Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 3
2 B ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 B 3 Nýjar bækur • SA GAN af Gretti sterka er ný- komin út. Þetta er endursögn eftir Einar Kárason á Grettissögu, mynd- skreytt af Jiíri Arrak sem er eist- neskur listamaður. í kynningu seg- ir: „Bókin er ætluð börnum og ungl- ingum og aðgengi- leg aflestrar fyrir hvern sem er. End- ursögnin fylgir öllum meginatburð- um í ævi söguhetjunnar, Grettis Ásmundarsonar, og hefur Einar gefið sögunni gamansaman en um leið hlýlegan blæ.“ Litmyndir eru á hverri opnu bók- arinnar sem er 32 bls. ogprentuð íPrentsmiðjunni Odda. Verðiðer 1.390 kr. Mál og menninggefur út. • KARLSSONUR, Lítill, Trítillog fuglarnir hefur verið eitt af eftir- lætisævintýrum íslenskra bama. I því er sagt frá hvernig karlssonur leysir erfiðar þrautir sem fyrir hann eru lagðar og sleppur úr klóm skess- unnar. Anna Cynthia Leplar hefur myndskreytt þetta gamla íslenska ævintýri sem Ragnheiður Gests- dóttir endursagði. Mál og menninggefur út. Bókin er24 bls. meðlitmyndum á hverri síðu ogkostar 1.290 kr. Prentsmiðj- an Oddihf. prentaði. • ÚT er komin bókinSvamir og svarti maðurinn eftir Anders Jacobsson ogSören Olsson. Þýð- andi er Jón Daníelsson. „Nú er Svanur orðinn níu ára og hlakkar mikið til að fara í sumarbúð- ir í fyrsta sinn. Bara að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af svarta manninum, sem sagt er að læðist milli tjaldanna á kvöldin og smiti börnin með heimþrárbakter- íum . . .“ Þetta er fjórða bókin um prakk- arann Svan. Hún er eftir sömu höf- unda og metsölubækumar um Bert. Þess má geta að þýðandinn, Jón Daníelsson, fékk nú í ár þýðenda- verðlaun skólamálaráðs Reykjavík- urborgar fyrir þýðingu sína á síð- ustu bókinni um Svan, „Að sjálf- sögðu, Svanur". Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.280 kr. • SKJÖLDUR, 3. tbl. 4. árgangs er nýkominn út. Meðal efnis er við- tal við Kristján Bersa Olafsson skólameistara; um- íjöllun um Konrad Maurer og störf hans í þágu íslend- inga og þýðing Steingríms Gauts Kristjánssonar á ljóði eftir Kínvetj- ann Sú Don Po. Ritstjóri Skjaldar er Páll Skúla- son. Útgáfufélagið Sleipnirgefur út. • ÚT er komin bókin Fríða fram- hleypna og Fróði eftir Lykke Ni- elsen. Þýðandi er Jón Daníelsson. „Gulur grísaskítur og græn skrímsli! Vonlausu vesalingar og vit- lausu vitfírringar! Ætlist þið til að ég éti þetta hálfsoðna óæti?“. Þetta er það fyrsta sem Fríða heyrirþegar hún kemur inn í her- bergi Úlfs gamla. Samt verða þau perluvinir og leysa í sameiningu sér- stætt sakamál. Þetta er áttunda bókin í bókaflokknum um Fríðu framhleypnu. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð kr. 1.280 kr. • ÚT er komin bókin Nancy: Leyndarmál veitingahússins eftir Carolyn Keene. Þýðandi er Gunnar Sigurjónsson. „Meginástæða fyrir vinsældum Nancy-bókanna er spennan sem helst á hverri síðu allt til loka. Það hafa verið gefnar út 50 bækur um Nancy og þær selst í milljónum ein- taka,“ segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð kr. 1.280. Konrad Maurer Einar Kárason Nýjar bækur Frá álfum og tröllum í BÓKINNI íslenskar þjóðsögur - Álfar og tröll eftir Ólínu Þor- varðardóttur er fjöl- breytt úrval þjóðsagna