Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Stefnt að norrænni nytjalist? UM MIÐJAN októ- ber kom út skýrsla á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar þar sem er gerð úttekt á 47 norrænum stofnun- um. Skýrslan ber heitið „Nordisk nytte“ en orð- ið „nytte“ er samstofna íslenska orðinu nytjar. Rannsóknin og gerð skýrslunnar kostaði 5 milljónir íslenskra króna. Gengið er út frá þeirri meginforsendu að stofanimar hafi hagnýtt gildi í norrænu samstarfi. Benda nefndarmenn sjálfir réttilega á, að niðurstaða nefndarinnar geti stundum verið í andstöðu við aðrar skilgreiningar á verðmætum og gildum og að hug- takið hagnýti geti i einstaka tilfell- um verið í beinni andstöðu við yfir- lýstan tilgang stofnunar og pólitísk forgangsverkefni. Er þetta tekið fram hér, því við lestur skýrslunnar verður augljós ákveðin slagsíða vegna hinna hagnýtu sjónarmiða, sérstaklega gagnvart menningar- stofnunum og félagslegum stofnun- um. Eru lagðar til miklar breytingar á nokkrum menningar- og lista- stofnunum og snertir það dans, leik- hús, tónlist og myndlist auk annarr- ar menningarstarfsemi. Vegna þess hve forsendur skýrslunnar eru ein- hlítar er það umhugsunarefni að hugsanlega verði pólitískar ákvarð- arnir teknar út frá þessum tillögum. Skilgeining á hagnýtu gildi menn- ingar hefur löngum vafist fyrir fólki þótt margir hafí viljað sýna fram á beinharðan „arð“, sérstaklega til að réttlæta að fjármagn renni til menn- ingarstarfsemi. í norænu samstarfí hefur menningarþátturinn verið mjög áberandi og mikilvægi hans sjaldnast dregið í efa. Verður áhugavert að fá fregnir af því hvort breytinga sé von í þeim efnum, eftir að ráðherranefnd- in hefur rætt niðurstöð- ur skýrslunnar nú um miðjan nóvember. Niðurstöður og tillögur nefndarinnar Lagt er til að þijár stofnanir verði lagðar niður strax, að tíu stofnanir fái hægt andlát eða verði sam- einaðar öðrum stofnun- um og að rekstrarformi annarra tíu verði breytt. Dregið saman í meginþætti leggur nefndin til að stefnt verði að: 1) Aukinni arðsemi stofnananna. 2) Auknum eigin tekjum; að greitt verði fýrir þjónustu sem stofn- anirnar veita til að sýna raunveru- legan áhuga á starfí þeirra og reynt verði að fá þriðja aðila til samstarfs. 3) Minni yfirbyggingu; fækkað verði í stjórnum og ráðum og tekin verði upp tímabundin seta. Nefndin telur einkennandi fyrir þessar stofn- anir að þær séu flestar litlar og kostnaður við yfirbyggingu og stjórnunarstarf of stór. 4) Aukinni áherslu á verkefna- styrki, en minni áherslu á grunn- eða rekstrarstyrki. 5) Samruna stofnana með líka eða skylda starfsemi. Einnig er ræddur möguleikinn á að heimaland stofnunar taki yfír starfsemina (t.d. hér á landi Norrænu eldfjallastöðina og Norræna húsið). Tímabær úttekt Þessi úttekt er af sama toga og sú endurskoðun sem staðið hefur yfír á starfí Sameinuðu þjóðanna, nú 50 árum frá stríðslokum, en á þeim tímamótum vaknaði líka þörfín Menning og menningar- starfsemi verður ekki ætíð mæld á stiku hag- kvæmninnar. Harpa Bjamadóttir skrifar hér um norrænt samstarf í menningarefnum. fyrir norrænna samvinnu og hefur hún um margt verið gifturík. Þó er augljóst að með breyttum tímum breytist þörfin og nýjar kröfur koma fram um hlutverk norrænna stofn- ana. Slíkt ætti aðeins að vera af því góða og til þess fallið að stofnan- ir taki sig á og endurskoði sífellt hlutverk sitt. Stofnanir sem nota krafta sína aðallega til að viðhalda sjálfum sér gera lítið gagn á nor- rænum vettvangi. Af þeim 47 stofnunum sem tekn- ar eru fyrir í skýrslunni, eru 22 rannsóknar, vísinda- eða þróunar- stofnanir, 14 menningarstofnanir og 11 af