Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens flF Hl/SZJO Sk.yt.Dl þt£& \ (HÆ.'AFHve&v eRfU i/yi4öfz t/eeA AÐkuFeA- í / að kOreA oppþekN- OPP ÞeNUAfÍ^STF/H? 7 ( AH STElM Grettir Ljóska Ferdinand m THI5 15 MY REPORT ON THE STORV 0F THE FtVE LITTLE HOGS.. OR UJA5 IT THE 5IX LITTLE PI65? ORTHE NINE LITTLE H065, OR S0METHIN6 LIKE THAT.. LOHICH I5THE KIND OF REPORT m 6ET WHEN YOU WRITE IT WHILE 0JALKIN6 FROM YOUR PE5K TO THEFRONTOFTHE ROOM.. Þetta er ritgerðin mín Eða var það Eða litlu grísina um söguna um litlu grís- litlu svínin níu eða eitthvað ina fimm... sex? álíka... Sem er sú tegund ritgerðar sem maður fær þegar maður skrifar hana á leiðinni frá borðinu sínu og upp að töflu. BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hugsj ónamenn í flórnum Frá Jóni K. Guðbergssyni: ÓSKÖP er það gaman þegar fólk eignast hugsjón. Nú hefur slíkt gerst meðal nokkurra alþingis- manna og þó eru sumir alítaf að tönnlast á því að meðal þeirra eigi það fyrirbæri erfitt uppdráttar. Fjórir þingmenn hafa fengið þá hugljómum að brýna nauðsyn beri til að leyfa framhaldsskólakrökk- um að drekka löglega, enda löngu vitað að löglega drukkið áfengi fer miklu betur í menn en það sem menn svolgra í sig ólöglega. Að vísu bendir skýrsla lögregl- unnar, sem birtist í Morgunblaðinu 31. október, til annars. Fyrirsögn- in er: Fátt ungt fólk í miðborg- inni. Síðan sést ef greinin er lesin að ekki færri en sjö 'ofbeldisverk og slys áttu sér stað þá nóttina á menningarsetrum sjoppugreif- anna eða í nánd við þau. Ekki var þar fólk innan lögaldurs til áfeng- iskaupa. En hugsjónamenn sjást sem kunnugt er ekki fyrir. Hafa skal fyrir satt að táningar valdi ósköpunum í miðborginni. Þá er einnig ljóst af rannsókn- um að áfengisneysla unglinga hef- ur aukist mjög eftir að tvíefldir hugsjónamenn komu þeirra teg- und áfengis, sem bjór kallast, á markað. Hún hefur aukist um tæp 80% meðal pilta 16 til 19 ára og tvöfaldast meðal unglinga 13 til 15 ára. Þó átti bjórkoman að koma í veg fyrir ólöglega drykkju, þar á meðal bruggun. Þá var líka auknum forvörnum lofað eins og til siðs er þegar virkar forvarnir eru afnumdar. En glóðheitum hug- sjónamönnum verða ekki slíkar staðreyndir að fótakefli. Þeir eru þess albúnir að vaða eld og brenni- stein fyrir hugsjónina og þeim koma staðreyndir ekkert við. Hver er til að mynda kominn til að segja að banaslysum á ungu fólki í umferðinni fjölgi álíka mik- ið og gerðist í Bandaríkjunum ef við lækkum aldursmörkin eins og þeir gerðu í allmörgum ríkjum vestra? Við erum, sem kunnugt er, svo sérstakir. Og þó að það nýjasta sem gerst hefur í veröld- inni á þessu sviði sé hækkun lög- aldurs í 21 ár um gervöll Banda- ríkin, þá skal það samt vera gam- aldags og óhæft að hafa hann ári lægri en Bandaríkjamenn en á hinn bóginn í samræmi við tísk- una að hafa hann þremur árum lægri. Svo glatt logar hugsjónaeldur- inn að talsmenn ná vart andanum þegar þeir mæla með því að um það bil helmingi venjulegra fram- haldsskólanema skuli nú heimilt að kaupa sér áfengi löglega. Þeir gleyma bara að geta þess, sem er náttúrlega langmesti kosturinn, að þarna gefst þeim sem yngri eru möguleiki á að fá vini og kunn- ingja til að kaupa fyrir sig áfengi. Það er miklu erfiðara að fá tvítugt fólk, komið í atvinnu eða háskóla, til þeirra verka. Sumir halda því fram að þarna sé um lýðskrum að ræða, og því ógeðslegra skrumi sem það beinist að því fólki sem síst skyldi. Hvílík ógnarfirra. Eins og það sé ekki meira hagsmunamál fyrir ungt fólk að geta keypt sér áfengi lög- lega en að fá vel borgaða vinnu og þurfa ekki að flýja land þegar það hefur lokið námi? Eða til dæm- is að geta komist yfir sæmilegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum? Og svo eru það lögin sem eru svo leiðinleg og óréttlát að „eng- inn“ fer eftir þeim. Þama eru hugsjónamennirnir sko á réttu róli. Auðvitað á að kasta út í hafsauga þeim lögum sem menn eru sífellt að brjóta. Þá losna menn við alla lögbijóta. Hvernig væri að hug- sjónamennirnir legðu til atlögu við skattalögin næst? Sumir segja að það sé nánast þjóðaríþrótt að bijóta þau. En aðalatriðið er þó að menn haldi áfram að loga af hugsjóna- eldi og beri hugsjónir sínar fram kjarkmiklir og óhræddir eins og herra Kíkóti. Jafnvel þó einhver unglingsgrey kunni að gjalda fyrir með lífí sínu. Hitt kann svo að vera íhugunar- efni hver fitnar glottandi á fjósbit- anum meðan galvaskir stuðnings- menn hans fara hamförum í flórn- um. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Mat á Kvistum Frá Ragnari Böðvarssyni: ATHUGASEMD vegna viðtals við aðstoðarmann landbúnaðarráð- herra í Tímanum 16. nóvember. í viðtalinu er eftirfarandi haft eftir aðstoðarmanninum. „Það mætti húðskamma okkur hér fyrir að yfirmeta eignir hans á sínum tíma.“ Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort þetta er rétt eftir haft, en geri ráð fyrir að aðstoðarmaðurinn viti að matið á Kvistum fór fram á ná- kvæmlega sama hátt og í öðrum tilvikum þegar jarðeigandi kaupir eignir ábúanda. Um þetta eru skýr ákvæði í ábúðarlögum og eftir þeim var farið. Skuldastaða ábúanda hefur engin áhrif á matið og á Kvistum var það eins og annars staðar framkvæmt af óháðum, opinber- um matsmönnum. Um þetta verða ekki höfð fleiri orð að sinni. Með þökk fyrir birtinguna. RAGNAR BÖÐVARSSON, Kvistum, Ölfusi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I upplýBingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.