um náttúruvætti lands- ins sem um aldir hafa verið þjóðinni hug- leiknir. „íslenskar þjóðsögur - Álfar og tröll er skrifuð til að kynna fyrir ungu fólki þá menningararfleifð sem þjóðsögumar eru, og um leið að endurvekja kynni þeirra sem eldri eru af rökkursögum bemsku sinnar,“ segir í kynningu. Ölína Þorvarðardóttir þjóðfræð- ingur hefur valið í þetta rit sögur frá ýmsum tímum og úr ólíkum áttum. Efnið setur hún fram með ijölda orðskýringa og með ítarlegum formála. Ólína hefur unnið að margvíslegum ritstörf- um um fræðileg efni, skáldskap, þjóðfélags- mál og fleira. Hún stundar nú doktorsnám í íslensku og þjóðfræð- um við Háskóla íslands þar sem hún hefur ver- ið stundakennari í sömu fræðum um ára- bil. Bókin er prýdd myndum eftir Ólaf M. Jóhannesson, en hann hefur áður mynd- skreytt bækur bæði hér heima og erlendis. Islenskar þjóðsögur - Alfar og tröll er prentuð í prentsmiðjunni Odda. Bóka- og blaðaútgáfan sf. gefur út. Bókin kostar 2.400 kr. Ólína Þorvarðardóttir Isbjöm Isaks Harðarsonar ÚT ER komin ljóðabók- in hvítur ísbjörn eftir ísak Harðarson. Þetta er níunda bók Isaks, en áður hefur hann sent frá sér sjö ljóðabækur og eitt smásagnasafn. hvítur ísjbörn skiptist í þrjá hluta sem nefn- ast: svartur ísbjörn, glefsandi rennilás og hvítur ísbjörn. í bókinni eru ekki eingöngu ný ljóð heldur er þar einnig að finna eldri ljóð. í kynningu segir: „Síðasta bók ísaks Harðarssonar, Stokkseyri, vakti mikla athygli og lof fyrir frum- leika og sjaldséða fágun á nútímaljóðformi. Þessi nýja bók mun ekki síður gleðja ljóðaunnendur, ljóðin í henni eru fjöl- breytt að efni og formi, en fyrst og fremst vand- aður skáldskapur eftir eitt athyglisverðasta skáld okkar." Útgefandi er Forlag- ið. hvítur ísbjöm er 88 bls. Margrét E. Laxness gerði bókarkápu en málverk á kápu er eftir Kötlu ísaksdóttur. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og hún kostar 1.680 kr. ísak Harðarson Hömluleysi og fíkn SMASAGNASAFNIÐ I síðasta sinn eftir Ágúst Borgþór Sverrisson er komið út. í bókinni eru níu sögur. Mynstur hömluleysis „Margar sagnanna lýsa því hvernig mynstur hömluleysis og fíknar sem einkennir áfengis- og vímuefnasjúklinga getur birst í öðrum myndum, þ.e. ofáti, kynlífsfíkn og spilasýki. Stíllinn er raunsæisleg- ur og einfaldur en verð- Ágúst Borgþór Sverrisson ur stundum Ijóðrænn vegna tilfinninga höf- undar fyrir hversdags- legum smáatriðum.“ Ein sagan hlaut við- urkenningu í smá- sagnasamkeppni Ein sagan í bókinni, Fljótið, hlaut viður- kenningu í smásagna- keppni Ríkisútvarpsins, Klukku Islands, árið 1994. Útgefandi er Skjald- borg hf. Bókin er 123 bls. og.prentuð í Sin- gapore. Meðan augun lokast ÚT ER komin ljóða- bókin Meðan augun lokast eftir Þórð Helgason og er hún ijórða ljóðabók höf- undarins. Fyrri bækur hans eru Þar var ég (1989), Ljós ár (1991) og Áftur að vori (1993). Auk þess hefur Þórður gefið út þtjár handbækur og eftir hann hafa birst nokkr- ar smásögur. Þórður er einnig höfundur nokkurra fræðirita og greina auk fjölda kennslubóka. „Meðan augun lokast sver sig í ætt við fyrri Ijóðabæk- ur Þórðar. Ljóðin tengj- ast náið náttúru lands- ins og sögu en ekki síð- ur næsta umhverfi skáldsins, lífi hans og samferðarmannanna enda má segja að