Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til formanns um- hverfismálaráðs Reykjavíkur Frá Krístjáni Gíslasyni KÆRA Bryndís. Ég þakka þér fyrir bréfið frá 16. október, ásamt tilmælum um að mæta á fundi umhverfismálaráðs, þar sem höfuðmálið skyldi vera Elliðaárnar og umhverfi þeirra. Ég var því miður ekki í skapi til að sitja slíkan fund, sem ég þóttist sjá að yrði hvort eð væri aðeins öm- urleg tilbrigði við aukaatriði, Kristján Gislason en gngin VOn um vitræna umijöllun um meginmál. Af samtali okkar, og því sem þú segir í nefndu bréfi, fannst mér ljóst að þið hefðuð hvorki gert ykk- ur grein fyrir kjarna málsins varð- andi lífríki Elliðaánna, né hefðuð þið sýnt viðleitni til að nálgast málið á vitrænan hátt. Fannst mér að komið væri fram það sem ég og margir fleiri óttuðust, þegar þið tókuð völdin í borginni, að þið létuð embættismannaliðið tala ykkur til liðs við viðhorf sín og fyrri stjórn- enda borgarinnar, og að þið hirtuð ekki um að kynna ykkur rang- hverfu þeirra, né leituðuð annarra og jákvæðra leiða til úrbóta. Ég dreg með öðrum orðum stór- lega í efa að rannsakað hafi verið af alvöru, hvort ekki væri unnt að rifta samkomulagi við Björgun hf., um gerð smábátahafnarinnar aust- an við ársósinn, né hvað slík riftun kynni að kosta borgina. Engin höfn hafði verið gerð þegar ég benti þér á þetta í upphafi, né heldur er hún orðin til nú, og ég dreg í efa að málið hafi verið komið of langt þá, eða nú, enda þótt þið felið ykkur bak við þá fullyrðingu. Ég tel sem sagt að þið hafið hvorki vitað hvað þið voruð að gera, né haft burði til að skoða það af alvöru. Þarna féllu að sönnu nokkuð stór orð, en til einskonar staðfestu þeirra bendi ég þér á þetta hér: Loks þegar borgarstjórn sér ástæðu til að kjósa nefnd til að skoða málefni Elliðaánna, frá upp- tökum til ósa, þá skal hún sett í forsjá embættis Borgarverkfræð- ings, þess aðilans, sem ber faglega höfuðábyrgð á öllu því sem verst hefur verið gert i sambandi við Elliðaárnar, allt frá Geirsnefi til beggja hafnanna við árósinn. - Borgarverkfræðingur skal með öðrum orðum gera allsheijar út- tekt á eigin afglöpum!!! - Hvílík hneisa. Á áðurnefndum fundi umhverf- ismálaráðs valdist til að tala um Elliðaárnar og laxinn sjálfur Hauk- ur Pálmason, sem hefur á undan- förnum árum, ásamt rafmagns- veitustjóranum, átt að bera ábyrgð á Elliðaánum, en hefur horft upp á það í mörg ár að hveiju hefur stefnt, án þess að hreyfa hönd né fót til bjargar ánum og lífríki þeirra. Sér sennilega ekkert at- hugavert við ástandið nú í dag, 'fremur en áður! Ég mun nú senn láta af þeim „ósið“ að fordæma umhverfismála- ráð og borgarstjórnir Reykjavíkur vegna slysalegra framkvæmda umhverfís Elliðaárnar. Enda er ég hræddur um að þið séuð nú, því miður, að glata síðasta tækifærinu til að viðhalda lífríki ánna. Ég var það barnalegur við upp- haf valdaferils ykkar að gera mér vonir um nokkrar breytingar til bóta: - Að þið stöðvuðuð með hraði byggingu smábátahafnarinnar austan við ársósinn; - að „keyptum" yfirráðum Snarfara í kerfinu myndi ljúka; - að málefni Elliðaánna, allar siysagildrurnar, mengunaraðförin úr öllum áttum, yrðu sett undir forræði nefndar óháðra velunnara ánna, í stað þægra jábræðra borg- arverkfræðings og annarra skemmdarvarga náttúrunnar í borgarstjórn; - að gerð yrði gangskör að því að tryggja Elliðaánum hæfilegt vatnsrennsli, en ekki yrði á þeirra kostnað hafinn útflutningur á vatni, í gámum; - að yfirráðasvæði hundanna á Geirsnefinu myndi flutt til, út í Gróttu eða á einhvern skárri stað, þar sem smithætta og mengun af þeirra hálfu yrði til minni vand- ræða; - að þið kynnuð svo að setja það fram sem langtímamarkmið að moka Geirsnefinu til baka, og skila þannig Reykvíkingum aftur Elliðavogi sínum, með innilegri beiðni um fyrirgefningu á afglöpum borgarstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins. Að endingu bið ég þig að afsaka framhleypni gamals náttúrubarns gagnvart markmiðum, sem því koma kannski ekki við. En ég kann ekki enn þá list að þegja með öllu, þegar mér virðist stefnt í óefni málefnum sem lengi hafa verið mér hugleikin. Með ósk um betri umhverfistíð. KRISTJÁN GÍSLASON, veiðimaður í Elliðaám um langt árabil Strikamerkj alesarar og handtölvur Suðurlandsbraut 46 • Simi 588 4900 • Fax 588 3201 Gegn viðskipta- banninu - virðum sjálfræði Kúbu Frá Benedikti Haraldssyni: í NÓVEMBERBYRJUN fordæmdi allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu sem staðið hefur í 35 ár. Þetta