Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LECH WALESA LECH WALESA, forseti Póllands, beið lægri hlut í forsetakosningunum um helgina. Hann hlaut 48,3% atkvæða en sigurvegarinn, Aleksander Kwasniewski, leiðtogi Lýðræðislega vinstribandalagsins, 51,7%. Kwasnieski var í pólska Kommúnistaflokknum í 13 ár, unz flokkurinn var leystur upp árið 1990, og ráðherra í tveimur síðustu ríkisstjórnum kommúnista. I kosninga- baráttunni kom hann á hinn bóginn fram sem talsmað- ur þeirrar lýðræðisþróunar, sem orðin er og yfir stendur í Póllandi, markaðsbúskapar á vestræna vísu og aðildar Póllands bæði að Atlantshafsbandalaginu og Evrópu- sambandinu. Breytingin á þjóðfélagsgerð og hagkerfi A-Evrópu- ríkja, frá marxisma til markaðsbúskaðar, hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Fjölmennir þjóðfélagshópar hafa orðið að axla ýmiss konar tímabundna erfiðleika, sem fylgt hafa ferlinu til markaðsbúskapar. Það hefur bitnað á fylgi Lech Walesa, forseta Póllands, sem og annarra forystumanna lýðræðisins í A-Evrópu. Mikilhæfir þjóðarleiðtogar hafa og fyrr beðið lægri hlut í kosningum svo að segja í kjölfar þess að leiða þjóð sína gegnum erfiða tíma til sigurs, friðar og frels- is. Minna má á ósigur Winstons Churchills í kosningum í Bretlandi árið 1945, eftir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Lech Walesa stofnaði Samstöðu, samtök frjálsra verkalýðsfélaga í Póllandi 1980. Hann var leiðtogi pólsku þjóðarinnar í frelsisbaráttu hennar gegn sovézk- um yfirgangi og hlaut friðarverðlaun Nóbels 1983. Sem forseti Póllands hefur hann leitt þjóðina til lýðræðis og' mannréttinda - en steytt á skeq'um sem heyra til meiri- háttar þjóðfélagsbreytingum. Hann skorti aðeins herzlu- mun til að halda forsetaembættinu. En það eitt að kosn- ingar af þessu tagi fórú fram í Póllandi um helgina, með og ásamt lýðræðisframvindunni í Iandinu, er von- andi vitnisburður um það, að lýðræðishugsjónir Lech Walesa fnunu leiða pólsku þjóðina inn í framtíðina. YALFRELSI SJÚKLINGA VALFRELSI og samkeppni innan heilbrigðisþjón- ustunnar er vænlegasta leiðin til að bæta þjónustu við borgarana og draga úr kostnaði hins opinbera. Arni Jónsson, læknir og tannlæknir, ræðir m.a. um þetta í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar segir Arni m.a.: „Mér finnst líka að það gæti verið hollt að hafa ein- hverja samkeppni innan hverrar heilbrigðisgreinar. Hér er fæðingardeildin t.d. einráð á sínu sviði, en hvert á sú kona að faja, sem er óánægð með þá þjónustu sem hún fær þar? Áður fyrr voru alltaf biðlistar hjá röntgen- deildum sjúkrahúsanna. Svo var komið á fót einkarek- inni röntgenstofu í Domus Medica og þá brá svo við, að biðlistarnir við sjúkrahúsin hurfu, allt fór að ganga miklu fljótar fyrir sig. Þetta er varla tilviljun." Og Árni segir ennfremur: „Fólk getur valið sér hárgreiðslukonu og endurskoðanda, en þegar kemur að því sem mestu máli skiptir, lífi og limum fólks, þá fær það takmörkuð ráð.“ Loks segir Árni: „Samkeppni er öllum holl. Einok- un og ríkisrekstur er ekki heppilegur og býður heim ákveðinni hættu. Allt er þetta gert undir þeim formerkj- um að það þurfi að spara, en ég er ekki viss um, að fólk vilji spara á þennan hátt. Kannski vill það borga meira og fá betri þjónustu.