Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 1
r- BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fNb$tgmðfi$Aib 1995 ÞRIÐJUDAGUR21. NÓVEMBER BLAÐ C HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson EKATERINA Gordeeva og Sergei Grinkov. Ólympíumeist- arinnSergei Grinkov látinn ÓLYMPIU- og heimsmeistarinn í listhlaupi á skautum, Sergei Grinkov frá Rússlandi, lést úr hjartaslagi á æfingu með konu sinni, Ekater- inu Gordeevu, í Lake Placid í gærkvöldi. Grinkov, sem var 28 ára, féll niður er hann hélt konu sinni á lof ti á skautasvellinu. Hann var strax fluttur í sjúkrahús og var síðan úr- skurðaður látinn khikkustundu síðar. Grinkov og Gordeeva urðu Ólympíumeistarar í para- keppni 1988 og 1994. Þau urðu einnig fjórum sinnum heimsmeistarar og tvisvar Evrópu- meistarar. Þau gengu í hjónaband árið 1991 og áttu eina dóttur, Dariu. Kvöldleikur í beinni útsendingu hjá Sýn S JÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur gert samning um að sýna leik úr ítölsku knattspyrnunni á sunnudagskvöldum í beinni útsendingu. Út- sendingar hefjast nk. sunnudagskvöld með leik Juventus og Parma. Stöð 2 sýnir beint leik úr ítölsku deildinni ef tir hádegi á sunnudogum og geta knattspyrnuunnendur því séð tvo leiki beint í hverrí umferð frá og með næstu helgi. Þórður og samherjar með góða forystu ÞÓRÐUR Guðjónsson og samherjar í Bochum gerðu góða ferð til Bielefeld í gærkvöldi, unnu 3:1 og eru með fimm stiga forskot í 2. deild þýsku deihlar innar á Duisburg sem reyndar á leik inni. Þórður lék fyrstu 65 mínúturnar í gærkvöldi en skipti þá við annan erlendan leik- mann. Þetta var fjórði útisigur Bochum í rðð en iiðið er með 39 stig að 16 umferðum lokn- um, átta stigum meira en liðið í fjórða sæti, en þrjú efstu liðin fara upp í 1. deild í vor. Gleðibylgja að Varmá ÞAÐ ríkti mikil gleði í íþróttahús- inu að Varmá í gærkvöldi eftir Afturelding hafði tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum í Borgarkeppni Evrópu. Leikmenn gátu vart hamið gleði sína og til þess að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir krupu þeir á miðju vallarins og tóku bylgju fyrir þá og fengu að launum hressilegt fagnaðaróp. Það er Þorkell Guðbrandsson sem er hér lengst til hægri, síðan koma þeir Jóhann Samúelsson, Bjarki Sigurðsson, Róbert Sig- hvatsson, Bjarki Kristjáusson og Gunnar Andrésson. Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn á Zaglebie frá Lubin Lið frá IMorðurlöndunum á óskalistanum í næstu umferð Þessi sigur er góður áfangi fyrir Aftureldingu og ég er mjög glaður að okkur skuli hafa tekist að komast svona langt. Þetta pólska Hð var mun slakara en ég bjóst við og það má segja að á fyrstu tíu mínútunum í fyrri leiknum hafí þeir spilað vel, en síðan ekki söguna meir. Þegar litið er yfir báða leikina er ég ánægður með varnarleikinn og markvörsluná hjá mínum mönn- um í fyrri leiknum og það lagði grunninn að því að við þurftum ekki að hafa mikið fyrir seinni leikn- um," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, en Afureld- ing er eini fulltrúi Islands í átta liða úrslitum í Evrópukeppninni í hand- knattleik. Afturelding lagði pólska liðið Zaglebie frá Lubin í tveimur leikjum um helgina og samtals með 59 mörkum gegn 41. „Eftir tólf marka tap í fyrri leikn- um þá gerðu þeir ekkert til að „sprengja" upp síðari leikinn, en þeir ætluðu sér að reyna að sigra til að bjarga andlitinu en tókst ekki. Við höfðum stjórn á leiknum og réðum því hvernig hann þróaðist framan af og þeir náðu aldrei að ógna okkur. Síðan leystist leikurinn upp og mikið var um mistök. I næstu umferð vildi ég gjarnan fá lið frá Skandinavíu, en það eru einnig eftir lið frá austurhluta Evr- ópu og það er aldrei að vita nema maður hafni þar í enn eitt skiptið," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, með bros á vör. BADMINTON: BRODDI, ELSA OG ÁRNIÞÓR SIGURSÆL Á STIGAMÓTIBTÍ / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.