félagslegum toga. Flestar stofnanirnar í rannsóknar-, vísinda- og þróunargeiranum fá hæstu ein- kunn, þar er hagkvæmnin líka auð- mælanlegri og efnahagsleg nauðsyn augljósari (dæmi um þetta er Nor- ræni fjárfestingarbankinn). Flestar stofnanirnar í félagslega geiranum fá lægstu einkunn, þykja hafa lítið hagnýtt gildi (dæmi um þetta er Norræn nefnd um málefni fatlaðra). Flestar stofnanirnar i menningar- geiranum fá meðaleinkunn en hæstu einkunn fá Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn, Norræni dans- og leiklistarsjóðurinn (NTEA) og Norræna húsið í Reykjavík. Kvikmynda- og sjónvarpssjóður- inn getur auðveldlega sýnt fram á að styrkir til gerðar kvikmynda og Harpa Björnsdóttir sjónvarpsefnis skila sér margfalt aftur til þjóðfélagsins í formi skatta og álagninga. Þá er menningarlegt gildi ekki reiknað með, en það er í mörgum tilvikum óumdeilanlegt. Ef hægt er að sýna fram á mælanlegt hagnýti menningarstofnunar í út- tektinni, er lagt til að hún starfi áfram í óbreyttu formi annars eru lagðar til breytingar og þær stund- um allverulegar. Vil ég gera hér sérstaklega að umfjöllunarefni Nor- rænu listamiðstöðina á Sveaborg og Norræna menningarsjóðinn. Norræn nytjalist? í skýrslu nefndarinnar fær Nor- ræna listamiðstöðin á Sveaborg slakan dóm, hún þykir ekki nýtast Norðurlöndunum á breiddina, hafa lítinn notendahóp, þykir ekki nægi- lega sýnileg og er það talið að hluta vera vegna staðsetningarinnar á eyjunni Sveaborg við Helsinki. Lagt er til að listamiðstöðin hverfí sem sérstök stofnun og metið verði hvort sambærilegt starf á verkefnagrund- velli gæti fallið undir skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar ásamt Norræna menningarsjóðnum og verið rækt í samvinnu við Nor- rænu embættismannanefndina. Þótt ýmislegt í starfí stofnunarinnar sé gagnrýni vert tel ég þó að flestir sem til þekkja séu sannfærðir um mikilvægi hennar. Þar ber hæst rekstur á öflugu gestavinnustofu- neti á Norðurlöndunum, þar sem norrænir listamenn hafa tækifæri til að hittast og vinna; útgáfu list- tímarits og fjölbreytt sýningarhald. Nefndin leggur síðan til að Nor- ræni menningarsjóðurinn starfi áfram þrátt fyrir meðaleinkunn. Á hann að framfylgja verkefnastefnu á menningarsviðinu jafnt sem á öðrum sviðum, sem ekki eru til- greind nánar í skýrslunni. Lagt er til að markmið sjóðsins verði endur- metin, og þau samræmd því starfi sem hingað til hefur heyrt undir Norræna dans- og leiklistarsjóðinn (NTEA), Norræna tónlistarráðið (NOMUS) og Norrænu iistamiðstöð- ina (NKC). Allt umfang minnki og starfið verði metið í ljósi nýrra for- sendna. í fljótu bragði virðist sem nefnd- armenn vilji að listastofnanirnar NOMUS, NTEA, Norræni menning- arsjóðurinn og Norræna listamið- stöðin á Sveaborg renni saman í óskilgreindan menningarhyl, og að því er virðist undir stjórn skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Bendir þetta til aukins embætt- ismannaforræðis á tímum þegar kröfur um faglega stjórnun verða æ áleitnari, og eins vakna spurningar um hugsanlegan niðurskurð til nor- ræns menningarsamstarfs. Mælistika hagkvæmninnar Tillögur nefndarinnar varðandi þessar áðurgreindu menningar- stofnanir eru innihaldslausar og rýrar, þótt forsendur séu einhlítar. Varla verður sagt að þetta séu marktækar tillögur í norrænu menningarsamstarfi því allar skil- greiningar vantar, allar nýjar for- sendur og allar áþreifanlegar tillög- ur um breytt rekstrarform. Nefndarmenn bregðast því sjálfir hlutverki sínu við matið á þessum stofnunum með því að hafa engar hugmyndir um skilgreiningu á hag- nýtri liststarfsemi og sýna sjálfir fram á í úttektinni að þessi