- manna. Að vígslu lokinni hneigðu brúðhjónin sig fyrir drottningunni, áður en þau svifu út, kysstust í anddyrinu og gengu út í gegnum heiðurs- hlið, sem vinir prinsins mynd- uðu með sverðum sínum. I kirkjunni voru rúmlega tvö hundruð manns boðnir, en held- ur færri til brúðkaupsveislunn- ar um kvöldið. En þarna var líka gestur, sem hvorki var boðinn í kirkjuna né í veisluna. Hann er 64 ára gamall Frakki, Claude Khazizian, sem hefur þegar afrekað að smygla sér inn á hátíðarsamkomur heima fyrir og látið taka af sér mynd- ir með forsetum og öðrum mektarmönnum. Ekstra Bladet hafði boðið honum að koma, vistað hann á D’Angleterre hót- elinu og fundið honum nafn, sem stóð á listanum. Hann komst því í ráðhúsið, þar sem teknar voru af honum myndir í góðum félagsskap. Hann komst einnig í kirkj- una, en þar kom upp grunur, svo að eftir vígsluna handtók danska leynilögregl- an manninn. Honum var þó sleppt og meira verður ekki úr málinu. Hirðin hefur hins vegar lýst yfir óánægju yfir tiltækinu. Blaðið segist þó aðeins hafa gert þetta til vega upp á móti hátíðleikan- um með glensi. Ekki opinber veisla Konungsfjölskyldan er þekkt fyrir að leggja mikla alúð í veislur sínar og bregða á þær persónulegum blæ. Boðsgestir þekkjast vel úr fyrri veislum, en stór hópur var þarna þó í fyrsta sinn, vinir og vandamenn brúðarinnar. I samtali við Morgunblaðið sagði Sören Has- Manley spáði lækk- andi síma- reikningum Reuter BRÚÐHJÓNIN kyssast eftir að hafa dansað hefðbunainn dansk- an brúðarvals þar sem gestir þrengja smám saman að hjónun- um, þar til þau standa í faðmlögum. FRÖNSKU boðflennunni Claude Khazizian tókst að smygla sér inn í kirkjuna með aðstoð Extra Bladet. Khazizian er t.v. en t.h. eru Mie Egmont-Petersen og Mark Patterson, vinir prinsins. lund-Christensen hirðmar- skálkur að veislan hefði verið fjölskylduveisla og því ekki boðið eftir siðaskrá, heldur ein- ungis eftir fjölskyldutengslum. Veislan var með hefðbundn- um brag. Gestirnir tíndust að undir myndavélaaugum og sér- fræðingar ræddu kjólana, gest- ina, matinn og annað, sem merkilegt þótti. Drottningin ávarpaði brúðhjónin, óskaði þeim alls góðs og sagði að í hjónabandinu væri það þrennt, sem skipti máli: Ég, þú og við. Faðir brúðarinnar lýsti ánægju sinni með ráðahaginn og að símareikningar fjölskyldunnar myndu nú lækka, þar sem ung- mennin væru sameinuð. Brúð- guminn ávarpaði brúði sína og sagðist hlakka til að leggja upp í æviferðina með hana sér við hlið. Brúðarvalsinn var dans- aður á danska vísu, þar sem gestir þrengja smám saman að brúðarparinu, þar til þau standa í faðmlögum. Á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan Alexandra Manley var kynnt fyrir Dönum hefur hún öðlast fádæma vinsældir og unnið hug og hjörtu allra fyrir fallega, glaðlega og látlausa framkomu. Hún er þegar komin áleiðis í dönskunámi, en fyrir talar hún ensku, frönsku, þýsku, kínversku og japönsku. Prinsinn er 26 ára og prinsess- an nýbakaða er 31 árs. Hún var áður markaðsstjóri hjá verð- bréfafyrirtæki í Hong Kong. Foreldrar hennar eru kaup- sýslumenn. Brúðkaupið var mikil fjölmiðlauppákoma, sem nánast var í sjónvarpinu í tvo daga samfleytt. Sá helmingur þjóðar- innar, sem ekki fylgdist með brúðkaupinu tæmdi mynd- bandaleigurnar, svo annað eins fár hefur ekki orðið þar. Fjöldi blaðamanna heimsótti Dani vegna brúðkaupsins og sænska og norska sjónvarpið sjónvörp- uðu helstu atburðunum beint. Þó ýmsum þyki kannski til- standið hafa verið mikið þá var hér aðeins um fjölskylduatburð að ræða. Aðaltilstandið er spar- að þar til krónprinsinn gengur í það heilaga. Það verður hins vegar ekki auðvelt fyrir hann að finna stúlku, sem getur keppt við Alexöndru prinsessu um vinsældir þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.