Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 1
Vargaldir/ Ljóó finnskrg skáldkvenna í þýóingu Lárusar Más Bjömssonar 2/3 Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur/ 3 Skáldsagan Burt og Ijóóabókin Sólin dansar/3 Einar Páls- son um táknmál og tölvisi/3 Paula eftir Isabel Allende/4 Vandræóur Hallbergs/4 fn^tgmM^i^ MEIMIMIIMG LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1995 BLAÐ Þankar á íslenskrí strönd NÝLEGA kom út í Svíþjóð ljósmyndabók með ljóð- rænum hugleiðingum eftir Anders Geidemark. í bók- inni eru einnig yóð eftir þrjú skáld: Tomas Tranströmer, Stein Stein- arr og Þorstein frá Hamri. Bókin nefnist Stigen ur hav — av vingar skuggad. Reflexioner frán en islandsk strand. Forlag höfundarins sem hann kall- ar Innblástur gefur bókina út. Náttúruljósmyndari Anders Geidemark (f. 1963) hefur tekið myndir með sænska náttúru sem myndefni og einnig fengist við ritstörf og er vinsæll fyrirlesari. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyr- ir myndir sínar, m. a. frá Samtökum sænskra nátt- i'nuIjósmyiidara ogstyrk frá Kodak. Bókin er frum- raun hans á sviði bóka- gerðar. Höfundurinn hreifst að sögn mjög af íslensku landslagi og sótti til þess innblástur. Hann hefur fjórum sinnum dvalist á Islandi í samtals sjö mán- uði. Morgunströnd, myndin hér að ofan, er ein Ijósmy nda Anders Geidemark í ís- landsbók hans. Ströndin er aðalmyndefnið. Tímamótaverk FRU BOVARY eftir Gustave Flaubert er komin út í þýðingu Péturs Gunnarssonar. Frú Bo- vary var tímamótaverk og þótti marka upphaf nútíma skáldsag- nagerðar. Þegar sagan kom út vakti hún mikla hneykslun. Þóttu persónur sögunnar algerlega siðlausar og höfundurinn virtist leggja blessun sína yfir ósómann. Vegna skáld- sögunnar var höfðað mál á hend- ur útgefanda og höfundinum. Þeim var gefíð að sök að hafa ofboðið trúar- og siðferðistilfinn- ingu lesenda sinna. Útgefandinn var sýknaður en Flaubert var hins vegar víttur fyrir að láta ósiðlegt athæfí persóna sinna ót- alið. „Sagan segir frá Emmu Bo- vary og ferð hennar um glapstigu freistinganna og óseðjandi leit hennar að lífsins lystisemdum. Um leið lýsir Flaubert mannlegu eðli, heitum ástríðum sem vakna fljótt og slævast skjótt," segir í kynningu. Bókin er 262 síður, prentuð í Gutenberg. Snæbjörn Arngríms- son gerði kápu. Verð bókarinnar er 2.980. Útgefandi er Bjartur. Sýndarveruleikinn er tekinn við og ræður ríkjum I NYLEGU ávarpi frá ritstjórum spænskra menningartímarita er í upphafi minnt á þá staðreynd að upplýsingasamfélagið hefur tekið við af iðnaðarsamfélaginu. Orðrétt segir: „Sýndarveruleikinn er tekinn við, ræður ríkjum, upplýsingarnar hafa orðið mikilvægasta markaðs- varan og fjölmiðlarnir eru leiðin sem býr til og dreifír þessum nýja veruleika. Með hjálp ótal dagblað- asíðna, útvarpsþátta og endalausra sjónvarpsmynda erum við vitni að og þátttakendur í öllu sem gerist á plánetunni." Það sem vakir fyrir ritstjórunum er að vara við þeirri vélrænu at- höfn að taka gagnrýnislaust við öllu því sem í mann er troðið. Fólki ber að velja á milli. Menningartíma- ritin (og allir vandaðir fjölmiðlar, dagblöð meðtalin, innskot J.H.), rjúfa takt og stefnu vélarinnar, upplýsingamagnið er ekki mikil- vægast heldur gæðin. Menningin á ekki að smitast af framleiðsluþátt- um, neita að hún láti stjórnast af efnahagslögmálum og taki mið af stjórnmálum og viðskiptum sem lúta stjórn þjóðfélagsins. Menningin á ekki eingöngu að vera afþreying, ekki til þess eins að drepa tímann. Sama sinnis eru hugsuðir eins og heimspekingurinn Jacques Derrida sem hefur bent á að fréttir séu tilbúningur einn, þær séu smíð- aðar: „Fréttir, eða tíðindi, eru ekki sjálfgefnar heldur bókstaflega framleiddar, síaðar og matreiddar með aðferðum og tækjum sem eru gerð af manna höndum, þar sem Þær bækur sem mest er látið með og selj- ast best eru oft tilbúningur að mati Jóhanns Hjálmarssonar líkt og „smíðaðar" fréttir. Upplýsingar eru orðnar mikilvægasta markaðsvaran. HBPslS ||bj Æíjjæ^ítzk ftm J?5l| ^M0^ %* fé^ £$&¦ JPWy. WarJ~Brw WSm ^^6 Wt Wm k '% M§\ /jp - Æ ^J§ j&áa *^B^ „MENNINGIN á ekki að vera til þess eins að drepa tímann." raðað er í forgangsröð og búinn til tignarstigi til að þjóna öflum og hagsmunum sem hvorki þolendur né gerendur gera sér nægilega grein fyrir." (Viðtal franska tíma- ritsins Passages við Derrida, þýðing Friðriks Rafnssonar og Torfa H. Tulinius, eilítið stytt hér). Derrida leggur áherslu á að ef- ast og spyrna við fæti. Liklegasta sðluvaran Þegar hugað er að bókaútgáfu með tilliti til þessa er ljóst að þær bækur sem eru líklegasta söluvaran og eru skrifaðar og gefnar út í þeirri trú, fá mesta kynningu í fjöl- miðlum. Nær daglega erum við minnt á að hér sé komin rétta bók- in til að njóta og gefa öðrum hlut- deild í. Þetta eru „smíðaðar" fréttir í formi bóka. Veigamestu bækurnar búa oftast í skugga hinna yfirborðskenndu. Meðal síðarnefndra bóka eru ævi- sögur frægs fólks sem hefur í raun ekki lifað annað en ánetjast sýndar- veruleikanum og skolast út með honum þegar nýr sýndarveruleiki tekur við. Fjölmiðlar eru lítillækk- aðir og gerðir skoplegir með gjör- nýtingu sem felst í dulbúnum aug- lýsingum í gervi kynninga þar sem ákveðið er áður en bækur koma út hver sé „bitastæðust", eins og matgæðingar haldi á pennanum. Við þessu er líklega ekkert annað að gera en auka kröfurnar, vera strangari við sjálfan sig í vali, taka sjálfur afstöðu hvað sem gerninga- veðri markaðarins og fjölmiðla líð- ur. Þegar svo er komið að góð bók verður metsölubók vegna þess að hiín er vel gerð og á erindi er ástæða til að fagna. En gerist það í ár? Vonandi. Er ekki annars óra- langt síðan við fengum að lifa þá daga; eru þeir í. almanakinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.