mæli- kvarði er ekki brúklegur alls stað- ar, þó svo að þeir baktryggi sig í innganginum. Skýrslan er því í þessu tilviki enn eitt dæmið um að menning og menningarstarfsemi verður ekki sett á mælistiku hag- kvæmninnar og því hafa nefndar- menn sjálfír fallið í þá gryfju að setja saman skýrslu með takmarkað notagildi. Mín niðurstaða er sú að nauðsyn- legt hafi verið að gera slíka úttekt, starfsnefndin hefur oftast greint stofnanir nokkuð vel, en síðan er eins og hún hafi gleymt að líta upp úr skýrslugerðinni til að meta fjöl- breytnina í norrænu samstarfi og skilgreina markmið norræns sam- starfs. Líkt og í hveiju samfélagi er þar þörf fyrir margbreytileika, vísindi jafnt og listir. En það var ekki tilgangur skýrslunnar að meta það, eins og verður ekki nógu oft undirstrikað. En þá verðum við að gera þá kröfu til norrænu ráðherra- nefndarinnar að leggja mat á raun- verulegt mikilvægi norræns sam- starfs, hvar hin hagnýtu sjónarmið eiga að gilda og hvar ekki. Þar ligg- ur hin pólitíska list. Höfundur er myndlistarmaður Eru Suðumesjamenn hraustarí en Akureyringar? í GREIN eftir undir- ritaðan, sem birtist í Mbl. 27. sept. sl., er fjallað um rekstrar- vanda Heilsugæslu- stöðvar Suðumesja (H.S.S.) í tilefni af þeirri ráðstöfun heilbrigðis- ráðherra að setja til- sjónarmann yfír rekstur stofnunarinnar. Þar bendi ég á að íjárfram- lög ríkissjóðs til rekstr- arins duga ekki til að halda áfram óbreyttri starfsemi. Þá benti ég einnig á þá staðreynd að aðstæður til að ná endum saman með því að skera niður þjónustu væru mjög erfíðar þar sem fleiri íbúar væru á bak við hvern lækni og hjúkrunarfræðing á H.S.S. heldur en þekktist annars staðar á landinu utan höfuðborgarsvæðis. í þessu sambandi leyfði ég mér þá goðgá að gera samanburð á íbúa- fjölda á bak við hvern lækni og hjúkr- unarfræðing á H.S.S. annars vegar og Heilsugæslustöðinni á Akureyri hins vegar. Þessar réttmætu ábend- ingar virðast hafa farið mjög fyrir bijóstið á mönnum fýrir norðan og valdið þar nokkrum taugatitringi. Af þessu tilefni leiðast þeir hönd í hönd út á ritvöllinn yfirlæknir og fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri í grein í Mbl. 3. nóv. sl. Við lestur grein- arinnar rifjast upp mál- tækið sem segir að sannleikanum verði menn sárreiðastir en reyndar átti ég von á að þeir norðanmenn væru nógu skynsamir til að láta kyrrt liggja. Þeir félagar telja skrif mín sprottin af öfund og illu innræti. Svo er þð ekki. Þingeyskur uppruni minn og nám við Menntaskólann á Akureyri eru þess vald- andi að ég tel mig þekkja nokkuð til að- stæðna á Akureyri. Mér er vel við Akureyringa og get vel unnt þeim þess að eiga öfluga heilsugæslustöð sog tel alls ekki að þeir séu ofhaldnir í þessum efnum. Samanburðurinn var hins vegar nauðsynlegur tl að undir- strika hve hlutur Suðumesja er rýr. Þá telja þeir einnig að ég gefí mér rangar forsendur og gera sér tíðrætt um hversu hált mér verði á svellinu í umfjöllun minni. Ég hef í sjálfu sér ekki neinn sérstakan áhuga á að munnhöggvast við þá norðanmenn en þar sem þeim gengur á köflum illa að koma undir sig fótum í hálk- unni, þó þeir haldist í hendur, er óhjákvæmilegt að leiðrétta nokkur atriði þar sem þeir liggja flatir á svellinu. Hlutverk heilsugæzlu er, að mati Jóns Bene- diktssonar, sízt minna á Suðurnesjum en á Akureyri. Ekki þarf að deila um að um mis- munun er að ræða í þessum efnum. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1996 eru H.S.S. ætlaðar 66,1 millj. kr. til reksturs úr ríkissjóði en Heilsug.st. á Akureyri 94,2 millj. íbúafjöldi á starfssvæði stöðvarinnar á Akureyri er þó ekki nema 10-15% meiri en á Suðurnesjum. Samkvæmt þessu virðist fjárveitingavald ið telja að Suðurnesjamenn séu hraustari en Akureyringar. Þeir norðanmenn telja mér skjátlast þar sem ég taki ekki eftir rökunum fyrir því að fjöldi íbúa á hvern heilsugæslulækni geti e.t.v. þurft að vera minni á Akur- eyri en á Suðurnesjum. Það er hins vegar ekki glámskyggni undirritaðs sem veldur því að ég sé ekki þessu meintu rök, heldur hitt að það er ekki hægt að sjá það sem ekki er til. Þeir félagar telja upp ýmsa þætti sem geti skýrt þessa mismunun svo sem mismun á aldursskiptingu íbúa, (starfs)tengslum við sjúkrahús, vegalengdum, framboði á sérfræði- þjónustu og fjölda hjúkrunarrýma í umdæmi. Að halda því fram að mis- munur á þessum þáttum skýri þessa mismunun er slík ijarstæða að það er varla svaravert og geta slíkar fullyrðingar ekki byggst á öðru en óskhyggju eða vanþekkingu nema hvort tveggja sé. í báðum umdæm- um sjá sjúkrahús staðarins um slysa- þjónustu. Framboð sérfræðiþjónustu er mun meira á Akureyri en á Suður- nesjum. Fjöldi legurýma á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri er margfalt meiri en á Sjúkrahúsi Suð- urnesja og sérhæfíng meiri, t.d. er ekki starfandi lyflæknir við Sjúkra- hús Suðurnesja. Öll bráðamóttaka sjúklinga, nema slasaðra og fæðandi kvenna, er í höndum heilsugæslu- lækna á Suðurnesjum en svo er ekki á Akureyri. Það er því síður en svo að aðstæður séu með þeim hætti að hlutverk heilsugæslulækna sé minna á Suðurnesjum en á Akureyri. Þeir norðanmenn gefa í skyn, að þeir sem eru óánægðir með sinn hlut í þessum málum geti sjálfum sér um kennt þar sem heimamenn hafi ráðið mestu um uppbyggingu þjónustunn- ar, sér í lagi meðan sveitarfélögin ráku heilsugæslustöðvarnar. Eflaust vísa þeir til eigin reynslu er þeir segja að menn hafí getað fengið það sem þeir óskuðu sér í þessum efnum. Málið er hins vegar ekki svona ein- falt. Þótt sveitarfélögin rækju heilsu- gæslustöðvarnar fram til 1990 greiddi ríkið 85% af stofnkostnaði Jón Benediktsson við nýbyggingu eða stækkun heilsu- gæslustöðva. Ríkið greiddi einnig laun lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og nýjar stöðuheimildir þessara stétta þurfti að sækja til rík-. isvaldsins. Útvíkkun þessarar starf- semi gat því ekki átt sér stað nema saman færu óskir heimamanna og samþykki heilbrigðisráðuneytis og íjárveitingavalds. Staða þessara mála í dag á Suðumesjum, sem að sjálf- sögðu er útkoma langrar þróunar, sýnir hins vegar ljóslega að það hafa í gegnum árin ekki eingöngu verið fagleg sjónarmið sem ráðið hafa und- irtektum fjárveitingavalds við óskum einstakra heilsugæsluumdæma um uppbyggingu. Þeir félagar fyrir norðan láta í ljós vandlætingu yfír því að tiltekin stofnun skuli reyna að víkja sér undan því að halda sig innan-ramma fjárlaga. Það er að sjálfsögðu létt^ verk fyrir þá sem eru sjálfír í náð- inni hjá fjárveitingavaldinu að láta í ljós slíka vandlætingu. í lok greinar sinnar leggja norð- anmenn áherslu á samstöðu starfs- fólks heilsugæslunnar til að hún geti sem best gegnt sínu mikilvæga hlut- verki í heilbrigðiskerfinu. Undir þetta geta allir tekið. Slík samstaða getur hins vegar ekki byggst á því að allir skuli una þegjandi glaðir við sitt óháð því hvaða aðstæður þeim eru búnar til að gegna hlutverki sínu. Það er heldur ekki hægt að efla samstöðu með því að leggja bannhelgi við því að ræða opið um mál af þessu tagi og það er ekki til að efla samstöðu að saka menn um öfund og illar hvat- ir ef þeir leyfa sér að bera fram rétt- mætar ábendingar á þann hátt sem undirritaður hefur gert. Höfundur er yfirlæknir á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.