megi- nefni bókarinnar sé mannlegar aðstæður á vorum dögum,“ segir í kynningu. Að formi til eru ljóðin ýmis stutt og Hhitmiðuð eða lengri prósaljóð. Höfundur gefur bók- ina út sjálfur. Hún er 43 bls. og fjölrituð í Offsetfjölrítun hf. Þórður Helgason Notte, serene ombre Við gengum niður spænsku tröppumar og ég sagði einhveija firru um að fuglinn léki á lútu, leiddi skynsemi þína afvega. Hirðfífl kynni að hafa skilið mig. Vargaldir eftir Lárus Má Björnsson Þar kennir margra grasa Og án fyrirvara: í norðri, það var ekki kvöldið sem blaðaði í gegnum albúm laufanna, engin tré. Vængir plægja loftið og gára vatnið, rotnandi. Dúfurnar ganga þóttafullar með lútu undir vængnum, sérðu núna? Vesalings dúfumar: ekkert nema hljómlist og lýs. Nótt, auðgreinanlegir skuggar, vagga vindanna, ekkert annað. Því enua þótt við tvö séum samvistum, í óendanleikanum, umkringd klukkustundum líkt og hallandi rómverskar tölur á tumklukku emm við aðskilin af djúpum svefni, mistri óheflaðrar rökvísi, baðmull Ijarlægra akra, umhverfis lífvana vötn. Eeva-Liisa Manner VARGALDIR er þriðja og síðasta bókin í safni þýðinga Lárusar Más Björnssonar á finnskri ljóðlist. Hér eru birt ljóð níu kvenna sem fæddar eru á tímabil- inu frá 1919 til 1958. „Þetta safn hefur verið í undirbúningi í um það bil tvö ár,“ sagði Lárus Már í samtali við blaða- mann, „og er uppbyggt þannig að með ljóðum hvers höfundar hef ég skrifað allítarlega kynningu á honum. Eg hef þýtt mjög mikið í samstarfi við höfund- ana en ég er þeirrar skoðunar að ljóð verði best feijuð á milli mála með nánu samstarfi þýðanda og höfundar.“ Á bókarkápu segir reyndar ekki að Lárus Már þýði, heldur túlki. „Ég er þeirrar skoðunar að ljóða- þýðingar séu sjálf- stæð listgrein. Ljóðið verður að lifa sjálf- stæðu lífi á því tungumáli sem það er yfirfært á. Með þýðingum er átt við að merkingu sé kom- ið til skila en með túlkunarhugtakinu á ég miklu frekar við að ég sé að iðka sjálfstætt listform." Lárus Már segir að það sem einkenni kveðskap þessara níu skáldkvenna er að þær leiti mjög víða fanga. „Eeva- Liisa Manner sótti til dæmis mjög mikil áhrif til Spánar á meðan Tua Forsström er undir miklum áhrif- um frá þýskum bókmenntum og Aila Meriluoto yrkir í anda sænsks módernisma. Það kennir því margra grasa í finnskri ljóðlist. Lárus Már Björnsson Brói skrifar bók BOKMENNTIR Skáldsaga BURT eftir Þórarin Torfason. Andblær 1995 — 159síður. BYGGING verksins er spennandi þar sem það hefur margar umgjarð- ir. Brói er að skrifa skáldsögu um Stellu þar sem hann fléttar saman sögu hennar og föður hennar ungs. Hann sendir Hörpu systur sinni kaflana og bréfaskipti systkinanna fléttast inn í söguna. Enn aðrir kaflar fléttast inn í sögu Stellu. Það eru margar persónur sem ryðjast inn í hugsanir hennar og líkist því helst að hún sé skyggn. Brói er trúverðugur bréfaskrifari og les- andi heldur lengi vel að verkið fjalli um feðginin en Brói verður æ fyrir- ferðarmeiri þar til verkið snýst ein- göngu um hann. Lesandi situr í lok- in með allt aðra sögu og allt aðrar persónur sem aðalpersónur en hann bjóst við í byijun. Verkið kemur því verulega á óvart, fýrst skemmtilega en missir svolítið flugið í lokin. Brói fer utan til að skrifa bók sem hann