var í ijórða sinn sem þingið fordæmdi viðskiptabannið, nú með 117 atkvæðum gegn 3 en 38 sátu hjá. Ríkisstjórn íslands greiddi í fyrsta skipti atkvæði með tillög- unni. Talið er að árið 1994 hafi viðskiptabannið kostað efnahagslíf Kúbu einn milljarð Bandaríkjadala. Árið 1992 herti Bandaríkja- stjórn bannið með svokölluðu Torricelli ákvæði sem kveður á um að skip sem hafa viðkomu í kúb- anskri höfn geta ekki komið við í bandarískri höfn næstu 180 dag- ana. Nýlega samþykktu báðar þing- deildir Bandaríkjaþings enn frekari aðgerðir gegn Kúbu, Helms-Burt- on ákvæðið. Það er þó ekki orðið að lögum. Ákvæðið hefur vakið hörð mótmæli, m.a. af hálfu Kanadastjórnar og Evrópubanda- lagsins. Þannig sagði fulltrúi Spán- ar, Juan Barnuevo, þegar hann talaði fyrir hönd Evrópubandalags- ins við atkvæðagreiðsluna hjá Sameinuðu þjóðunum í nóvember- byijun: „Evrópubandalagið getur ekki samþykkt að Bandaríkin ákveði einhliða eða takmarki efna- hagslegt og viðskiþtalegt samband Evrópubandalagsins við neitt ann- að ríki.“ Helms-Burton ákvæðið setur þeim erlendu fyrirtækjum sem stunda viðskipti við Kúbu mjög stífar skorður innan Bandaríkj- anna. Kveðið er á um að framlag Bandaríkjastjórnar til Alþjóða- bankans og annarra alþjóðlegra fjármálastofnanna verði dregið til baka, láni þær Kúbustjórn fé. Þá segir að bandarískir ríkisborgarar er hafa átt eignir á Kúbu geti lög- sótt fyrirtæki er stunda viðskipti við Kúbu og krafist bóta. Þeir sem þekkja til sögu Kúbu og hafa komið til landsins vita að ástæða viðskiptabannsins er sú að Kúbanir styðja núverandi stjórn- völd af heilindum. Meirihluti þeirra man eða veit um martraðir fortíð- arinnar er leikbrúða Bandaríkja- stjómar, Fulgencio Batista, stjórn- aði Kúbu í umboði Bandaríkjanna með hag erlendra auðhringa fýrir bijósti en með hörmulegum afleið- ingum fyrir íbúana. Ognarstjórn þessari er kúgaði landsmenn og drap var steypt af stóli árið 1959 og við tók byltingarstjórn 26. júlí- hreyfingarinnar. Eitt fyrsta verk hennar var að afnema kynþáttaað- skilnaðarstefnu síðustu stjórnar og bæta menntun og heilsugæslu. Þegar hún tók við völdum var ólæsi 35% en var horfið að mestu fjórum árum síðar. Frá 1959 hefur Banda- ríkjastjórn staðið í stríði við Kúbu en Helms-Burton ákvæðið er enn ein tilraun þeirra til þess að endur- reisa fyrrverandi stjórnarfar. I þessu sambandi vil ég benda á að hér er staddur Jonathan Quir- ós Santos, æskulýðsfulltrúi frá Kúbu. Hann talar á fundi Vináttu- félags Islands og Kúbu miðviku- daginn 22. nóvember klukkan 20:00 i sal Félags bókagerðar- manna, Hverfisgötu 21. Þangað eru allar boðnir velkomnir til að hlýða á frásögn Quirós, spyija hann spurninga og taka þátt í umræðum. BENEDIKT HARALDSSON, framhaldsskólanemi, Bakkaflöt 8, Garðabæ Rosenthal _ þegnr Plí velur 8Í°f Glæsilegar gjafavörur A Matar- og kaffistell CÖ Wv í sérflokki /\oc€tiyC\^s^ Verð við cillra hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. AÉG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AÉG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG Eldavél Competence 5001 F-w: 60 cm -Undir -og yfirhiti, blástursofn, blástursgrill, grill, geymsluskúffa. Verb kr. 68.947,-. Undirborbsofn - Uppþvottavél Favorít 473 w 4 þvottakerfi AQUA system Fyrir 12 manns Verð kr. 75.684,- Competence 5000 E - w.: Undir- og yfirhiti, grill og blástur Verð kr. 59.990,- Þvottavél Lavamat 9200 VinduhraSi 700/1000 + áfanga -vindingu,tekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -sparnaðar forskrift, ' UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur fyrir viðbótar skolun, orku- notkun 2,0 kwst á lengsta kerfi Verð kr. 89.140, BRÆÐURNIR cmssmm Lágmúla 8, Sími 553 8820 Kæliskópur, KS. 7231 nettólítrar, kælir 302 L, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum hæð 155, breidd 60, dýpt 60 Verð kr.73.674,- Vesturland: Mélningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Ðlómsturvellir, Hellissandi. Quðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin.Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf. Steingrímsfjarðar.Hólmavlk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagflröingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. ^ Kf. Fáskrúösfirðinga, Féskrúösfirði. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. : Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. 1 Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavlk. FIT, Hafnarfiröi ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.