Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 39 4i**bk| Búsetaformið hagstæð ara en húsbréfakerfið EINU sinni enn eru húsnæðismál komin í brennipunkt, einkum vegna gífurlegra greiðsluerfiðleika fjölda fólks. Helsta ráðið er þá að bjóða upp á lengingu lána úr 25 árum í 40 ár í húsbréfakerfínu. Árleg greiðslubyrði lækkar að vísu nokkuð, en heildarbyrðin eykst hins vegar um næstum fjórðung. Eignamynd- un er því hverfandi þar til undir lok lánstímans og miðað við t.d. 1,0% afskrift á ári, tekur Reynir Ingibjartsson yfir 20 ár að mynda eign umfram afskrift í íbúðinni. Betri kostur en húsbréfakerfið Á undanförnum árum hefur nýtt húsnæðisform verið að festa sig í sessi sem valkostur í húsnæðismál- um, þ.e. búseturéttarformið. Nú er svo komið að þessi leið er orðin mun hagkvæmari en kaup með húsbréfum. Búseti á m.a. rétt á sk. alm. kaupleigulánum, þar sem láns- hlutfall er hærra, lánstími lengri og vextir lægri en í húsbréfakerf- inu, og þeir sem kaupa búseturétt eiga rétt á vaxtabótum. Ef tekið er dæmi þar sem íbúð kostar 10 millj. króna, þarf sá sem kaupir búseturétt (eignarhlut) að leggja fram 1 millj. króna, en sá sem kaupir í húsbréfakerfínu þarf að leggja fram 3 milljónir. Mánað- arlegur kostnaður er svo 18% til 25% hærri á mánuði, ef um er að ræða húsbréfalán til 25 ára og svip- aður og hjá Búseta, ef húsbréfalán- ið er til 40 ára. Sá sem kaupir í húsbréfakerfinu þarf því að leggja fram 300% hærri upphæð við kaup en sá sem kaupir búseturétt. Rétt er að taka fram að kaup- andi í Búseta þarf að vera undir sérstökum eignarmörkum (tæpl. 2 millj. kr.), en það er ekki mikið af ungu fólki í dag sem á hreina eign yfir þeim mörk- um. Mikil breyting með rétti á vaxtabótum í nokkur ár barðist Búseti fyrir því að afla réttar til vaxtabóta. Sá réttur náðist á þessu ári og þar með má segja að Búseti sé orðinn kostur fyrir alla tekju- og aldurshópa. Hámarksvaxtabæt- ur fyrir hjón eru nú um 232 þús. kr. á ári eða 19.300 kr. á mánuði og nokkru lægri upphæðir fyrir einstæða for- eldra og einstaklinga. Eigendum búseturéttar nýtast vaxtabæturnar vel vegna þess hversu langur lánstíminn er eða 50 ár, og tekjur fólks skerða í flestum tilfellum ekki vaxtabæturnar. Helsti gallinn við vaxtabótakerfið er sá, að bæturnar greiðast eftir á og aðeins einu sinni á ári. Vinna þarf að því að fjölga greiðsludögum helst mánaðarlega og þá e.t.v. í tengslum við afborganir lána. Ungt fólk þarf að spara Eftir afnám skylduspamaðarins hefur það reynst mörgu ungu fólki erfitt að eiga eitthvert eigið fé við íbúðakaup. Tekjusamdráttur og at- vinnuleysi hefur svo ekki bætt um. Hjá mörgum er það fjarlægt tak- mark að eignast eina milljón hvað þá méira. Búseti hefur gert samning við Búnaðarbankann um sk. búsparn- að. Um er að ræða sömu kjör og á stjörnusparnaði bankans og auk þess gefur sparnaðurinn rétt á láni fyrir allt að 75% af verði búseturétt- arins til 10 ára. Dæmi: Búseturéttur kostar 800 þús. kr. í 3ja herb. íbúð. Sparnaður er að jafnaði 10 þús. kr. á mánuði KAUPMENN - INNKAUPASTJ ORAR Umbúðapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Höfum einnig á lager glæsilegt úrval af öðrum jólavörum. Zgqill Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821 Að mati Reynis Ingi- bjartssonar ættu for- svarsmenn sveitarfé- laga að huga betur að búsetaforminu. í 30 mánuði eða samtals 300 þús. kr. Lán bankans kr. 600 þús. og sparnaður og lán því samtals 900 þús. kr. 100 þús. kr. væru þá til kaupa á t.d. húsgögnum eða heimilistækjum fyrir nýja heimilið. Framtíðarform fyrir eldra fólk Erlendis hefur búseturéttarform- ið