Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t ÞÓRÐUR KRISTINN JÓNSSON, dvalarheimilinu Lundi áður Kirkjuveg 8, Selfossi, lést laugardaginn 18. nóvember. Systkinabörn hins látna. t HERMANN JÓN STEFÁNSSON frá Ánastöðum, Skagafirði, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, að kvöldi laugardagsins 18. nóvember. Vandamenn. t Móðir okkar, HÓLMFRfÐUR JÓNASDÓTTIR frá Hofdölum, lést á dvalarheimilinu á Sauðárkróki 18. nóvember. Hjalti Guðmundsson, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. t Systir okkar og móðursystir, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Skúlaskeiði 30, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudag- inn 19. nóvember. Jónas Kári Stefánsson, Ása Sigriður Stefánsdóttir, Kristmann Ágúst Stefánsson, Unnur Sveinsdóttir og fjölskylda. t Faðir minn og fósturfaðir, SIGURÐUR SIGBJÖRNSSON, Stangarholti 16, Reykjavfk, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 17. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd annara aðstandenda, Þorsteinn B. Sigurðsson, Guðmundur Elfasson. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÁGÚSTSSON stórkaupmaður, Blómvallagötu 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. nóvemberkl. 13.30. Ágúst Haraldsson, Erla Þorsteinsdóttir, Steinunn Haraldsdóttir Bessason, Elinborg Haraldsdóttir Bessason, Kristin Haraldsdóttir Bessason og fjölskyldur. GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Sigurðardóttir var fædd í Reykjahlíð í Míý- vatnssveit 13. apríl 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 26. október síðastliðinn og fór út- förin fram 4. nóvember. Ljúfur ómur loftið klýfur, lyftir sál um himingeim. Hvaðan koma þeir ljúfu ómar sem grípa sál og lyfta frá því helj- arfargi sem á landslýð lá 26. októ- ber síðastliðinn. Þann sorgar- þrungna dag að kveldi, lést einnig Guðrún Sigurðardóttir. Það er himingeimurinn sem flyt- ur þá óma, til að minna á að þrátt fyrir allt jarðarbölið er hverri sál lyft í æðra veldi til meiri starfa guðs um geim. Mér fínnst ég njóta forréttinda að mega standa hér við kistu þess- arar mætu konu til að flytja fátæk- leg kveðjuorð. Þrátt fyrir að í byrjun þessa árs liði Guðrún þungbær veikindi, fjarri heimili sínu, fékk hún notið sumars- ins blíðu og fegurðar sveitarinnar hér heima, með Þuríði systur sinni, vinum og vandamönnum og glaðst með íjölmennu frændliði. En nú er komið haust. Tvinnuð forlög. Eða hvað? Ef til vill á ég henni Guðrúnu að þakka góðan þátt af lífsham- ingju minni. Orð eru til alls fyrst. Hún Guðrún Sigurðardóttir var allt- af að gefa, géfa krafta sína til að þjóna gestum og heimafólki, gefa vináttu og tryggð við þá sem hún hafði í vinnu, gefa gjafir til að gleðja. Ég held hún hljóti að hafa hugsað sem svo: Fyrst þið, ég svo. Guðrún var menntuð hússtjórn- arkennari, kenndi meðal annars við Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði. Einn nemandi hennar þar sagði mér: Þegar hún Guðrún er á kvöld- vakt í eldhúsinu, laumaði hún svo oft inn til okkar herbergisfélaganna tilreiddum ferskum ávöxtum eða öðru góðgæti, þegar við áttum að fara að sofa. Við héldum að við nytum forréttinda af því við þekkt- um þig, en komumst fljótlega að raun um að það fengu allir jafnt. Hún var bara svona hún Guðrún. Hún skildi námsmeyjamar. Ég tel að Guðrún hafi unnið mik- ið alla ævi og kraftar hennar hafi verið upp urnir þegar hún lést og sálin hennar leið á þýðum vængjum þrautalaus til æðri heima. En hún annaðist sjálf þann arin sem eftir lifír og hlúði að glóð vináttu og tryggðar. Því geta vinir hennar glaðst yfir þeim í minningunni með því að miðla góðvild til annarra. Efst er mér í huga svo margt frá 44 ára nábýli. Hún gaf elstu dóttur minni fyrstu jólaskóna og hún og systur hennar efnið í uppáhaldskjól- inn og áfram nutum við gjafa þeirra. Gjafirnar hennar Guðrúnar verða ekki frekar taldar hér, enda eru þær óteljandi og allar góðar. En fjöl- skylda mín þakkar þær af alhug og samfylgd alla. Við söknum henn- ar en við skynjum að þreyttum er þörf hvíldar. Ljúfur ómur loftið klýfur lyftir sál um himingeim. Þýtt á vængjum söngsins svífur sálin glöð í friðarheim. Lofið drottin. Lofið drottin fyrir það líf sem hann gaf henni og við fengum svo lengi að njóta. Guð blessi hana. Guðrún Jakobsdóttir, Reykjahlíð I. Guðrún Sigurðardóttir er dáin, hún andaðist 26. október í Sjúkra- húsinu á Húsavík. Okkur skóla- systrum hennar hefði ekki átt að koma andlát hennar á óvart eins og hún var búin að vera veik þegar hún lá á Landspítalanum