geymir í kollinum. í fyrstu gengur honum vel og persón- urnar láta að stjóm. Þegar þær fara að sitja um hann fær Harpa kaflana til lestrar. Það hjálpar Bróa um stund en hann sekkur æ dýpra í heim persóna sinna og fer að Hkjast þeim æ meir. Jón Jóns- son, faðir Stellu, er misheppnaður rithöf- undur, persóna sem Brói fyrirlítur en hann fer að skilja hann betur og betur. Það sem meira er, Brói fer að líkjast honum og þá rennur upp fyrir le- sanda að Brói er alveg jafnmikil persóna í bók og Jón. Harpa fær það verkefni að segja álit sitt á köflum sögunnar sem Brói er að skrifa. Hún er því í hlut- verkum lesandans og óvægins gagn- rýnanda en þegar á reynir er Brói ekki ánægður með athugasemdir hennar. Hann bregst við gagnrýn- inni líkt og aðrir rithöfundar, hann hunsar hana að mestu. Verkið lýsir vel hlutverki lesanda, hugsunum sem vakna við lestur og jafnvel áhrifum sem lesandi verður fyrir. Þó em út- skýringarnar um of á stöku stað. „Innblásinn af krafti þorpsins og íjarlægðar- innar settist ég, og fór að skrifa.“ Þessi orð leggur Brói í munn Jóns en þau eiga ekki síður við hann sjálfan. Hann leitar í erlent þorp til að skrifa. Það kemur í ljós að hann er að fást við sína eigin fortíð og minningar. Brói slær á viðkvæma strengi Hörpu, stengi sem hún vill fjarlægjast og vill að hvíli í friði. Harpa, sem lesandi, á sér annan heim fyrir utan skáldskap- inn, raunveruleikann. Skáldið lifir fyrir verk sitt og heimur Bróa er skáldskapurinn. Hann hefur æ minni áhuga á veruleikanum. Hann forðast að minnast á hann í bréfum sínum og honum finnst stöðu sinni ógnað þegar Harpa verður ástfang- in. Viðbrögð hans eru þögn. Titillinn hefur margar vísanir í verkinu auk þess sem einn kaflinn ber sama heiti. Að komast burt, í tíma og rúmi, er nauðsyn hveijum þeim sem lendir í erfiðum aðstæð- um og hugsunum. Fjarlægðin ýmist ýfir upp sár eða græðir þau. Burt er fyrsta skáldsaga Þórar- ins en síðast liðið ár kom út eftir hann ljóðabókin Dögun. Burt hefur að geyma fjölbreyttan texta og stíl sem breytist með hverjum sögumanni. Það er því spennadi að sjá framhaldið, nú þegar höf- undurinn hefur tekist á við rithöf- undinn í sjálfum sér. Leiðrétting í umsögn um skáldsögu Stefáns Júlíussonar, Kanabarn (10. nóv- ember sl.), féll niður lína. Viðkom- andi málsgrein er rétt svona: „Hún stígur inn í heim fullorðinna á ís- landi en lendir í stöðu barnsins í Bandaríkjunum. Þar er allt nýtt og annarlegt auk þess sem hún er ekki fær í ensku og eiginmaðurinn talar því barnamál við hana. Kristín Ólafs Þórarinn Torfason Leiðin út úr búrinu BOKMENNTIR L j 6 ð a b ó k SÓLIN DANSAR í BAÐVATNINU eftir Gunnhildi Sigurjónsdóttur. Prentsmíði prentaði. Andblær 1995 - 54 síður. SÓLIN dansar í baðvatninu er fyrsta ljóðabók Gunnhildar Sigur- jónsdóttur, en bók hennar ber þess merki að hún hafi ort lengi. Elsta ljóðið er frá 1975 og öðru hveiju hafa birst ljóð eftir Gunnhildi í tíma- ritum. Bókin er engu að síður nokk- uð samstæð. Annars vegar eru ljóð tilfinningalegs eðlis, hins vegar myndir frá stöðum þar sem höfund- urinn hefur dvalist, meðal þeirra eru Krít og Jamaíka. Fyrmefndu ljóðin eru hlaðin kenndum, en einkenni þeirra hóf- semi. Þau virðast hafa fengið að vaxa í huga höfundar og mótast