reynst eldra fólki hagkvæmur og öruggur húsnæðiskostur. Allar for- sendur eru fyrir því sama hér á landi. Með því að leggja í viðhalds- sjóði eins og Búseti gerir, sinna viðhaldsmálum reglubundið og halda utan um rekstur húsnæðisins, er eldra fólki skapað mikið öryggi. Flest eldra fólk á einhveijar eign- ir og því væri um að ræða sk. 30% búseturétt eða 2-3 millj. króna. Með vaxtabótum yrði húsnæðis- kostnaður mjög hóflegur. Við sölu eigna losnar oft um eitthvert fé og mun hagstæðara er að ávaxta það á annan hátt en eingöngu í nýju húsnæði, eins og margir hafa þurft að gera með kaupum á sk. þjónustu- íbúðum. Búsetaformið kjörið á landsbyggðinni Utan Reykjavíkursvæðisins starfa búsetafélög á nokkrum stöð- um og stefnt er að því að tengja starfsemi þeirra meira saman á næstunni. Margur hefur samt ekki áttað sig enn á því hversu búsetu- réttarformið er kjörið fyrir lands- byggðina. í stað þess að íbúðir gangi kaupum og sölum með til- heyrandi endurfjármögnun, er það aðeins búseturétturinn sem skiptir um eigendur í búsetakerfinu og hann er í flestum tilfellum aðeins 10% af byggingarkostnaði íbúðar- innar. Það er ekki síst ástæða til að beina því til forsvarsmanna sveitar- félaga að huga að þessu formi, þar sem framundan hlýtur að vera al- varleg umræða um skipulag byggð- ar og hvaða húsnæðisform hentar best. Á Súðavík höfðu menn ekki hugsun á því að huga að þessu formi við enduruppbyggingu staðarins, en vonandi verða þá aðrir til þess - annað verður að kallast hugsunar- leysi og jafnvel ábyrgðarleysi. Höfundur er starfsmaður Búseta - landssambands. Lindab I6B» þakrennur" Þola íslenskar ! veöurbreytingar Þakrennukerfið frá okkur er sam- 1 sett úr galvanhúðuðu plastvörðu ' stáli. Þær hafa styrk stálsins og , endingu plastsins. Gott litaúrval. i Umboðsmenn um land allt. i <nnii'i:jvtii:m> TÆKNIOEILD ÓJ*K TÆKNIOEILD <MS(K m 'mppr' Á Smiðshöföa 9 3fða 9 • 132 Reykjavík M Sími 587 5699 • Fax 567 4699 ™ % imiiiiMiiia^ .«■■■■iw-. ÞAKSTÁL= Jólaefni - 700 gerðir úr að velja. Verð frá kr. 385 til kr. 947 pr. m. Gífurlegt úrval af jólaföndursniðum, bókum, blúndum og satínborðum. Föndurlímið vinsæla ávallt til hjá okkur. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10-18. og laugard. kl. 10-14. Þak- og veggklæðning í , mörgum útfærslum, t.d.: bárað,« kantað, þaksteinamynstur ofl. jj Plastisol yfirborðsvörn klæðn- „ ingarinnar gefur margfalda « endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land alit. > msmssEBm „ „ * TÆKNIDEILD ÓJ*K ^rjtfG , Smiðshöfða 9 Sími 587 5699 132 Reykjavík ■ Fax 567 4699 ■ SIEMENS Við bjóðum nú þessa sanibyggðu kæli- og frystiskápa frá Siemens með nýju mjúklínuútliti. Þetta eru skáparnir fyrir þig! KG 36V03 KG 31V03 • 230 l kælir • 195 1 kælir • 90 1 frystir • 90 1 frystir • 186 x 60 x 60 sm • 171 x 60 x 60 sm Verð: 77.934 stgr. Verð: 73.900 stgr. KG 26V03 • 195 1 kælir 55 1 frystir • 151 x 60 x 60 sm Verð: 69.900 stgr. LU Q oa í vcrslun okkar aö Kóatúni SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • S í MI 511 3000 ■ erutingu og Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjöröur Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Biómsturvellir Grtindarfjörður: Guðni Hatlgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur Ásubúð Isafjöröur Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauöárkrókur: Rafsjá Siglufjörður Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar. Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Gríndavik: Rafborg Garður. Raftækjav. Sig. ingvarss. Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.