“ Þetta er mergurinn málsins. Fólk vill hafa valfrelsi um þá þjónustu, sem skiptir það mestu, líf og heilsu sína og sinna. Og samkeppni innan heilbrigðisþjón- ustunnar mun að sjálfsögðu skila bættri þjónustu og aukinni hagkvæmni eins og hjá öðrum þjónustugreinum. Engin frambærileg rök mæla gegn því, að fólk hafi valkost og ráði því sjálft, hvort það greiðir fyrir þjón- ustuna af sparifé sínu eða kaupir sér tryggingu í því skyni. Allir eiga samt að hafa sama rétt til beztu þjón- ustu opinberra sjúkrastofnanna kjósi fólk það fremur. EFTIR miklar vangaveltur komst Maríanna Csillag hjúkrunarfræðingur að réttast væri að þýða starfsheiti sitt „akurhjúkka“. Hún er það sem kallast upp á ensku field nurse, en það útleggst líklega sem umdæmishjúkrunarfræðingur. Mar- íanna kýs fremur styttra heitið enda lýsir það starfi hennar ágætlega. Undanfarna átta mánuði hefur hún þeyst á milli bæja og þorpa í suðurhluta Bosníu-Herzegóvínu með lyf, kynnt sér ástand mála á sjúkra- húsum, heimsótt fanga og unnið að því að sameina fjölskyldur. Henni er jafnan tekið fagnandi, nema hvað landamæraverðir og fulltrúar stjóm- valda eiga það til að tefja för hennar með alls kyns lagaflækjum sem eru til þess eins ætlaðar að tefja fyrir. Sjálf segist Maríanna lifa eftir kjörorðunum: Ef þú átt við vandamál að stríða, taktu á því. Eigir þú ekki við vanda að etja, ekki búa hann til. í viku hverri ekur Maríanna nokk- ur hundmð, jafnvel þúsundir kíló- metra, ásamt aðstoðarmanninum Zlatko, sem túlkar fyrir hana þar sem þörf er á og er auk þess ótæmandi upplýsingabrunnur um ástandið í Bosníu, en þaðan flúði hann í upp- hafi stríðsins. Maríanna hefur aðset- ur í hafnarborginni Split í Króatíu en umdæmi hennar er í kringum borgina Mostar í Bosníu-Herzegóv- ínu. Hún ekur eins og aðrir sendifull- trúar Alþjóðaráðs Rauða krossins um á voldugum jeppa og veitir ekki af á vegunum í Bosníu. Á hlykkjóttum fjallvegum geysist hún fram úr hverj- um bílnum á fætur öðrum og leggur sérstaka áherslu á að komast fram hjá endalausum röðum af trukkum Sameinuðu þjóðanna sem séu hættu- legur félagsskapur vegna þess hve oft sé á þá skotið. Víða myndast unjferðarhnútar á fjallvegunum þegar trukkarnir mæt- ast á malarvegi sem seint getur tal- ist tvíbreiður. Ekið er á ystu brún en lendi bílamir út af er fallið að minnsta kosti 100 metrar. Þessir óskemmtilegu vegir hafa verið lagðir í kjölfar þess að brýr yfir gil og skom- inga hafa verið sprengdar í loft upp í stríðsátökunum. Maríanna kippir sér ekki upp við þetta, segir aðeins gott að hún hafi gaman af því að keyra. Mannúðin í hnotskurn Þolinmæði er annar eiginleiki sem reynir á. „Þetta er nú mannúðin í hnotskurn," segir Maríanna þegar við höfum beðið á landamærum Kró- atíu og Bosníu-Herzegóvínu í rúmar þrjár klukkustundir. Landamæra- verðir beggja landa hafa ýmiss konar athugasemdir við skjölin sem fylgja ly^um þeim sem eiga að berast sjúkrahúsum í Bosníu og aðstoð- armaðurinn Zlatko verður að taka á honum stóra sínum í glímunni við verðina. Hann er orðinn rauðnefjaður af því að standa úti í kuldanum og reyna að ná samkomulagi við skrif- finnanna, sem Maríanna fullyrðir að séu eingöngu að þessu til að tefja hjálparstarfið en mun meira af hjálp- argögnum berst til múslimanna en Króatanna. Á sjúkrahúsum sem Maríanna heimsækir reglulega með lyf, spraut- ur og sárabindi er henni hins vegar tekið fagnandi. Hún gengur