farsællega þar. Sem dæmi nefni ég fyrsta hluta fyrsta ljóðsins í kaflan- um í skjóli nætur: Fugl óttans flögrar í bijósti mínu þráir frið í amstri dagsins hefur hann hægt um sig felur sig í sálarfylgsni í kyrrð næturinnar berst hann um lemtir vængjunum Litli fugl bara ég gæti frelsað þig Annar hluti sama ljóðs segir í raun of mikið í staðinn fyrir að spegla hugarástandið sem fer slíkum ljóðum betur. Þar er talað um að heyja daglega „mis- kunnarlaust stríð“ og „örvæntingai'fulla“ leit að lykli búrsins þar sem gleðin er læst inni. Eft- ir næturlanga baráttu við rimlana „set ég upp glaða grímu/ og fer úr húsi mínu/ með gleðigrímu á andlitinu." Hér er ein- hveiju ofaukið við lýsingu gleðinn- ar. Ljóðið fjallar um innilokun og það að vera hálfur maður, þurfa sífellt að dulbúast. Athyglisvert er hve vel tekst að yrkja um gamalt fólk, til dæmis gamlan bar- þjón á Jamaíka, gamlar konur og karla á Krít, afa Bárð og kistu langömmu. Ljóðin frá útlöndum sem sveija sig í ætt ferðaljóða gefa bókinni raunsæislegan blæ ljóða sem eru ein- föld og án „tilgerðar" skáldlegs orðalags. Kímni er styrkur þeirra. Gunnhildur Sigur- jónsdóttir tileinkar sér hnitmiðun í formi, en er yfirleitt fijálslegri í tjáningu í ferðaljóðun- Þótt dimmt sé yfir sumum ljóðum bókarinnar er léttleiki áberandi og hann gerir bókina aðgengilega og læsilega. Það er fagnaðarefni að geta kvatt sér hljóðs með þessum hætti. Jóhann Hjálmarsson Gunnhildur Siguijónsdóttir um. Táknmál og tölvísi miðalda KRISTNITAKAN og Kirkja Péturs í Skála- holti heitir ný bók i flokknum, Rætur ís- lenzkrar menningar, eftir Einar Pálsson. Þetta rit er samið í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitö- kunnar á íslandi. Það er byggt á miðalda- fræðum, einkum er táknmál trúarbragða krufið og þau atriði dregin fram sem aldrei hafa fyrr verið sett í samband við kristnitökuna. Einar sagði í samtali við blaða- mann að grundvallarspurning í bókinni væri sú hvers vegna fyrsta biskupsstólnum var valinn staður að Skálaholti. „Eg hafði minnst á þetta efni nokkrum sinn- um í eldri bókum mínum en árið 1975 voru birt viss gögn við Páfastól sem höfðu verið nær órannsökuð í hálfa fimmtu öld sem stað- festu hugmyndir mín- ar um það hvers vegna Skálaholt varð fyrir valinu. Ég hafði fundið svarið í Njáls sögu og fleiri sögum sem ég hafði verið að reikna út af allegór- íunni, eða launsögn- inni. Njáls saga fjallar um kristnitökuna, en hún fjallar ekki ein- ungis um hana í beinni frásögn heldur sem alleg- óría líka. í bókinni skýri ég sem sagt frá kristnitökunni og kirkju Péturs í Skálaliolti frá sjónarhorni sem aldrei hefur verið beitt fyrr, sem menn hafa aldrei reynt að ráðast til atlögu við, bókin er með öðrum orðum útskýring reist á táknmáli miðalda. Táknmál trúarbragð- anna er til dæmis vandlega kruf- ið í bókinni, sérstaklega tölvísin." Aðspurður sagðist Einar hafa fengið staðfestingu á því að hann sé á réttri leið í kenningum sínum frá sérfræðingum Vatikansins í Róm. „Ég fékk þá til að rannsaka kenningar mínar og í niðurstöð- um sínum kveða þeir einróma upp úr með það að ekki sé unnt að sniðganga niðurstöður mínar. Þeir hafa þannig vottað að spurningarnar sem settar eru fram í þessari nýju bók minni séu réttar og að auki að ráðningin á allegóríu Njáls sögu sé mjög sennileg. Hinar íslensku niður- stöður kunna því að breyta miklu um þekkingu manna á frum- kristni og afstöðu kristinna mið- aldamanna til heiðni og fornrar speki.