í fyrravet- ur. Okkur sem heimsóttum hana datt víst mörgum í hug að nú sæjum við hana í síðasta sinn, svo oft virt- ist hún meðvitundarlaus og aðeins hjartalínuritið hreyfðist. En með vori og sól höfðu lífslöngunin og læknavísindin betur og hún er allt í einu komin á Reykjalund, þar sem hún dvaldi í sex vikur og úr því fór hún norður í sína ástkæru sveit. Að heimsækja hana að Reykjaiundi var hreint ótrúlegt, það að koma í herbergið hennar var eins og að koma á heimilið hennar, boðið í kaffí af hjartans elskulegheitum og rætt um heima og geima. Guðrún var hæglát og hógvær í framkomu, en við erum held ég allar sammála um það skólasyst- urnar að það var eitthvað frábær- lega tigið og ekta við framkomu hennar. Guðrún var gætin í tali, vel greind og vel verki farin. Hún hafði unun af að heimsækja og umgang- ast fólk, glaðleg og ræðin, án þess að trana sér fram. Hún var vinur vina sinna og allir fundu í návist hennar góðvild og mildi og það ekkert síður af návist hennar en tali. Það var gefandi að vera sam- vistum við hana. í Húsmæðrakennaraskólanum áttum við skólasysturnar saman marga nokkuð erfiða en lærdóms- ríka daga undir yfirstjórn Helgu Sigurðardóttur, sem var mjög fær í matreiðslu. Það er óhætt að segja að það hafi aldrei verið notuð sama uppskriftin tvisvar að hádegismatn- um fyrra árið sem við vorum í skól- anum. Seinna árið var það hins vegar breytilegt, enda mikið um kennsluæfingar bæði í Húsmæðra- kennaraskólanum sjálfum og eins kenndum við viku og viku í öðrum skólum í borginni. Fröken Helga var skemmtilega snjöll við ýmis- legt, t.d. borðskreytingar, og datt henni margt í hug í því sambandi, enda hafði hún víða farið og fylgd- ist vel með. Einu sinni sagði hún við okkur: „Þið skiljið ennþá betur seinna samhengið í því að læra: efnafræði, eðlisfræði, næringar- fræði, vöruþekkingu og svo margt annað sem ykkur er kennt og fjall- ar ekki aðeins um mat eða heim- ili.“ Og það voru orð að sönnu, því enn í dag eru í gildi margar fræði- FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR + Fanney Halldórsdóttir var fædd á Akureyri 19. janúar 1973. Hún lést á Borgarspítal- anum 7. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 17. nóvem- ber. Kveðja frá kennara og bekkjarfélögum úr Lundar- skóla Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ólína, Halldór og börn, megi ljós lífsfriðar og kærleika umvefja ykkur um ókomna framtíð. Þegar ég frétti að Fanney vin- kona mín hefði látist þriðjudaginn 7. nóvember velti ég því fyrir mér hver tilgangurinn með lífinu væri. Hvaða réttlæti það væri að taka unga og lífsglaða stúlku í blóma lífsins í burtu. Það er spurt og spurt en fátt verður um svör. Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi Fanneyju í ágúst síðastliðn- um þegar hún var að fara sem au-pair til New York, að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst. Hún var svo ánægð en samt svolítið kvíðin því að fara svona langt í burtu. „Þú skrifar mér fljótlega,“ sagði ég. Þá svaraði Fanney bros- andi: „Já, auðvitað. Ég þarf að skrifa fleiri tugi bréfa því ég er búin að lofa svo mörgum að skrifa heim. En þú færð bréf þegar ég hef tíma.“ Við kvöddumst og Fann- ey keyrði í burtu á bílnum sínum. Við Fanney kynntumst þegar hún flutti í sömu blokk og ég þegar við vorum um 13 ára gamlar. Alla tíð síðan hefur vinskapur okkar haldist. Áhugamálin voru svipuð, íþróttir og hestar. Um fermingu fórum við tvær saman í 3ja daga hestaferð með hestamannafélaginu. Það var eftirminnileg ferð sem seint mun gleymast. í íþróttum vorum við fyrst mótheijar en síðar sam- herjar vegna sameiningar íþróttafé- laganna KA og Þórs. Fanney var íþróttakona af lífi og sál. Hún lagði sig alla fram og stóð sig yfirleitt með prýði. Við störfuðum saman í íþróttafélagi VMA, Æsi, 1992- 1994. Þar naut hún sín vel og kraft- ar hennar nýttust vel. Við æfðum saman handbolta hjá Þór 17-19 ára, í góðum hópi. Farnar voru margar keppnisferðir, sem Fann- eyju þótti toppurinn á tilverunni. Allt var skráð niður s.s. úrslit leikja + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA GUNNARSDÓTTIR, Tryggvagötu 14b, Selfossi, lést í Landspítalanum laugardaginn 18. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hilmar L. Sveinsson, Þröstur Ólafsson, Guðbjörg Drengsdóttir, Sólveig Arndís Hilmarsdóttir, Elías Hilmarsson, Ásta María Guðmundsdóttir og Gyða Kolbrún Þrastardóttir. Erfkkykkjar Safnaðaictieimilí I Háfeígskirkjii Sínii: > 551 1399 1 3-J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.