um spít- alann til að kanna hvort upplýsingar um sjúklingafjölda og ástæður sjúkrahúslegunnar séu réttar. Ræðir við sjúklinga, lækna og hjúkrunar- fólk, sem reynir eftir bestu getu að halda starfseminni gangandi við þessar erfíðu aðstæður. Á einum spítalanum sem við heim- sækjum er ískuldi innan dyra, raf- magn af mjög skornum skammti og rennandi vatn einnig. Þarf ekki að fjölyrða um birgðahald og tækjakost slíkrar stofnunar enda virðist sendi- fulltrúi Rauða krossins vera eins og frelsandi engill þegar hann kemur með bílfarma af lyfjum og sjúkra- gögnum. Sameining fjölskyldna er ekki síð- ur ánægjulegur angi starfsins en hann er seinlegur og ekki þarf mikið til að gera vinnu starfsfólks Rauða krossins við þetta að engu. Fangelsisyfirvöld hleypa Rauða krossinum með semingi inn fyrir dyr en Maríanna segir þau mál þó í sæmi- Málin rædd við sjúklingana íKonjic Morgunblaðið/Sverrir SJÚKLINGARNIR á sjúkrahúsinu í Konjic eru flestir hermenn sem misst hafa fæturna er þeir hafa stigið á jarðsprengjur. Maríanna ræðir við þá um meðferðina sem þeir fá og kannar aðbúnaðinn á spítalanum. % f- Frá Borgarspítal- anum til Bosníu Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari og Urður Gunnarsdóttir blaðamaður slógust í för með Maríönnu Csillag hj úkrunarfræðingi sem starfar fyrir Rauða krossinn í Bosníu legu ástandi á þeim stöðum sem hún heimsækir en þeir eru allir undir stjóm Króata. Samskiptin við slík yfir- völd hljóta þó eðli málsins samkvæmt að vera flókin og vandmeðfarin. Dóttir flóttamanna Maríanna er 34 ára, dóttir ungver- skra flóttamanna sem komu til ís- lands 1956. Hún hefur starfað sem hjúkrunarkona í tólf ár, lengst af á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Þessa mánuðina klæðist Maríanna ekki hjúkrunarbúningi og hefur ekki bundið um nein sár. Það gerði hún hins vegar er hún fór í fyrsta og annað sinn til starfa á vegum Rauða krossins erlendis. Fyrsta starfið var í Kabúl í Afghan- istan á miklum átakatímum frá árs- lokum 1991 og fram á mitt ár 1992. Auk hennar störfuðu tveir íslenskir hjúkmnarfræðingar þar, Jón Karls- son og Elín Guðmundsdóttir. Jón var myrtur skömmu eftir að hann kom til starfa og var það Maríönnu og Elínu mikið áfall. Þá voru mikil stríðsátök um borgina er menn Nur- sultins Hekmatyars tóku hana. Sprengjur féllu nærri spítalanum sem þau unnu á, svo og við íbúðir þeirra. Lítið annað komst að en vinn- an, enda streymdu stórslasaðir sjúk- lingar inn á spítalann, ekki síst börn Lagtupp MARÍANNA Csillag undirbýr brottför til Mostar. Farið er með lyf og sjúkragögn á tveimur jeppum frá Split í Króatíu til Bosníu og veitir ekki af því að vera á slikum farartækjum á bosnískum malar- og fjallvegum. Fæddí ótryggan heim VELKOMIN í stríðið, tautaði einhver, þegar hann leit þessi nýfæddu börn augum á sjúkrahúsinu í bænum Ja- blanica. Þau eru nokkurra klukkustunda gömul og á leiðinni heim innan nokkurra stunda vegna sýkingahætt- unnar á sjúkrahúsinu. I næsta herbergi liggja sjúklingar með lifrarbólgu og bronkítis. Mæðurnar ungu nota þá fáu klukkutíma sem gefast eftir fæðingu til að hvílast. Síðan er haldið heim með nýjustu bosnísku þegnana. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Litið inn á tvö sundurskotin sjúkrahús í Bosníu Þar sem allt er af skornum skammti sem höfðu stigið á jarðsprengjur eða fengið sprengjuflísar í sig. Fyrsta starf Maríönnu á erlendri grund var því sannkölluð eldskírn. „Stuttu eftir að við komum heim frá Kabúl var ég í strætó þegar gamall maður snýr sér að mér og spyr hvort ég sé ekki annar hjúkrunarfræðing- anna sem hafi verið í Afghanistan. Segist svo vera guðslifandi feginn að við séum komnar heim því að hann hafi haft svo miklar áhyggjur af okkur. Þetta þótti mér vænt um,“ segir Maríanna. 300.000 manns á einum stað Næsta verkefni var ári síðar en þá var Maríanna send til Tansaníu til starfa í búðum fyrir flóttamenn frá Rúanda. Það var ekki síður erfið lífreynsla þó að hún stæði skemur, í þijá mánuði. Aðstæður þar voru skelfilegar þegar um 300.000 flótta- menn voru samankomnir í tjaldbúð- um í rigningu og for. Skammt frá búðunum flutu lík þeirra sem myrtir höfðu verið hinum megin landamær- anna niður ár og fljót. I fyrstu var engin salernisaðstaða og fólkið gekk örna sinna í búðunum, auk þess sem allir reyndu eftir bestu getu að elda sér mat á sama tíma. „Lyktin var engu lík í búðunum. Ég skrifaði fjölskyldunni að hún væri heppin að lyktin fylgdi ekki með fréttamyndum þaðan. Ég hafði líka á orði að ég væri líklega eina mann- eskjan sem hefði séð hvemig það væri ef allir íslendingar færu í úti- legu samtímis." í Tansaníu lenti hjúkrunarfólkið m.a. í því að liðsmenn eins þeirra manna sem vitað var að höfðu staðið að fjöldamorðum, töldu að hann hefði verið tekinn höndum. Hugðust þeir myrða alla hjálparstarfsmenn í búð- unum, sem leituðu sér skjóls í tjöld- um. Að lokum tókst að stilla til friðar en Maríanna segir biðtímann hafa verið eins og heila eilífð en hann reyndist svo hafa verið um tíu mínút- ur. „Þar kom sér vel að ég hafði verið á áfallahjálpamámskeiði þar sem m.a. var sagt að róleg viðbrögð smituðu jafnmikið út frá sér og æs- ingur. Þrátt fyrir að ég væri að deyja úr hræðslu var ég afskaplega róleg á yfirborðinu og tók hreinlega völdin. Skipaði öllum að halda ró sinni og það gekk eftir, þrátt fyrir þær að- stæður sem þarna ríktu.“ I Bosníu hefur verið mun rólegra, þó að Maríanna hafi m.a. lent í sprengjuárás er hún var stödd á spít- alanum í borginni Konjic og að her- maður sem var að húkka sér far skaut á eftir bílnum þegar hún stöðv- aði ekki til að taka hann upp í. En þrátt fyrir þetta segir hún starfið þar vera eins og frí miðað við aðstæðurnar í Tansaníu og Kabúl. Andlega hafi verið erfiðast í Kabúl vegna dauða Jóns og hinna sífelldu sprengjuárása. Lífsstíll fremur en starf Maríanna segir að starf sendifull- trúa á átakasvæði sé lífsstíll sem henti fólki mjög misjafnlega. „Það er engin leið að sjá fyrir hvernig starfíð verður, öruggt svæði getur breyst í átakasvæði á örskotsstundu. Ég er engin hetja og reyni ekki að vera það. Ég hef orðið óskaplega hrædd þegar ég hef talið að líf mitt gæti verið í hættu. Ég hef hins veg- ar hitt fólk sem vill ekki viðurkenna að það finni til hfæðslu, menn sem þykjast vera harðir af sér. Það sem rekur mig áfram er ævin- týraþrá og löngunin til að láta gott af mér leiða. Að finna að starf manns breytir einhveiju. Mér líður betur að vita að ef ég skyldi einhvern tíma verða flóttamaður og hrekjast frá heimili minu, sé til fólk sem Iáti sig það einhveiju varða.