“ Einar Pálsson Míkiðrit og vandað BOKMENNTIR íslcn.sk fræöi SKÁLDKONURFYRRI ALDA eftir Guðrúnu P. Helgadóttur. 2. prentun. 180 + 188 bls. Hörpuútgáfan. Prentun: Hólar lif. og Oddi hf. 1995 Verð kr. 3.480. SKÁLDKONUR fyrrí alda er mikið rit og vandað. Það kom fyrst út í tveim bindum 1961 og 1963. Nú hafa bæði bindin verið gefin út í einni bók. Allt er verkið reist á grunnrannsóknum og telst því til undirstöðurita. Gildi þess í fræði- legum skilningi er því ótvírætt og stendur óhaggað. Ætla má að end- urútgáfa þess nú teljist ekki síður tímabær. Tíðarandinn hefur breyst — konum í vil. Staða konunnar hefur verið endurmetin, bæði í nú- tíð og fortíð. Kvennabókmenntir eru orðnar sérstök fræðigrein. Saga þeirra hefst með landnámi ef ekki fyrr. Með hliðsjón af magni hefur hlutur kvenna í skáldskapnum þó hvergi jafnast á við framlag karla. Heimildir um skáldkonur fyrri alda eru því stopular, stundum aðeins nafnið. Heimildafæðin hefur ekki auðveldað höfundi fyrirhöfnina, sennilega þvert á móti. Rýr hlutur kvenna í skáldskapn- um sannar þó engan veginn að áhrif þeirra í þjóðlífinu hafi verið jafnléttvæg á öðrum sviðum. Guð- rún P. Helgadóttir sýnir fram á að skáldskapariðkanirnar gefi fátt til kynna um stöðu þeirra að öðru leyti. í baráttunni um völd og áhrif á fyrstu öldum íslands byggðar stóðu konur fyllilega fyrir sínu. En vett- vangur þeirra var annar en karla. Og skáldskapurinn tengdist ekki daglega lífínu. Víkingaöldin tók orðsins brand í þjónustu sína. Skáldin mærðu herferðir og bar- daga og kváðu herkonungum lof. Þar komu konur lítt við sögu; það lá í hlutarins eðli. Þær báru ekki vopn. Og engum kom til hugar að kenna hversdagslífið til hetjuskap- ar. Svo kom kirkjan með sínu óskor- aða karlveldi. Ekki varð boðskapur hennar skáldkonum að heldur til örvunar. Höfundur upplýsir að ekk- ert kristilegt helgikvæði sé konu eignað. Öðru máli gegnir um Eddukvæð- in, enda mun eldri, sum hver aftan úr grárri forneskju. Þau hafa orðið til í annars konar menningarheimi. Þó fátt sé um uppruna þeirra vitað má telja víst að staður þeirra og tími hafi verið konum hallkvæmari. Eddukvæðin segja frá tilfinninga- þrungnum örlögum sem mjög hlutu að skírskota til kvenna. I þeim dramatísku átökum, sem þar er lýst, eru konur áberandi og mikils valdandi. Höfundur telur að sum Eddukvæðanna kunni að vera ort af konum og færir fyrir góð og gild rök. Einnig telur höfundur að konur hafi körlum fremur varðveitt þau — sem og annan kveðskap — í munn- legri geymd. Lausavísan varð snemma tjáningar- form skáldkvenna. Þær köstuðu fram vísu — eða dreymdi vísu — sem oftar en ekki tengdist einhverjum stóratburði. Tíðast var það atburðurinn, til- efnið, sem í minni fest- ist. Og þar með vísan! Með þeim hætti hefur t.d. varðveist eina stakan sem eignuð er Steinvöru á Keldum. Ekki verður með sanni sagt að það framlag hennar sé mikið né merkilegt miðað við þau býsn sem færð voru í letur af samt- íðarmönnum hennar á 13. öld né heldur að það samræmist öðrum umsvifum hennar sjálfrar því Stein- vör var mikillar ættar og mikils ráðandi. Höfundur rekur sögu hennar í stórum dráttum og minnir á hlut hennar í valdatafli róstus- amrar aldar. Og sá hlutur var hvergi smár! Á siðskipta og lærdómsöld tókst skáldkonum lítt betur að halda í við karla. Hnignandi þjóðlíf og hörð lífsbarátta leyfði það naumast. Höfundur getur þess til, svo dæmi sé tekið, að Látra-Björg, kunnasta skáldkona 18. aldar, »hafi orðið hungurmorða á vergangi í móðu- harðindum.« Það er ekki fyrr en með þjóðfrelsis- og menningaröld- inni miklu, 19. öld, að konur taka að horfa hærra og skoða sjálfsmynd sína í því ljósi að þær séu menn með með mönnum og leyfist að fást við fleira en hefðbundin kvennastörf. Nítjánda öldin færði líka með sér breyttar hugmyndir um köllun og hlutverk skálda. Með opinskáum og listrænum hætti fóru konur að tjá tilfinningar sínar. Smásaman tóku þær að vakna til vitundar um að þær væru sérstakir einstaklingar, að einnig þeim bæri sinn skerfur af lífsnautn og skap- andi frumkvæði. Tækifæri þeirra til menntunar og áhrifa voru þó enn í lágmarki og þar með von- laust að þær gætu beinlínis stillt sér upp við hlið karla. Þó konur hefðu þegar á lærdómsöld byijað að yrkja heil kvæði var lausavísan þeim enn tiltækust. Höfundur hefur kosið að enda bók sína með Vatnsenda-Rósu. Fer vel á því þegar horft er á ritið sem heild, byggingu þess og markmið. Nafn Rósu tengdist stórbrotinni örlagasögu. Og sjálf varð hún þjóð- sagnapersóna. Sú tið var ekki enn runnin upp að samtíðin sæmdi konu óhikað skálds heiti fyrr en hún hefði sannað hæfileika sína með ótvíræðum hætti. Enn átti skáld- kona frægð sína undir því að fólk lærði vísur hennar og kenndi öðr- um. Þá fyrst gat hún vænst þess að einhver tæki sér fyrir hendur að skrásetja kveðskap- inn. Nafn Rósu er því sveipað sams konar »fyrri alda« hugblæ sem annarra skáld- kvenna í þessari bók. Með sínu frjálslega lí- ferni og storkandi dirfsku stefndi hún í átt til nútímans. En um- hverfi hennar í Vestur- Húnavatnssýslu stóð á aldahvörfum milli gam- als og nýs gildismats. Þannig naut hún þess og galt í senn að vera á undan sinni samtíð. Má í því tilliti bera gengi hennar saman við skáldfrægð Bólu-Hjálmars en þau voru jafnaldrar. Bág voru kjör beggja. Samt er augljóst að fleiri urðu til að liðsinna Hjálmari vegna skáldskapariðkana hans beinlínis. Leikur ekki vafi á að það hefur aukið honum sjálfstraust — þrátt fyrir allt. Vafalaust hefði Rósa fág- að kveðskap sinn betur ef hún hefði hlotið bæði hvatningu og aðhald við hæfi. Sú spurning hlýtur að vakna við lestur þessa ítarlega rits Guðrúnar P. Helgadóttur hvers vegna hlutur kvenna í bókmenntasögunni skuli ekki vera fyrirferðarmeiri en raun ber vitni þegar horft er til áhrifa kvenna á öðrum sviðum. Vísast er á einskis manns færi að svara því svo óyggjandi sé. Guðrún svar- ar því hins vegar prýðilega hvað það var að vera skáldkona á fyrri öldum. Heimildaskrá hennar tekur til rita af fjölbreytilegasta tagi. Hið dreifða og sundurleita efni hefur hún svo fléttað saman með þeim árangri að úr varð heilsteypt menningarsögurit, ekki aðeins stórfróðlegt heldur líka bráð- skemmtilegt. Erlendur Jónsson Guðrún P. Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.