“ Maríanna segist njóta starfsins fram í fingurgóma. Hún hafi kynnst ótrúlega mörgum og starf í öðrum heimshornum hljóti að víkka sjón- deildarhringinn. „Það er vissulega gott að komast heim eftir að hafa starfað við erfiðar aðstæður og mað- ur þarf á slíku fríi að halda. Eftir skamma hríð heima er mann farið að klæja í fingurgómana að komast aftur út. Mestu skiptir að taka sér nægan tíma í að vinna úr þeirri lífs- reynslu sem maður á að baki. Sé það ekki gert er hætta á því að menn brenni upp.“ S JÚKRAHÚ SIN í Bosníu eru lýs- andi dæmi um það hvernig Genf- arsáttmálinn, leikreglur í stríði, er þverbrotinn, þrátt fyrir að stríðandi fylkingar í Bosníu-Herz- egóvínu séu aðilar að samkomu- laginu. Almenningur er skotmark- ið fremur en nokkru sinni og spít- alar einhver ótryggasti staðurinn sem völ er á. Dæmi um það eru sjúkrahúsin í bæjunum Konjic og Jablanica, en sá fyrrnefndi er 60 km suður af Sarajevo. Sjúkrahús- in eru á heimsóknarlista Maríönnu Csillag, hjúkrunarfræðings sem starfar fyrir Rauða krossinn en hún sér um að útvega þessum spítölum ásamt fleirum lyf og sjúkragögn. Hún heimsækir þá reglulega til að fylgjast með ástandinu og meta þörfina á að- stoð. Sjúkrahúsin eru bæði sundur- skotin, rúður brotnar og molnað hefur úr veggjum. Verra er ástandið þó í Konjic þar sem bygg- ingin stendur eins og sandpoka- vígi uppi á hæð í borginni. Þegar ekið er upp að sjúkrahúsinu dett- ur manni síst af öllu í hug að þar fari nokkur starfsemi fram. Ser- barnir sem umkringja bæina minna enn á sig annað slagið. Enginn á spítalanum svo mikið sem deplar auga þegar skothvellir heyrðast úr hæðunum fyrir ofan bæinn þar sem umátursliðið Iætur fyrirberast. Manni verður hugsað til Serbanna þar sem þeir hírast uppi á fjalli i nístingskulda en þeir eru liklega uppteknari af því að fylgjast með þotum Atlants- hafsbandalagsins sem fljúga öðru hverju yfir. Lyktin sem ekki verðurlýst Á báðum stöðum er Vjós af skornum skammti, rafmagn og vatn einnig, hvað þá hitinn. Það er jafn kalt inni á göngunum og úti en reynt er að halda herbergj- um sjúklinganna sæmilega heitum í vetrarkuldanum sem er nýlega farinn að gera vart við sig. Lyktin á spítalanum í Jablanica er sér- kennileg blanda úr eldhúsinu, af salernum, af reykingum, fúkka og óhreinum sjúklingum á stofum þar sem ekki hefur verið opnaður gluggi lengi. Þessi lykt situr lengi í fötunum og maður biður til guðs að eiga ekki eftir að leggjast inn á þessum stöðum. Starfsfólkið gerir sitt besta við slæmar aðstæður og svo virðist sem sumar stúlkurnar séu of ungar til að hafa getað lokið prófi í hjúkrun. En við þessar aðstæður er öll aðstoð vel þegin. Þrengslin eru mikil og sjúkling- ar Úggja hver um annan þveran; nokkrir hermenn sem hafa stigið á jarðsprengjur og verið er að reyna að bjarga að minnsta kosti öðrum fætinum, menn með lifrar- bólgu, heilablóðfall og bronkítis, og í næsta herbergi fæðast blessuð börnin inn í þennan ótrygga heim. Sýkingarhættan af öðrum sjúkl- ingum er svo mikil að mæðurnar halda heim með þau sex klukku- stundum eftir fæðingu, ef mögn- legt er. Tækin á lækningaminjasafn Á svona stöðum vantar allt til alls; lækna og hjúkrunarfólk, tæki og mat en hjálparstofnanir útvega lyf og sjúkragögn. Enginn skortur er hins vegar á sjúklingum. Það er örþreyttur maður sem tekur á móti okkur í Konjic. Dr. Butronic er eini skurðlæknirinn og forstjóri sjúkrahússins að auki. Hann hefur unnið eins og skepna undanfarin þrjú ár, hefur verið veikur siðustu daga og er einfald- lega útkeyrður. Vandamálin sem við blasa eru mörg; en það sem helst vantar nú er matur. Hjálpar- stofnanir, ekki síst Rauði kross- inn, sjá um að sjúkrahúsið sé birgt af helstu nauðsynjum. Ýmislegt hefur fallið til af evrópska gnægtaborðinu, svo sem áratuga gömul tæki sem sum hver eiga helst heima á lækningaminjasafni. Læknar og hjúkrunarfólk eru ekki aðeins þreytt, þau eiga vart til hnífs og skeiðar. Forstjórinn hefur um 100 þýsk mörk í laun á mánuði og ber þar höfuð og herð- ar yfir aðra. Hvernig fara hann og aðrir að því að draga fram líf- ið? „Það er okkur sjálfum eilíf ráðgáta," segir hann og ypptir öxlum. Hann er sérfræðingur í bijóst- holsaðgerðum og áður en stríðið höfst var spítalinn aðeins heilsu- gæslustöð. Nú eru framkvæmdar þar allar mögulegar og ýmsar ómögulegar aðgerðir og sérfræð- ingurinn í áðurnefndum aðgerð- um framkvæmir þær flestar. Þar sem honum voru algerlega ókunn mörg svið skurðlækninga í upp- hafi stríðsins, settist hann niður og lærði af bókum. Frá því í stríðs- byijun hefur hann framkvæmt um 2.000 aðgerðir. Kollegi hans á sjúkrahúsinu í Jablanica er í svipaðri stöðu, hann var sérfræðingur í kvensjúkdóm- um og fæðingarhjálp en sá þáttur starfsins er veigalítill nú. Tími til að veikjast Rétt er það að á meðan á vopna- hléinu stendur fækkar hinum slös- uðu en þá verður að reyna að grynnka á þeim óskaplega fjölda sem beðið hefur aðgerða sem framkvæmdar eru undir venjuleg- um kringumstæðum. Biðlistarnir á þessum spítölum eru langir. Hjúkrunarfólkið hefur orð á því að eftir því sem hinum slösuðu fækki vegna vopnahlésins sé eins og fólk veikist frekar. Nú gefi fólk sér tíma til að vera veikt, ef svo megi að orði komast. I Jablanica segir læknir skömm- ustulegur frá því að nýlega hafi komið upp nokkur alvarleg tilfelli af matareitrun. Eftir dúk og disk kom í ljós að múslimarnir sem í hlut áttu höfðu borðað villisvín með slæmum afleiðingum og ætl- uðu aldrei að fást til að gefa upp hvað þeir hefðu borðað sem hefði farið svona illa í þá. En það eru jarðsprengjurnar sem reynast hættulegastar, þær taka æ fleiri hermenn og óbreytta borgara úr umferð. Stríðandi fylkingar hafa haft nægan tíma til að koma þeim fyrir og þeim fjölgar óhugnanlega hratt sem skjökta um á einni löpp og hækj- um. Spítalamir eru fullir af ung- um hermönnum sem liggja með gríðarstóra stálpinna í fæti sem á að reyna að bjarga. Á sjúkrahúsinu í Jablanica ligg- ur fjöldi hermanna. Þeir eru tóm- ir til augnanna þar sem þeir liggja reykjandi á sjúkrastofunum. Flestir hafa stigið á jarðsprengju en nokkrir voru í bíl sem skotið var á. Jarðsprengjumar reyndust hafa verið kraftlitlar og flestir mannanna munu halda öðmm fætinum. Svipurinn á andliti þeirra vekur þó hjá manni efa- semdir um að þeir t.elji sig vera heppna. Hver veit hvaða líf bíður fatlaðs manns í landi þar sem framtíðin er svo ótrygg? Þrátt fyrir öll þau vandamál sem blasa við nú, segir Dr. Butr- onic, forstjórinn í Konjic að mesta kvíðaefnið sé hvað gerist þegar stríðinu ljúki. Þá muni stofnanirn- ar draga stuðning sinn til baka en sjúkrahúsin ekki eiga neitt til neins, frekar en áður. Svona lítur hann út sá raun- veruleiki sem blasir við forstjór- um sjúkrahúsanna í Bosníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.